Morgunblaðið - 15.08.1997, Síða 11

Morgunblaðið - 15.08.1997, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1997 11 FRÉTTIR Sjúkraþjónusta aukín við Bláa lónið Morgunblaðið/Kristinn INGIBJÖRG Pálmadóttir, heilbrigðisráðherra, og Grímur Sæ- mundsen, framkvæmdasijóri Bláa lónsins hf., ætla að vinna saman að markaðssetningu Bláa lónsins á erlendri grund. Rannsóknir stað- festa lækninga- mátt lónsins HEILBRIGÐIS- og tryggingaráðu- neytið hefur veitt 3,8 milljónir króna til rekstrar sólarhringsvistun- ar á hótel Bláa lóninu á árinu. Með sólarhringsvistuninni verður auð- veldara fyrir sjúklinga utan af landi að notfæra sér meðferðarúrræði í Bláa lóninu. Niðurstöður rannsókna sýna að mjög góður árangur við meðferð psoriasis- og exemsjúkl- inga fæst með böðun í lóninu og ljósameðferð. Á blaðamannafundi Ingibjargar Pálmadóttur, heilbrigðisráðherra, voru kynntar niðurstöður nefndar um uppbyggingu við Bláa lónið. Nefndin var skipuð af Guðmundi Bjarnasyni, fyrrverandi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, árið 1991. Ingimar Sigurðsson, formað- ur nefndarinnar, sagði að af því að vitað hefði verið að vinnan tæki langan tíma hefði verið ákveðið að veita jafnóðum upplýsingar um nið- urstöður rannsókna. Niðurstöðurn- ar hefðu því þegar nýst við upp- bygginguna við lónið. A vegum nefndarinnar voru framkvæmdar þtjár lækningar- rannsóknir undir stjórn dr. Jóns Hjaltalín Ólafssonar yfírlæknis. Fyrsta rannsóknin var gerð árið 1992. Rannsóknin var stutt og kostnaði haldið í lágmarki ef ljóst yrði að engin áhrif fengust. Eftir að jákvæðar niðurstöður fengust var annarri rannsókn ýtt úr vör árið 1993. Rannsóknin var lengri en hin fyrri og samanburðarhópur fenginn til að fá sömu meðferð og rannsóknarhópurinn án baða í lón- inu. Lokarannsóknin til að kanna hve oft þyrfti að meðhöndla sjúkl- inga í lóninu til að árangur næðist fór fram á árunum 1994 og 1995. Niðurstöður rannsóknanna sýna að mjög góður árangur við meðferð psoriasis- og exemsjúklinga fæst með böðun og ljósameðferð í lóninu. Samvinna við markaðssetningu Nefndin stóð fyrir þremur líf- ríkisrannsóknum og leggur til að þeim verði haldið áfram. Með tilliti til niðurstaðna úr lækningarrann- sóknum er lagt til að meðferðin sé rækilega kynnt á erlendri grund með markaðssetningu í huga. Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigð- isráðherra, segir að samstarf verði á milli Bláa lónsins hf. og heilbrigð- isráðuneytisins um að ná samning- um við heilbrigðisráðuneyti annarra landa um að fá hingað erlenda sjúklinga til lækningar. Þegar hefur verið gengið frá samningi um með- ferð 40 Færeyinga í Bláa lóninu á næstu tveimur árum. Danir hafa ennfremur sýnt áhuga á því að senda sjúklinga hingað. Önnur hlið markaðssetningarinn- ar felst í því að skýra frá niðurstöð- um rannsókna í lóninu í erlendum vísindatímaritum og hafa þegar birst greinar um lækningamátt lónsins í nokkrum virtum vísinda- tímaritum. Áðurnefnd nefnd leggur til að gerð verði könnun á vegum mennta- málaráðuneytis og iðnaðarráðu- neytis í samráði við Háskóla Is- lands, Iðntæknistofnun og Orku- stofnun um hvort raunhæft og æskilegt sé að koma upp alþjóðlegu fræðslusetri fyrir vísindastarfsemi tengdri jarðfræði og háhitaorkunýt- ingu á Biáa lóns-svæðinu í því skyni SAMKVÆMT áhorfskönnun Gall- ups sem gerð var dagana 17.