Morgunblaðið - 15.08.1997, Side 16
16 FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1997
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Frekari lækkanir á Verðbréfaþingi í gær
Markaðsvirði fjögurra
fyrirtækja lækkað um
tæpa 6,8 milljarða
Lækkun hlutabréfavísitölu VÞI 5,7% á tveimur vikum
Spá um milliuppgjör
hjá fyrintækjum
á Verðbréfaþingi
Milliuppgjör
1996
Spá um
6 mán.
uppgjör
1997
1. Samherji Milljónir króna - 350
2. ísiandsbanki 270 360-500
3. Síldarvinnslan 376 250-400
4. SR-Mjöl 164 190-230
5. Þormóður Rammi 104 90-230
6. Olíufélagið 171 75-170
7. Grandi 215 0-300
8. Haraldur Böðvarsson 178 350-420
GENGI hlutabréfa fór áfram lækk-
andi í gær, fjórða daginn í röð.
Lækkaði hlutabréfavísitala Verð-
bréfaþings um 0,67% og hefur hún
þá lækkað um 5,7% frá því þessi
lækkunarhrina hófst í lok júlí.
Ástæða þessara lækkana virðist
sem fyrri daginn vera sá skjálfti
sem hljóp í hlutabréfamarkaðinn í
kjölfar nokkuð lakari afkomu Eim-
skipafélagsins, Flugleiða, Skeljungs
og Hampiðjunnar í milliuppgjörum
félaganna, sem birt hafa verið á
undangengnum dögum.
Hefur lækkun á gengi þessara
bréfa leitt lækkun vísitölunnar að
undanförnu og hefur samanlagt
markaðsvirði þessara félaga nú
lækkað um tæpa sjö milljarða króna
á rúmum tveimur vikum.
Hlutabréf Hampiðjunnar
hafa lækkað um 35%
Mest hefur Iækkunin orðið á
hlutabréfum í Hampiðjunni, eða
rúm 35% frá því félagið birti miili-
uppgjör sitt í lok síðasta mánaðar.
Hlutabréf í Flugleiðum hafa hins
vegar lækkað um 19%, í Skeljungi
um 16% og í Olíufélaginu um 14%.
Þá hafa hlutabréf í Eimskip lækkað
um 7,6%.
V/H hlutfall þriggja þessara fyr-
irtækja getur þó enn talist nokkuð
hátt, en ef miðað er við afkomu
þeirra á síðari hluta síðasta árs og
fyrri hluta þessa þá mælist V/H
hlutfall Skeljungs vera 77,6,
Hampiðjunnar 72,8 og í tilfelli
Eimskipafélagsins mælist það
31,3. V/H hlutfall Flugleiða mælist
hins vegar aðeins 7,6, en til þess
að átta sig betur á þessu stærðum,
er gjarnan talið eðlilegt að V/H
hlutfall fyrirtækja sé á bilinu
15-20, en slíkan samanburð verður
þó alltaf að meta eftir aðstæðum
hveiju sinni.
Þau félög sem lækkuðu hvað
mest í gær voru Þróunarfélag ís-
lands 3,8%, Hampiðjan, 3,5%, Flug-
leiðir 3,1% og Eimskip 2,7%.
Hlutabréf félaga með auðkenni
á Opna tilboðsmarkaðnum fóru
heldur ekki varhluta af þessari
hrinu og lækkað gengi hlutabréfa
í Krossanesi um tæp 8% og hluta-
bréf í Fiskiðjusamlagi Húsavíkur
lækkuðu um 5,1%. Hins vegar
hækkuðu hlutabréf í Snæfellingi
um 6,3%.
Frekari lækkanir framundan
Þeir aðilar sem Morgunblaðið
ræddi við á verðbréfamarkaði í gær
voru einhuga um að mikill skjálfti
væri í hlutabréfamarkaðnum nú,
enda hefðu flest þau milliuppgjör
sem birst hefðu til þessa verið mun
lakari en búist hefði verið við. Al-
mennt hefði verið reiknað með góðri
afkomu fyrirtækja á fyrri árshelm-
ingi, m.a. í ljósi góðs efnahags-
ástands.
Því væri ekki ólíklegt að lækkan-
ir myndu halda áfram út þessa viku
en meiri óvissa ríkti hins vegar um
framhaldið. Það myndi líkast til ekki
taka að skýrast fyrr en fleiri milli-
uppgjör væru komin inn og skiptu
þá mestu máli uppgjör sjávarútvegs-
fyrirtælqanna og Islandsbanka.
