Morgunblaðið - 14.06.1997, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.06.1997, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 1997 27 AÐSENDAR GREINAR UMRÆÐURNAR sem þegar hafa spunn- ist í tilefni af niður- stöðum TIMSS-rann- sóknarinnar um frammistöðu íslenskra nemenda 3. og 4. bekkjar í stærðfræði og náttúrufræði sýna víðtækan stuðning við þá stefnu, sem fylgt hefur verið á þessu kjörtímabili, að í skóla- kerfinu eigi að setja fram skýr markmið og kröfur. Nú virðist flest- um ljóst að án skýrra markmiða og aga næst ekki viðunandi árang- ur. Umræðurnar taka af allan vafa um nauðsyn þess að áfram verði unnið að gagngerri endurskoðun á íslenska skólakerfmu. Rætur vand- ans liggja víða og djúpt. Ný menntastefna mótuð Ný menntastefna var mótuð á síðasta kjörtímabili. Á fyrri hluta þess, sem nú er að líða, hefur nýjum grunnskólalögum og framhalds- skólalögum verið hrundið í fram- kvæmd. Endurskoðun á aðalnám- skrám grunn- og fram- haldsskóla er vel á veg komin og á að ljúka fyrir haustið 1998. Áðalnámskrár eru tæki stjórnvalda til að bæta skólastarf, menntun og árangur nemenda með óyggjandi hætti. Á herðum menntamála- ráðuneytisins hvílir nú sú ábyrgð að leiða þetta starf. Árangurs- rik menntun hvílir á skýrum markmiðum, metnaðarfullum kröf- um, ábyrgð þeirra sem að skólamálum koma, öflugu samstarfi heim- ila og skóla, eftirliti með árangri í skólastarfi, baráttuanda, hæfu starfsfólki og vitund nemenda um mikilvægi menntunar. Þegar fyrsti hluti TIMSS-rannsóknarinnar var birtur á liðnum vetri fóru fram umræður um niðurstöðurnar á Al- þingi hinn 3. desember 1996. Þá röktu menn meðal annars upphaf vandans til fyrri hluta áttunda ára- tugarins. Athyglinni var jafnframt sérstaklega beint að markmiðum með skólastarfi, inntaki kennara- menntunar, fagmennsku kennara, lögverndun kennarastarfsins, meiri námsaðgreiningu og námsgagna- útgáfu. Nýjungar í undirbúningi Á undanförnum vikum og mán- uðum hef ég sérstaklega beitt mér fyrir átaki á eftirfarandi sviðum: Viðbrögð vegna niður- staðna TIMSS-rann- sóknarinnar lýsa sam- stöðu um nýja stefnu í menntamálum, segir Björn Bjarnason, sem byggist á markmiðum, aga og árangri. í nýjum námskrám verður lögð mikil áhersla á skýr og mælanleg námsmarkmið. Kröfur til nemenda á ýmsum stigum náms skulu vera ótvíræðar. Skýr markmið auðvelda nemendum að skipuleggja nám sitt og kennurum að skipuleggja kennslu sína og námsmat. í sumar munu vinnuhópar skila tillögum um námskrárstefnu í einstökum náms- greinum, þ.á m. í stærðfræði og raungreinum, þar sem fram verða settar þær námskröfur sem talið er eðlilegt að gera til nemenda við námslok sem og á tilteknum áföng- um í námi þeirra. í tengslum við endurskoðun að- alnámskráa hefur verið ákveðið að auka kennslu í stærðfræði og raun- greinum í grunnskólum. Á fram- haldsskólastigi er verið að skoða innihald námsbrauta með það að leiðarljósi að gera námið bæði markvissara og heilsteyptara. í mótun er mats- og eftirlits- kerfi, á grundvelli grunn- og fram- haldsskólalaga, sem eykur faglegt aðhald að skólastarfi. Aðgangur almennings að upplýsingum um árangur skólastarfs hefur nú þegar verið aukinn og á næstu árum inn- leiða grunn- og framhaldsskólar altæk sjálfsmatskerfi. Ráðuneytið stendur fýrir reglubundnum úttekt- um á skólastarfi til að tryggja lág- marksgæði í