Morgunblaðið - 15.08.1997, Síða 26
AÐSENDAR GREINAR
26 FÖSTUDAGUR 1-5. ÁGÚST 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Vegagerð ríkisins og öryggi
íbúa í Rangárvallasýslu
SU AKVORÐUN
Vegagerðar ríkisins
að leggja niður starf-
semi áhaldahúss
Vegagerðarinnar á
Hvolsvelli og þar með
að fækka starfsmönn-
um sínum í héraðinu
eru okkur Rangæing-
um mikil vonbrigði.
Undanfarna mán-
uði höfum við því mið-
ur orðið að sjá á eftir
mörgum störfum úr
sýslunni í kjölfar þess
að fyrirtæki hafa verið
að sameinast og hag-
ræða í rekstri sínum.
En hvert og eitt starf
er okkur mikils virði, ef halda á
uppi því þjónustustigi sem nútíma-
samfélag gerir kröfu til. Þegar lit-
ið er á aðstæður í Rangárvalla-
sýslu, þá er það vegakerfið sem
er lífæð þessa byggðalags.
Rangárvallasýsla er mikið land-
búnaðarhérað sem er með öllu
hafnlaust. Eingöngu er hægt að
treysta á samgöngur á landi. Nauð-
synlegt er að tryggja öryggi íbú-
anna eins og kostur er þar með
landsamgöngurnar. Ráðamönnum
þjóðarinnar ber skylda til að meta
þessar aðstæður í ljósi staðreynda.
Samgöngur innanlands gegna lyk-
ilhlutverki í atvinnuþróun og
byggðarþróun og Sjálfstæðisflokk-
urinn hefur ávallt lagt áherslu á
að treysta byggð í landinu með
traustum, hagkvæmum og örugg-
um samgöngumannvirkjum og
öflugri þjónustu við landsmenn.
Forsenda þess að þéttbýlisstaðir
og sveitir, sem tengjast eða geta
tengst með daglegum, öruggum
samgöngum, eigi möguleika á að
mynda samfellt atvinnu- og þjón-
ustsvæði, er að vegakerfið sé gott
og viðhald þess sé í höndum heima-
manna. Ef mannlíf á að geta þrif-
ist með eðlilegum hætti er fjöl-
breytt atvinnulíf eitt af því mikil-
vægasta, allt annað
kemur á eftir.
Það er og yfirlýst
stefna íslenskra
stjórnvalda að efla at-
vinnu á landsbyggð-
inni og flytja verkefni
út á land, eftir því sem
við verður komið. Það
verður því ekki séð
hvernig þessi aðgerð
Vegagerðarinnar sam-
rýmist þeirri stefnu.
í kjölfar samdráttar
í landbúnaði og þeirrar
staðreyndar að með
meiri hagræðingu í
búrekstri hefur árs-
verkum fækkað til
muna í greininni án þess að fram-
leiðsla hafi minnkað.
Vegna þeirra breytinga sem orð-
ið hafa í landbúnaði verða margir
að sækja sér vinnu um nokkurn
veg. Börnum og unglingum er ekið
daglega í skóla allan veturinn.
Flytja þarf mjólk og aðrar afurðir
búanna. Síðast en ekki síst er það
aukin umferð ferðamanna og upp-
bygging ferðaþjónustu. Allt þetta
kallar á að vegasamgöngur séu
góðar og þjónusta Vegagerðarinn-
ar standist auknar kröfur í við-
haldi vega og mannvirkja, sem
tengjast þeim.
Ef til náttúruhamfara kemur,
eldgos, jarðskjálftar eða flóð, geta
mannvirki orðið illa úti. Meðal ann-
ars vegna þeirrar staðreyndar að
tvö stórfljót renna í gegnum sýsl-
una, annarsvegar Markarfljót og
hinsvegar Þjórsá, er það krafa
okkar að hér í sýslu sé til staðar
vinnuflokkur og tæki til vegagerð-
ar.
Á fundi með vegamálastjóra,
aðstoðarvegamálastjóra, um-
dæmisverkfræðingi og starfs-
mannastjóra Vegagerðarinnar með
sveitarstjórnarmönnum Hvols-
hrepps og Rangárvallahrepps í
sumar kom ekkert það fram sem
réttlætir það að leggja niður starf-
semi Vegagerðar ríkisins á Hvols-
velli. Fram kom að ekki væri mik-
ils sparnaðar að vænta fyrr en eft-
ir mörg ár og ekki var á þessum
fundi hægt að lofa okkur betri
þjónustu. Það er því erfitt að sjá
tilganginn með þessari aðgerð,
þegar á sama tíma er verið að
Rangárvallasýsla er
hafnlaus og landsam-
göngur gegna lykilhlut-
verki í atvinnu- og
byggðaþróun sýslunnar.
