Morgunblaðið - 21.05.1997, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.05.1997, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Tignun og tilbeiðsla ORGELLEIKARARNIR Hannfried Lucke og Douglas A. Brotchie. A milli þeirra eru Hróðmar I. Sigurbjömsson og Sigurbjöm Einars- son. Verk Hróðmars fyrir kór og orgel, Davíðssálmur 104, sem var flutt á tónleikunum var fmmflutt við hátiðarmessu á hvítasunnudag og setningu kirkjulistahátiðar 1997 í Hallgrímskirkju, og í þeirri messu var einnig fmmfluttur hvítasunnusálmur Sigurbjöms. TÓNLIST Ilallgrímskirkja KIRKJUTÓNLIST MÓTETTUKÓR HALL- GRÍMSKIRKJU Hannfried Lucke, DougkisA. Brotchie undir stjóm Harðar Áskels- sonar fluttu verk eftir Britten, Hróðmar Inga Sigurbjömsson, Messiaen, Kodály, Peter Eben og Jean Langlais. Mánudagurinn 19. mai, 1997. Á ÖÐRUM tónleikum Kirkjulista- hátíðar í Hallgrímskirkju var Mót- ettukór Hallgrímskirkju í aðalhlut- verki og hóf tónleikana á Festival Te Deum, eftir Britten, samið fyrir kór, einsöngvara og orgel. Þetta er rismikið verk, sem Britten samdi 1944, um svipað leyti og hann hóf að vinna við óperuna Peter Grimes. Hörður lagði áherslu á styrkleika- andstæðurnar, sem kórinn skilaði mjög vel og ein úr sópranrödd kórs- ins, Kirstín Erna Biöndal, söng smá strófu með sínum þýða hljómi en Douglas A. Brotchie lék undir á Klais-orgel kirkjunnar. Davíðssálmur 104 var viðfangsefni Hróðmars I. Sigurbjömssonar, í verki fyrir kór og orgel, sem frumflutt var við hátíðarmessu á hvítasunnudag og opnun kirkjulistahátíðar 1997, í Hallgrímskirkju. Verkið hefst á orgel- forspili, þar sem leikið er með víxl- leik smásteija og hljóma yfir liggj- andi pedaltóni. Sálmurinn sjáifur er einfaidur og er sunginn á víxl við eins konar „cantus firmus" í orgel- millispilunum. Verkinu lýkur á því að forspilið er endurtekið. Sálmur 104, eins og verkið er nefnt, er þægi- legt áheymar og var mjög vel flutt bæði af kór og orgelleikara, sem var Douglas A. Brotchie. Einn af erlendu gestum hátíðar- innar, Hannfried Lucke, orgelleikari frá Freiburg, flutti þáttinn Dieu parmi nous (Guð á meðal vor) úr orgelverkinu Fæðing Frelsarans eft- ir Messiaen. Þetta rismikla verk var mjög vei flutt og mátti heyra að Lucke er snilldar orgelleikari. Kórinn söng svo hið undurfagra 0 sacmm convivium eftir Messiaen og þar naut sín sérlega vel „flos- rnjúkur" hljómur kórsins. Meiri átök vom í Pange Lingua eftir Kodály og þar eftir iék Lucke Moto ostinato eftir Eben. Þetta þrástefjaða verk er sniðuglega unnið en tónmál þess fremur einhliða, eins og oft vill verða, þar sem þrástefjun er ráð- andi. Það var eins og Lucke væri ekki sem best kunnugur þessu verki, því leikur hans var ekki eins sann- færandi eða gæddur þeim tilþrifum sem heyra mátti í verki Messiaens. Lokverk tónleikanna var Messe Solenelle eftir Jean Langlais, fallegt verk fyrir kór og orgel, sem var mjög vel flutt. Mótettukór Hall- grímskirkju, undir stjórn Harðar Áskelssonar, er frábær kór, ræður yfir töluverðri styrkleikavídd, eins og heyra mátti sérlega vel í verkun- um eftir Britten, Kodály og Lang- lais en einnig undur mjúkum hljómi í 0 sacrum convivium eftir Messia- en. Stjórnandi og kór eru einstaklega samtaka í að gæða sönginn trúar- legri stemmningu, þeirri tignun, sem er grundvöllur tilbeiðslunnar og ger- ir söng Mótettukórs Hallgrímskirkju sérlega áhrifamikinn. Jón Ásgeirsson ...... MÓTETTUKÓR Hallgrímskirkju undir sljórn Harðar Áskelssonar er frábær segir