Morgunblaðið - 15.08.1997, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.08.1997, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1997 21 ERLENT Rússar hafna rannsókn RÚSSAR hafa lagt bann við því að norsk hafrannsóknar- skip kanni ástand fiskistofna á rússneskum svæðum í Bar- entshafi. Því kann svo að fara að kvótar á þorski og öðrum fiskitegundum verði lækkaðir á næsta ári, vegna þeirrar óvissu er ríkir um ástand stofnanna. Fimm rannsóknarleiðangrum norð- manna á rússnesk svæði hef- ur verið vísað á brott án þess að rússnesk yfirvöld hafi gef- ið nokkra skýringu þar á. Norska utanríkisráðuneytið hefur reynt að greiða rann- sóknarskipunum leið og hyggst senda formieg mót- mæli vegna þessa til yfir- valda í Moskvu, að því er blaðið Nordlys greinir frá. Haft er eftir talsmanni ráðu- neytisins að Norðmenn líti þetta mjög alvarlegum aug- um og að þeir muni ítreka við Rússa að samstarf við kannanir á ástandi fiskistofna séu af hinu góða. Konungur neitar NORODOM Sihanouk, konungur Kambódíu, neitaði því í gær að hafa lagt blessun sína yfir nýja ríkis- stjórn í land- inu á fundi með Úng Huot, sem tilnefndur hefur verið fyrsti forsætisráðherra. í bréfi til sonar síns, Norodoms Ranariddhs, segir konungur- inn að hann hafi aldrei gefið Ung titilinn fyrsti forsætis- ráðherra, sem samkvæmt lög- um tilheyri Ranariddh. Óljós staða í Tadjíkistan HÚS leiðtoga uppreisnar- manna í Tadjíkistan, Mak- hmuds Khudoyberdyevs, varð fyrir árás í gær, og þótti það benda til að brestur væri kom- inn í samkomulag leiðtogans og stjórnarinnar um að Khudoyberdyev drægi sig og hersveitir sínar í hlé. Fréttarit- ari Reuters hafði eftir leiðtog- anum að hann teldi stjórnar- herinn bera ábyrgð á árásun- um. Tíu ár frá dauða Hess LÖGREGLA í Þýskaiandi býr sig undir átök við hópa nýnas- ista um helgina, þegar tíu ár eru liðin frá því Rudolf Hess, fyrrum staðgengill Adolfs Hitlers, fyrirfór sér í Spandau- fangelsinu í Berlín. Hess hengdi sig í rafmagnssnúru 17. ágúst 1987, og á undan- förnum árum hafa ungir, öfga- sinnaðir hægrimenn í Þýska- landi og öðrum Evrópuríkjum minnst dagsins. I fyrra voru 160 hægrisinnaðir óeirðasegg- ir handteknir á þessum degi í Þýskalandi og hundruð nýnas- ista börðust við lögreglu í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Frakkar dregnir fyrir dómstóla vegna ónógrar fuglaverndar Brussel. The Daily Telegraph. FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins hyggst stefna Frakklandi fyrir Evr- ópudómstólinn í Lúxemborg fyrir að vanrækja verndun sjaldgæfra farfugla við árósa Signu. Frakkar hafa lengi deilt við framkvæmdastjórnina um fuglavernd. Á leiðtogafundi ESB í Madríd fyrir hálfu öðru ári réðst Chirac, forseti Frakklands, á Santer, forseta framkvæmdastjórnarinnar, fyrir að reyna að stytta tímabilið, sem franskir bænd- ur mega nota til að skjóta fugla. Framkvæmdastjórnin hef- ur nú stefnt Frökkum fyrir að bijóta reglur ESB um fuglavemd með því að van- rækja verndun farfugla í vot- lendinu við ósa Signu. Eink- um setur stjórnin fyrir sig tilvist efnaverksmiðju á svæðinu, sem hún segir að muni án efa spilla lífsskilyrðum fuglanna. Framkvæmdastjórnin segir að samkvæmt til- skipun um vernd villtra fugla frá 1979 beri frönskum stjórnvöldum að gera stærri hluta votlendisins í nágrenni Le Havre og Rouen að sérstöku verndarsvæði. í tilskipuninni eru taldir upp tugir fugla sem verpa á votlendi, þar á meðal spónanefur, mýrarheiðir, engirella og bjúgnefja, og farfuglar sem þurfa á öruggum áfangastað að halda. Ekki er óþekkt að franskir stjórnmálamenn taki fuglavernd mátulega alvarlega. Bæði Mitterr- and sálugi og Alain Juppé, fyrrverandi forsætis- ráðherra, viðurkenndu opinberlega að þykja góðir dultittlingar, sem þykja mesta lostæti í Frakk- landi — en eru hins vegar friðaðir með lögum. .PedaiOOO sn.þvottavéf Stiglaus hitastillir Hraðþvottakerfi (30 min.) 15 mismunandi kerfi. Tekur 5 kg. jSOQ vi. þvottavél, 13 þvottakerfi ‘ Sjþárnaðarkerfi - Flýtiþvottakerfi, Vinduöryggi ■\í 1000 sn. þvottavél, 17 þvottakerfi, ullarvagga, sparnaðarkerfi, tekur 5 kg. M>Oi 1200 sn. þvottavél, 13 Fi, ullarvagga, sparnaðarkerfi, tekur 5 kg. JOol uppbvottavél, tekur inna stell, 3 Kerfi, Aqua Stop flæðiöryggi, hljóölat þvottavél, tekur 12 manna stell, lágvær, 4 þvottakerfi rirlÍIIH þurrkari, tekur 5 kg., 120 mín prógram, 2 hltastillingar o.mfl. dlil baraklaus þurrkari, tekur 6 kc 120 mín prógram, 2 hitastillingar o.ml Hl'estfrost kæliskápur oa frystir Hæð: 185 cm, breidd: 59,5 cm SIEMENS ________ ippþvottavél, stell, 3 þvottakerfi, Aqua S1 tekur 12 manna topflæðiöryggi, eldavél, 4 hraðsuðuhellur, undir og yfirhiti, grill. Hæð:90/92 cm, breidd: 59,5 cm, dýpt: 60 cm erum VERIÐ VELKOMIN I VERSLUN OKKAR Gneiöslukjör við allra hæfi - ANNO 1 929 - Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • Fax 568 0776 kæliskápur með 141. frysti Hæð 85 cm, breidd: 55 cm hernsendngarþiánusta þjónusta viögeröarþjónusta Verð kr. stgr. Verð kr. stgr. Verð kr. stgr. Verð kr. stgr. Verð kr. stgr. Verð kr. stgr. Verð kr. stgr. Verð Verð kr. stgr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.