-30. júlí er ekki marktækur munur á horfun á fréttir Ríkissjónvarpsins og Stöðvar 2. Af 1.200 manna úrtaki svöruðu 1.174 eða 71,3%. Af þeim horfðu að meðaltali 30% á fréttir Stöðvar 2 en 29% á fréttir Ríkissjónvarps- ins. í aldurshópnum 16-55 ára horfðu 27% á fréttir Stöðvar 2 en 24% á fréttir Ríkissjónvarpsins og telst það vera marktækur munur. „Við erum hæstánægð," segir Páll Magnússon fréttastjóri Stöðv- ar 2. „Reynslan hefur sýnt að það er horft minna á fréttir yfir sum- artímann, sérstaklega í júlí. Und- m.a. að stuðla að auknum rann- sóknum og til að efla svokallaða vísindaferðamennsku. Hjá heil- brigðisráðherra kom fram að ekki hefði verið tekin afstaða til tillög- unnar í ráðuneytinu. Tæplega 1.800 nýtt sér meðferðina Formleg meðferð á vegum göngudeildar fyrir sjúklinga með húðsjúkdóma við Biáa lónið hófst undir eftirliti húðsjúkdómalækna í byijun árs 1994. Heilbrigðisyfirvöld hafa kostað meðferðina með greiðslum frá Tryggingastofnun ríkisins. Alls hafa 1.772 sjúklingar nýtt sér meðferðina. Af þeim koma um 200 frá öðrum löndum, t.d. Færeyjum, Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Hollandi, Englandi, Portú- gal, Þýskalandi, Austurríki, Spáni, Sviss og Bandaríkjunum. anfarin ár hefur áhorfendum frétta Stöðvar 2 fækkað hlutfalls- lega meira en áhorfendum Ríkis- sjónvarpsins, líklega vegna þess að áhorf á sjónvarp hefst seinna á sumrin. Þannig að þessar niður- stöður eru sérstaklega ánægjuleg- ar í því ljósi. „Ég hef í sjálfu sér ekkert sér- stakt að segja um þetta,“ segir Bogi Ágústsson fréttastjóri Ríkis- sjónvarpsins. „Munurinn er ekki marktækur og það vakti athygli mína að ekkert er talað um seinni fréttir stöðvanna. Ég tel enga sér- staka ástæðu til að bregðast við fyrr en ég sé marktækari mælingu sem nær yfir lengri tíma. Jafnt horft á frétt- ir beggja stöðvanna muiguuuutuiu/ /\i imiuui SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík slökkti eld í fólksbíl í gær. Eldur í fólks- bíl ELDUR kom upp í fólksbíl sem stóð við Laugaveg 82 upp úr klukk- an hálftvö í gær. Samkvæmt upp- lýsingum slökkviliðs olli bilun í eldsneytiskerfi því að eldurinn kviknaði. Bíllinn er ekki talinn ónýtur en nokkrar skemmdir urðu á leiðslum og málningu á vélarhlíf. Um klukkustund síðar var til- kynnt að kviknað hefði í loft- pressu, sem notuð var til viðgerða í Laugardalshöll. Vélin hafði verið í gangi og starfsmenn verktakans höfðu notað spýtu til að halda vél- arhlífum opnum til kælingar. Þetta hafði yfirhitnað með þeim afleið- ingum að það kviknaði í loftpress- unni og geymslukassa og allt log- aði í kringum vélina, þ. á m. olía. Mennirnir reyndu að slökkva eld- inn en tókst ekki að ráða niðurlög- um hans og kölluðu því á slökkvilið. ÞEIR Jón Árnason, Kristinn Halldórsson og Jóhann Jóhanns- son með fallega smálaxa úr Gljúfurá. Dauft í Þistilfírði Veiði í Svalbarðsá, sem er ein af aðalveiðiám