Morgunblaðið - 15.08.1997, Side 34

Morgunblaðið - 15.08.1997, Side 34
34 FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ingólfur Snorri Ágústsson fæddist í Reykjavík 2. júlí 1917. Hann andaðist á heimili sínu 7. ágúst síðast- liðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sigríður Pálsdótt- ir, f. 22. júní 1895 á Kirkjubóli, Mið- neshreppi, Gull., d. 12. febr. 1989, og Björn Ágúst Guð- mundsson yfirvél- stjóri Rafmagn- sveitu Reykjavíkur og Sogsvirkjunar, f. 10. des. 1889 á Hamarlandi, Reykhóla- hreppi, A-Barð., d. 27. des. 1952. Eftirlifandi systur Ing- ólfs eru Hulda Guðríður, sem býr í Gautaborg, f. 20. apríl 1919, Ágústa, sem býr í Reykjavík, f. 12. ág. 1920, og Hjördís, sem býr í Reykjavík, f. 19. apríl 1934. Látnar systur Ingólfs voru Margrét, f.5. nóv. 1922, d. 20. ágúst 1980, Jóna Guðrún, f. 11. des. 1924, d. 15. júní 1940, og Ingunn Sigríður, f. 2. okt. 1930, d. 8. júní 1985. Ingólfur kvæntist 30. apríl 1946 V. Signhild M. Tunström, f. 27. sept. 1919 í Solna í Sví- þjóð. Þau skildu. Hinn 24. sept. 1952 kvæntist Ingólfur Þórdísi Ágústu Jóhannsdóttur, f. 16. apríl 1920 í Reykjavík, d. 6. nóv. 1954. Dóttir þeirra er Sig- ríður Ágústa, f. 28. sept. 1953 í Reykjavík, skrifstofumaður, gift Kristjáni Oskarssyni, framkvæmdastjóra. _ Þeirra börn eru Guðmunda Osk, f. 2. sept. 1976, unnusti hennar er Helgi I. Eysteinsson, Ásdís, f. 28. sept. 1978, og Ingólfur Snorri, f. 9. des. 1980. Fóstur- dóttir Ingólfs og dóttir Þórdís- ar er Kristín Sighvatsdóttir Lynch, f. 25. sept. 1942, skrif- stofumaður, gift Charles Lynch verslunarmanni. Þeirra synir eru Michael Thomas, f. 17. nóv. 1961, John David, f. 7. okt. 1964, eiginkona hans er Darleen og eiga þau tvö börn, Steven Joe, f. 5. jan. 1966, eiginkona hans er Sheryl. Hinn 12. ágúst 1955 kvæntist Ingólfur eftirlifandi eiginkonu sinni Ásdísi Einars- dóttur Frímann, hjúkrunar- í dag verður lagður til hinstu hvílu tengdafaðir minn og vinur, Ingólfur S. Ágústsson. Vinátta okkar hefur þróast frá okkar fyrstu kynnum árið 1971, er ég kom í fylgd Sigríðar dóttur hans inn á heimili þeirra hjóna, Ásdísar og Ingólfs, sem þá var í íbúðarhúsinu við rafstöðina við Elliðaár. Ingólfur var einstaklega ljúfur og hlýr mað- ur og hafði afar þægilega fram- komu. Skoðunum sínum kom hann á framfæri af stillingu og hóg- værð, en hann hafði vel ígrundaðar skoðanir á flestum sviðum. Hann var afar athugull maður og rétt- sýnn. Honum var fjarri að berast á. Ingólfur var mikill Qölskyldu- maður og ræktaði vel tengslin í sinni fjölskyldu. Fram á síðasta dag fylgdist hann sérstaklega vel með öllu er viðkom börnum sínum, tengdabörnum og barnabörnum. Heimili Ásdísar og Ingólfs hefur alltaf haft mikið aðdráttarafl fyrir fjölskylduna og var Ingólfur ánægðastur þegar allur hópurinn var þar saman kominn. Þau hjónin hafa haft sérstakt lag á að laða að sér barnabörnin strax frá unga aldri og er söknuður þeirra, yngri sem eldri, nú sár. Ingólfur starfaði að raforkumál- um á sinni starfsævi. Faðir hans, Ágúst Guðmundsson, var fyrsti yfirvélstjóri rafstöðvarinnar við fræðingi, f. 15. sept. 1925 í Neskaupstað. Börn þeirra eru: Þórdís Ágústa, hjúkrunarfræðing- ur, f. 24. okt. 1955 í Reykjavík, gift Gísla R. Ragnars- syni, viðskiptafræð- ingi. Börn