Morgunblaðið - 15.08.1997, Side 8
8 FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Peningaþvætti:
ÉG er bara lagður í einelti, Hallvarður minn. Hér er hver seðill handskrúbbaður áður en hann fer í vélina,
enda hvergi blett né hrukku að sjá . . .
Morgunblaðið/Þorkell
Öryggissvæðið breikkað
VEGAGERÐARMENN eru að
breikka öryggissvæðið fyrir ofan
kafla vegarins um Óshlíð, milli
Hnífsdals og Bolungarvíkur. Með
þessari framkvæmd er verið að
reyna að laga versta gijóthruns-
staðinn, það er 250-300 metra
kafla yst á svokölluðum Skriðum,
að sögn Gisla Eiríkssonar, um-
dæmisverkfræðings Vegagerðar-
innar á Isafirði. Við veginn eru
strengd net sem ætlað er að
stöðva grjótið en þau hafa ekki
þolað álagið. Gisli segir að með
því að breikka öryggissvæðið sé
verið að minnka grjóthrunið og
auka möguleika netanna á að
taka við því grjóti sem áfram fell-
ur úr hliðinni. Áætlaður kostnað-
ur við verkið er 12-13 milljónir
kr.
Heimildarmynd um
ris, veldi og fall SÍS
ÁSGEIR Friðgeirsson blaðamaður
vinnur nú að gerð heimildarmyndar
um Samband íslenskra samvinnufé-
laga. Að sögn Ásgeirs mun myndin
heita Ris, veldi og fall Sambandsins,
verður í þremur þáttum þar sem
einn verður helgaður risi, annar
veldi og hinn þriðji falli SÍS.
Ásgeir sagði að mikið af gömlu
myndefni væri til úr sögu SIS allt
aftur til fjórða áratugarins og
mundi það skila sér vel í myndinni,
einkum fyrstu tveimur þáttunum.
Ásgeir sagði að rauði þráðurinn í
þáttunum væri umfjöllun um hug-
myndir og hugsjónir stofnenda og
aðstandenda Sambandsins og afdrif
þeirra hugmynda.
„Við reynum að fjalla um pólitískt
og félagslegt hlutverk hreyfingar-
innar og greina mikilvægi þess þátt-
ar,“ sagði Ásgeir. „Við skoðum
endalok fyrirtækisins í þessu sögu-
lega samhengi við upprunann og
framvinduna en ekki eins og um-
ræðan var undir lokin þegar stund-
um var talað um SIS eins og hvert
annað fyrirtæki. Fyrir mjög marga
var það allt annað og miklu meira.“
Styrkir úr Menningarsjóði
útvarpsstöðva
Fyrir hönd Saga Film verður Sig-
urbjörn Aalsteinsson kvikmynda-
gerðarmaður framleiðandi myndar-
innar, sem hefur hlotið 2 milljóna
króna styrk úr Menningarsjóði út-
varpsstöðva. Ásgeir hefur unnið að
undirbúningi myndarinnar í fjóra
mánuði. Ásamt honum verða skráð-
ir fyrir handriti Stefán Pálsson og
Magnús Sveinsson, sem eru að
ljúka námi í sagnfræði frá Háskóla
Islands og voru ráðnir til rannsókn-
arstarfa í tengslum við handrits-
skrifín, sem eru vel á veg komin.
Tökur myndarinnar hefjast á
morgun norður í Þingeyjasýslu,
m.a. á Ystafelli í Köldukinn þar sem
samvinnuhreyfingin var stofnuð
eins og minnisvarði á staðnum er til
marks um. Stefnt er að því að
myndin verði tilbúin í fyrri hluta
febrúarmánaðar.
Ráðstefna um rannsóknir tannlækna
Glerjungs-
eyðing vaxandi
vandamál
Peter Holbrook
NORDISK Odontolog-
isk Forening, NOF,
sem er félag norr-
rænna tannlækna sem
stunda rannsóknarstörf,
mun í næstu viku halda ár-
legan aðalfund sinn hér á
landi. Peter Holbrook hefur
setið í stjórn NOF í nokkur
ár og er nú forseti þess.
Hann var beðinn um að
gera grein fyrir NOF.
„Nordisk Odontologisk
Forening, NOF, var stofnað
árið 1917 sem skandinavísk-
ur rannsóknarhópur um
tannlæknavísindi. Árið 1920
var stofnað svipað félag í
Bandaríkjunum sem nefnt
var International Associ-
ation for Dental Research,
IADR. Það félag þróaðist
smám saman í alþjóðasamtök og
árið 1969 gekk NOF til liðs við
þau. IADR hafði alltaf verið
deildaskipt og við sameininguna
varð NOF að Norðurlandadeild
innan alþjóðasamtakanna.
