Morgunblaðið - 14.06.1997, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ1997 43
BRÉF TIL BLAÐSINS MESSUR Á MORGUN
Talið frá vinstri: Helga Björg Sigurðardóttir, Arna Björg
Sævarsdóttir, Sæmundur Knútsson, María Albína Tryggvadótt-
ir og Steinunn Thorarensen. A myndina vantar Þuríði Geirs-
dóttur.
„Það er þér að kenna
hvernig hann er“
Frá nýútskrifuðum hjúkrunarfræð-
ingum frá Háskólanum á Akureyri:
„HANN [geðlæknirinn] sagði: „Ég
get ekkert gert fyrir hann. Það er
þér að kenna hvernig hann er“..ég
stóð þarna eftir grátandi á gangin-
um og hann fór bara sína leið...“
Þetta er lýsing móður á samskiptum
hennar við lækni þegar hún leitaði
eftir aðstoð fyrir geðklofa son sinn.
Þetta er meðal annars það sem
kom fram í rannsókn höfunda á
upplifun foreldra af því að eiga að
einstakling með geðklofa og af sam-
skiptum þeirra við heilbrigðisstarfs-
fólk og aðra. Það er sláandi að vita
til þess að foreldrar alvarlega geð-
veikra einstaklinga hafi fengið slík
svör þegar þau leita eftir stuðningi
og fræðslu frá fagfólki. í niðurstöð-
um rannsóknarinnar kom fram að
enn virðist vera til staðar getuleysi
heilbrigðiskerfisins til að taka á
vandamálum geðsjúkra. Foreldr-
arnir nefndu að það virtist vera
öðruvísi með geðsjúka en aðra
sjúklinga, að fólk fengi öðruvísi
aðstoð og að það þurfi mikið að
vera búið að ganga á áður en ein-
staklingurinn er tekinn í meðferð
og heilbrigðiskerfið taki við. Dæmi
eru um að foreldrar þurfi jafnvel
að fara á fund ráðherra og land-
læknis til að fá ásættanlega með-
ferð eða einhveija úrlausn fyrir
sjúklinginn. Einnig kom fram að
foreldrarnir fundu stundum fyrir
öryggisleysi þegar sjúklingur var
inniliggjandi, að þá væri um athygl-
isskort eða áhugaleysi starfsfólks
að ræða. Þessu til stuðnings má
nefna að foreldrarnir höfðu orðið
varir við að eftirlit var ekki nægjan-
legt. Sjúklingar sem þó væru undir
eftirliti ættu það til að sökkva of
djúpt í veikindi sín án þess að nokk-
uð væri að gert.
Svipting sjálfræðis
Sjálfræðissvipting er oft hluti af
meðferð alvarlega geðveiks ein-
staklings. Hér á landi er reynt að
virða óskir og vilja veika einstakl-
ingsins og fortölum beitt áður en
til sviptingarinnar kemur. Að þessu
leytinu er gengið lengra í því að
virða rétt sjúklinganna en hjá hin-
um norrænu þjóðunum. Sjálfræðis-
sviptingin fer þannig fram að að-
standendur þurfa að sækja mál fyr-
ir dómstólum gegn hinum geðsjúka
einstaklingi með tilskildum kostnaði
og „átökum". í niðurstöðum rann-
sóknar höfunda kom í ljós að for-
eldrunum fannst mjög átakanlegt
að höfða mál gegn barni sínu,
fannst það skelfileg tilhugsun og
litu á það sem allra síðasta úrræðið
svo eitthvað væri hægt að gera
fyrir einstaklinginn sem hefur ekki
innsæi í sjúkdóm sinn.
Höfundar komust að því að víða
er pottur brotinn hvað varðar
fræðslu frá heilbrigðisstarfsfólki til
aðstandenda t.d. um sjúkdóminn
og gang hans. Einnig vantar
fræðslu um það hvernig aðstand-
endur eigi að bregðast við sjúkl-
ingnum og jafnframt eigin tilfinn-
ingum. Foreldrarnir töluðu um að
þeir hefðu fengið ráðleggingar en
þegar á reyndi var óframkvæman-
legt að fara eftir þeim. Jafnframt
töluðu foreldrarnir um að eina
fræðslan hefði verið sú sem þeir
leituðu eftir sjálfir.
