Morgunblaðið - 14.06.1997, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.06.1997, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Símtöl um alnetið Hljóðinu er enn ábótavant Singapore. Reuter. ÞÓTT símtöl um alnetið séu ódýr og örugg er þessari fjarskipta- tækni enn ábótavant og bæta þarf hljóðið verulega áður en símnot- endur geta lagt hefðbundnum sím- tækjum sínum, að sögn sérfræð- inga á ráðstefnu fjarskiptafyrir- tækja í Singapore í gær. Ræðumenn á ráðstefnunni hafa spáð því alnetið muni valda bylt- ingu í fjarskiptum og að símafyrir- tækin þurfi að bregðast skjótt við ætli þau að halda markaðshlutdeild sinni. Nýr búnaður gerir fólki kleift að hringja um allan heim á innan- landstaxta í hveiju landi, þannig að símtölin geta verið miklu ódýr- ari. Sérfræðingarnir sögðu hins veg- ar að hljóðtækni alnetsins væri á frumstigi og þeir sem nota alnetið gætu ekki búist við jafnmiklum hljóðgæðum og hefðbundin sím- tæki bjóða upp á. „í símtölum um alnetið er hljóðið svipað og í far- símum, með örlítilli töf,“ sagði Howard Bubb, forstjóri Dialogic, sem framleiðir fjarskiptahugbúnað fyrir tölvur. „Þetta er svipað og símtöl milli heimsálfa um gervihnött voru fyrir áratug.“ Líkt og talstöð með endurómi Tölvufjarskipti henta mjög vel til að flytja gögn og skilaboð aðra leiðina en þegar táknunum er breytt í hljóð verður útkoman eins og í lítilli talstöð með endurómi, þar sem aðeins einn getur talað í einu. Colin Williams, forstjóri alþjóða- deildar bandaríska símafyrirtækis- ins WorldCom, telur að lítil hljóð- gæði slíkra fjarskipta geti tak- markað notkun þessarar tækni á næstu árum. Þetta vandamál geti orðið til þess að fjarskiptafyrirtæki verðleggi þjónustuna eftir hljóð- gæðum en ekki fjarlægð. Reuter STJÓRNARHERMENN klæddir borgaralegum fatnaði gæta flugvallarins í Brazzaville, höfuðborg Kongó. Franski herinn hefur notað flugvöllinn til að koma brott frönskum borgurum, sem dvalið hafa í Kongó. Friðardrög í sjö lið- um samþykkt í Kongó Reuter. DRÖG að friðarsamkomulagi voru samþykkt í Brazzaville í Kongó í gær. Drögin eru í sjö liðum og sagði Edmond Munungi, talsmaður Bem- ards Kolelas borgarstjóra, að þar væri meðal annars kveðið á um eftirlitssveitir, sem yrðu undir um- sjá svokallaðrar málamiðlunar- nefndar. „Báðir aðiljar eiga fulltrúa í nefndinni þannig að við vonum að þetta verði virt,“ sagði Munungi. Atök hófust í Brazzaville milli stuðningsmanna Pascals Lissoubas forseta og forvera hans, Denis Sassous Nguessos, fyrrverandi marxistaleiðtoga, 5. júní eftir að herinn umkringdi heimili þess síðar- nefnda. Aðgerð hersins var hluti af tilraun til að leysa upp einkaheri Meðal annars kveðið á um eftirlitssveitir Brazzaville og gera upptæk óleyfileg vopn fyr- ir kosningamar, sem halda á 27. júlí. Friðarviðræður um helgina Gert er ráð fyrir að Lissouba og Nguesso hittist til friðarviðræðna í Gabon á morgun og mun Omar Bongo, forseti Gabon, verða við- staddur. Útgöngubann hefur verið sett að kvöld- og næturlagi í Brazzaville og sagði Munungi að í drögunum væri gert ráð fyrir að því yrði smátt og smátt aflétt. Einnig er gert ráð fyrir því að óháðum stofnunum á borð við Rauða krossinn verði hleypt að til að sækja lík, koma á símasambandi og fjarlægja vega- tálma. Sagt var að kyrrláttara hefði verið í Brazzaville en undanfarna daga og svo virtist sem dregið hefði úr spennu. Ekki var hins vegar ljóst hvort vopnahléð mundi halda. Lissouba og Sassou Nguesso