Morgunblaðið - 21.05.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.05.1997, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI AEG Lavamat 538 Framkvæmdum við rússneskan togara lokið hjá Slippstöðinni hf. Viðræður um frekari viðskipti VINNU við rússneska frystitogar- ann Opon er lokið hjá Slippstöðinni hf. og hélt togarinn frá Akureyri áleiðis til Reykjavíkur sl. sunnudag, þar sem tekin verða veiðarfæri um borð. Framkvæmd var svokölluð klassaskoðun á skipinu hjá Slipp- stöðinni, auk þess sem gerðar voru viðamiklar endurbætur á vinnslu- búnaði þess og flokkunarbúnaður frá Marel settur um borð. Marel Trading, dótturfyrirtæki Marel hf. gerði í byijun febrúar sl. samning við rússneska sjávarút- vegsfyrirtækið Karelrybflot um viðamiklar endurbætur á tveimur togurum. Vinna við seinna skipið, Olenty, er komin vel af stað hjá Slippstöðinni og er gert ráð fyrir því að það verði klárt á veiðar um miðjan ágúst. Verkefnastaðan góð Ingi Björnsson, framkvæmda- stjóri Slippstöðvarinnar, segir að vinna við Opon hafi gengið vel. Verkið tók þtjá mánuði og stóðst áætlun í öllum meginatriðum. Rússneska sjávarútvegsfyrirtækið á og gerir út 26 sams konar tog- ara og Opon og Olenty en um er að ræða systurskip togara Meck- lenburger Hochseefischerei, dótt- urfélags Útgerðarfélags Akur- eyringa hf. í Þýskalandi. Auk samninga um endurbætur á tveimur togurum, var undirrituð viljayfirlýsing um sams konar verk á fjórum togurum í viðbót í eigu sama fyrirtækis. Ingi segir að við- ræður um frekari viðskipti af þessu tagi standi yfir og vonast hann til að af þeim geti orðið. Ingi segir að verkefnastaða Slippstöðvarinnar sé góð um þess- ar mundir og fyrirsjáanleg séu næg verkefni fram á haust. Við rúss- nesku togarana hafa m.a. unnið pólskir járniðnaðarmenn og eru 10 slíkir enn við störf í stöðinni. Þá hefur nemum stöðugt verið að ijölga hjá Slippstöðinni og þar starfa nú um 25 nemar. Nýlega voru ráðnir 5 nemar í stálsmíði og vélvirkjun en alls bárust 20 um- sóknir þegar auglýst var eftir nem- um fyrir skömmu. Morgunblaðið/Kristján SLÖKKVILIÐSMENN leita af sér allan grun um að enn sé glóð í ruslinu. Eldur í Síðuskóla Grunur um íkveikju GRUNUR Ieikur á að eldur í ruslageymslu í Síðuskóla á Akureyri aðfaranótt mánudags hafi kviknað af mannavöldum. Slökkvilið Akureyrar var kallað út um kl. 1 og þá logaði eldur glatt í geymslunni, en hún er undir tröppum skólans. Slökkviliðsmenn voru fljótir að slökkva eldinn og reykræstu að því loknu en lítilsháttar skemmdir urðu í geymslunni af völdum sóts og hita. Þyrla sótti slasaðan mann á Glerárdal ÞYRLA Landhelgisgæslunnar sótti slasaðan mann inn að Lamba, skála Ferðafélags Akureyrar í Glerárdal á mánudagskvöld. Fjórir vélsleðamenn voru saman á ferð í Glerárdal. Síðdegis fór einn þeirra, maður um þrítugt, fram af snjóhengju, hann féll af sleðanum og er talið að hann hafi lent undir honum. Var hann illa brotinn á fæti og handleggsbrotinn. Tilkynnt var um óhappið nokkru fyrir kl. 19 á mánudag og voru hjálparsveitarmenn þá þegar ræstir út. Talið var að maðurinn væri al- varlega slasaður þannig að ekki væri óhætt að flytja hann landleið- ina á sjúkrahús. Þyrlan var því kölluð út og lenti hún með hinn slasaða við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri nokkru eftir kl. 20. Morgunblaðið/Kristján FERMINGARBÖRN ganga til kirkju á undan