Lokanir
Lokanir deilda og tilfæringar á
alvarlega geðsjúkum einstaklingum
eru mjög slæmar og geta oft haft
afgerandi áhrif á meðferð og horfur
til betra lífs. Röskun á lífi þessara
einstaklinga getur valdið bakslagi
í meðferð þeirra og í kjölfar þess
geta aðstandendur einnig fundið
fyrir óöryggi.
Geðsjúkir einstaklingar eiga ekki
upp á pallborðið hjá almenningi og
foreldrarnir eru ekkert að hampa
þvi að eiga geðsjúkt barn. Þar af
leiðandi eru þessir foreldrar og geð-
sjúk börn þeirra veikur þrýstihópur
í baráttunni um fyrstu sætin í for-
gangsröðun heilbrigðiskerfisins. Því
má ætla að þess vegna hafi geð-
deildum stupdum frekar verið lokað
en öðrum deildum.
Því fylgir mikið tilfinningalegt
álag, svo sem sektarkennd, missir
og jafnvel sálarkvalir að eiga alvar-
lega geðsjúkt barn, og oft vill það
verða svo að foreldrarnir bera hit-
ann og þungann af því að annast
sjúklinginn. Því mætti hafa hug-
myndir og væntingar foreldranna
til hliðsjónar við val á meðferð fyr-
ir hinn geðklofa einstakling.
I rannsóknarniðurstöðum höf-
unda nefndu foreldrarnir að þeir
vildu fá eitthvað raunhæft gert fyr-
ir þessa einstaklinga. Þau sáu fyrir
sér íbúðir eða lítil sambýli fyrir
geðsjúka þar sem fagfólk er yfir
og reynt væri að virkja einstakling-
inn til að vera þátttakandi í hinu
daglega lífi. Þau töldu það gott að
hlustað væri á tillögur þeirra í þeim
tilgangi að hafa alla meðferð sjúkl-
ingsins og aðstandenda þannig að
hún nýtist öllum til framdráttar.
Höfundar greinarinnar eru
hjúkrunarfræðingar frá Háskólan-
um á Akureyri (HA). Þessi grein
er byggð á niðurstöðum rannsóknar
sem var gerð sem lokaverkefni til
B.Sc. gráðu í hjúkrunarfræði við
HA. Viðfangsefni rannsóknarinnar
var að kanna hver sé upplifun for-
eldra af því að eiga barn með geð-
klofa og af stuðningi og stuðnings-
leysi frá heilbrigðisstarfsfólki og
öðrum. Tekin voru viðtöl við fimm
mæður og einn föður sem greindu
frá sinni reynslu. Titill rannsóknar-
innar: Vonin lifir þó væntingarnar
bresti, vísar til þess að vonin var
sterkasta vopn foreldranna til að
takast á við þessa reynslu og að
væntingar þeirra brustu þegar
barnið varð sjúklingur og stuðning
heilbrigðiskerfisins skorti.
ARNA BJÖRG SÆVARSDÓTTIR,
HELGA BJÖRG SIGURÐARDÓTTIR,
MARÍA ALBÍNA TRYGGVADÓTTIR,
STEINUNN THORARENSEN,
SÆMUNDUR KNÚTSSON,
ÞURÍÐUR GEIRSDÓTTIR.
Guðspjall dagsins:
Hinn týndi sauður
(Lúk. 15.)
ÁSKIRKJA:Guðsþjónusta kl. 11.
Hjörtur Hjartarson messar. Sókn-
arprestur.
BUSTAÐAKIRKJA:Guðsþjónusta
kl. 11. Pálmi Matthíasson.
DÓMKIRKJAN: Messa kl. 10.30.
Prestsvígsla. Herra Ólafur Skúla-
son biskup íslands vígir eftirfarandi
kandidata til prestsþjónustu: Lilju
Kristínu Þorsteinsdóttur, sem skip-
uð hefur verið sóknarprestur í Rauf-
arhafnarprestakalli í Þingeyjarpróf-
astsdæmi, og Hans Markús Haf-
steinsson, sem skipaður hefur verið
sóknarpestur í Garðaprestakalli í
Kjalarnesprófastsdæmi. Sr. Jakob
Á. Hjálmarsson þjónar. Dómkórinn
syngur. Organleikari Marteinn H.
