Morgunblaðið - 14.06.1997, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
i
ÍZÁBm f-
Veiði er nú byrjuð í flestum bestu
laxveiðiánum. Veiðiaðferðir manna eru æði
fjölbreyttar og fara mikið eftir því hverju
þeir hafa trú á. Portlandsbragðið eða
„hitsið“ á vaxandi vinsældum að fagna
meðal fluguveiðimanna. Ingvi Hrafn
Jónsson er mikill „hitsari“ og miðlar hér
nokkrum fróðleikskornum.
EGAR fólk leitar ráða hjá
mér um hvað sé vænlegast
að gera til að tryggja að lax-
inn taki, svara ég því gjaman að ef
ég vissi það, ætti ég líklega Seðla-
bankann og allt í hans hirslum.
Leyndarmál laxveiðanna er nefhi-
lega að þú átt ekkert öruggt nema
vonina. Eg spyr hins vegar á móti,
langar þig til að gera eitthvað
skemmtilegt, þannig að ef heppnin
verður með þér og lax sýnir áhuga,
viltu fá að upplifa það sem að mínu
mati er engu líkt, að sjá fyrst ólgu
og siðan kannski töku og allt verður
fast og síðan brjálað?
ú orðið veiði ég 70-80 pró-
sent með gámhnútn-
um,sem á ensku nefnist the
Portland Hitch eða „hitsið“ á veiði-
mannamáli. Sumir segja að réttara
væri að nota sögnina að hysja, því
maður sé að hysja fluguna upp á yf-
irborðið, en hitsið er komið inn í ís-
lenskuna hjá veiðimönnum. í Gára-
töfrum, bók Orra Vigfússonar laxa-
bjargvætts, segir svo frá þessari að-
ferð. „Gámaðferðin er almennt talin
uppmnnin við Portland-ána á
Nýfundnalandi. Hún fékk nafnið
Portlands-bragðið af því að leið-
sögumenn við ána notuðu flugur
með augum úr silkilirfustreng sem
tekinn var að gefa sig, þegar
óskemmdar flugur vom ófáanlegar.
Þá festu þeir gimið fyrir aftan haus
flugunnar með hnút.
Lee Wulff endurbætti síðan að-
ferðina og hún náði útbreiðslu eftir
að hann fjallaði um hana í bókum og
tímaritsgreinum. í fáum orðum
sagt, er hún fólgin í því að hnýtt er
hálfstikk, venjulega tvöfalt og því
smeygt upp fyrir hausinn. Notuð er
flotlína þegar flugunni er kastað og
þegar hún er dregin til baka mynd-
ar hún V-lagaða gám á yfirþorði
hylsins."
Fyrsta flugulax minn veiddi ég í
Efri Hvítsstaðahyl á miðsvæði
Langár á Mýmm líklega á 35 ára
afmælisdaginn minn. Flugan var
þurrfluga og heitir eins og guðsonur
nr 10, úr Langárboxinu mínu, lykkj-
una um legginn og í þriðja kasti
kom 16-18 punda drellir úr djúpinu
og negldi hana. Eg missti hann að
vísu eftir hálftíma langt fyrir neðan
tökustað, en það skipti ekki máli,
„hits“veiðar höfðu öðlast nýja vídd.
Teikningar/B öðvar Leós
okkmm árum seinna fór ég
3. eða 4. júní til að heim-
sækja vin minn Magnús E.
Kristjánsson, sem var við veiðar á
Stokkhylsbrotinu í Norðurá. Það
var heldur kaldranalegt, gott ef
ekki örlaði fyrir slyddu. Ain var
mjög vatnsmikil og við óðum saman
út á eyrina fyrir miðjum Stokkhyln-
um, sem var á bólakafi og settum
„hitsið“ á. Og það var eins og við
mælt; lax tók næstum með
það sama. Ég fór síðan með félaga
Magnúsar út, sem var óvanur flug-
veiðum. í fyrsta eða öðm kasti
dembdi vænn fiskur sér á fluguna,
en minn maður kippti út úr honum.
Er að skiptum kom, sýndi ég veiðfé-
lögunum þeirra aðferðina og þeir
náðu einum laxi til viðbótar fyrir
kvöldið og ég held að þessir tveir
laxar hafi verið dagsveiðin. Það
hefði einhvem tímann þótt saga til
næsta bæjar, að allir veiddir laxar á
einni vakt í júníbyrjun
hefðu tekið „hitsið".
Ég hef líka
fengið „hits“-
laxa í vitlausu
minn lítill bar það þá fram,
„muddíler minnó“. Þá sá ég í fyrsta
skipti lax koma upp úr til að taka
agn. „Hitsinu" kynntist ég svo
tveimur eða þremur ámm seinna.