Drífa Hjartardóttir
fer þess á leit við sam-
gönguráðherra að hann
endurskoði þá ákvörðun
að leggja niður starf-
semi Vegagerðar ríkis-
ins á Hvolsvelli.
færa aukin verkefni til sveitarfé-
laganna.
Halldór Biöndal ráðherra sam-
göngumála hefur staðið sig mjög
vel sem yfirmaður vegamála og
undanfarin ár má segja að unnið
hafi verið hvert stórvirkið af öðru.
Því kom þessi ákvörðun, að leggja
niður starfsemi Vegagerðarinnar,
íbúum sýslunnar mjög á óvart. Við
förum þess á leit við ráðherra að
þessi ákvörðun verði endurskoðuð
og komið verði til móts við óskir
heimamanna og að Vegagerðin
verði starfrækt áfram á Hvolsvelli.
Hiifundur er bóndiað Keldum og
varaþingmaður
Sjálfstæðisflokksins í
Suðurlandskjördæmi.
Drífa
Hjartardóttir
Samileikurinn um
HAUSTIÐ 1989
flutti Leikfélag
Reykjavíkur starfsemi
sína í Borgarleikhúsið,
og sagði þar með upp
leigusamningi sínum
við Iðnó, sem var í eigu
þriggja verkalýðsfé-
laga í Reykjavík, ein-
staklinga og Alþýðu-
flokksins. Skömmu
seinna hafði vinur
minn Guðlaugur
Tryggvi Karlsson hag-
fræðingur samband
við mig og bar mér boð
framkvæmdastjóra
hússins, Jóns Árna-
sonar, að húsið væri
falt. Hafði þá stjórn hússins og
framkvæmdastjóri í mörg ár reynt
að vekja áhuga íslenskra stjórn-
valda á húsinu og borgarstjómar
Reykjavíkur, en ávallt gengið bón-
leið til búðar. Enginn opinber aðili
hafði þá áhuga á Iðnó eða yfirleitt
lét sig varða, hvað um það hús yrði.
í samtölum við Jón fram-
kvæmdastjóra tjáði hann mér að
leigutekjur hefðu verið látnar
ganga til viðhalds húsinu, en
ástand þess, yfirhöfuð, væri vissu-
lega slæmt, svo slæmt, að þegar
þessar tekjur skiluðu sér ekki til
viðhalds, væri viðbúið að húsinu
væri stórhætta búin, t.d. af raf-
magnslögn og gæti það þá brunnið
til ösku á nokkrum klukkutímum.
Einnig væru allar pípulagnir léleg-
ar og þakjárn í hörmulegu ástandi.
Væri húsinu því stórhætta búin,
bæði af vatnsskemmdum og fok-
hættu.
Sérstakt
hlutafélag
Ég átti 17 bakarí í
fullum rekstri, sem ég
hafði mörg hver byggt
upp sjálfur frá granni
og hafði þess vegna
mjög góða aðstöðu
með fráþæra iðnaðar-
menn. Ég kvaddi nú
þessa vini mína á vett-
vang til þess að skoða
húsið. Reyndist ekkert
ofsagt af því lélega
ástandi, sem Jón hafði
lýst. Ég hafði hins veg-
ar áhuga á kauptilboð-
inu vegna frægðar
hússins og legu. Ætlaði að stofna
sérstakt hlutafélag um reksturinn.
Vildi setja á stofn kaffileikhús, jafn-
vel með gistiaðstöðu. Semja við
skólana um afnot, sem og fleiri
aðila, þar sem margir frægir Islend-
ingar hafa átt sína fyrstu opinbera
spor á fjölum Iðnóar. Svo ekki sé
minnst á þá frábæra einstaklinga,
sem þar hafa starfað og félagasam-
tök. Eignarlóð hússins taldi ég aft-
ur á móti eðlilegt að Reykjavíkur-
borg keypti, enda á hún flestar lóð-
ir á svæði sínu.
Þetta tilboð fór fyrir stjórn húss-
ins og Reykjavíkurborg ætlaði að
kaupa lóðina. Vora nú iðnaðarmenn
á mínum vegum á fullu við lág-
marksaðgerðir, til að bjarga húsinu
og tryggja að ekki kviknaði í því
eða flæddi.