þeirra eru Vigdís Svava, f. 15. mars 1983, Snorri f. 2. sept. 1986, og Ásdís Hrund, f. 28. júlí 1989. Sonur Gísla er Halldór Ragnar, f. 16. nóv. 1976. Einar Sveinn, fjármálastjóri, f. 28. febr. 1957 í Reykjavík, kvæntur Ingi- björgu Hauksdóttur, skrif- stofumanni. Þeirra synir eru Haukur Ingi, f. 9. sept. 1980, og Kári, f. 29. júlí 1986. Björn, fjármálastjóri, f. 8. sept. 1958 í Reykjavík. Sambýliskona Björns er Anna María Jóhann- esdóttir, bankamaður. Þeirra dóttir er Tanja Dögg, f. 30. sept. 1988. Sonur Onnu er Jó- hannes Örn, f. 22. febr. 1976. Ingólfur varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1936. Hann lauk prófi í raf- orkuverkfræði frá Kungliga Tekniska Högskolan í Stokk- hólmi 1945. Á námsárum sín- um starfaði hann hjá ASEA í Svíþjóð samtals rúm tvö ár á árunum 1938-1945. Að námi loknu starfaði Ingólfur sem deildarverkfræðingur hjá Raf- magnsveitu Reykjavíkur og Sogsvirkjuninni 1945-1965. Hann var rekstrarstjóri Lands- virkjunar frá stofnun fyrir- tækisins 1965 til ársins 1984 er hann settist í helgan stein. Árið 1970 var Ingólfur sæmd- ur riddarakrossi hinnar ís- lensku fálkaorðu fyrir störf sín að raforkumálum. Ingólfur var formaður Rafmagnsverkfræð- ingadeildar Verkfræðingafé- lags íslands 1962-1963 og var hann gerður að heiðursfélaga deildarinnar 1991. Fyrir störf sín að laxeldismálum og störf fyrir Stangaveiðifélag Reykja- víkur var Ingólfur heiðraður af félaginu árið 1989. Útför Ingólfs fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. Elliðaár, sem vígð var árið 1921, og seinna Sogsvirkjunar, þegar hún kom til. Ingólfur ólst upp í íbúðarhúsinu við rafstöðina inni við Elliðaár og var þannig frá unga aldri tengdur rafmagnsævintýrinu sem þá var að hefjast. Ingólfur hélt að loknu stúdentsprófi til Sví- þjóðar og lagði stund á raforku- verkfræði í Kungliga Tekniska Högskolan í Stokkhólmi. Þaðan lauk hann prófi árið 1945. Á námsárum sínum starfaði hann hjá hinum virta sænska rafbúnaðar- framleiðanda ASEA, alls um rúm- lega tveggja ára skeið. Eftir heim- komuna til íslands réðst Ingólfur sem deildarverkfræðingur til Raf- magnsveitu Reykjavíkur og starf- aði þar með föður sínum og Stein- grími Jónssyni, fyrsta rafmagn- sveitustjóranum. Steingrímur markaði dýpstu sporin í sögu raf- orkuvæðingar landsins fyrstu fjóra áratugina og taldi Ingólfur það ætíð mikla gæfu, að hafa átt þess kost að starfa undir stjórn hans. Þegar Landsvirkjun var stofnuð árið 1965 fluttist rekstur Sogs- virkjunar og eimhverfilsstöðvar- innar við Elliðaár, sem hafði verið á vegum Rafmagnsveitu Reykja- víkur, yfir til þess fyrirtækis. Var Ingólfur þá ráðinn tii Landsvirkj- unar sem rekstrarstjóri. Umfang starfsins óx mikið með tilkomu hinna stóru virkjana sem byggðar voru á Þjórsár- og Tungnaársvæð- inu með stuttu millibili, fyrst Búr- fellsvirkjun, svo Sigölduvirkjun og síðast Hrauneyjarfossvirkjun. Ing- ólfur lét af störfum hjá Landsvirkj- un fyrir aldurs sakir árið 1984 eftir gifturíkt starf. Ekki fór hjá því að nábýlið við perlu Reykjavíkur, Elliðaárnar, á uppvaxtar- og fullorðinsárum, glæddi áhuga Ingólfs á laxveiði. Hann var mjög fær og góður veiði- maður og manna fróðastur um allt atferli laxins, sem hann hafði sér- stakan áhuga á. