Morgunblaðið - 15.08.1997, Qupperneq 24
ÍS Vtí(í I TSÍIOA .cI rfUDAdl ITScV'i
24 FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST-1997
MÓMÓxm.ADlÐ r_
LISTIR
Eins langt og
skugginn endist
um stofur
í SÍÐUSTU ljóðabók sinni, Kyij-
álaeiði (1995), yrkir Hannes Sig-
fússon um eldri ár en líka æsk-
una. Öldungurinn lítur um öxl og
sér kynslóða sína hverfa í móðu.
Nú sér skáldið lengra. Lítill snáði
stígur sín fyrstu spor að þrepskildi
nýrrar aldar þrem kynslóðum
framar.
Þótt svipir reiki
skáldsins, kannist
ekki við sig og spyiji
um önnur hús, er
ekki allt hverfult.
Framtíð snáðans er
að minnsta kosti efni
í ljóð.
í Kyijálaeiði er
tungumálið lykill
skáldsins að veröld-
inni. Það er leikur,
málseiður. í ljóðum
Hannesar Sigfússon-
ar var tungumálið
oft sjálft yrkisefnið,
viðhafnarmikið og
sjaldan einfalt. Aftur
á móti er þróun í átt
að meiri einfaidleika
í síðustu bókunum,
Lágu muldri þrumunnar (1988),
Jarðmunum (1991) og Kyijálaeiði.
Upphafið myndmál Dymbilvöku
(1949) kemur í hugann eða inn-
gangsljóð Imbrudaga (1951):
í þoku ljósri vindar vefa
úr viði feysknum bleikan eld
á eyri fljóts er augum dylst
en eyru lýstur þungum niði
í lotum eins og lyft sé hurð
frá leynidyrum augna minna
sem ljúkast aftur undur hægt
Og inni sefur þú
Eins og fleiri skáld ól Hannes
með sér þann draum að geta ort
einföld og auðskilin ljóð, skorinorð
kvæði sem höfðuðu beint til les-
enda. Hann taldi sig þó ekki hafa
náð þessu takmarki, en hann er
næst því í síðustu bókunum. Þess-
ar bækur eru ekki eins og eftir
skáld sem er að hætta að yrkja
heldur eins og nýtt tímabil, dyr
sem opnast svo vísað sé til loka-
ljóðsins í Kyijálaeiði sem tjáir hið
gagnstæða.
Dymbilvaka, þessi einkennilegi
hljómmikli ljóðabálkur, verður að
öllum líkindum talinn meðal höf-
uðverka Hannesar Sigfússonar.
Dymbilvaka tjáir efa og angist
samtímans á áhrifaríkan hátt.
Önnur ljóð freistast ég til að
nefna meðal þeirra helstu: Vetr-
armyndir úr lífí skálda og Viðtöl
og eintöl úr Sprekum á eldinn
(1961), Eldflaugina úr Jarteiknum
(1966).
Að eigin sögn gekk Hannesi illa
að verða skorinorður og færa má
rök fyrir því að sum ljóða hans í
félagslegum anda séu ekki sér-
staklega vel heppnuð þrátt fyrir
Morgunblaöið/Einar Falur
Hannes Sigfússon
þróttmikið málfar og víða skáld-
legar myndir.
Hannes langaði ekki einungis
til að vera skorinorður heldur var
honum umhugað um að skrifa
skáldsögur, helst Skáldsöguna
með stórum staf. Skáldsagan
Strandið (1955) þykir kannski
ekki meðal helstu skáldsagna kyn-
slóðar Hannesar, en er afar merki-
leg stutt saga með
ljóðrænu andrúms-
lofti. Sama er að
segja um hina skáld-
söguna sem Hannes
sendi frá sér: Ljósin
blakta (1993). Hún
leynir á sér.
Hannes Sigfússon
orti ljóð sín á tíma
sem var andsnúinn
skáldum, þegar mest
var lagt upp úr því
að fínna að þeim og
skamma þau fyrir að
kunna ekki að yrkja.
Þetta var oftast látið
nægja, en fáum datt
í hug að lesa bæk-
urnar.
Hannes var ekki þannig gerður
að hann leitaði eftir félagsskap
annarra, bækur og skáldskapur
voru hans líf: „Allt umfram það
var hulið hálfrökkri annarstaðar á
sviðinu", skrifar hann í minninga-
bók sinni, Flökkulífi (1981). Hann
var þó í félagsskap ungra rithöf-
unda á yngri árum og átti nokkra
trausta vini meðal þeirra.
