Morgunblaðið - 15.08.1997, Page 14
14 FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir
FJOLA Borg Svavarsdóttir, ferðamálfulltrúi, og Anna Margrét
Sæmundsdóttir sem vann í handverkinu þegar
fréttaritari var á ferð.
Ferðafólk kom í
fótspor forsetans
Búðardal - Upplýsingamiðstöð
ferðamála er rekin í Dalasýslu fjórða
sumarið. Eins og síðastliðið sumar
er starfsemin til húsa að Vestur-
braut 12c Búðardal og rekin í sam-
vinnu við handverkshópinn Bolla.
Starfsmenn Upplýsingamiðstöðv-
arinnar eru tveir, þær Guðrún Vala
Elísdóttir og Fjóla Borg Svavars-
dóttir en aðstandendur handverks-
hópsins u.þ.b. 30 konur úr Dala-
sýslu, skiptast á að afgreiða hand-
unna muni.
Ferðaþjónusta í Dölum er vaxandi
atvinnugrein og má nefna að „Dala-
dagar“ sem haldnir eru ár hvert lapa
til sín æ fleira ferðafólk. Áhugi ís-
lendinga á Dalasýslu hefur vaknað
og telja ferðamálafulltrúamir að þar
komi tvennt til, annars vegar heim-
sókn forseta íslands Ólafs Ragnars
Grímssonar og konu hans Guðrúnar
Katrínar Þorbergsdóttur í Dalina í
vor og hins vegar umfjöllum um Ei-
ríksstaði, fæðingarstað Leifs heppna,
og uppgröftur sem þar var gerður í
sumar. Ekki spillir veðrið en það
hefur verið óvenju gott í sumar.
• 2560 MB Quantum harður diskur
• 15" TARGA hágæða skjár
• ATI Mach 2 MB skjákort
• 16 hraða gcisladrif
• Sound Blaster 32 hljóðkort
• 120W hátalarar
• Windows 95
• Auk þess fylgja með Lon og Don
6 íslenskir leikir,
Intemetkynning hjá Xnet og
50% afsláttur af einu tölvu-
námskeiði hjá Xnet
MHz Intel
ÖRGIÖRVI
TARGA B.T
Grensásvegl 3 • Síml 588 5900 • www.bttolvur.i8 J
LANDIÐ
Guðlaugur Wíum
GYLFI Júlíusson og Jóhanna Júlíusdóttir við hvalhræið.
*
Ovissa um hvalhræ
EKKI hefur verið tekin ákvörðun
um hvað verður gert við hvalhræ-
ið sem fannst á dögunum í fjöru
vestan við Gufuskálavör í grennd
Hellissands.
Að sögn Arnar Tryggva Jo-
hnsens bæjarverkfræðings Snæ-
fellsbæjar er ekki hægt að kom-
ast að hræinu nema gangandi og
þyrfti að draga það út á sjó tíl
að hreinsa það úr fjörunni. Örn
segir hræið líta mjög illa út og
varla vera hvalsmynd á því vegna
rotnunar.
Hann segir það tæplega 10 m
á lengd og gæti því hafa verið
kálfur. „Hvalurinn er ógeðslegur
á að líta en ég tel enga umhverf-
is- eða mengunarhættu stafa af
hræinu,“ segir Orn. I sama streng
tekur Helgi Jensson hjá Hollustu-
vernd.
Danskir
dagar í
Stykkis-
hólmi
DANSKIR dagar verða haldnir
í fjórða sinn í Stykkishólmi dag-
ana 15.-17. ágúst nk. Dagskrá
er fjölbreytt að vanda. List- og
sögusýningar standa yfir alla
helgina í Norska húsinu og
einnig verður málverkasýning í
Verkalýðsfélagshúsinu.
Hátíðin verður sett á föstu-
dagskvöld með grillveislu, varð-
eldi og brekkusöng. Þá verður
bryggjuball og gestir eru vel_-
komnir um borð í Brimrúnu. Á
miðnætti verður flugeldasýning
frá Súgandisey.
Markaðstjald verður í mið-
bænum, þar verða sölu- og
kynningarbásar á laugardag og
sunnudag ásamt skemmtiatrið-
um. Kaffisala verður í höndum
Lionskvenna. Fjölbreytt leik-
tæki verða fyrir börn á öllum
aldri í námunda við tjaldið.