Friðriksson.
ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðsþjón-
usta kl. 14. Prestursr. Fjalarr Sigur-
jónsson. Organisti Kjartan Ólafs-
son. Félag fyrrverandi sókn-
arpresta.
GRENSÁSKIRKJA: Messa kl. 11.
Altarisganga. Prestur sr. Halldór
S. Blöndal. Organisti Árni Arin-
bjarnarson.
HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11.
Félagar úr Mótettukór Hallgríms-
kirkju syngja undir stjórn Harðar
Áskelssonar. Sr. Ragnar Fjalar Lár-
usson prófastur kveður söfnuðinn,
en hann lætur af embætti innan
skamms. Sóknarnefndin.
LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10.
Sr. Bragi Skúlason.
HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl 11.
Organisti Pavel Manasek. Sr. Tóm-
as Sveinsson.
LANGHOLTSKIRKJA: Messa kl.
11. Prestur sr. Jón Helgi Þórarins-
son. Organisti Jón Stefánsson. Kór
Langholtskirkju syngur. Kaffisopi
eftir messu. Sóknarprestur.
LAUGARNESKIRKJA: Vegna sum-
arleyfa er minnt á guðsþjónustu í
Áskirkju.
ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta
kl. 11. Altarisganga. Organleikari
Kristín G. Jónsdóttir. Prestarnir.
BREIÐHOLTSKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 11. Samkoma ungs fólks
með hlutverk kl. 20. Gísli Jónasson.
DIGRANESKIRKJA: Messa kl. 11.
Altarisganga.
FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs-
þjónusta kl. 20.30. Prestur sr.
Hreinn Hjartarson. Organisti Lenka
Mátéová. Prestarnir.
GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 11. Kór Grafarvogskirkju
syngur. Organisti Hrönn Helgadótt-
ir. Vigfús Þór Árnason.
HJALLAKIRKJA: Vegna fram-
kvæmda í Hjallakirkju og sumar-
leyfa starfsfólks kirkjunnar er fólki
bent á helgihald og þjónustu í
Breiðholtskirkju eða öðrum kirkjum
í Kópavogi. Prestarnir.
KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta
kl. 11. Kór Kópavogskirkju syngur.
Organisti Örn Falkner. Ægir Fr. Sig-
urgeirsson.
SEUAKIRKJA: Kvöldguðsþjónusta
kl. 20. Sr. Valgeir Ástráðsson préd-
ikar. Sönghópurinn „Smávinir" flyt-
ur tónlist í guðsþjónustunni. Organ-
isti Kjartan Sigurjónsson. Sóknar-
prestur.
HVÍTASUNNUKIRKJAN Filadelfía:
Almenn samkoma kl. 20. Ræðu-
maður Hafliði Kristinsson. Allir
hjartanlega velkomnir. Athugið
breyttan samkomutíma.
KLETTURINN: Kristið samfélag,
Bæjarhrauni 2, Hafnarfirði. Sam-
koma sunnudag kl. 16.30. Jón Þór
Eyjólfsson prédikar. Barnastarf á
meðan á samkomu stendur. Allir
velkomnir.
MESSÍAS-FRÍKIRKJA: Rauðarár-
stíg 26, Reykjavík. Guðsþjónusta
sunnudag kl. 20 og fimmtudag kl.
20. Altarisganga öll sunnudags-
kvöld. Prestur sr. Guðmundur Örn
Ragnarsson.
KAÞÓLSKA KIRKJAN:
KRISTSKIRKJA, Landakoti: Mess-
ur sunnudaga kl. 10.30, 14 og 20
(á ensku). Laugardaga og virka
daga messur kl. 8 og 18.
MARÍUKIRKJA, Raufarseli 8:
Messa sunnudag kl. 11. Messa
laugardag og virka daga kl. 18.30.
GARÐABÆR, Holtsbúð 87: Messa
sunnudag kl. 10 á þýsku. Laugar-
dag og virka daga messa kl. 7.15.
JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði:
Messa sunnudag kl. 10.30. Messa
virka daga og laugardaga kl. 18.
KARMELKLAUSTUR, Hafnarfirði:
Messa sunnudaga kl. 8.30. Messa
laugardaga og virka daga kl. 8.
BARBÖRUKAPELLA, Keflavík:
Messa sunnudag kl. 14.
STYKKISHÓLMUR, Austurgötu 7:
Messa sunnudag kl. 10. Messa
laugardag og virka daga kl. 18.30.
ORÐ LÍFSINS: Grensásvegi 8. Al-
menn samkoma kl. 11. Ræðumaður
Ásmundur Magnússon. Fyrirbæna-
þjónusta/bænaklútar. Allir hjartan-
lega velkomnir.
FÆREYSKA SJÓMANNAHEIM-
ILIÐ: Samkoma á morgun kl. 17.
HJÁLPRÆÐISHERINN: Messurum
helgina: Sunnudag kl. 19.30 bæna-
stund. Kl. 20 Hjálpræðissamkoma.
Hermannavígsla. Elsabet Daníels-
dóttir talar.
LÁGAFELLSKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 11. Kirkjudagur Karlakórs-
ins Stefnis. Jón Þorsteinsson.
VÍÐISTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta
kl. 11. Kór Víðistaðasóknar syngur.
Organleikari Úlrik Ólason. Sr. Sig-
urður Helgi Guðmundsson.
HAFNARFJARÐARKIRKJA: Guðs-
þjónusta kl. 11. Sr. Þórhallur Hei-
misson.
FRÍKIRKJAN, Hafnarfirði: Guðs-
þjónusta kl. 11. Orgel- og kórstjórn
Þóra Guðmundsdóttir.
KARMELKLAUSTUR: Messa
sunnudaga kl. 8.30. Aðra daga kl.
8. Allir velkomnir.
ÚTSKÁLAKIRKJA: Guðsþjónusta
kl. 11. Önundur Björnsson.
HVALSNESKIRKJA: Guðsþjónusta
kl. 14. Önundur Björnsson.
KAÞÓLSKA kapellan, Keflavík:
Messa kl. 14.
SELFOSSKIRKJA: Sunnudagaskóli
kl. 11. Messa kl. 14. Sóknarprestur.
GAULVERJABÆJARKIRKJA:
Messa nk. sunnudag kl. 14. Að-
alfundur safnaðarins að lokinni
messu.
STRANDARKIRKJA, Selvogi: Tón-
leikar kl. 16. Laufey Sigurðardóttir,
fiðluleikari og Páll Eyjólfsson, gítar-
leikari leika á hljóðfæri sín. [ lok
tónleikanna verður stutt helgistund
með ritningarlestri og bæn. Svavar
Stefánsson.
SKÁLHOLTSPRESTAKALL:
Messa í Skálholtsdómkirkju kl. 11,
15. júní. Hljómsveitir barna úr
Suzukiskólanum leika við messuna
ásamt kennurum sínum. Sóknar-
prestur.
LANDAKIRKJA, Vestmannaeyjum:
Sunnudag kl. 11 almenn guðsþjón-
usta - messukaffi.
firði:
SKÁLMARNESMÚLAKIRKJA í
Reykhólahreppi: Messa sunnu-
daginn kl. 14.
Kæru viðskiptavinir
Um leið og við bjóðum Sigurbjörn
Svansson hársnyrti og
förðunarfræðing velkominn, viljum við
láta ykkur vita að hann hefur hafið
störf á stofunni okkar.
FAXAFENI 9
108 REYKJAVÍK
SÍMI 588 9299
Tjaldvagnaland
SÉRVERSLUN MEÐ
TJALDVAGNA, FELLIHÝSI
OG FELLIHJÓLHÝSI
440 fm SÖLUTJALDI
VIÐ EYJASLÓÐ 7 í
REYKJAVÍK.
tjaldvágnar
SY-NING
um hdgina
áSelfossi
við versiun KÁ
VANPAÐIROG
RÚMGÓÐIR
SE@LA©ÍRDIN ÆQIR
EYJASLÓÐ 7 107 REYKJAVÍK Sími 511 2203