„Verði milliuppgjör þessara fyrir-
tækja lakari en markaðurinn hefur
verið að reikna með þá gætum við
allt eins séð lækkun hlutabréfavísi-
tölunnar um 10-15%,“ sagði einn
viðmælenda blaðsins á hlutabréfa-
markaði.
Enn miklar væntingar gerðar
til afkomu lykilfyrirtækja
Eins og sjá má á meðfylgjandi
töflu virðast verðbréfamiðlarar al-
mennt gera ráð fyrir nokkuð betri
afkomu fyrirtækja á fyrri árshelm-
I
\
I
ingi nú en á sama tíma í fyrra. Hér
er um að ræða spá nokkurra verð-
bréfafyrirtækja um afkomu 8
stærstu fyrirtækjanna á verðbréfa-
þingi, sem enn hafa ekki birt milli-
uppgjör.
Þessum tölum ber þó ekki alltaf
saman og má t.d. sjá í tilfelli Granda
hf. mjög mismunandi spár um af-
komu félagsins á þessu tímabili.
Þær hljóma upp á allt frá 0 upp í
300 milljóna króna hagnað og er í
síðarnefnda tilfellinu einkum verið
að horfa til söluhagnaðar fyrirtæk-
isins af hlutabréfum þess í SH sem
seld voru fyrir skömmu. Almennt
er þó búist við lakari rekstraraf-
komu hjá fyrirtækinu á fyrstu sex
mánuðunum.
Meiri bjartsýni er hins vegar ríkj-
andi um afkomu þeirra fyrirtækja
sem stunda mikið veiðar á uppsjáv-
arfiski, líkt og HB og Síldarvinnsl-
an. Þá eru miklar væntingar gerðar
til afkomu íslandsbanka, og er þar
verið að horfa til möguleika á
minnkandi afskriftarþörf bankans,
sem gæti bætt afkomu hans veru-
lega.
Viðmælendur blaðsins töldu |
þessar væntingar að nokkru leyti
þegar vera komnar inn í núverandi '
hlutabréfaverð, og því væri alls |
óvíst að gengi þeirra hækkaði, jafn-
vel þó svo afkoma fyrirtækjanna
stæði undir væntingum.
Sem dæmi má nefna að miðað
við núverandi gengi hlutabréfa í
íslandsbanka þarf árlegur hagnað-
ur fyrirtækisins að vera í kringum
1 milljarð svo hlutabréfamarkaður
geti vel við unað. Milliuppgjör upp j
á 500 milljóna króna hagnað gæti .
því hugsanlega aðeins stutt við
núverandi gengi.
Hins vegar er bent á að við núver-
andi ástand á hlutabréfamarkaði
kynni góð afkoma að létta nægilega
á áhyggjum manna til þess að knýja
gengi bréfanna upp á við.
Morgunblaðið/Kristinn
Mikill áhugi á verslunar-
rekstri í Leifsstöð
ÓMAR Kristjánsson, fram-
kvæmdastjóri markaðs- og kynn-
ingarsviðs flugmálastjórnar á
Keflavíkurflugvelli, kynnti í gær,
ásamt fulltrúum Ríkiskaupa og
flugvallarins, þau tólf verslunar-
og þjónusturými og langtímabíla-
stæði sem boðin hafa verið út til
leigu á Keflavíkurflugvelli. Mik-
ill áhugi hefur verið fyrir útboð-
inu og hafa hátt í hundrað manns
komið I Leifsstöð þau tvö skipti
sem væntanlegum bjóðendum
hefur verið boðið upp á að skoða
þau rými sem í boði eru.
Tilboð skulu berast Ríkiskaup-
um, umsjónaraðila útboðsins,
eigi síðar en kl. 11, miðvikudag-
inn 27. ágúst nk. og opnun til-
boða fer fram síðar þann dag í
Borgartúni 6. Tilboð skulu gilda
í 10 vikur eftir opnun en reiknað
er með að samningar verði gerð-
ir 1. nóvember. Þá hafí bjóðend-
ur tvo mánuði til að undirbúa
opnun verslana og þjónustu í
flugstöðinni en rekstur skal geta
hafístþann l.janúar 1998.