í gagnrýni. Sungið og leikið af mikilli list TÓNLIST Vldalínskirkja LJÓÐATÓNLEIKAR Signý Sæmundsdóttir, Jón Þorsteins- son og Gerrit Schuil fluttu þ'óða- söngva og kansónettur eftir Franz Peter Schubert. Laugardagurinn 17. maí 1997. TÓNLEIKARNIR hófust á íjórum Mignon-söngvum er Schubert samdi við kvæði eftir Goethe, Nur wenn die Sehnsucht kennt, Heiss mich nicht reden, So lasst mich scheinen og Kennst du das Land, er Signý Sæmundsdóttir söng mjög vel og sérstaklega Heiss mich nicht reden, heiss mich schweigen og Kennst du das Land. Jón Þorsteinsson söng fimm ljóða- söngva, sem eiga það sameiginlegt að fjalla um trúarlegt efni. Der Pil- grim, Litanei, Der Kreuzzug, Vom Mitleiden Mariá og Die gute Hirt. Litanían og Der Kreuzzug voru sér- lega vel flutt. í Kreuzzug er lagið flutt af píanóinu en sönglínan í tveim- ur síðustu vísunum er eins konar undirrödd og mátti heyra, að Jón hefur fallegan djúpan bariton blæ á lágsviðinu, sem er frekar óvenjulegt fyrir tenór. Vom Mitleiden Mariá er eitt af fáum dæmum um þríradda kontrapunkt, á margan hátt svipað og hjá J.S. Bach, þó ekki sé vitað að Schubert þekkti tónlist hans, eða vissi yfirleitt nokkuð um eldri tónlist. Der gute Hirt er sérkennileg kórallík- ing, sem Jón söng með miklum hljómi og sterkri inniifun. Signý söng síðan þrjú ljóðalög, sem undirritaður man ekki eftir að hafa heyrt fyrr sungin, en það voru Nat- urgenuss, Daphne am Bach og Wer kauft Liebesgötter, sem eru samin er Schubert var innan við tvítugt, afburða fagrir söngvar, sem Signý söng sérlega vel, einkum Naturgen- uss og Daphne am Bach. Sex söngv- ar úr Die schöne Múlierin voru sungn- ir af Jóni Þorsteinssyni, Wohin, Danksagung an den Bach, Am Fei- erabend, Der Neugierige, Die liebe Farbe og Die böse Farbe en tvö þau síðast nefndu voru sérlega vel flutt. Fjórar kansónur (Vier Canzonen) voru sungnar af Signýju, en textam- ir eru eftir Jacopo Vitorelli og Pietro Metastasio, er raunar hét Trapassi. Þessar kansónur voru samdar 1820, fyrir söngkonuna Fraulein von Ron- er, en þær þykja hvað stíl snertir minna nokkuð á Rossini. Kansónurn- ar voru mjög vel sungnar og lauk svo tónleikunum með undurforgum dúett, Licht und Liebe, er var sérlega vel fluttur, einkum víxlsungin tón- fléttan við textann Liebe ist ein sússe Licht. Sem aukalag söng Signý af glæsibrag Seligkeit, fallegt lag um gleðina, við texta eftir Ludwig Hölty, en Jón, Nacht und Traume, við ljóð eftir Matthaus von Collin, undurfag- urt kyrrðarlag, er var sérlega faliega flutt. í heild voru tónleikarnir bornir upp af miklu listfengi, bæði í söng og leik. Það hlýtur að vera meiriháttar upplifun fyrir söngvara, að njóta samspils eins mikils listamanns og Gerrit Schuil er, en hann hefur með snilid sinni merkt sér alla Schubert- tónleikana. Þeir síðustu á þessari ein- stæðu listahátíð í Garðabæ verða 31. maí og þá mun Gerrit Schuil leika nokkur píanóverk eftir Schubert. Jón Ásgeirsson Að kveða eða syngja TÖNLIST Hallgrímskirkja TÓNLEIKAR Á fyrstu tónleikum á Kirlgulistahá- tíð ’97 fluttu Halvor Hákanes, Per Sæmund Bjorkum og Káre Nords- toga gamalt norskt leiðslukvæði og orgelprelúdíu eftir Nicolaus Bruhns. Sunnudagurinn 18, mai 1997. Á KIRKJULISTAHÁTÍÐ í ár verða haldnir sjö tónleikar og voru þeir fyrstu, si. sunnudag, helgaðir danskri og norskri tón- list. Káre Nordstoga, dómorgan- isti frá Osló, hóf tónleikana með flutningi preludiu í c-moll eftir Nicolaus Bruhns (1665-1697), Slésvíkur-Dana, er