Morgunblaðið - 14.06.1997, Side 17

Morgunblaðið - 14.06.1997, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 1997 17 VIÐSKIPTI i i i > ) k w í k w í > w » » Breytingar hjá British Airways New York. Reuter. BREZKA flugfélagið British Airwa- ys hefur skýrt frá 10 milljarða doll- ara breytingaráætlun til þriggja ára sem á að hressa upp á ímynd fyrir- tækisins og gerh’ ráð fyrir nýrri þjónustu, nýjum varningi og flugvél- um, bættri aðstöðu og aukinni þjálf- un starfsmanna. Flugfélagið hyggst bæta 43 nýjum flugvélum við flota sinn: 29 Boeing 747-400, níu 777 og fimm 757. Það ætlar einnig að verja hundruðum milljóna dollara til að koma upp nýj- um flugleiðum og nýrri þjónustu, bjóða nýjan varning og til að móta nýjar aðferðir í þjónustu við við- skiptavini. Onnur helztu atriði í áætluninni eru þau að auka á samvinnu við aðra aðila í líkingu við bandalag BA við American Airlines í því skyni að bæta þjónustu og bæta við ferðum til fleiri áfangastaða um viða veröld. 100 milljónum dollara verður varið til endurbóta á aðstöðu félagsins á John F. Kennedy-flugvelli í New York, meðal annars tO að bæta vega- samband. Endurbætur verða gerðar á að- stöðunni á Heathrow-flugvelli Lund- úna og boðið verðrn- upp á fleiri möguleika til að komast frá Bret- landi, meðal annars með því að gera Gatwick-flugvöll Lundúna að öðrum helzta brottfararstaðnum. --------------- Veruleg aukning í farþegaflugi í heiminum Genf. Reuter. FLUGFÉLÖG í heiminum hafa skýrt frá mikOli aukningu farþega- flugs í heiminum á fyrstu fjórum mánuðum ársins miðað við sama tíma í fyrra og fjölgaði farþegum um níu af hundraði. Aukning sætaframboðs var minni, eða 6%, að sögn Alþjóðasambands flugfélaga (IATA). Fai’þegaflug jókst um 9% í aprfl miðað við sama tíma í fyrra. Fragtflug í heiminum jókst um tæplega 10% á fyrstu fjór- um mánuðum þessa árs miðað við sama tíma í fyrra og um 9% í apríl samkvæmt tilkynningu LATA. Alls jókst flugumferð, það er far- þegaflug og fragtflug, um 9,2% í jan- úar-apríl miðað við sama tíma 1996. Alls fóru 2,5 mOljarðai’ manna um flugvelli heims 1996. Mest varð aukningin í fyrra á Asíu-Kyrrahafs- svæðinu. Þar var farþegaflug 35% af öllu farþegaflugi í heiminum og búizt er við að það hlutfafl aukist í tæplega 50% fyrir 2010 eða í 393 milljónir farþega, tæplega þrefalt fleiri en nú. ------♦“♦“♦---- Amersham tengist Pharmacia London. Reuter. BREZKA heilbrigðis- og tæknifyrir- tækið Amersham International Plc, hefur bundið enda á margra mánaða vangaveltur með því að segja frá fyr- irætlunum um að tengja lyfjaleitar- arm fyrirtækisins Pharmacia Biot- ech í Svíþjóð. Þegar sameignai-fyrirtækið tekur tO starfa verður það helzti seljandi lyfjaleitartækni í heiminum. Arleg sala þess mun nema um 430 mOljón- um punda og starfsmenn verða rúm- lega 3000. £ verest Everest-tlndur er hæstur allra tinda jarðar, 8.848 m, og rís upp úr Himaloja-fjallgarðinum ó milli Nepal ogTíbet Hann var klifinn ( fyrsta sinn órið 1953 afEdmund Hillary ogTenzing Norgay. Frá þeim tíma hafa tæplega 700 manns komist á tindinn. Þeir komu íslandi á toppinn! „Ég verð því miður að tilkynna að við komumst ekki hærrai Skipti!“ Þessi orð bárust Herði Magnússyni gegnum talstöð frá Birni Ólafssyni, sem var staddur ásamt félögum sínum þeim Einari Stefáns- syni og Hallgrími Magnús- syni á hæsta tindi Everest, að morgni 21. maí 1997. Árangur þeirra er einstakt þrekvirki sem krefst gífurlegrar þjálfunar og undirbúnings, sem meðal annars felst í því að prófa og velja rétta útbúnaðinn. Framúrskarandi búð fyrir fjallamenn 50 ára afmælis Skátabúðar- innar á þessu ári verður vart minnst með eftirminnilegri hætti því allur fatnaður og búnaður sem þeir félagar notuðu í leiðangrinum var frá Skátabúðinni. Skátabúðin hefur verið leiðandi í innflutningi og sölu á útivistarbúnaði í 50 ár.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.