Morgunblaðið - 14.06.1997, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 14.06.1997, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 1997 45 BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson „EF ÞÚ ert í vafa, láttu þá vaða,“ voru lokaorðin í þætti gærdagsins. Tökum upp þráðinn á þeim nótum. Það eru allir utan hættu og suður opnar í fyrstu hendi á einu hjarta. Á vest- ur að þegja eða stökkva í tvö grönd til að sýna láglit- ina? Norður ♦ Á43 f D932 ♦ 43 + KD107 Vestur Austur ♦ - ♦ DG109752 V 1064 IIIIH + 8 ♦ ÁDG106 111111 ♦ 95 ♦ G8654 ♦ Á92 Suður ♦ K86 ♦ ÁKG75 ♦ K872 ♦ 3 Kerfi NS er Precision, þar sem opnunin er bundin við 11-15 punkta. Ef vestur passar, gerist þetta: Vestur Norður Austur Suður 1 hjarta Pass 4 hjörtu 4 spaðar Dobl m Nú er vont að hafa ekki notað tækifærið til að lýsa spilunum. Kannski á austur langan spaðalit, en hitt er líka til í dæminu að hann sé með 5-5-skiptingu í spaða og láglit, eða 6-4. Alla vega er ljóst að vestur þarf að giska á hvort hann eigi að sitja í flórum spöð- um dobluðum, eða taka út í fjögur grönd og biðja makker að velja láglit. Og ágiskun er nokkuð sem menn vilja forðast sem mest í brids. Spilið er frá sömu landsl- iðsæfingu og það sem við sáum í gær, og í reynd ákvað vestur að taka út. Austur varð þá sagnhafi í fimm laufum og fór þar 800 niður eftir tromp út. Í fjór- um spöðum sleppur hann 300. Þögn vesturs í upphafi kostaði AV 500 aukalega. Með morgun- kaffinu Ást er... göngutúrmeð ungviðinu úti íguðsgrænni náttúrunni. TM Reg U.S P«l. Otf — all rights reserved (c) 1097 Los Angeles Timos Syndicate NEI, við hjónin rífumst aldrei út af fjármálum. Þetta smáræði sem hann fær í laun er ekki þess virði að rífast út af. I DAG Arnað heilla GULLBRÚÐKAUP. í dag, laugardaginn 14. júní, eiga fimmtíu ára hjúskaparafmæli hjónin Aðalbjörg Guðrún Þorgrímsdóttir og Pálmi Ólafsson, frá Holti á Asum, nú búsett í Flúðabakka 1, Blönduósi. ÁRA afmæli. Mánu- daginn 16. júní verð- ur Ólöf Kristófersdóttir á Útgörðum í Hvolhreppi sextug. Hún tekur á móti gestum á heimili sínu á af- mælisdaginn frá kl. 18. ÁRA afmæli. Fimm- tugur verður 18. júní nk. Pétur Emilsson, kenn- ari, Bárugötu 15. Eigin- kona hans er Sigrún Edda Sigurðardóttir, verslun- armaður. Pétur væntir þess að vinir og vandamenn gleðjist með sér í félags- heimilinu Garðaholti, Garðabæ, í kvöld frá kl. 20. COSPER JÚ, þetta er rétt hjá þér. Vagninn átti að fara í ibúðina á hæðinni fyrir neðan ykkur. HÖGNIHREKKVÍSI STJÖRNUSPÁ eftir Franecs Drake Afmælisbarn dagsins: Þú átt gott með að tjá þig í orði ogriti. Þú ert ábyrgð- arfullur og aimannatengsl höfða til þín. Hrútur (21. mars - 19. apríl) Þú ættir ekki að lána óábyrg- um aðila peninga. Sjálfur þarftu að sýna aðgæslu í fjármálum. Einhver vinur þinn veldur þér vonbrigðum. Naut (20. apríl - 20. maí) trfö Þú skalt ekki stinga málum undir stól í dag né heldur blanda þér í mál sem þér eru óviðkomandi. Haltu þínu striki. Tvíburar (21.maí-20.júní) Þú átt erfitt með að gera upp hug þinn og taka ákvörðun er varðar framtíð þína. Vertu ekki of harður við sjálfan þig. Krabbi (21. júní — 22. júlí) HI8 Þér hættir til að vera of eyðslusamur í samkeppni þinni við nágrannanna. Sýndu hófsemi. í kvöld