Þá höfðu við samband við Ingi-
mund Sveinsson, arkitekt, sem
góðfúslega var hugmyndasmiður
Einstaklingsframtakið
var tekið af á einni
nóttu, segir Sveinn
Kristdórsson, það
reyndist lokadrama
þessa þáttar, til
hugsjóna og velvildar
minna manna.
með okkur í þessu og lýsti jafnan
ánægju sinni á því, að einstakling-
ur brytist í jafn metnaðarfullt verk-
efni. Allir voru sammála um það
að steinanddyri sunnan hússins
væri úr sér gengið, og væri smekk-
legt að létt glerhýsi leysti það af
hólmi með útsýni yfir tjömina. í
rauninni gekk allt þetta samstarf
undir lokin eins og í sögu og lá
ekkert annað fyrir en að skrifa
undir. Kostnaðaráætlun minna
manna í útlögðum kostnaði við
verkið, sem ég ætlaði að ljúka á
nokkram áram, var um þijátíu
milljónir króna.
En fleiri hús era við tjörnina en
Iðnó, m.a. undeilt ráðhús, sem nú
þurfti að vígja. Sumir í þáverandi
minnihluta ætluðu jafnvel ekki að
mæta við vígsluna. Hvað var tekið
til bragðs? Jú, á einni nóttu var
ákveðið að slíta öllum samningum
við mig, ganga samt inní hugmynd-
ir mínar um útlit og rekstur á hús-
inu og kaupa húsið á kostnað Borg-
arsjóðs með óútfylltum tékka um
öll útlát - til þess eins að þáver-
Sveinn
Kristdórsson
Kvótamálið
FYRIR tæpum ára-
tug var rétt eitt lekt-
orsmálið til umræðu.
Dr. Hannes H. Gissur-
arson hafði verið skip-
aður lektor í stjórn-
málafræði við Háskóla
íslands, en tekið mis-
jafnlega vel. Á fundi í
félagsvísindadeild
hafði hann ekki fengið
eitt einasta atkvæði.
Ég skrifaði 2 greinar
um málið og sagði
meðal annars, að yfir-
burðir Hannesar væru
þeir, að hann ætti ekki
að vera að sækja um
lektorsstöðu heldur
prófessorsstöðu, væri hún tiltæk.
Þetta hefir nú farið á þann veg:
Dr. Hannes er orðinn prófessor
Hannes. Er þá ekki „allt fengið“?
Nei, ekki alveg.
Uppi eru deilur með þjóðinni í
stórmáli, miklu hagsmunamáli.
Ástandið er þannig að árlega eru
tugir milljarða króna af sameign
þjóðarinnar gefnir tiltölulega litlum
hópi manna.
Þessi sameign, þetta verðmæti,
er þannig til komið, að löggjafar-
samkoman hefir skapað einokunar-
aðstöðu fyrir takmarkaðan veiði-
flota. Veiðiskip með kvóta fær því
meiri afla en það myndi, væru veið-
arnar ekki takmarkaðar heldur öll-
um fijálsar. Auk þess er næsta víst
að fiskverð hækkar við þetta. Það
myndast einokunargróði. Hann
rennur fyrst og fremst til þeirra fáu
manna sem fá að nota ókeypis hinn
takmarkaða veiðirétt innan fisk-
veiðilögsögunnar. Þessi gróði er
sköpunarverk Alþingis, alþingis-
mannanna. Svona ástand er auðvit-
að óþolandi til langframa.
Hannes hefir nú birt 3 greinar í
Morgunblaðinu um málið. Hinn 9.
þ.m. birtir hann 3. greinina, þar sem
hann dregur saman röksemdir sínar
í stuttu máli. Kjarni málsins er
þarna ljós. Þar með gín rökvilla
hans við lesandanum.
Iðnó
andi minnihluti mætti þægur og
prúður við vígslu ráðhússins.
Útsvarsgreiðendur borga
Eftirleikinn þekkja allir. Opinber
kostnaðaráætlun við viðgerðirnar
er nú komin á þriðja hundrað millj-
óna. Húsið er fokhelt að utan og
ekki hefur það brunnið eða flætt,
sem ég reyndi einmitt svo mikið
að koma í veg fyrir. Engin starf-
semi í nokkrum mæli hefur verið
í húsinu. Létti glerskálinn okkar,
þar sem átti að leyfa áhugasömum
fuglaskoðurum, með heitt súkku-
laði í bollanum sínum, að virða
fyrir sér svani og ástfangna fugla,
varð allt í einu að einhvers konar
svartri ljónstungu, sem Iðnó gamla
rak útúr sér framan í þá, sem
gleymdu orðum sínum og stefnu.
Einstaklingsframtakið var nefni-
lega tekið af á einni nóttu, það
reyndist lokadrama þessa þáttar,
til hugsjóna og velvildar minna
manna.