kennslu og rekstri skóla og hefur þegar gefið út við- miðanir um sjálfsmat skóla. Kennaramenntunarstofnanir verða með róttækum hætti að huga innra starfi sínu og fagbundnum markmiðum þess náms sem þær veita. Unnið er að úttekt á kennara- menntun í landinu með þátttöku erlendra aðila og er niðurstaðna að vænta snemma á næsta ári. Kenn- aramenntunarstofnunum hefur í ár verið veittur styrkur til að bjóða stærðfræðikennurum upp á endur- menntun á sínu sviði. Með frum- varpi til laga um Kennara- og upp- eldisháskóla er lagður grunnur að öflugri stofnun á þessu sviði. Þá má geta þess að helmingur af ráð- stöfunarfé Þróunarsjóðs grunn- skóla í ár rann til verkefna á sviði náttúrufræði og stærðfræði. Á vordögum var lagt fram á Al- þingi stjórnarfrumvarp um breyt- ingpi á lögverndun kennarastarfs- ins, sem gerir ráð fýrir að auðveld- ara verði að ráða fólk með sér- menntun til starfa í skólum, einkum framhaldsskólum. Forsendur fyrir árangri Ljóst er að námsefni í stærð- fræði svarar ekki eðlilegum kröfum og ástæða er til að efast um rétt- mæti þeirrar stefnu og hugmynda- fræði, sem fylgt var við gerð þess. í þessu mati felst krafa um róttæka breytingu, bæði að því er varðar námskrá, námsefni og kennslu- hætti. Birting niðurstöðu TIMSS rannsóknarinnar er í samræmi við þá stefnu, sem ég hef lagt til grund- vallar í störfum menntamálaráðu- neytisins, að upplýsingum sé miðlað um árangur í skólastarfi og þannig stuðlað að málefnalegum umræðum um alla þætti menntamála. Á þann hátt er best að skapa forsendur fyrir því að íslendingar standi jafn- fætis öðrum á öllum sviðum fræðslumála. Höfundur er menntamálaráðherra. Samstaða um nauðsyn breytinga Björn Bjarnason Bolir vegna baráttu gegn bij óstakrabbameini KRABBAMEINS- FÉLAG íslands hóf sérstakt átak í barátt- unni gegn bijósta- krabbameini í apríl sl. Átakið mun stánda út þetta ár og eru seldir sérmerktir stutterma- bolir til ágóða fyrir baráttuna gegn þessu algengasta krabba- meini meðal íslenskra kvenna. Helstu mark- mið átaksins eru ann- ars vegar að hvetja konur til að vera vak- andi fyrir breytingum sem kunna að verða á brjóstum þeirra og mæta reglulega í bijóstamynda- töku. Hins vegar að afla fjár til íslenskra rannsókna á bijósta- krabbameini sem þegar hafa sýnt merkar niðurstöður og til fræðslu um sjúkdóminn. b « >■ a s r *** Tólfta hver kona Á hveiju ári greinast um 115 konur á íslandi með bijóstakrabba- mein og lætur nærri að tólfta hver kona fái þennan sjúkdóm. Árlega deyja um 40 konur af völdum bijóstakrabbameins og er þetta næstskæðasta krabbamein kvenna á eftir lungnakrabbameini. Undan- farna áratugi hefur nýjum tilfellum fjölgað nokkuð en dauðsföll eru lít- ið fleiri en áður. Þó að áiitið sé að þeim konum sem eiga náinn ætt- ingja sem fengið hefur bijóstakrabbamein sé hættara við að fá sama sjúkdóm, skýrir ætt- gengi ekki nema lítinn hluta allra bijósta- krabbameina. Orsakir sjúkdómsins eru enn óþekktar og því er ekki unnt að koma í veg fyrir hann. Hins vegar er hægt að greina meinið strax á byijun- arstigi og það getur skipt verulegu máli fyrir batahorfur. Þess Guðrún vegna er mikilvægt að Agnarsdóttir konur séu vakandi fyrir breytingum sem kunna að verða á bijóstum þeirra. Einnig að þær mæti reglulega í bijósta- skoðun sem Krabbameinsfélagið býður öllum konum á tveggja ára fresti á aldrinum