skip- uðu báðir sveitum sínum að gera hlé á átökum á miðvikudag. Á fimmtudag kom hins vegar til blóð- ugra átaka. Geim- þættir geta vald- ið fíkn HÖRÐUSTU aðdáendur Geim- stöðvarþáttanna, eða Star Trek, fá sömu sálrænu og stundum líkamlegu einkenni og eiturlyfjafíklar, samkvæmt fjögurra ára rannsókn sálfræð- ings við Northumbria-háskóla. „Rannsókn mín leiddi í Ijós að um það bil 5-10% aðdáend- anna fá sálræn einkenni fíkn- ar,“ sagði sálfræðingurinn, Sandy Wolfson. „Þeir fá frá- hvarfseinkenni, verða æstir og gramir, missi þeir af þætti og viðnámsþrek þeirra eykst, þannig að þeir þurfa sífellt stærri skammta." Wolfson nefndi sem dæmi fertuga konu, sem gat ekki slakað á í sumarfríinu vegna þess að hún hafði áhyggjur af því að hún hefði ekki stillt myndbandstækið sitt rétt áður en hún fór að heiman. Ekki skaðleg fíkn Niðurstaða rannsóknarinnar var birt í aukablaði The Times um menntamál í gær. Wolfson sagði að slíkt atferli sannaði ekki að þessi fíkn væri skaðleg, því aðdáendur þáttanna væru yfirleitt hamingjusamir. Wolfson segir að margir aðdáenda Geimstöðvarinnar hafi eignast vini og sumir jafn- vel fundið maka vegna áhugans á þáttunum. Þeir geti einnig verið vitsmunalega þroskandi. Ólíkt mörgum öðrum sjón- varpsþáttum sé öllum spurn- ingunum ekki svarað í Geim- stöðvarþáttunum, sem hvetji áhorfendur oft til íhugunar og umræðu um mál eins kynþátta- fordóma. „Jafnvel í velskrifuð- um sápuóperum er niðurstaðan næstum alltaf svart-hvít, þar sem vondu mennirnir fá makleg málagjöld en Geimstöðin er oft með margræðan endi, þar sem gerðir persónanna valda þeim sjálfum hugarangri.“ Svíar í stjórnar- skrárvanda? Verða hugsanlega að efna til tvennra kosninga eða þjóðaratkvæðagreiðslu Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. Sænska stjórnin stendur nú frammi fyrir stjórnarskrárvanda í kjölfar málamiðlunartillögu Hollend- inga um lögreglu- og Iagasamstarf. Að sögn Svenska Dagbladet er lausnin annaðhvort að breyta stjóm- arskránni eða efna til þjóðarat- kvæðagreiðslu. Vandamálið hefur komið upp nú er reka á endahnútinn á ríkjaráðstefnu Evrópusambandsins (ESB) og varðar grein stjórnarskrár- innar um yfírþjóðlegt vald, sem sam- þykkt var af sænska þinginu 1994, áður en Svíar gerðust aðilar að ESB 1995. Vandinn, sem lögfræðingar stjórnarinnar hafa komið auga á er sá að í þeirri grein stjórnarskrárinn- ar, þar sem stjóminni er veitt heim- ild til að yfirfæra ákvörðunarrétt til ESB er talað um Evrópubandalagið, EB, og ekki Evrópusambandið. Gall- inn er sá að þegar ESB var stofnað með Maastrichtsáttmálanum 1993 varð Evrópubandalagið hluti af ESB, en ESB er meira en gamla EB. Hing- að til hefur þessi stjórnarskrárgrein ekki verið til trafala, því allt Evrópu- samstarfið, sem felur í sér yfírþjóð- legt vald, hefur heyrt B-hlutanum. Á ríkjaráðstefnunni liggur nú fyr- ir tillaga um að flytja samstarf á sviði lögreglu- og lagalegra mála úr 3. stoðinni, sem tilheyrir ESB yfír í 1. stoðina, sem er gamli EB- hlutinn og það ættu Svíar ekki í vandræðum með. Það vilja hins veg- ar hvorki Bretar né Danir, heldur vilja þeir halda þessu samstarfi í 3. stoðinni. Til að láta það þó eitthvað heita hafa Hollendingar stungið upp á að þar á móti verði samstarfíð gert yfirþjóðlegt, en þá upphefst vandi Svíanna, þar sem þeir væm þar með að afhenda vald, sem stjórn- arskráin leyfir ekki. Ef þessi lausn Hollendinganna verður ofan á þurfa Svíar annað- hvort að breyta stjómarskránni, sem aðeins