Sömu tilfinningar bærast mér í
brjósti til Iðnó, sem áður. Tungan
svarta er horfin og við skulum
bara gleyma því, sem liðið er. Sjálf-
sagt verður fé útsvarsgreiðenda
vel varið að lokum og ég ylja mér
við það, að hafa með mínum mönn-
um þó átt þátt í því að húsið er
enn til, vonandi listrænni æsku
framtíðarinnar til gleði og borg-
arbúum öllum til yndisauka. Um
slíka starfsemi er ég auðvitað allt-
af til viðræðu.
Höfundur er bakarameistari og
ernú forstjóri Hótels Snæfells á
Seyðisfirði.
„Það sem Karl Marx
skildi ekki, var að
myndun einstaklings-
bundinna eigna- eða
nýtingarréttinda á
náttúrugæðum er
bezta leiðin til þess að
tryggja skynsamlega
nýtingu slíkra gæða.“
Já, og hvað svo? Jú,
segir Hannes, þess-
vegna verða þeir sem
fara með þessar eignir
að fá þær gefins í upp-
hafi.
Tökum tvo bændur
sem dæmi. Annar erfir
jörðina, sem hann býr
á, fær hana gefins,
hinn kaupir hana á fasteignamark-
aðnum. Hvað tálmar því, að báðir
fái búið við sömu skilyrði: notið
náttúrugæða jarða sinna sem einka-
Hlutur kvótans í
aflaverðmætinu er, að
mati Benjamíns H. J.
Eiríkssonar, hreinn
einokunargróði, skap-
aður af ríkisvaldinu.
eignar? Þetta þýðir einfaldiega það,
að það er eins hægt að búa við
einkaeignarréttarskipulagið þótt
náttúrugæðin séu keypt. Tal Hann-
esar um „skynsamlegri nýtingu
fiskistofnanna" er því máli óskylt,
hvort kvótarnir séu gefnir eða seld-
ir. Svona röksemdir heita á ensku
„red herring", rauð síld.
Hvað er einokunargróði? Einok-
unargróði er verðmæti sem skapað
er með sérstakri aðstöðu, valdi af
einhveiju tagi, valdboði, einokun
eða fákeppni. Verðmætið verður til
án tilkostnaðar, án þjónustu, án
framleiðslukostnaðar. Hafirðu
þessa aðstöðu, þetta vald, geturðu
skapað svona verðmæti. Áfengis-
og tóbakseinkasala ríkisins er ein-
falt dæmi, takmörkun fiskveiðanna
með valdboði, annað. Formælendur
gjafastefnunnar draga alltaf
athyglina frá því grundvallaratriði,
að verðmæti kvótans er einokunar-
gróði, skapaður af ríkisvaldinu.
Útgerðarmaðurinn getur greitt
allan útgerðarkostnaðinn af and-
virði aflans og keypt kvótann að
auki fyrir afganginn, sem myndazt
hefir við það, að aðgengið að miðun-
um er takmarkað - sem þýðir að
meiri afli fæst með minni tilkostn-
aði. Hlutur kvótans í aflaverðmæt-
inu er augljóslega hreinn einokun-
argróði, skapaður af ríkisvaldinu.
Kvótarnir ganga kaupum og söl-
um - þessir umframpeningar -
fyrir tugi milljarða. Hvað hugsar
þjóðin? Ríkisvaldið vantar peninga
til hluta sem „við öll“ viljum: í heil-
brigðisþjónustuna, skólakerfið og
velferðina, svo eitthvað sé nefnt.
Hvað leyfa alþingismennirnir sér
að aðhafast - og aðhafast ekki -
í alþjóðaraugsýn? Hver er skýring-
in? Bera eigendur kvótanna fé í
stjórnmálaflokkana?
P.S.
Síðan ofanskráð var sett á blað
hefir prófessor Hannes enn birt
skrif um þetta efni. Ég á við grein
hans í Morgunblaðinu hinn 14. þ.m.,
„Gömul hugmynd gengur aftur“.
Og enn gín við lesandanum ný rök-
villa.
Próf. Hannes líkir veiðileyfa-
gjaldinu við jarðrentuskatt Henrys
Georges. Gallinn við þessa samlík-
ingu er sá, að jarðrenta þessi mynd-
ast fyrir tilverknað markaðsafl-
anna, fyrst og fremst aukningar
mannfjöldans. Einokunargróði
kvótanna myndast með valdboði
löggjafans.
Höfundur er hagfræðingur og
fyrrv. bankastjóri.
Benjamín H.J.
Eiríksson