Það var löngum gott að ræða
við Hannes. Þegar ég spjallaði við
hann í tilefni útkomu Kyijálaeiðis
lagði hann brosandi áherslu á leik-
inn í bókinni og að ekki ætti að
taka hana of alvarlega. Hann
sagðist hafa verið fljótur að koma
bókinni saman, en gleymdi að
minnast á Jiað að hún speglaði
heila ævi. An Iangrar reynslu og
íhugunar hefði ekki verið unnt að
setja þessi ljóð á blað. Hvað má
til dæmis segja um Hverfleika?:
Hnötturinn: glóaldin og myrkvað tungl
ásamt sporhundi sínum og spegilmynd
í svörtu og hvítu: tveir skildir sem
hverfast
samkvæmt lögmálum hringsóls og
framvindu
hjóla, frá fareind um kjama frá degi
til dags frá ári til árs. Ég teygi skugga
minn eins langt og hann endist
áður en skyggir
Meðal töfra ljóða Hannesar
Sigfússonar eru óþol þeirra og
óeirð. í Imbrudögum orðar skáldið
þessa tilfinningu svo: „Ég stend á
svölunum sem reika eins og
myrkvuð stjarna/ sem hefur týnt
braut sinni og eðlisþyngd/ í víðátt-
um næturinnar/ völundarhúsi
tímans og rúmsins".
Jóhann Hjálmarsson
Verkefnaskrá Leikfélags Reykjavíkur næsta leikár kynnt
Tvö ný íslensk verk,
Jökull, Turgenjev og fleiri
Morgunblaðið/Ásdís
FRÁ æfíngu á nýjum söngleik eftir Benóný Ægisson sem frum-
sýndur verður 29. ágúst í Borgarleikhúsinu en tónlistina gera
Jón Ólafsson og KK. Leikurinn heitir Hið ljúfa líf og gerist á
íslenskri knæpu sem má muna sinn fífil fegri eins og flestir
gesta hennar.
TVÖ ný íslensk verk verða frum-
flutt í Borgarleikhúsinu á komandi
leikári en verkefnaskrá leikársins
var kynnt í gær. Islensku leikritin
tvö eru eftir Benóný Ægisson og
Kristínu Ómarsdóttur en eins og í
fyrra verður einnig sýnt leikrit eftir
Jökul Jakobsson að þessu sinni. Þór-
hildur Þorleifsdóttir, leikhússtjóri
Borgarleikhússins, sagði í samtali
við Morgunblaðið að ekki hefði
reynst unnt að halda úti þeirri áætl-
un að frumsýna eingöngu ný íslensk
leikverk á þessu ári, sem er hundrað-
asta afmælisár Leikfélags Reykja-
víkur.
„Þetta reyndist ekki gerlegt vegna
þess að við fengum ekki inn nógu
mörg sýningarhæf verk eftir ís-
lenska samtímahöfunda. Við getum
ekki sýnt verk bara vegna þess að
þau eru íslensk og ný. Að mínu
mati er gróska í íslenskri leikritun
en það er mjög vandasamt verk að
skrifa leikrit og fáum tekst það í
fyrstu tilraun. Borgarleikhúsið vill
samt reyna að sýna verk eftir nýja
íslenska höfunda því það hefur
ákveðnu uppeldishlutverki að gegna
í þessu tilliti; höfundar verða að fá
sína æfingu eins og leikarar."
Stóra sviðið
Fyrsta verkið sem fmmsýnt verður
á stóra sviðinu í ár er hið nýja verk
Benónýs Ægissonar, sem heitir Hið
ljúfa líf og er söngleikur. Tónlist
gera Jón Ölafsson og KK. Verkið
gerist á veitingastað eða knæpu í
borginni sem má muna sinn fífíl fegri
eins og flestir gestanna sem sækja
hann. Ung og vegvillt söngkona slæð-
ist þangað inn og rekst þar á ýmsa
kynlega kvisti. Leikstjóri er Þórarinn
Eyfjörð og meðal leikara eru Ari
Matthíasson, Björn Ingi Hilmarsson,
Eggert Þorleifsson, Guðlaug Elísabet
Jóhannsdóttir og Jóhanna Jónas.
Frumsýnt verður 29. ágúst.
Galdrakarlinn í Oz er aðalbarna-
leikrit ársins í þýðingu Karls Ágústs
Úlfssonar. Leikstjóri og jafnframt
danshöfundur verður Bretinn Kenn
Oldfield en þetta er í fyrsta skipti
sem hann leikstýrir í Borgarleikhús-
inu. Oldfield hefur áður starfað hér
á landi, meðal annars í Þjóðleikhús-
inu. Með aðalhlutverk fer Sóley El-
íasdóttir. Verkið verður frumsýnt
12. október.
