Morgunblaðið - 14.06.1997, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 1997 53
MYNDBÖND/KVIKMYNDIR/ÚTVARP-SJÓNVARP
MYNDBÖND
ímyndaður vinur
Bull
(Bogus)__________________
Fjölskyldumynd
Vi
Framleiðendur: Norman Jewison,
Arnon Milchan, Jeff Rothberg.
Leikstjóri: Norman Jewison. Hand-
ritshöfundur: Alvin Sargent. Kvik-
myndataka: David Watkin. Tónlist:
Mark Shaiman. Aðalhlutverk:
Whoopie Goldberg, Gerard Dep-
ardieu, Haley Joel Osment. 107
mín. Bandaríkin. Warner myndir
1997. Útgáfudagur: 2.júní.
Myndin er öllum leyfð.
ALBERT er ungur drengur, sem
dreymir um að verða frábær galdra-
maður þegar hann verður stór, en
móðir hans vinnur einmitt hjá einum
færasta galdramanni í Los Angeles.
En draumurinn breytist í harmleik
þegar móðir hans lætur lífið í bíl-
slysi. í fyrstu virðist enginn geta
séð um Albert litla, en þá kemur
til skjalanna Harriet (Whoopie
Goldberg), sem var vinkona móður
Alberts á sinum yngri árum. Harri-
et rekur lítið fyr-
irtæki, sem
gengur ekki allt-
of vel og að eign-
ast barn er ekki
efst á lista hjá
henni. En Bogus
(Gerard Dep-
ardieu), sem er
hinn ímyndaði
franski vinur Alberts, bjargar deg-
inum.
Þetta er ein vandræðalegasta
mynd sem ég hef lengi séð. Allir
reyna sitt besta til þess að bjarga
þessum óskapnaði, en ekkert hjálp-
ar. Goldberg og Depardieu eru langt
frá sínu besta og virðast oft skamm-
ast sín fyrir að fara með illa skrifað-
ar setningarnar úr handritinu og
Haley Joel Osment fær verðlaunin
fyrir mest óþolandi krakka í kvik-
myndum. Norman Jewison hefur
með Bulli náð botninum á sínum
ferli, en hann á að baki myndir eins
og „In the Heat of the Night“ og
„Moonstruck". Forðist þessa eftir
fremsta megni.
Ottó Geir Borg
Móður-
hlutverk
Óvæntir fjölskyldumeðlimir
(An Unexpected Family)_
D r a m a
★ ★ ★
Framleiðandi: Lee Rose. Leikstjóri:
Larry Elikann. Handritshöfundur:
Lee Rose. Kvikmyndataka: Eric van
Haren Nomen. Tónlist: Tom Scott.
Aðalhlutverk: Stockard Channing og
Stephen Collins. 91 min. Bandaríkin.
Cic-myndbönd 1997. Útgáfudagun
27. maí. Myndin er öllum leyfð.
BARBARA er einstæð og orðin
frekar örvæntingafull að ná sér í
karlmann, en börn eru ekki með í
dæminu. Þegar
óreglusöm systir
hennar biður
hana um að ann-
ast börnin sín í
nokkra klukku-
tíma væntir hún
þess ekki að
þessir klukku-
tímar verði að
dögum og síðan
að mánuðum.
Stockard Channing hefur alltaf
verið ein vanmetnasta leikkona
Bandaríkjanna. í Óvæntum fjöl-
skyldumeðlimum hefur hún loks
fengið hlutverk sem varpar ljósi á
hæfileika hennar. Channing ieikur
Barböru sem er hörkukvendi með
hjarta úr gulli og nálgast hún hlut-
verk sitt af mikilli skynsemi og ger-
ir Barböru aldrei væmna og klisju-
kennda. Myndin hefði mjög líklega
ekki gengið upp ef einhver síðri leik-
kona en Channing hefði fengið hlut-
verkið. Stephen Collins er einnig
frábær í hlutverki sérviturs lista-
manns, sem vinnur hjarta bamanna
og Barböru. Handritið er uppfullt
af góðum senum og kímni en stund-
um helst til of dramatískt en góð
leikstjóm og sérstaklega góður leik-
ur valda því að Óvæntir fjölskyldu-
meðlimir eru langt yfir meðallagi.