Á Islandi voru þeir tannlækn-
ar sem stunda rannsóknarstörf
ýmist félagar í norrænu, bresku
eða bandarísku deildunum uns
íslensk deild var stofnuð innan
Norðurlandadeildarinnar árið
1990.“
- Hvemig leggst ráðstefnan í
Þsl
„Eg hef fundið fyrir miklum
áhuga á þessari ráðstefnu. Það
stefnir í metþátttöku með 260
þátttakendum frá 18 löndum,
sem er tvöfalt fleiri en verið hafa
á ráðstefnum NOF undanfarin
ár. Ég geri ráð fyrir að staðsetn-
ingin hafí sitt að segja, að fólki
fínnist spennandi að koma til ís-
lands, en einnig erum við með
góða fyrirlesara víðsvegar að úr
heiminum. Á meðal þeirra eru
20 Islendingar, sem er mjög góð
þátttaka sé litið til þess að það
eru einungis 30 Islendingar í fé-
laginu.“
- Hvernig er dagskrá ráð-
stefnunnar?
„Dagskráin hefst með stjóm-
arfundi NOF á miðvikudag.
Einnig mun félag bamatann-
lækna á Norðurlöndum, NFP,
halda ráðstefnu hér á miðviku-
dag þar sem fyrirlesarar frá
Bandaríkjunum og Noregi munu
m.a. fjalla um bamasjúkdóma og
óttaslegin böm. Þátttakendur á
þeirri ráðstefnu geta síðan sleg-
ist í hóp okkar hinna á fímmtu-
dag, fóstudag og laug-
ardag þar sem flutt
verða rannsóknarer-
indi.
Við stefnum á að
skapa vinalegt um-
hverfi og leggjum áherslu á að
yngri vísindamenn sem eru að
byrja sinn starfsferil, fái tæki-
færi til að koma rannsóknum
sínum á framfæri."
- Um hvað verður fjallað í
þessum erindum?
„Fjallað verður um alls kyns
tannlæknavísindi auk þess er
komið verður inn á aðrar grein-
ar sem tengjast tannlækningum
svo sem efnafræði, líffræði og
faraldsfræði.
Á ráðstefnunni verða bæði
umræðufundir um ákveðin efni
og frjáls erindi. Á meðal þess
sem við munum fjalla um á um-
►Peter Holbrook er fæddur í
Warrington á Englandi. Hann
lagði stund á tannlækningar við
Edinborgarháskóla og útskrif-
aðist þaðan árið 1972. Hann
lauk doktorsprófi í örverufræði
árið 1976. Þá starfaði hann sem
lektor í Manchester í tvö ár og
lauk þaðan sérfræðingsprófi í
tannlækningum. Að því loknu
fór hann aftur til Edinborgar
þar sem hann var Iektor í ör-
verufræði við háskólann auk
þess sem hann starfaði á sýkla-
deild og lauk sérfræðingsprófi í
sýklafræðilækningum.
Peter flutti til Islands árið
1981 og hefúr starfað við Há-
skóla Islands síðan. Hann er
forseti NOF auk þess sem hann
er í yfirstjórn IADR. Hann er
kvæntur Helgu Ögmundsdótt-
ur, forstöðumanni Rannsóknar-
stofú Krabbameinsfélags ís-
lands í sameinda- og frumulíf-
fræði, og eiga þau tvo syni.
ræðtifundi er mikilvægi tann-
vemdar. Heilbrigðisyfírvöld
vilja skiljanlega spara fjármagn
til tannvemdar þar sem mjög
hefur dregið úr tannskemmdum
en spumingin er hversu langt
megi ganga í þessum sparnaði.
Sýnt hefur verið fram á að með
minnkaðri tannvemd koma
tannskemmdir mjög fljótt upp
aftur. Þetta má t.d. sjá þar sem
fátækt er í stórborgum bæði á
Englandi og í Þýskalandi. Við
munum bæði velta því fyrir okk-
ur hvemig best sé að
verja því fjármagni
sem veitt er til tann-
vemdar og hvernig
efla megi skilning á
því að það kosti ekki
bara að gera við tennur heldur
einnig að halda þeim heilum.“
- Munið þið fjalla um einhver
ný vandamál?
„Já, á fimmtudag verðum við
t.d. með stóran umræðufund um
glerjungseyðingu, sem er sívax-
andi vandamál á Vesturlöndum.
Samspil munnvatns og drykkju-
vara orsakar það að sýrur, bæði
úr gosdrykkjum og ávaxtasafa,
eyða glerjungnum. Þetta er
vandamál sem mjög erfítt er að
eiga við auk þess sem viðgerðir á
þessum skemmdum era mjög
dýrar.“
Tannskemmdir
fljótar að
koma upp
aftur