Morgunblaðið - 14.06.1997, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.06.1997, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 1997 17 VIÐSKIPTI i i i > ) k w í k w í > w » » Breytingar hjá British Airways New York. Reuter. BREZKA flugfélagið British Airwa- ys hefur skýrt frá 10 milljarða doll- ara breytingaráætlun til þriggja ára sem á að hressa upp á ímynd fyrir- tækisins og gerh’ ráð fyrir nýrri þjónustu, nýjum varningi og flugvél- um, bættri aðstöðu og aukinni þjálf- un starfsmanna. Flugfélagið hyggst bæta 43 nýjum flugvélum við flota sinn: 29 Boeing 747-400, níu 777 og fimm 757. Það ætlar einnig að verja hundruðum milljóna dollara til að koma upp nýj- um flugleiðum og nýrri þjónustu, bjóða nýjan varning og til að móta nýjar aðferðir í þjónustu við við- skiptavini. Onnur helztu atriði í áætluninni eru þau að auka á samvinnu við aðra aðila í líkingu við bandalag BA við American Airlines í því skyni að bæta þjónustu og bæta við ferðum til fleiri áfangastaða um viða veröld. 100 milljónum dollara verður varið til endurbóta á aðstöðu félagsins á John F. Kennedy-flugvelli í New York, meðal annars tO að bæta vega- samband. Endurbætur verða gerðar á að- stöðunni á Heathrow-flugvelli Lund- úna og boðið verðrn- upp á fleiri möguleika til að komast frá Bret- landi, meðal annars með því að gera Gatwick-flugvöll Lundúna að öðrum helzta brottfararstaðnum. --------------- Veruleg aukning í farþegaflugi í heiminum Genf. Reuter. FLUGFÉLÖG í heiminum hafa skýrt frá mikOli aukningu farþega- flugs í heiminum á fyrstu fjórum mánuðum ársins miðað við sama tíma í fyrra og fjölgaði farþegum um níu af hundraði. Aukning sætaframboðs var minni, eða 6%, að sögn Alþjóðasambands flugfélaga (IATA). Fai’þegaflug jókst um 9% í aprfl miðað við sama tíma í fyrra. Fragtflug í heiminum jókst um tæplega 10% á fyrstu fjór- um mánuðum þessa árs miðað við sama tíma í fyrra og um 9% í apríl samkvæmt tilkynningu LATA. Alls jókst flugumferð, það er far- þegaflug og fragtflug, um 9,2% í jan- úar-apríl miðað við sama tíma 1996. Alls fóru 2,5 mOljarðai’ manna um flugvelli heims 1996. Mest varð aukningin í fyrra á Asíu-Kyrrahafs- svæðinu. Þar var farþegaflug 35% af öllu farþegaflugi í heiminum og búizt er við að það hlutfafl aukist í tæplega 50% fyrir 2010 eða í 393 milljónir farþega, tæplega þrefalt fleiri en nú. ------♦“♦“♦---- Amersham tengist Pharmacia London. Reuter. BREZKA heilbrigðis- og tæknifyrir- tækið Amersham International Plc, hefur bundið enda á margra mánaða vangaveltur með því að segja frá fyr- irætlunum um að tengja lyfjaleitar- arm fyrirtækisins Pharmacia Biot- ech í Svíþjóð. Þegar sameignai-fyrirtækið tekur tO starfa verður það helzti seljandi lyfjaleitartækni í heiminum. Arleg sala þess mun nema um 430 mOljón- um punda og starfsmenn verða rúm- lega 3000. £ verest Everest-tlndur er hæstur allra tinda jarðar, 8.848 m, og rís upp úr Himaloja-fjallgarðinum ó milli Nepal ogTíbet Hann var klifinn ( fyrsta sinn órið 1953 afEdmund Hillary ogTenzing Norgay. Frá þeim tíma hafa tæplega 700 manns komist á tindinn. Þeir komu íslandi á toppinn! „Ég verð því miður að tilkynna að við komumst ekki hærrai Skipti!“ Þessi orð bárust Herði Magnússyni gegnum talstöð frá Birni Ólafssyni, sem var staddur ásamt félögum sínum þeim Einari Stefáns- syni og Hallgrími Magnús- syni á hæsta tindi Everest, að morgni 21. maí 1997. Árangur þeirra er einstakt þrekvirki sem krefst gífurlegrar þjálfunar og undirbúnings, sem meðal annars felst í því að prófa og velja rétta útbúnaðinn. Framúrskarandi búð fyrir fjallamenn 50 ára afmælis Skátabúðar- innar á þessu ári verður vart minnst með eftirminnilegri hætti því allur fatnaður og búnaður sem þeir félagar notuðu í leiðangrinum var frá Skátabúðinni. Skátabúðin hefur verið leiðandi í innflutningi og sölu á útivistarbúnaði í 50 ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.