Morgunblaðið - 14.06.1997, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 1997 21
Leggja til
skatta-
lækkun
SKATTANEFND fulltrúa-
deildar bandaríska þingsins
lagði í gær blessun sína yfir
frumvarp til laga sem myndu
kveða á um minnkaða skatt-
byrði sem nemur samtals 85
milljörðum Bandaríkjadollara
á fimm ára tímabili, fáist það
samþykkt. Þetta yrði fyrsta
stórfellda skattalækkunin í
Bandaríkjunum í 16 ár. Repú-
blikanar eru í meirihluta í
nefndinni, og einnig í fulltrúa-
deildinni, sem mun greiða at-
kvæði um tillögu nefndarinnar
innan skamms.
Airbus og
Lockheed í
viðræðum
EVRÓPSKA flugvélasam-
steypan Airbus Industrie og
bandaríski flugvélaframleið-
andinn Lockheed eiga nú í við-
ræðum sem miða að framtíðar-
samstarfí við smíði herflug-
véla, sem er megin verkefni
Lockheed, og farþegaflugvéla.
Bandaríska blaðið Washington
Post greindi frá þessu í gær.
Könnunarviðræður hófust fyr-
ir ári síðan, en ýtt var undir
þær fyrir skömmu þegar í Ijós
kom að fyrirhugaður er sam-
runi flugvélaframleiðandanna
Boeing og McDonnell Douglas,
sem sameiginlega yrðu stærsti
flugvélaframleiðandi í heimi.
Okudzhava
látinn
RÚSSNESKA ljóðskáldið og
söngvarinn Búlat Okudzhava
sem beitti skáldskap sínum til
andófs gegn stjórn fyrrum
Sovétríkjanna lést á sjúkrahúsi
í París á fimmtudag. Hann var
73 ára. Ekki hefur verið greint
frá dánarorsök. Okudzhava
naut mestra vinsælda á sjö-
unda og áttunda áratugnum
og orti um ástina, ófrið og hið
daglega líf. Hann fæddist í
Moskvu 1924 af georgísku og
armensku foreldri.
Mótorhjól
Arabíu-
Lawrence
MÓTORHJÓLIÐ sem bretinn
T.E. Lawrence, betur þekktur
sem Arabíu-Lawrence, var á
þegar hann lenti í slysi og lést
1935 er nú til sölu. Núverandi
eigandi vill ekki láta nafns síns
getið, en fulltrúi hans til-
kynnti í gær að „frægasta og
rómantískasta mótorhjóli í
heimi“ væri nú falt fyrir tvær
milljónir sterlingspunda, eða
sem svara um tvö hundurð
milljónir króna. Hjólið er af
gerðinni Brough Superior, með
1000 rúmsentrimetra vél, og
átti Lawrence sjö slík.
100
70
40
GB
Veggjalist
í Astralíu
GESTUR á Bondi Beach far-
fuglaheimilinu burstar tennurn-
ar undir veggmynd. Forráða-
menn farfuglaheimilisins, sem er
í Sydney í Astralíu, höfðu sam-
band við lögregluna og spurðust
fyrir um hver væri besti veggja-
listamaðurinn í borginni og föl-
uðust eftir honum til þátttöku í
innanhússhönnun heimilisins.
Vegna væntanlegra Ólympíu-
leika í borginni 2000 hefur fylkis-
stjórnin ákveðið að verja stórfé
til að taka á veggjakrotsvanda í
borginni.
Stjúpur 40 stk.
kr999
Stjúpur 10 stk.
PetUIlÍa „Miliflora
10 stk.
tormM
Hansarós 3 stk.
kr 999
%