Morgunblaðið - 14.06.1997, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 14.06.1997, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GREINARGERÐ Athugasemdir við starfs- leyfistillögu fiskimjöls- verksmiðju í Siglufirði VIÐ undirritaðir, Valgeir T. Sig- urðsson og Jónas Þ. Sigurðsson, viljum gera athugasemdir við þær tillögur sem liggja fyrir um veit- ingu starfsleyfis til handa Fiski- mjölsverksmiðju SR-mjöls á Siglu- firði. Við bræður teljum málið varða okkur þar sem við erum lan- deigendur við fjörðinn, nánar til- tekið frá botni fjarðarins austan- vert og út á Siglunes, og er landið einnig í eigu fleiri íjölskyldumeð- lima. Fjölskylda okkar hefur í áratugi reynt að byggja upp æðarvarp á Siglunesi með ærnum tilkostnaði og fyrirhöfn. Um leið höfum við reglulega orðið fyrir barðinu á úr- gangi þeim sem ofangreind fiski- mjölsverksmiðja hefur látið frá sér, einkum í formi fitu sem drepið hefur mikið magn æðarfugls í gegnum árin og sérstaklega þó Morgunblaðið hefur verið beðið að birta eft- irfarandi greinargerð vegna starfsleyfis- tillagna Fiskimjölsverk- smiðju SR-mjöls í Siglufirði: unga. Virðist það vera átölulaust þrátt fyrir ítrekaðar kvartanir af okkar hálfu. Þá á fjölskylda okkar hús að Aðalgötu 2 í Siglufjarðarkaupstað og hefur það verið sumardvalar- staður fjölskyldunnar meira og minna síðastliðin ár. Þar hefur ástandið verið síst betra. Reykjar- mökkinn, frá hinum lágu reykháf- um SR-mjöls, hefur lagt beint yfir húsið svo að hvorki hefur verið líft vegna óþefs innan dyra né utan svo dögum skiptir. Bruni u.þ.b. 60 tonna af svartolíu á sólarhring get- ur varla talist mjög heilsusamlegur fyrir þann sem þarf að anda að sér loftinu dögum saman. Fyrst má gera athugasemd við það hve hinum almenna borgara er gert erfitt fyrir að koma með athugasemdir sem þessar. Svo virð- ist sem menn verði að hafa lög- fræðimenntun til að skilja hvað verið er að tala um. Ekki virðist gert ráð fyrir því að málið sé borið fram á skýran hátt fyrir hinn al- menna borgara svo að hann geri sér grein fyrir því sem við er átt með skriflegar athug-asemdir og hvort þær hafi yfir höfuð nokkuð að segja. Athugasemdir okkar við „Grein- argerð vegna tillagna að starfsleyfi fyrir fiskimjölsverksmiðju SR-mjöls hf. á Siglufirði". M unið b r ú ð a rgj a f a 1 i s t a n n Mörkinni 3, sími 588 0640 casa@treknet.is Loftmengun • Við hvað er átt með að Gert sé ráð fyrir að settur verði upp mun öflugri lykteyðingarbúnaður en fyrir er? Hvað þýðir það á al- mennu máli? Hvenær verður það gert? • Skorsteinshæð: Hve háir eiga þeir að vera og hvenær er gert ráð fyrir að þeir verði hækkaðir? • Greinargerðin minnist eingöngu á Lyktarmengun en hvað með mengun eins og útblástur vegna bruna á 60 tonnum af olíu sem ekki lyktar en er engu að síður hættuleg heilsu fólks og veldur m.a. krabbameini og öðrum sjúk- dómum í öndunarfærum? Meng- unarský liggur svo yfir bænum kannski svo dögum skiptir. Frárennslismengun • Getur valclið mengun og Stað- bundin mengun!!! Hvað er ná- kvæmlega átt við? Hversu vítt má túlka orðalag þetta? • Telst vítissódi (NaOH) ekki spilli- efni? Efni þetta er notað í miklu magni til hreinsunar hjá SR- mjöli. Hvað er leyfilegt að setja í sjóinn og þá í hve miklu magni? • Hvað er átt við með ekki teljandi mengun og berast varla kvartan- ir vegna þess?Benda má á í þessu sambandi að ítrekað hefur verið kvartað í gegnum árin, bæði til lögreglu, verksmiðjunnar beint og svo bæjaryfirvalda vegna fitu- mengunar í firðinum (allt út á Siglunestá) og ungadauða henn- ar vegna. • Hvað ef ekki er unnið með Sæmi- legt hráefni? Hvað er þá ásættan- legt? • Ekki hægt að útiloka að óhöpp geti átt sér stað. Hver eru viður- lögin? Eru þau kannski engin? Er mögulegt að SR-mjöl hf. geti hagnast á óhöppum á þann hátt að óhöpp eigi sér stað á „heppi- legum tima“ þegar mikið liggur við að flýta fyrir vinnslu? Er ekki augljóst að meðan ekki eru refsi- ákvæði fyrir hendi að þá er þessi möguleiki til staðar af hálfu vinnslunnar til að flýta fyrir. Athugasemdir við drög að starfsleyfi • Grein 1.2 Fellur hafnarsvæðið hér undir (sjórinn)? • Grein 2.10 Hver fylgist með þessu (aðili óháður verksmiðj- unni) og hve oft er þetta gert? • Grein 2.11 Skv. upplýsingum okkar er skorsteinninn of lágur. Hvenær er gert ráð fyrir að hann verði hækkaður? • Grein 2.13 Hver fylgist með þessu (aðili óháður verksmiðj- unni) og hve oft er þetta gert? • Grein 2.14 Hver er þessi eftirlits- aðili og hve reglulega er haft eftirlit? • Grein 2.15 Hver fylgist með þessu (aðili óháður verksmiðj- unni) og hve oft er þetta gert? • 2.19 Hver fylgist með þessu (að- ili óháður verksmiðjunni)? Er nægilegt fyrir verksmiðjuyfirvöld að tilkynna þetta símleiðis, og ef svo er, þá til hvaða eftirlitsað- ila? Hvað þarf til þess að verk- smiðjan verði að hætta bræðslu tímabundið vegna óhapps? • Grein 3.2 Er ekki óeðlilegt að fyrirtækinu sé sjálfu falið að framkvæma eftirlit á sjálfu sér og senda skýrslumar til Hollustu- verndar ríkisins? Hve oft skoðar Mengunarvarnadeild Hollustu- verndar ríkisins? Er þetta eftirlit óvænt eða fá verksmiðjuyfirvöld að vita fyrirfram að eftirlit sé í vændum? • Grein 3.3 Er ekki óeðlilegt að fyrirtækinu sé sjálfu falið að sjá um eftirlit á sjálfu sér, þ.e. meng- unarvarnabúnaði? Benda má á að mengunarvarnir fela oft í sér aukinn kostnað sem kann að vera ástæða til undanbragða, sér í lagi ef engin áhætta fylgir því, engin refsiákvæði eru til staðar. • Grein 5.1 Hver hefur eftirlit með hitastiginu? Orðalag greinargerðarinnar, svo og draganna að starfsleyfinu, er á allan hátt mjög opið og almennt orðað. Er það í raun mjög óskýrt auk þess að vera fullt af órökstudd- um alhæfmgum. Þannig er SR- mjöli hf. gefinn laus taumur, með orðalagi starfsleyfisins, til að túlka leyfið í sína þágu. Þetta er athyglis- vert, ekki síst í Ijósi þess að í grein- argerðinni er sérstaklega á það minnst að aðstæður m.t.t. loft- og frárennslismengunar, séu mjög óhagstæðar. Því ríkari ástæða ætti að vera fyrir því að kveða skýrar á um hvað má og ekki má. Athygli vekur líka að ekki fyrir- finnst eitt einasta refsiákvæði í starfsleyfinu, ekki dagsektir, leyfis- sviptingar eða annað það sem hugs- anlega myndi letja SR-mjöl til þess að menga meira en reglur segja til um. Allt virðist á hinn bóginn vera verksmiðjunni í hag hvað þetta varðar en hinum almenna borgara er aftur á móti gert mjög erfitt að gera sér grein fyrir, út frá þessum starfsleyfistillögum, hvað verk- smiðja SR-mjöls má og má ekki. Þannig er í raun komið í veg fyrir að almenningur geti sinnt sínu eftirlitshlutverki, bent á hvað hafí verið brotið og komið með sannanir fyrir því. í heild má í raun segja að starfs- leyfi þetta sé illa unnið og í raun gert til málamynda frekar en að það gegni einhveijum markvissum tilgangi eins og að búa Siglfirðing- um, fiðruðum sem ófíðruðum, hreint og heilnæmt umhverfi. Valgeir T. Sigurðsson, Jónas Þ. Sigurðsson. Mikiá úrvðl af fdleguiti rúfflfatfiaái Slcóbvörflustlg 21 Simi 551 4050 Reykiavtk OSKAR STEFÁNSSON + Óskar Stefáns- son var fæddur í Sauðagerði í vest- urbæ Reykjavíkur 16. nóvember 1911. Hann lést á Land- spítalanum 28. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Askirkju 5. júní. Sú frétt barst okkur að vinur okkar Óskar Stefánsson hefði látist á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 28. maí sl., á 86. áldursári. Óskar var mikill gleðigjafi í lífi okkar hjóna. Á hveiju ári í yfir 20 ár ferðuð- umst við með Öskari og börnum okkar hjóna vítt um ísland. Nutum íslenska sumarsins og þess sem náttúran hafði upp á að bjóða. Þeg- ar kvölda tók, völdum við okkur tjaldstæði í faðmi fjallanna, eða á heiðum uppi. Snæddum nesti okkar og nutum kyrrðarinnar. Óskar var hagyrðingur góður, og fór með vís- ur sínar fyrir okkur, sagði okkur sögur af lífshlaupi sínu og fleiru. Hann sagðist ekki hafa við að taka á móti gæðum lífsins. Ég man þeg- ar Óskar og maðurinn minn rökuðu sig oní Seljavallalaug. Eða þegar við keyrðum yfir hæsta fjallveg á íslandi, Hellisheiði. Bíllinn fór útaf efst á heiðinni. Þá fór Óskar út að ýta og hjálpa til þótt 80 ára væri. En hann neitaði að sitja í bílnum niður 26 gráðu halla hinum megin á heiðinni. Og þar gengum við sam- an niður. Eða þegar við gengum um Ásbyrgi í yfir 30 stiga hita. í mörg ár hittum við sameiginlega vini í Hrifunesi, þá Árna og Stefán. Þá var margt spjallað. Þar á meðal Kötlugosið 1918, sem þú upplifðir í Kalmannstungu, þar sem þú ólst upp í Borg- arfírði. Og þeir upp- lifðu Kötlugosið við hlið Kötlu, hinum meg- in á landinu. Útför Óskars fór fram frá Áskirkju 5. júní sl. Undrandi og hrifin hlustuðum við á hina fegurstu tóna kirkjukórs Áskirkju sem söng ljóð og lag Óskars, sem hann hafði sungið fyrir okkur í kvöldkyrrðinni í óbyggðum íslands. Hér sé gleðin við völd þetta góðviðriskvöld, er við fagnandi lítum hinn friðsæla reit. Mitt í góðvina hóp vil ég upphefja hróp, því mín sál er af fógnuð og gleði svo heit. Gamalt afdalabam gerðist áhrifagjam inn í fjallanna faðmi við öræfa nafn. Því er lund mín svo létt, er ég lít þennan blett. Þessi stund verður mynd í mitt minningasafn. (Óskar Stefánsson) Við minnumst Óskars með gleði í hjarta. Og fyrir að hafa notið sam- vistar við hann svo lengi. Guð fylgi þér, Óskar minn. Sigurbjöm Davíðsson, Birna Sigurðardóttir. ÁSTA SIG URBJARNA + Ásta Sigur- bjarna fæddist á Borðeyri við Hrútafjörð 11. júní 1899. Hún lést á vistheimilinu Skjóli hinn 4. júní síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Kapellunni í Foss- vogi 13. júní. Um héraðsbrest ei getur verið að ræða þó aldurhnigin kona, sem lifað hefur nálægt heila öld, hafi átt sitt skapadægur. Þá er það samt svo að einstaklingur hver skilur eftir sig autt sæti og minningu í um- hverfinu. I dag er kvödd hinstu kveðju Ásta Sigurbjarnadóttir, vel gefin og mæt kona. Hún var fædd á Borðeyri við Hrútafjörð, faðir hennar vann þar við verslunar- störf, síðar verslunarstjóri við Riis- verslun sem á þeim tíma var rekin á Hvammstanga. Ung missti Ásta föður sinn og ólst upp með móður sinni Soffíu Jónsdóttur Jassonar, þá veitingamanns á Borðeyri. Frú Soffía, móðir hennar, var mikil heiðurskona í allri framgöngu, vel gefin og vinföst. Þessa eiginleika erfði dóttirin í ríkum mæli og bar meðan líf og heilsa entust. Voru þær mæðgur mjög samrýndar og bjuggu löngum saman á ýmsum stöðum hér í Reykjavík_ meðan báðar lifðu. Ásta gift- ist aldrei en eignaðist dóttur sem nú er látin fyrir nokkrum árum. En dótturdóttir sem nú kveður ömmu sína ásamt langömmubörn- um minnist hennar með kærleika. Lengst vann Ásta hjá sama fyrirtæki við bókhalds- störf. Hún var sterkbyggð og vel vaxin og heilsu- góð langa ævi, uns sjónin tók að bila og eigi var lengur hægt að vinna, þá dvaldi hún síðustu árin orðin blind á hjúkrunarheimilinu Skjóli við Kleppsveg. Þótt hreyfigetan seinni árin væri takmörkuð þá var samt minnið og hugsanalífið ekki íjötrað því innra var líf fyrir andann og lífsnesti sínu hélt hún til æviloka. Ég sem þessar línur skrifa minn- ist þeirra mæðgna með kærri þökk fyrir alla þá vináttu er þær sýndu mínu heimili, einkum konu minni meðan hún lifði, enda nokkur tengsl þeirra á milli. Ástu Sigurbjarna kveð ég með hjartans þökk fyrir alla góða viðkynningu ásamt kveðj- um frá ættingjunum á Hvamms- tanga. Hún hvíli í friði. Arinbjörn Árnason. Skilafrestur minningargreina Eigi minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunn- inn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.