Feður og synir heitir leikrit
byggt á skáldsögu Rússans Ivan
Turgenjevs sem frumsýnt verður um
áramót. Ingibjörg Haraldsdóttir þýð-
ir verkið. Hingað til lands koma tveir
rússneskir leikhúsmenn til að setja
verkið upp en þeir eru leikstjórinn
Alexsei Borodin, sem jafnframt ger-
ir leikgerð, og leikmynda- og bún-
ingahönnuðurinn Stanislav Bene-
diktov. Að sögn Þórhildar er Borod-
in leikhússtjóri við barna- og ungl-
ingaleikhús í Moskvu sem nýtur
mikillar virðingar en báðir hafa þeir
starfað við mörg þekktustu leikhús
heimalands síns og víða annars stað-
ar í Evrópu. Aðspurð segist hún
ekki óttast að uppfærslur af hinum
svokallaða rússneska skóla hafi
fengið misjafnar viðtökur hér á landi
undanfarin ár. „Það er mikill marg-
breytileiki í rússnesku leikhúslífi en
þessi leikstjóri hefur á sér það orð
að hafa einstakt lag á því að færa
eldri verk til nútímaáhorfenda og
því verður spennandi að sjá hvað
hann gerir við Turgenjev. Annars
þarf að fá fleiri erlenda leikhúsmenn
til starfa hér. íslenskur leikhúsheim-
ur er þröngur og veitir ekki af því
að/á inn ný áhrif.“
íslenski dansflokkurinn flytur
inn í Borgarleikhúsið í haust og mun
setja upp sýningu með verkum eftir
Ed Wubbe og Richard Wherlock. Sá
fyrrnefndi er Isitdansstjóri Scapino
dansflokksins í Rotterdam og sá síð-
arnefndi er listdansstjóri í Luzern í
Sviss.
Frjálslegur klæðnaður nefnist
svo franskur fiækjufarsi eftir Marc
Camoletti. Þýðandi er Pétur Gunn-
arsson. Frumsýnt verður 20. febr-
úar.
Litla sviðið
Ástarsaga 3 nefnist nýtt leikrit
eftir Kristínu Ómarsdóttur sem
frumsýnt verður á litla sviðinu 12.
september. Þetta er grallaralegt
leikrit, að sögn Þórhildar, Ijóðrænt
og fyndið og fjallar um myrkviði
ástarinnar og utangarðsmanna.
Leikstjóri er Auður Bjarnadóttir og
leikarar eru Árni Pétur Guðjónsson,
Þorsteinn Gunnarsson og Þórhallur
Gunnarsson.
Feitir menn i pilsum nefnist
hrollvekjandi gamanleikur eftir
Nicky Silver sem frumsýndur verður
18. október. Þýðing er eftir Anton
Helga Jónsson. Leikstjóri er Þór
Tulinius og leikarar eru Hanna Mar-
ía Karlsdóttir, Halldóra Geirharðs-
dóttir, Jóhann G. Jóhannsson og
fleiri. Silver er bandarískur höfundur
fæddur árið 1960.
í nóvember verður frumflutt dag-
skrá með lögum og_ textum Jóns
Múla og Jónasar Árnasona sem
nefnist Augun þín blá ....
Sumarið 37 eftir Jökul Jakobsson
verður frumsýnt 11. janúar í leik-
stjórn Kristínar Jóhannesdóttur sem
leikstýrði einnig Dóminó á síðasta
leikári Borgarleikhússins.
Haldið verður áfram að sýna Hár
og hitt sem frumsýnt var fyrir
skömmu. Heimsóknum grunnskóla-
barna í leikhúsið verður haldið áfram
en þær hafa verið fastur liður hjá
Leikfélagi Reykjavíkur undanfarin
ár. Einnig verður sett upp barnaleik-
ritið Mirad, strákur frá Bosníu
eftir Ad de Bont. Leikritið fjallar
um líf Mirads, tólf ára drengs sem
býr í litlum bæ, Foca í Bosníu þegar
stríðið skellur á og feykir honum út
í buskann.
Eins og að elda góða súpu
Þórhildur sagði að ágætlega hefði
gengið að setja saman verkefnaskrá
fyrir leikárið þrátt fyrir erfiðan fjár-
hag ieikfélagsins. Hún sagði að eng-
in sérstök viðmið hafi verið höfð í
huga við val á verkefnum önnur en
þau að verkefnaskráin yrði spenn-
andi. „Mikill undirbúningur Iiggur á
bak við þetta val. Leshópur hefur
starfað að vali á verkefnum en í
honum voru fjölmörg verk rædd
áður en endanleg niðurstaða fékkst.