skaltu njóta gestrisni vina þinna. Ljón (23. júlf — 22. ágúst) Þú kemur þér í vandræði ef þú lætur hlutina reka á reið- anum. Láttu gömul mál eiga sig í bili og reyndu að takast á við það sem skiptir mestu máli núna. Meyja (23. ágúst - 22. september) M Þú þarft að kljást við ólíka einstaklinga í dag og finnst þú tala fyrir daufum eyrum. Bíddu, þar til betri aðstæður gefast. Vog (23. sept. - 22. október) íjárútlátin verða meiri en þú bjóst við. Það er hægt að gera sér glaðan dag, án þess að kosta of miklu til. Sþorödreki (23. okt. -21. nóvember) Láttu það liggja milli hluta þó einhver mistúlki orð þín. Sannleikurinn mun koma í ljós um síðir. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) Ágreiningur gæti komið upp varðandi fjölskyldumeðlim. Sýndu aðgæslu í flármálum heimilisins. í kvöld hefurðu nóg að gera. Steingeit (22. des. - 19.janúar) Ekki eyða peningum í óþarfa í dag. Þú færð nokkur heim- boð og skalt vanda val þitt og afþakka hin. Oft er flagð undir fögru skinni. Vatnsberi (20.janúar- 18. febrúar) ðh. Láttu ekki leti og sjálfs- þægni ná tökum á þér þó lítið sé að gera í vinnunni. Þú gætir notað krafta þína heimafyrir. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) SSS Það reynir á þig í mannlegum samskiptum í dag. Reyndu þitt ýtrasta til að skilja sjón- armið náunga þíns. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöi. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Vönduð gjöf við lokapróf úr HÁSKÓLA SEIKO RAYMOND WEIL ORIENT Glæsileg arbandsúr - tæknilegar nýjungar - úr með skeiðklukku og vekjara - Garðar Ólafsson úrsmiður, Lækjartorgi, sími 551 0081. Umhverfisfræðslusetrið /alviðra\ Í Alviðru Dagskrá júní - ágúst 1997: Opið hús - kynning á starfsemi umhverfisfræðslusetursins í Alviðru. Alla virka daga kl. 13.00-16.00. Gestum og gangandi boðið að koma í heimsókn og fá upplýsingar um staðinn og starfsemina. Ganga dagsins - gönguferð með leiðsögn. Alla virka daga kl. 16.00-18.00. Hressandi og fræðandi gönguferð um nágrenni Alviðru ásamt leiðsögn um náttúru og umhverfi. Helgardagskrá: Veiðidagur fjölskyldunnar. Sunnudaginn 15. júníkl. 9.00-19.00. Gestum boðið upp á að renna fyrir lax ásamt kynningu á veiðisvæði Sogsins. Sólstöðuganga. Laugardaginn 21. júníkl. 18.00-22.00. Gönguferð frá Alviðru upp Gönguskarð og inn á Inghól á Ingólfsfjalli. Jónsmessuhátíð. Þriðjudaginn 24. júníkl. 21.00-24.00. Gönguferð í Öndverðarnes þar sem rifjaðar verða upp þjóðsögur og sagnir. Jónsmessubálog gestum gefst færi á að velta sér um naktir í næturdögginni. Pöddur og pasta. Sunnudaginn 6. júlí kl. 14.00-18.00. Skoðunarferð um nágrenni Alviðru þar sem leitað verður að skordýrum. Sýni greind og að lokum boðið upp á gómsætan pastarétt. Sumargagn. Sunnudaginn 20. júlí ld. 14.00-18.00. Kynning á landbúnaðarvörum í samvinnu við sunnlensk fyrirtæki, ásamt fræðslu um vinnsluaðferðir. Krydd í tilveruna. Sunnudaginn 10. ágúst kl.14.00-18.00. Fræðsla um kryddjurtir og nýtingu þeirra í matargerð. Náttúruskreytingar. Sunnudaginn 24. ágúst kl. 14.00-18.00. Biómum safnað ásamt því að vinna skreytingar og fræða um þurrkun jurta. Þátttaka er öllum heimil og gestum að kostnaðariausu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.