Þistilfjarðar, hefur verið rýr það sem af er sumri og aðstandendur árinnar renna nú hýru auga til haustsins og vonast eftir góður göngum á endasprett- inum. Aðeins um 70 laxar eru komnir á land, en Jörundur Mark- ússon leigutaki árinnar sagði veð- urguðina eiga stóran hluta af sök- inni, þar eð miklir hitar hefðu ver- ið á þessum slóðum og áin væri orðin vatnslítil og allt of heit. „Hollin hafa verið að fá þetta 4-7 laxa hvert. Það er því ekki steindautt, en þetta er samt ekki mikili afli og alls eru þetta aðeins um 70 fiskar. Þá er mjög lítið af stórum laxi eins og reyndar hafði verið reiknað með, en við höfðum vonast eftir því að smálaxagöng- urnar yrðu sterkar og myndu þannig vega upp stórlaxaleysið. Enn sem komið er hefur það ekki gengið eftir, en við höfum alls ekki gefið upp alla von, enda eru mörg dæmi um góðar haustgöngur á þessum slóðum," sagði Jörundur. Góð tala í Stóru-Laxá Veiði hefur verið fremur róleg í Stóru-Laxá í Hreppum undir það síðasta og kenna menn ekki síst um miklum hitum sem verið hafa á Suðurlandi að undanfömu. Þó eru komnir á þriðja hundrað laxar á land úr ánni og miðað við að seinni hluti ágúst og september eru oft og iðulega gjöfulustu hlut- ar vertíðarinnar í ánni, telst talan mjög góð. Milli 80 og 90 laxar eru komnir af neðstu tveimur svæðun- um, milli 70 og 80 af miðsvæðinu og um 60 laxar af efsta svæðinu. Stórar bleikjugöngur „Ég veit ekki nákvæmar aflatöl- ur, en ég hef heyrt á bændum fyrir vestan að það eru verulega stórar bleikjugöngur á ferðinni og hollin eru að fá mikinn afla,“ sagði Pétur Pétursson, einn leigutaka Gufudalsár, Skálmardalsár og Vattardalsár á Barðaströnd í sam- tali við Morgunblaðið. Sem dæmi nefndi Pétur að hópur sem var í Gufudalsá veiddi 90 bleikjur þrátt fyrir að illviðri skemmdi veiði- möguleika helminginn af veiðitím- anum. Þetta var rétt eftir verslun- armannahelgina og sagði Pétur að stærstu göngurnar hefðu verið að byrja um það leyti. „Þær gefa mikið þegar þær hrökkva á annað borð í gang þessar ár, hollin eru þá að fá vel á annað hundrað fiska,“ bætti Pétur við. Mest af bleikjunni er 1-2 pund og slangur af 3 punda með. Tækjaleiga Lárus Gunnsteinsson í Skóstof- unni á' Dunhaga hefur tekið upp á þeirri nýjung að leigja veiðibúnað. „Mér datt í hug að reyna þetta þegar ég sá hversu sótt var í að leigja hjá mér neoprene-vöðlur. Það er nefnilega algengt að hingað komi t.d. erlendir gestir og inn- lendir aðilar vilja sýna þeim veið- iárnar okkar. Ég keypti því á einu bretti 16 Ron Thompson og Sage flugustangir, 12 kaststangir og 5 maðkrennslisstangir, hjól og línur og regnjakka auk þess sem ég jók framboðið á vöðlum og klofstígvél- um. Síðan lét ég þetta spyrjast og undirtektirnar hafa verið með því- líkum ólíkindum að þetta er allt upppantað út ágúst. Ég trúði þessu varla og verð með þetta áfram næsta sumar, það er ekki spurn- ing,“ sagði Lárus í samtali við blað- ið. 0? SSP **" J&tir sandalar Verð: Stærðir: 36-41 Teg: Yellow Stone P ó s t s e n d n m s a m d æ g u r s Ioppskórinn Veltusundi v/ Ingólfstorg, sími 552 1212

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.