Morgunblaðið - 15.08.1997, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1997 25
LISTIR
ERLENDAR BÆKUR
GULUR HUND-
UR OG TVI-
BURAMORÐ
Lítill, gulur hundur „A Little
Yellow Dog“. Pocket Books
1997. 308 siður.
andaríski rithöfundurinn
Walter Mosley hefur
með nokkrum saka-
málasögum um eink-
aspsæjarann Easy Rawlins í Los
Angeles komist í fremstu röð saka-
málahöfunda vestanhafs. Þekkt-
asta saga hans er sjálfsagt byijun-
arverkið, „Devil in a Blue Dress“,
sem hlaut hvarvetna góða dóma.
Mosley var tekið fagnandi sem
nýrri og einstakri rödd í hópi saka-
málahöfunda og Hollywood fékk
þegar á honum áhuga og kvik-
myndaði söguna í snarheitum með
Denzel Washington í hlutverki
Easy Rawlins. Myndin kom hingað
til lands og var sýnd í Stjörnubíói.
Síðan hefur Mosley farið batnandi
með hverri nýrri bók ef marka
má skrifin um hann vestra. Lítill,
gulur hundur eða „A Little Yellow
Dog“ kom út í vasabroti á þessu
ári og er firnaskemmtileg lesning.
Easy Rawlins
Mosley skrifar spæjarasögur
mjög í hefð Chandlers og Ham-
metts en sveigir hana að sínum
eigin lögmálum. Höfuðpersóna
ekki. Raunsæið sagði honum þeg-
ar hann fór upp á kennslukonuna
Idabell Turner á kennaraborðinu
áður en hringt var inn að því
mundu fylgja vandræði en að það
væri í formi hundtíkarræfilsins
óraði hann ekki fyrir. Idabell
nefnilega hverfur eftir að Easy
hefur lofað að taka að sér þann
gula og fljótlega eftir það finnst
maðurinn hennar myrtur og tví-
burabróðir hans einnig. Tvíbura-
morð. Sjaldan er ein báran stök í
lífi Easys. Löggan, sem hefur lag
á að hræða kalla eins og Easy,
grunar hann um græsku og ef
Easy ætlar að sleppa út úr þessu
með Idabell og hundinn og tvíbur-
ana og sitthverju fleiru, verður
hann að leysa málið sjálfur. Hann
sem var að koma sér upp einhvers
konar vísi að hversdagslegu lífi
með því að fá sér fast starf við
skólann.
Öóruvisi Los Angeles
Walter Mosley kemur öllu þessu
heim og saman í skemmtilega
skrifuðum texta sem einkennist af
þurrum, kaldhæðnislegum húmor,
brakandi ekta mannlýsingum og
samtölum sem gaman er að hlera.
Mosley er ekki að lýsa þeirri Los
Angeles sem frægust er fyrir
Hollywoodstjörnurnar og
glamúrpartíin. Hans heimavöllur
BANDARÍSKI sakamálahöfundurinn Walter Mosley skrifar
um Easy Rawlins í Los Angeles og gerir það firnavel.
hans er svertinginn Easy Rawlins
sem enn hugsar með trega til
þátttöku sinnar í síðari
heimsstyijöldinni og þekkir fleiri
smákrimma og misindismenn í Los
Angeles á upphafsárum sjöunda
áratugarins en Kennedyarnir
fatafellur. Og ekki bara að hann
þekki þá í sjón eða sé
málkunnugur þeim eða að þeir séu
vinir hans, jafnvel verstu
morðingjar, heldur þekkir hann
inn á þá, þekkir eðli þeirra og
þekkir hvernig þeir hugsa. Þess
vegna er t.d. Raymond Mouse
ennþá vinur hans þótt hann sé
morðingi og hafi nýlega skotið og
myrt besta vin sinn, sem jafnvel,
það er ekki víst, var einnig faðir
Mouse! Rawlins þekkir inn á fólk.
Og hann þekkir stöðu þess í lífinu
og hann þekkir sína stöðu í lífinu
sem svertingi í Los Angeles.
Þekkir hvernig hvíta fólkið kemur
frani við svertingja og sýnir þeim
lítilsvirðingu án þess að gera sér
nokkra grein fyrir því.
Kynþáttafordómarnir koma ekki
síst fram í þeim sem reyna hvað
mest að sýna það ekki. Easy
reiðist því auðveldlega.
Annars er Easy Rawlins sér-
staklega dagfarsprúður maður,
réttsýnn bæði og skynsamur og
kannski fyrst og fremst einstak-
lega raunsær. Hann þarf að vera
það ef hann ætlar að komast lif-
andi heim til sín á kvöldin til
ki'akkanna tveggja sem hann hef-
ur tekið að sér og nú nýlega, gula
hundspottsins sem þolir hann
er negrahverfin þar sem gilda
sérstök lögmál og mannorð er
metið dýrum dómum. Easy þekkir
allt það betur en nokkur annar.
Hann veit nákvæmlega hvernig
hann á að leika hlutverk sitt hveiju
sinni, hvað hann getur boðið og
hvað hann getur fengið í staðinn,
hvað hann má ganga langt og
hvenær best er að stoppa. Stuttar
og einfaldar athugasemdir hans,
sem Mosley skýtur inn í frásögnina
þegar við á, opna skilning bæði á
manninum og umhvei-finu. Mosley
lýsir höfuðpersónu sinni af frábæru
innsæi og þekkingu á mannlegu
eðli þegar það reynir að gera alltaf
það sem rétt er og gott en ræður
ekki alltaf við það eða hefur ekki
tök á því og fær að finna fyrir því.
Lítill, gulur hundur er fengur
fyrir alla þá sem njóta góðra
sakamálasagna. Hún er mjög
skemmtileg, vel skrifuð og mótuð
og með aðalpersónu sem auðvelt
er að samsama sig, bæði í veikleika
og styrk. Sagan er spennandi og
fyndin og full af sannleika urn
tilvei-una sem nær langt út fyrir
negi-ahverfinu í Los Angeles. Aðrar
sögur Mosleys um Easy Rawlins
og ekki hafa verið nefndar hér
eru: Rauður dauði „A Red Dead“,
Hvítt fiðrildi „White Butterfly",
Svaria Bettý „Blaek Betty“,
Draumur RLs „RL’s Drearn" og
sú nýjasta sem heitir Farið á veiðat'
eða „Gone Fishin’". Óvitlaust að
kynna sér þær.
Arnaldur Indriðason
sumarvörum í BYKO,
Nú stendur yfir rýminingarsala á sumarvörum
í öllum verslunum BYKO. Slátturvélar,
áburöur, garöverkfæri, hjólbörur,
blómaker, garöhúsgögn, reiöhjól,
útileguvörur,
veiöivörur, gasgrill,
leikjavörur og
margt, margt fleira meö
allt aö 40% afslætti.
Komdu viö I BYKO og
framlengdu sumariö meö
frábærum tilboðum.