frá 40-69 ára. Ein öruggasta leiðin til þess að finna sjúkdóma í bijóstum meðan þeir eru á byijunarstigi er að fara reglulega í bijóstamyndatöku. Rannsóknir sýna að fækka má dauðsföllum af völdum bijósta- krabbameins um 20-30% með reglulegum bijóstamyndatökum. Ekki einkamál kvenna Bijóstakrabbamein er ekki einkamál kvenna - það varðar okk- ur öll - maka, börn, systkini, for- eldra, aðra ættingja og vini þeirra kvenna sem fá þennan sjúkdóm. Krabbameinsfélagið hefur svo sannarlega fundið að þetta eru orð að sönnu því að allir sem hafa kom- ið nálægt undirbúningi þessa átaks hafa með einum eða öðrum hætti lagt því lið, gefið vinnu sína eða dregið úr kostnaði félagsins við að hleypa átakinu af stokkunum. Helsti styrktaraðili þessa verkefnis er Nivea Visage. Allur ágóði af sölu bolanna renn- ur til Krabbameinsfélagsins og verður varið til rannsókna á brjósta- krabbameini og til fræðslu um sjúk- dóminn. Bolirnir kosta 1.000 krónur og eru þeir til sölu í meira en þijá- Ein öruggasta leiðin til þess að fínna sjúkdóma í bijóstum meðan þeir eru á byijunarstiffl er að fara reglulega í brjóstamyndatöku, segir Guðrún Agnars- dóttir. Rannsóknir sýna að fækka má dauðsföllum af völdum bij óstakrabbameins um 20-30% með reglulegum bijóstamyndatökum. tíu tískuvöruverslunum víða um land og hjá Krabbameinsfélaginu. Verslanirnar taka enga þóknun fyr- ir sölu sína og hafa þegar verið seldir á annað þúsund bolir. Þessir bolir eru með svipuðu sniði og var í því átaki sem samtök bandarískra tískuhönnuða hófu 1994 og veittu samtökin Krabbameinsfélaginu góðfúslegt leyfi til að nota merki sitt á íslensku bolina. Hliðstætt átak gegn bijóstakrabbameini hefur svo verið í Árgentínu, Brasilíu og Bret- landi. Góðar undirtektir í tengslum við átakið hefur Krabbameinsfélagið gefíð út nýjan fræðslubækling sem nefnist „Berð þú heilsu þína fyrir bijósti". Verður honum dreift þar sem bolirnir verða seldir og einnig víðar. Ýmsar upp- lýsingar um bijóstakrabbamein og baráttuna gegn því hafa ennfremur verið settar á veraldarvefinn (http://www.krabb.is/bijost). Margar ungar konur hafa aðstoð- að félagið við að augiýsa þetta verk- efni. Þó að þetta sé yfirleitt ekki sjúkdómur ungra kvenna sýna þær gott fordæmi því að segja má að ekki sé ráð nema í tíma sé tekið. Ungar konur þurfa að venjast því að huga að eigin heilsu með þessum hætti. Um leið og Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem lagt hafa þessu brýna málefni lið og fagnar þeim góðu undirtektum sem átakið gegn bijóstakrabbameini hefur þegar fengið, hvetur það fólk á öll- um aldri til að kaupa boli og sýna þannig í verki vilja til að leggja sitt af mörkum til baráttunnar gegn bijóstakrabbameini. Höfundur er forstjóri Krabbameinsfélags Islands. Gróðurvinin er í Mörkinni • Harðgerðar, stórar og fallegar plöntur eru aðalsmerki okkar. Þið fáið vel ræktuð lauftré skrautrunna og barrtré í miklu úrvali. • Ráðleggjum um plöntuval. Opnunartímar: Virka daga kl. 9-21 Um helgarkl. 9-18 GROÐRARS TOÐIN STJÖRNUfíRÓF 18, SÍM1581 4288, FAX 581 2228 Tré og runnar Lauftré • Skrautrunnar • Barrtré Sendum plöntur hvert á land sem er. Nýr ítarlegur plöntulisti kominn Til eru þrjú veggspjöld með myndum og upplýsingum um skrautrunna, lauftré og barrtré oMoii^ Sækið sumarið til okkar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.