Formleg vígsla verður á nýja
íþróttavellinum á laugardag.
Þar fer einnig fram eftir hádegi
knattspyrnuleikur_ milli Snæ-
fells og Víkings í Ólafsvík. Opið
Golfmót Golfklúbbsins Mosta
verður á Víkurvelli. Gönguferð-
ir og hjólreiðaferðir verða um
bæinn með leiðsögn. Uppboð
verður i umsjón Lionsmanna.
Unglingadansleikur þar sem
hljómsveitin Soma leikur fyrir
dansi. Á Hótel Stykkishólmi
verður danskt hlaðborð og úr-
slit í sönglagakeppninni um
Danska lagið ’97. Síðan leikur
hljómsveitin Milljónamæring-
arnir ásamt Bjarna Ara og
Ragga Bjama fyrir dansi.
Hljómsveitin Stykk og trúbad-
orinn James leika á Knudsen
bæði föstudags- og laugardags-
kvöld. Eyjaferðir bjóða ýmsar
ferðir sérstaklega sniðnar við
hæfi Danskra daga. Dagskrá
Danskra daga lýkur svo með
tónleikum í kirkjunni.
Annað nýsmíðaverkefnið í Skipasmíðastöðinni á ísafirði
Verður kjölfestan í starf-
semi stöðvarinnar í vetur
REYKJABORG ehf. í Reykjavík hef-
ur samið við Skipasmíðastöðina hf.
á ísafirði um smíði um það bil 50
tonna dragnótarbáts. Á síðasta ári
smíðaði stöðin heldur minni bát,
rækjubátinn Sandvík sem gerður er
út frá Sauðárkróki. Eru þetta einu
stálfiskiskipin sem smíðuð hafa ver-
ið hér á landi síðustu árin.
Báðir bátarnir voru teiknaðir af
starfsmönnum Skipasmíðastöðvar-
innar hf. Reyndar vinnur íslendingur
sem búsettur er í Bandaríkjunum
tölvuteikningar af skrokknum sjálf-
um, svokallaða ferun, í samvinnu
við starfsmenn stöðvarinnar. Senda
þeir teikningarnar á milli sín með
tölvupósti eftir því sem verkinu mið-
ar áfram.
Fjárfest í hönnun báta
Nýi báturinn verður 18 metra
langur og 5 ‘A metri á breidd. Hann
verður afhentur kaupanda í lok apríl.
„Þetta verkefni verður kjölfestan í
starfsemi okkar í vetur og skapar
auk þess verkefni hjá undirverktök-
um,“ segir Sigurður Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Skipasmíðastöðvar-
innar hf. Hann segir áfram verða
unnið að öflun verkefna af þessu
tagi. „Okkur þætti gott að geta byij-
að á stálvinnu í öðrum bát um ára-
mót og svo koll af kolli.“ Segir hann
fjölda verkefna á umræðu- og hönn-
Morgunblaðið/Þorkell
SIGURÐUR Jónsson framkvæmdasljóri Skipasmíðastöðvarinnar
hf. á ísafirði. Á bak við hann sést Sandvik frá Sauðárkróki í
ábyrgðarskoðun en báturinn var smíðaður í stöðinni á síðasta ári.
unarstigi og er bjartsýnn á að sam-
komulag náist um að minnsta kosti
eina aðra nýsmíði í haust.
„Við erum ekki með góða aðstöðu
til að gera við stór skip og höfum
því veðjað á nýsmíði. Á undanförn-
um árum höfum við fjárfest umtals-
vert í vöruþróun og hönnun 12 til
26 metra báta. Ég trúi því að við
munum uppskera áfram eins og til
hefur verið sáð,“ segir Sigurður.
Telur hann að sú áhersla sem fyrir-
tækið hafi lagt á að fá þessi verk-
efni og samvinna við hugsanlega
kaupendur sem m.a. felist í því að
kaupandinn fær strax í hendur nýj-
ar útfærslur eftir sínu eigin höfði,
hafí leitt til þess að Skipasmíðastöð-
inni hafi verið treyst fyrir þessum
nýsmíðaverkefnum. Einnig hafi
verið lögð áhersla á að skila verkun-
um á réttu verði á umsömdum tíma.
f
►
!
1
I
>
t
*
I
I
l
i
f
I
I
I
f
I
l
t
I
t
í.
f
1
.1