Þessi veiðiaðferð er að því leyti ólík
venjulegri votfluguveiði á flot eða
sökklínu, að þú sérð fluguna, eða
gámna frá henni, um leið og hún er
lent á yfirborðinu og alveg þar til
henni slær fyrir er kasti lýkur.
Fyrst og fremst er þó munur-
inn fólginn í því að maður
einblínir allan tímann á gár-
una með titrandi eftirvæntingu í
brjósti og býst við ólgu og svo töku.
Annar kostur við „hitsið“, er að
maður reisir oft fisk án þess að ólgi
frá honum, ekkert að sjá nema
kannski örlitla litabreytingu eða
skuggaleiftur. Slíkt sér maður
miklu frekar er maður fylgist með
gámvaffinu og oft er það nóg fyrir
veiðimann að vita að það er líf við
hinn enda veiðilínu, þá er hægt að
setja saman matseðil fyrir laxinn.
En hvaða skilyrði era hag-
stæðust fyrir „hitsið"? Það er nú
það. Fyrstu árin, sem ég beitti
þessari aðferð, fannst mér hún
bundin við seinnipart júlí og
ágúst, sem sagt háveiðitímann,
bæði er lax er í göngu, á hreyfingu
og byrjaður að velja sér bústað. Og
líklega er það meginreglan, enda
veiðist mest á þessu tímabili.
Ég fór hins vegar að nota
„hitsið“ æ meira, einfaldlega
vegna þess að mér finnst það
langskemmtilegast og er eigin-
lega sama hvort ég fæ lax eða
ekki. En viti menn, hvað gerðist?
Ég fór að fá laxa við ótrúlegustu
skilyrði. Einhvern tíma var ég við
júníveiðar við Suðurhólma í Laxá í
Aðaldal í NA-þræsingi, 4 gráðu loft-
hita og áin í 8 gráðum. Það var búið
að pmfa allt og ekki líf að sjá. Ég
sagði þá við Halldór Snæland veiði-
félaga minn; „nú er það „hitsið“ sem
blívur.“ Hann leit á mig eins og ég
væri orðinn eitthvað mglaður. Ég
setti á léttklædda Rauða Frances
Þú birtist mér í draumi
DRAUMSTAFIR Kristjáns Frímanns
AUSTURRÍSKI drauma- og
sálgreinandinn C.G. Jung
(1875-1961) skilgreindi
draumkonu allra karlmanna sem
tákngerving allra góðra eiginleika
hans og vemdarengil. Þessari vem
draumsins sem birtist í líki vinar,
móður, ástkonu eða kunnuglegrar
persónu úr opinbem lífi gaf hann
nafnið Anima (gríska orðið fyrir
sál), hún væri eins konar sálmynd
af betri eðlisþáttum karlmannsins
sem í vídd draumsins beinir veg
hans gegnum lífið í táknrænum
myndum. Hliðstæðu Animunar er
að fínna í íslenskum þjóðsögum sem
draumkonu er kemur í drauma
manna og segir þeim það sem verða
vill, einnig er hana að fínna í
ýmsum myndum í flestum
trúarbrögðum manna. I draumum
karla birtist einhver kona sem (eftir
eðli draumsins) bendir honum á
sinn hátt, á þá leið í lífinu sem best
er að fara eða skoða hverju sinni.
Hún er bæði áberandi og til hlés.
Hún sýnir honum væntanlega
bresti eða bættan hag og er aldrei
hranaleg í gjörðum sínum. Hennar
leið er ákveðin mildi. En þessi
draumkona fer framhjá flestum
karlmönnum því draumamir eiga
það til að renna út í eitt og þær
kvenpersónur draumsins sem
birtast fá oftast bókstaflega
merkingu og misskilda. Þessa dís
draumanna er þó bæði hægt að
skilja og þekkja sem persónu eins
og Jung komst að raun um í
rannsóknum sínum. Hann tók upp
þann vana að ræða við vinkonu sína
HUN er á þinni draumaleið.
líkt og væri hún raunveruleg
manneskja. í fyrstu skilaði það
engu en hann hætti ekki, og smátt
og smátt varð hann varari við hana
í draumum sínum og minni
draumsins jókst, hann varð næmari
á þessa kvenlegu eiginleika sína og
skilningur hans á eðli draumsins óx
að sama skapi. Brátt varð
draumadísin skýr þáttur í
tilverunni sem áður hafði verið
óljós draumsýn. En eins og hjá
Animusi vini okkar getur Animan
bmgðið sér í allra kvikinda líki til
að koma til skila huga sínum og oft
er erfitt að átta sig á henni og
gjörðum hennar þegar draumamir
fyllast af fólki af mörgu sauðarhúsi,
þá er gott að kunna mál draumsins
og geta talað tæpitungulaust við dís
drauma sinna.
