Morgunblaðið - 21.05.1997, Síða 14

Morgunblaðið - 21.05.1997, Síða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI AEG Lavamat 538 Framkvæmdum við rússneskan togara lokið hjá Slippstöðinni hf. Viðræður um frekari viðskipti VINNU við rússneska frystitogar- ann Opon er lokið hjá Slippstöðinni hf. og hélt togarinn frá Akureyri áleiðis til Reykjavíkur sl. sunnudag, þar sem tekin verða veiðarfæri um borð. Framkvæmd var svokölluð klassaskoðun á skipinu hjá Slipp- stöðinni, auk þess sem gerðar voru viðamiklar endurbætur á vinnslu- búnaði þess og flokkunarbúnaður frá Marel settur um borð. Marel Trading, dótturfyrirtæki Marel hf. gerði í byijun febrúar sl. samning við rússneska sjávarút- vegsfyrirtækið Karelrybflot um viðamiklar endurbætur á tveimur togurum. Vinna við seinna skipið, Olenty, er komin vel af stað hjá Slippstöðinni og er gert ráð fyrir því að það verði klárt á veiðar um miðjan ágúst. Verkefnastaðan góð Ingi Björnsson, framkvæmda- stjóri Slippstöðvarinnar, segir að vinna við Opon hafi gengið vel. Verkið tók þtjá mánuði og stóðst áætlun í öllum meginatriðum. Rússneska sjávarútvegsfyrirtækið á og gerir út 26 sams konar tog- ara og Opon og Olenty en um er að ræða systurskip togara Meck- lenburger Hochseefischerei, dótt- urfélags Útgerðarfélags Akur- eyringa hf. í Þýskalandi. Auk samninga um endurbætur á tveimur togurum, var undirrituð viljayfirlýsing um sams konar verk á fjórum togurum í viðbót í eigu sama fyrirtækis. Ingi segir að við- ræður um frekari viðskipti af þessu tagi standi yfir og vonast hann til að af þeim geti orðið. Ingi segir að verkefnastaða Slippstöðvarinnar sé góð um þess- ar mundir og fyrirsjáanleg séu næg verkefni fram á haust. Við rúss- nesku togarana hafa m.a. unnið pólskir járniðnaðarmenn og eru 10 slíkir enn við störf í stöðinni. Þá hefur nemum stöðugt verið að ijölga hjá Slippstöðinni og þar starfa nú um 25 nemar. Nýlega voru ráðnir 5 nemar í stálsmíði og vélvirkjun en alls bárust 20 um- sóknir þegar auglýst var eftir nem- um fyrir skömmu. Morgunblaðið/Kristján SLÖKKVILIÐSMENN leita af sér allan grun um að enn sé glóð í ruslinu. Eldur í Síðuskóla Grunur um íkveikju GRUNUR Ieikur á að eldur í ruslageymslu í Síðuskóla á Akureyri aðfaranótt mánudags hafi kviknað af mannavöldum. Slökkvilið Akureyrar var kallað út um kl. 1 og þá logaði eldur glatt í geymslunni, en hún er undir tröppum skólans. Slökkviliðsmenn voru fljótir að slökkva eldinn og reykræstu að því loknu en lítilsháttar skemmdir urðu í geymslunni af völdum sóts og hita. Þyrla sótti slasaðan mann á Glerárdal ÞYRLA Landhelgisgæslunnar sótti slasaðan mann inn að Lamba, skála Ferðafélags Akureyrar í Glerárdal á mánudagskvöld. Fjórir vélsleðamenn voru saman á ferð í Glerárdal. Síðdegis fór einn þeirra, maður um þrítugt, fram af snjóhengju, hann féll af sleðanum og er talið að hann hafi lent undir honum. Var hann illa brotinn á fæti og handleggsbrotinn. Tilkynnt var um óhappið nokkru fyrir kl. 19 á mánudag og voru hjálparsveitarmenn þá þegar ræstir út. Talið var að maðurinn væri al- varlega slasaður þannig að ekki væri óhætt að flytja hann landleið- ina á sjúkrahús. Þyrlan var því kölluð út og lenti hún með hinn slasaða við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri nokkru eftir kl. 20. Morgunblaðið/Kristján FERMINGARBÖRN ganga