lærði orgel- leik hjá Buxtehude og var auk þess slyngur fiðluleikari. Auk orgelverka liggja eftir hann kór- verk, er þykja mjög góð, eins og t.d. Die Zeit meines Abschi- eds ist vorhanden og páskaverk- ið Hemmt eure Tránenflut. Sagt er um Bruhns, að sum verk hans séu hlaðin fleiri hugmyndum en hann hafi ráðið við að skapa samfellda heild. Þetta má að nokkru segja um c-moll prelúd- íuna, sem Nordstoga flutti, því þar var farið úr einu í annað. Verkið var mjög vel leikið og ljóst að Nordstoga er leikinn orgelleikari, sem vel hefði mátt leika meira en þetta eina verk og sýna sig t.d. í verkum eftir J.S. Bach. Aðalverk tónleikanna var Draumkvæði, sem er talið frá miðöldum og var það kveðið af Halvor Hákanes. Kvæði þetta er að formi til svipað íslensk- norrænum sagnakvæðum, með viðlagi og einnig bregður stund- um fyrir sérkennilegum endur- tekningum, að þriðja ljóðlínan er upphaf næstu vísu á eftir. Margir íslensku sagnadansarnir og viðlögin benda til norræns uppruna og að hlýða á Draum- kvæði um hann Olav Ásteson staðfesti sameiginlegan uppruna hinna fomu sagnkvæða. Flutningurinn var hinn besti, en sem tónsmíð eða útsetning, eins og sagt er í efnisskrá, er, hvað varðar forskipan kvæðisins, ekki eftir miklu að slægjast í tilleggi hljóðfæranna, sem var aðallega í formi millispila með einu löngu forspili á fiðlu. Halvor Hákanes kvað þetta kvæði á sannfærandi máta. Stemmurnar báru greinileg merki katólskrar tónskipunar og voru ef til viil of mikið sungnar, þ.e. nærri hin- um slétta kirkjusöng miðalda. í fornum bókum íslenskum er gerður mjög ákveðinn greinar- munur á að kveða og syngja. eins og lesa má í Krisni sögu, af frásögninni um Þangbrand; „þar um kváðu heiðnir menn“ og „Þar sörig Þangbrandur messu“. Sé það rétt, að munur hafi þá verið á þeim flutningi, sem kallaður var að kveða og að syngja, er ekki fráleitt að telja að kveðandi sé forn norræn listgrein, sem landnámsmenn hafi kunnað og iðkað og flutt með sér til íslands, fyrir meira en 1200 árum. Þá er það einnig til að styðja þessa kenningu, að litlar breytingar urðu á sviði tón- listar, aðrar en hinn katólski söngur, svo að andstæðurnar hafa verið mun skarpari í huga þeirra, er rituðu hinar fomu bækur en nú er hægt að hugsa sér. Með tilkomu kristni og marg- víslegra nýjunga á sviði tónlist- ar, mun þessi listgrein hafa orð- ið fyrir ýmsum lagrænum áhrif- um, varðandi tónferli, hrynskip- an og flutningsmáta. Samt sem áður er þarna um að ræða merki- lega menningarerfð, sem líklega má kanna betur, t.d. með saman- burði við söngmáta Sama og jafnvel austurlenskan skraut- söng, og þá ekki síst arabískan, sem er andstæður „sléttsöng" kirkjunnar. Vitað er að mikinn skyldleika í tónskipan og jafnvel tónmótun, þrátt fyrir ólík tungu- mál, er að finna í allri frum- stæðri söngtónlist, sem er and- stæður sléttsöng kirkjunnar, þar sem öll tónfrávik voru þurrkuð út. Þessar tónskreytingar er jafnvel enn hægt að finna í popp- tónlist nútímans og að því leyti til er mikill munur á klassískum sléttsöng og poppuðum söng- máta. Þá er ekki síður merkileg- ur sá munur, sem enn er á tón- mótun ísienskra kvæðamanna og þeirra sem læra til söngs, þannig að aðgreiningin á að kveða og syngja er enn í fuliu gildi og þar með hægt að segja með sanni, að í Norgegi og á íslandi sé að finna einhverjar elstu menjar alþýðusöngs, sem enn eru iðkaðar af ósönglærðum kvæðamönnum. Jón Ásgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.