Draumar lesenda
í draumum „Huldu“ sem era
tveir birtast eiginleikar innri orku
sem fá ekki notið sín sem skyldi.
Þar era hugmyndir sem fæðast en
ná ekki fótfestu vegna vanmats á
eigin ágæti. Þarna er einnig
Animus á ferð sem ungur drengur.
Draumar „Huldu“
Dreymt 10. feb. ‘96.
Mér fannst ég vera að horfa á tvo
menn eins og ofan frá. Þeir vora að
koma upp úr sjó og á land, þeir
vom hermenn úr stríði og var
annar þeirra særður. Allt í einu
stend ég við hliðina á þeim og er að
horfa á þá. Þá sé ég sál særða
mannsins stíga upp úr líkama hans
og heyri um leið sagt „Hann er
dáinn, lifrin er ónýt“. Þá lít ég niður
á líkama hans og sé
að vinstra megin er
stórt gat alveg inn að
beini. Við þetta fer ég
að hágráta, en sál
særða mannsins er
alltaf að kalla á mig
að hjálpa sér. Ég sé
hvar sálin fer inn í
rústir þama nálægt
þar sem ég stend hjá
líkamanum og er
eitthvað hikandi við
að hjálpa sálinni. Ég
var hrædd en veit
ekki við hvað. Þá finn
ég að leiðbeinendur
mínir (tveir) eru
komnir. Þeir leggja
hendumar á sitt
hvora öxl mína og ég
finn mikla orku og
styrk leggjast um
mig. Þeir hvöttu mig til að hjálpa
sál mannsins.
Dreymt 19. maí ‘97
Ég er inni á fæðingarstofu og
stend við rúm hjá konu sem ég veit
að heitir Ragnhildur en ég þekki
ekki neitt. Við rúmið standa líka
maðurinn hennar og strákur 4-5
ára. Mér fannst að maðurinn ætti
strákinn en ekki R. Við rúmið var
glerrúm eins og er á
fæðingardeildum og í því sveinbarn.
Ég er að tala við þau og kemst þá
að því að hún átti tvíbura, annar
hafði dáið. Ég lít á vögguna og spyr
hvað hann heiti. „Hann heitir
Abraham". Um leið og þau segja
það hugsa ég með mér að hann sé
Mynd/Kristján Kristjánsson
vangefinn og eigi ekki langt líf fyrir
höndum.
Allt í einu er ég komin út á svalir
og tala þar við Ragnhildi sem er
ófrísk, hún segir að það eigi að taka
það þegar hún sé komin 20 vikur á /
leið, sem á vantaði viku. Ég fékk á ■ [
tilfinninguna að nú myndi hún
eignast heilbrigt bam. c(
Svo er ég komin í afgreiðslu
sjúkrahússins. Þar var skjannahvítt 8
umhorfs í hólf og gólf. Þá sé ég litla
strákinn 4-5 ára og heyri í ■ j
kallkerfi hússins að eldur sé laus. J
Við það verður drengurinn 9
hræddur og hleypur inn í lyftu á *
vinstri hönd. Þá kemur pabbi hans í
miklu uppnámi að leita hans. Ég
reyni að segja honum hvar
strákurinn sé en hann heyrir það
ekki og hleypur áfram. Þá kemur
strákurinn úr lyftunni og ég næ í (f
hann til að róa hann. Ég er með s
upptrekktan ii
leikfangakappakstursbíl til að d
dreifa athygli hans. Ég geng út '4
með hann og þá emm við allt í einu i:
stödd á grösugu og sólríku engi. <i
Mér fannst að þetta með eldinn d
hefði verið gabb. á
Ráðning '!
0
Fyrri draumur j
Draumurinn bendir til að þú
hafir í þér mikla orku (mennirnir
sem lögðu hönd á öxl þér) og styrk
til að aðstoða aðra og leiðbeina
þeim á grýttum vegi dyggðarinnar,
en þér finnist þú ekki tilbúin til
átaka (það er kallað á þig) eða
sjálfsálit (fórst að hágráta) þitt sé
ekki tilbúið. En draumurinn gengui
annars út á það að einhver þér
nálægur (vinur, kunningi, ættingi) í
í miklum erfiðleikum og stríði
vegna misnotkunar áfengis (lifrin
ónýt/ gekk upp úr sjó), líf hans er í