Armannsfell undirbýr
skuldabréfaútgáfu
UNNIÐ er að skuldabréfaútgáfu
Ármannsfells hf. að andvirði 120
milljónir króna. Skuldabréfin eru til
fimm ára með árlegum afborgunum
vaxta og höfuðstóls. Skuldabréfin
bera 7,20% vexti sem eru tryggðir
vísitölu neysluverðs. Skuldabréfun-
um fylgir áskriftarréttur sem veitir
eigendum sínum rétt til að kaupa
hlutabréf að nafnvirði 25% af nafn-
virði skuldabréfanna í Ármannsfelli
eftir fimm ár á ákveðnu gengi.
Stefnt er að skráningu skulda-
bréfanna á Verðbréfaþingi Islands
en áskriftarréttindunum á Opna til-
boðsmarkaðnum þar sem hlutabréf
Ármannsfells eru á OTM en Ár-
mannsfell hf. stefnir á skráningu í
vaxtadeild Verðbréfaþings íslands,
þegar og ef slík deild verður stofnuð.
Framkvæmdir hafnar
við Náttúrufræðihús
Kaupþing hf. hefur umsjón með
sölu skuldabréfanna. í útboðslýs-
ingu kemur fram að tilgangurinn
með sölu skuldabréfa og útgáfu
áskriftarréttinda sé að fjármagna
eigin framkvæmdir, aukin umsvif
fyrirtækisins og einnig að lækka
fjármagnskostnað.
Árið 1996 nam tap Ármannsfells
Skuldabréfunum
fylgir áskriftarréttur á
hlutabréfum
15 milljónum króna. Velta félagsins
nam 1.131 milljón króna og rekstr-
argjöldin 1.119 milljónum. Félagið
vinnur nú að ýmsum byggingar-
verkefnum, m.a. byggingu gufu-
aflsvirkjunar á Nesjayöllum. Enn-
fremur hefur tilboði Ármannsfells
um byggingu Náttúrufræðihúss í
Vatnsmýrinni verið tekið og eru
framkvæmdir þegar hafnar.
„Félagið hefur í auknum mæli
ráðist í byggingarframkvæmdir í
eigin reikning þar sem arðsemi
þeirra framkvæmda er almennt
betri en á almennum útboðsmark-
aði, sem hefur verið í lægð undan-
farin ár. Slíkar framkvæmdir eru
fjármagnsfrekar eins og fjármagns-
kostnaður undanfarin þrjú til fjögur
ár hefur sýnt. Þrátt fyrir að útboðs-
markaður fari nú batnandi hefur
fyrirtækið í hyggju að halda áfram
umsvifum í eigin reikning, ekki síst
með áherslu á byggingu skrifstofu-
o g atvinnuhúsnæðis en vaxandi eft-
irspurn er eftir slíku húsnæði. Með
ódýrara lánsfé á fyrirtækið að geta
skilað auknum hagnaði og um leið
arði til hluthafa sinna,“ segir í út-
boðslýsingu
Réttur til að breyta
skuldabréfum í hlutabréf
Skuldabréf með áskriftarréttind-
um eru vaxtaberandi skuldabréf
með afleiðu sem er tengd ákveðnu
hlutabréfi. Áskriftarrétturinn veitir
eiganda sínum réttinn til að breyta
skuldabréfinu í hlutabréf á fyrir-
fram ákveðnu gengi á ákveðnu
tímabili. Víða erlendis er útgáfa
slíkra bréfa algeng hjá fyrirtækjum.
Með því að gefa út skuldabréf með
áskriftarrétti geta slík fyrirtæki
freistað fjárfesta til að taka þátt í
fjármögnun áhætturekstrar. Fjár-
festar geta þannig valið um að
breyta áskriftarréttinum í hluta-
bréf, sé gengið hagstætt, eða selt
hann en að auki fá fjárfestar
skuldabréfið greitt. Ákveði fjárfest-
ir að breyta áskriftarréttinum í
hlutabréf fær fyrirtækið nýtt fjár-
magn inn í fyrirtækið. Með því að
gefa út skuldabréf með áskriftar-
rétti getur fyrirtækið oft fjármagn-
að sig með hagstæðari vöxtum en
það fengi ella þar sem hægt er að
meta áskriftarréttinn til fjár.
f
>
i
\
i
\
I
l