Verkefnaskráin þarf að vera blanda
af hinu og þessu, nýju og gömlu,
innlendu og erlendu, gamni og al-
vöru. Þetta er eins og að elda góða
súpu, maður þarf að banda saman
í réttum hlutföllum."
Köld stemmning
KVIKMYNPIR
Stjörnuhíó/
Kringlubíó/
Sambíóin, Álfabakka
BLOSSI/ 810551 ★ ★ ★
Leikstjóri: Júlíus Kemp. Kvikmynda-
taka: Jón Karl Helgason. Handrit:
Lars Emil Arnason. Aðalhlutverk:
Páll Banine, Þóra Dungal, og Finnur
Jóhannsson. 100 mín.Islensk. Kvik-
myndafélag Islands/Islenska kvik-
myndasamsteypan/Zentropa Ent-
ertainments/Peter Rommel
Filmproduction. 1997.
TITILL gamla Talking Heads-
lagsins „We’re on the road to now-
here“ gæti hægilega verið yfir-
skrift nýjustu íslensku kvikmynd-
arinnar, Blossa/810551. í henni
kynnumst við ungmennunum
Stellu (Þóru Dungal) og Robba
(Páli Banine) á stefnulausu ferða-
lagi þeirra um hringveginn. Robbi
er á flótta undan óhjákvæmilegu
uppgjöru við eiturlyfjasalan, Ulf
(Finn Jóhannsson), en flóttinn er
jafn ómarkviss og þýðingarlaus og
líf aðalpersónanna.
Kvikmyndaleikstjórar taka
stundum þá áhættu að velja fólk
lítt þjálfað í leik til þess að túlka
aðalhlutverk. Valið ræðst þá af
útliti viðkomandi, hann eða hún
eru aðalpersónan lifandi komin.
Oft hefur útkoman verið stór mín-
us fyrir mynd þar sem viðkomandi
vantar gjörsamlega alla leikhæfi-
leika, en með valinu á Þóru Dung-
al og Pál Banine datt Júlíus Kemp
í lukkupottinn. Þau eru ekki ein-
göngu einstaklega fótógenísk,
þeim tekst einnig að blása tölu-
verði lífi í persónur Stellu og
Robba. Þar sem áhorfandinn situr
með þeim í bíl stóran hluta mynd-
arinnar er eins gott að þeim tekst
að halda athyglinni.
Onnur hlutverk í myndinni eru
jafnframt vel mönnuð, þó flest séu
smá í sniðum. Finnur Jóhannsson
sem eitraðar yfirmaður Robba
kemur skemmtilega óvart. Gísli
Rúnar Jónsson er óvenju fyndinn
sem moldvarpa sem höndlar með
stolna muni og Erlingur Gíslason
fer vel með að breytast úr prests-
ímynd í djöful á skömmum tíma.
Einnig er gaman að fylgjast með
Vilhjálmi Árnasyni sem ruglaða
skrattakollinum, Stálmús, og Sig-
uijóni Kjartanssyni í örhlutverki
göngumannsins duglega.
Útlit myndarinnar er vægast
sagt vel heppnað. Hér er það
„look“-ið sem skiptir máli og kvik-
myndataka Jóns Karls Helgasonar
á stóran þátt í að móta lúðalegan
glamúrinn. Umgjörðin er
neyslufélag hinnar alþjóðlegu
unglingamenningar með tilheyr-
andi fatnaði og tónlist. I viðtali í
Morgunblaðinu lét handritshöf-
undurinn, Lars Emil Árnason,
hafa það eftir sér að Blossi væri
undir niðri ádeila á neysluþjóðfé-
lag nútímans. Það verður að segj-
ast að sá broddur er ekki sérstak-
lega beittur. Myndin er frekar
speglun á ákveðnum lífsstíl, með
öfgakenndum áherslum.
Fjölmiðlasíbyljan er hluti af nú-
tíma neysluþjóðfélagi og það er
engin friður fyrir henni í Blossa,
frekar en í raun. Tónlistin er nán-
ast stöðugt áreiti, en valið á lögum
og hljóðblöndunin er mjög vel af
hendi leyst. Jafnframt er leikið á
hljóðrásina á faglegan hátt eins
og í Hong Kong hasarmyndum þar
sem lágvær hljóð, t.d. að kveikja
sér í sígarettu, er magnað upp til
þess að skapa „cool“ stemmningu.
Blossi er líka köld mynd. Hún
er gerð úr mörgum sterkum þátt-
um en tómhyggjan sem ræður ríkj-
um í huga aðalpersónanna gerir
það að verkum að myndina vantar
alveg hjarta. Hún líður þess vegna
hjá sem falleg ímynd en skilur
ekki mikið eftir, ekki ósvipað og
auglýsing.
Anna Sveinbjarnardóttir