kjörpresti sínum, sr. Huldu Hrönn Helgadóttur í Hrísey. Ferming í Möðruvallakirkju í Hörgárdal Kjörprestur sá um athöfnina • „Öko-System" sparar allt a5 20% sópu • Taumagn: 5 kg • Vindingarhraði: 800 snúningar ó mín, með hægum byrjunarhraða. • Hitastillir: Sér rofi, kalt -95’ • Þvottukerfi: Öll hugsanleg ósamt sparnaðarkerfi • Ullarkerfi: Venjulegt mikið vatnsmagn, haegur snúningur á tromlu • 1 /2 hnappur: Minnkar vatnsnotkun þegar lítið er þvegið • Vbtnsnotkun: 98 lítrar • Orkunotkun: 2,2 kwst sjötíu og fírnm ára afmælisárs Bræðranna Ormsson ara 922-1997 Þýskt vörumerkí Hýskt liugvit pýsk Iramleiðsla Þriggja Ara ÁBYRGÐ A ÖLLUM ...bjoðum vrn Lavamat 530 þvottavél á serstöku afmælisverði 57000, Eitt venð kn: ÞVOTTAVÉLUM Umboösmenn: Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi,”Kf. Borgfiröinga, Borgarnesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Guöni Hallgrímsson, Grundarfiröi. Ásubúö.Búöardal. Vestfiröir: Geirseyrarbúöin.Patreksfiröi. Rafverk, Bolungarvík.Straumur.ísafiröi.Noröurland: Kf.Steingrímsfjaröar.Hólmavík. Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfiröingabúö.Sauöárkróki. KEA byggingavörur, Lónsbakka, Akureyri.KEA, Dalvík. KEA, Siglufiröi. KEA, Ólafsfiröi. Kf. Þingeyinga, Húsavík.Urö, Raufarhöfn.Lóniö, Þórshöfn. Austurland: Sveinn Guömundsson, Egilsstööum. Kf. Vopnfiröinga, Vopnafiröi.Verslunin Vík, Neskaupstaö. Kf. Fáskrúösfiröinga, Fáskrúðsfiröi. KASK.Djúpavogi. KASK, Höfn. Suöurland: Mosfell, Hellu.Rafmagnsverkstæöi KR, Hvolsvelli. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Brimnes, Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell, Keflavfk. Rafborg, Grindavík. _______________________ SÓKNARPRESTURINN á MöðruvöIIum í Hörgárdal tók ekki þátt í fermingarmessu i kirkjunni að morgni annars dags hvítasunnu. Alls voru 6 börn fermd í athöfninni og höfðu for- eldrar þeirra nýtt sér lög frá árinu 1882 og leyst sóknarbönd. Þeir höfðu því heimild til að kalla til kjörprest, sr. Huldu Hrönn Helgadóttur í Hrísey, en hún hafðí séð um fermingarupp- fræðslu barnanna í vetur í náms- leyfi sr. Torfa Stefánssonar Hjal- talín sóknarprests á Möðruvöll- um. Foreldrar fermingarbarn- anna höfðu farið fram á að sr. Torfi tæki ekki þátt í ferming- arathöfninni. Hann auglýsti fyrir helgi messu í Möðruvallakirkju á sama tíma og fermingin átti að fara fram, en tekið var fram í auglýsingunni að sr. Huida Hrönn myndi sjá um ferminguna og alt- arisgöngu. Sr. Torfi söng messu í kirkjunni á hvítasunnudag. Kynferðisbrot gegn börnum Dómnum ekki áfrýjað RÚMLEGA fimmtugur karlmaður á Akureyri, Roy Svanur Shannon, sem nýlega var dæmdur í 4 ára fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir kynferðisbrot gegn sex stúlkubörnum og dreifingu á klám- efni á alnetinu, hefur ákveðið að una dómnum. Honum var einnig gert að greiða foreldrum ólögráða stúlkubarna sinna 4,2 milljónir í miskabætur og 140 þúsund vegna lögmannskostnaðar. Þá var honum gert að greiða allan sakarkostnað, samtals 500 þúsund. Hjá ákæru- valdinu, þ.e. embætti ríkissaksókn- ara, var einnig tekin ákvörðun um að áfrýja málinu ekki og fer það því ekki fyrir Hæstarétt. Aðalfundur Ferðamálafélags Eyjafjarðar verður haldinn þriðjudaginn 10. júní kl. 20.30 á Stássinu. Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Stjórnin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.