til kirkju á undan kjörpresti sínum, sr. Huldu Hrönn Helgadóttur í Hrísey. Ferming í Möðruvallakirkju í Hörgárdal Kjörprestur sá um athöfnina • „Öko-System" sparar allt a5 20% sópu • Taumagn: 5 kg • Vindingarhraði: 800 snúningar ó mín, með hægum byrjunarhraða. • Hitastillir: Sér rofi, kalt -95’ • Þvottukerfi: Öll hugsanleg ósamt sparnaðarkerfi • Ullarkerfi: Venjulegt mikið vatnsmagn, haegur snúningur á tromlu • 1 /2 hnappur: Minnkar vatnsnotkun þegar lítið er þvegið • Vbtnsnotkun: 98 lítrar • Orkunotkun: 2,2 kwst sjötíu og fírnm ára afmælisárs Bræðranna Ormsson ara 922-1997 Þýskt vörumerkí Hýskt liugvit pýsk Iramleiðsla Þriggja Ara ÁBYRGÐ A ÖLLUM ...bjoðum vrn Lavamat 530 þvottavél á serstöku afmælisverði 57000, Eitt venð kn: ÞVOTTAVÉLUM Umboösmenn: Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi,”Kf. Borgfiröinga, Borgarnesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Guöni Hallgrímsson, Grundarfiröi. Ásubúö.Búöardal. Vestfiröir: Geirseyrarbúöin.Patreksfiröi. Rafverk, Bolungarvík.Straumur.ísafiröi.Noröurland: Kf.Steingrímsfjaröar.Hólmavík. Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfiröingabúö.Sauöárkróki. KEA byggingavörur, Lónsbakka, Akureyri.KEA, Dalvík. KEA, Siglufiröi. KEA, Ólafsfiröi. Kf. Þingeyinga, Húsavík.Urö, Raufarhöfn.Lóniö, Þórshöfn. Austurland: Sveinn Guömundsson, Egilsstööum. Kf. Vopnfiröinga, Vopnafiröi.Verslunin Vík, Neskaupstaö. Kf. Fáskrúösfiröinga, Fáskrúðsfiröi. KASK.Djúpavogi. KASK, Höfn. Suöurland: Mosfell, Hellu.Rafmagnsverkstæöi KR, Hvolsvelli. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Brimnes, Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell, Keflavfk. Rafborg, Grindavík. _______________________ SÓKNARPRESTURINN á MöðruvöIIum í Hörgárdal tók ekki þátt í fermingarmessu i kirkjunni að morgni annars dags hvítasunnu. Alls voru 6 börn fermd í athöfninni og höfðu for- eldrar þeirra nýtt sér lög frá árinu 1882 og leyst sóknarbönd. Þeir höfðu því heimild til að kalla til kjörprest, sr. Huldu Hrönn Helgadóttur í Hrísey, en hún hafðí séð um fermingarupp- fræðslu barnanna í vetur í náms- leyfi sr. Torfa Stefánssonar Hjal- talín sóknarprests á Möðruvöll- um. Foreldrar fermingarbarn- anna höfðu farið fram á að sr. Torfi tæki ekki þátt í ferming- arathöfninni. Hann auglýsti fyrir helgi messu í Möðruvallakirkju á sama tíma og fermingin átti að fara fram, en tekið var fram í auglýsingunni að sr. Huida Hrönn myndi sjá um ferminguna og alt- arisgöngu. Sr. Torfi söng messu í kirkjunni á hvítasunnudag. Kynferðisbrot gegn börnum Dómnum ekki áfrýjað RÚMLEGA fimmtugur karlmaður á Akureyri, Roy Svanur Shannon, sem nýlega var dæmdur í 4 ára fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir kynferðisbrot gegn sex stúlkubörnum og dreifingu á klám- efni á alnetinu, hefur ákveðið að una dómnum. Honum var einnig gert að greiða foreldrum ólögráða stúlkubarna sinna 4,2 milljónir í miskabætur og 140 þúsund vegna lögmannskostnaðar. Þá var honum gert að greiða allan sakarkostnað, samtals 500 þúsund. Hjá ákæru- valdinu, þ.e. embætti ríkissaksókn- ara, var einnig tekin ákvörðun um að áfrýja málinu ekki og fer það því ekki fyrir Hæstarétt. Aðalfundur Ferðamálafélags Eyjafjarðar verður haldinn þriðjudaginn 10. júní kl. 20.30 á Stássinu. Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.