Ottó Geir Borg
MYNDBÖND
SÍÐUSTU VIKU
Alain Delon
Vélrænir böðlar
(Cyber Trackers)k Vi
Hann heltir Hatur
(A Boy CalledHate)'k Vi
Þrumurnar
(Rolling Thunder)-k 'h
Glæpastundln
(Crime Time)-k k lh
Aftökulistinn
(The Assassination File)~k k
Þytur í laufi
(Windin the Wi!lows)k k
Moll Flanders
(Moll Flanders)k k k
Draugurinn Susie
(Susie Q)k'h
Jólin koma
(Jingle All the Way)k k
Leyndarmál Roan Inish
(The Secret of Roan Inis-
h)k k 'h
Eigl skal skaöa
(First Do No Harm)k k k
Ótti
(Fear)k k 'h
Jack
(Jack)k k
Vondlr menn í vígahug
(Marshall Law)k 'h
Helgi í sveitinni
(A Weekend in the Co-
untry)k k k
Köld eru kvennaráð
(The First Wives Club)k k k
Ofbeldishefð
(Violent Tradition)k k'h
í sviðsljósinu
DAGANA 14.-20. júní verður haldin
frönsk kvikmyndahátíð í Háskólabíói.
Þar verður sýndur þverskurður af
bestu kvikmyndum leik-
arans Alains Delons til
þessa dags. Hátíðin mun
fara út um allan heim
og eru íslendingar einna
fyrstir til að fá að njóta
hennar.
Stjarna vegna
útlitsins
Delon fæddist í Sce-
aux í Frakklandi 8. nóv-
ember 1935. Eftir að
hafa verið fallhlífarher-
maður í stríðinu i Indó-
kína, sinnti hann ýmsum íhlaupa-
störfum og tilviljun ein réð því að
hann komst í tæri við kvikmynda-
heiminn.
Delon skaut strax upp á stjörnu-
himininn eftir að hafa leikið í sinni
fyrstu kvikmynd árið 1957. Útlitið
og og sú tvíræðni sem einkennir per-
sónu hans vöktu m.a. áhuga stór-
menna kvikmyndanna eins og Clé-
ments, Viscontis og Antonionis. Leik-
hæfileikar komu svo með aukinni
reynslu og þroska.
Alain Delon varð mjög fljótt eins
konar goðsögn og í gegnum tíðina
hefur hann hlotið margvíslegan heið-
ur eins og riddarakross pg stórridd-
araorðu en líka fyrir kvikmyndaleik.
Hann hlaut César-verðlaunin fyrir
leik sinn í kvikmyndinni „Sagan okk-
ar“ (Notre Histoire) og Gullbjöminn
í Berlín árið 1995.
Opnunarmynd hátíðarinnar er Of-
birta (Plein Soleil), frönsk sakamála-
mynd gerð árið 1959. „Ofbirta er
sakamálamynd í besta skilningi þess
orðs. Hún vekur hjá manni í senn
unaðs- og vanlíðanarkennd, sem lo-
kauppgjörið nær vart
að raska.“ (Luc Moullet,
Cahiers du Cinéma,
1960).
Myndir hátíðarinar
eru af margvíslegum
toga. Þær spanna 33
ár af ferli Delons og
ættu að gefa góða
mynd af honum sem
listamanni.
Dagskrá
hátíðarinnar:
Plein Soleil (1959)
14. júní kl. 14.00
20. júní kl. 19.00
Mr. Klein (1974)
Drama um gyðingaofsóknir.
15. júní kl. 16.50
20. júní kl. 16.50
Notre Histoire (1984)
Gamanmynd með alvarlegum undir-
tóni.
16. júní kl. 17.00
19. júní kl. 19.00
Pour la peau d’un flic (1981)
Sakamálamynd um löggumorð.
15. júní kl. 15.00
18. júní kl. 16.50
Le Retour de Casanova (1992)
Drama um Casanova á efri árum.
16. júní kl. 19.00
19. júní kl. 17.00
Le Samourai (1967)
Sakamálamynd um leigumorðingja.
14. júní kl. 17.00
18. júní kl. 19.00
Sérsending af GSM-símum
á ótrúlegu verði!!!
Aðeins:
stgr.
Áður kr. 34.900,-
• Fæst í fjölmörgum litum
• Þyngd 21 Og
• Símanúmera-
birting
• 70 tíma hleðsla
(200 tíma fáanleg)
• Möguleiki á fax/modem-
tengingu
SEflRK!
Aðeins:
stgr.
Áður kr. 59.900,-
• Þyngd 169g
• 85 tíma hleðsla (2ja vikna
hleðsla fáanleg)
•100 númera símaskrá
• Símanúmerabirting
• Möguleiki á fax/modem-
tengingu
• Tekur bæði u -f, x
stórt og lítið j PÍHSX
símakort
búiam1.
GSM-aukahlutir:
SUMARTILB0Ð
GSM-hulstur,
bílkveikjarasn
og sumarbolur.
Ómissandi í ferðalagi
Heimilistæki hf
TÆKNI-OG TÖLVUDEILD
SÆTÚNI 8 SÍMI 5691500
www.ht.is
umboðsmenn um land allt
&
C
<