er hægt að gera með sam- þykki tveggja þinga og þá með kosn- ingum á milli, eða að bera breyting- una undir þjóðaratkvæðagreiðslu. Miðað við þá andstöðu sem er í Sví- þjóð gegn ESB er hvomg lausnin þægileg. En von sænsku stjórnarinn- ar er væntanlega að önnur lausn en þessi verði ofan á. Hagfræðingur Þróunarhjálpar Sameinuðu þjóðanna á íslandi Bandaríkin hagnast vel á Sameinuðu þjóðunum HAGNAÐUR Bandaríkjamanna af verslun við Sameinuðu þjóðimar og þjónustu í tengslum við aðalskrif- stofu þeirra í New York er meiri en framlag Bandaríkjastjórnar til þróunarmála. Þetta kom fram í máli Erlings Dessaus, dansks hag- fræðings Þróunarhjálpar Samein- uðu þjóðanna, sem í vikunni var staddur hér á landi til að kynna nýja skýrslu um framþróun í heim- inum. í máli Dessaus kom fram að Danmörk, Svíþjóð og Holland era einu löndin sem hafa náð því tak- marki að verja einu prósenti heild- arárstekna sinna til þróunarmála. Lönd innan Evrópusambandsins verja að meðaltali þriðjungi þeirrar upphæðar. Dessau sagði að þær raddir heyrðust gjarnan að þar sem Dan- ir, Svíar og Hollendingar létu mest af hendi rakna til þróunarmála, ættu þeir umfram aðra að njóta þeirra viðskipta sem þróunarstarfið skapaði. Hins vegar hefði stofnunin ekki góða reynslu af skilyrtri hjálp og hún reyndi að hamla gegn því að fjármagnsaðilar stjórnuðu því hvernig fé væri varið. Hann sagði að þróunarhjálp í fiskveiðum hefði t.d. oft brugðist þar sem það vildi brenna við að iðnvæddar fískveiði- þjóðir einblíndu á stórfelldar veiðar sem skildu fátæka fiskimenn, sem í raun þyrftu mest á hjálpinni að halda, eftir tómhenta i fjömborðinu. Tengsl á milli stríðsátaka og fátæktar Dessau hefur reynslu af þróunar- starfi víða, bæði í Asíu og Afríku. Nú síðast hefur hann starfað á átakasvæðum í Sómalíu og Afgan- istan. Hann segir muninn á því að starfa á stríðssvæðum og öðmm neyðarsvæðum helst felast í því að þar þurfi alltaf að vera að byija frá grunni. „Það em augljós tengsl á milli fátæktar og stríðsátaka. Átök auka á þá eymd sem fyrir er auk þess sem þau útbreiða frekari fátækt. Það er hins vegar ekki jafn ljóst hvort eða hvernig fátækt ýtir undir stríðsrekstur. Rök hafa verið færð fyrir því að fátækt ýti undir óánægju og átök en þó má einnig sjá mörg dæmi um það að víðtæk átök bijótist út án þess að um víð- tæka fátækt sé að ræða. Eitt slikt dæmi er Júgóslavía. En jafnvel þótt fátækt eigi lítinn sem engan þátt í því að átök bijótist út er alveg Ijóst að það er ekki nóg að taka byssurn- ar af ungu mönnunum, í Afganistan til dæmis, og segja þeim að hætta bardögum. Til þess að þeir sjái raunverulegan ávinning í því verða þeir að hafa að einhveiju að hverfa.“ Dessau sagði að m.a. hefði verið reynt að beita þróunarhjálp til að binda enda á átökin i Sómalíu. Það hefði langt frá því farið að vonum en þó ekki mistekist að öllu leyti. Þá benti hann á að Sameinuðu þjóðirnar væm bundnar af því að vera alþjóðastofnun. Vildi Þróunar- hjálpin til dæmis veita fé til Austur- Tímor ættu starfsmenn hennar ekki annarra kosta völ en að snúa sér til Indónesíu. „Við verðum að virða ríkjandi valdhafa. í skýrslu sem birt var á vegum Sameinuðu þjóð- anna fyrir þremur árum var til dæmis sérstök umfjöllun um mann- réttindamál. Þetta vakti reiði nokk- urra þjóðarleiðtoga, sem vom gagn- rýndir í skýrslunni, og í framhaldi af þvi reynum við nú að setja gagn- rýni fram á annan óbeinni hátt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.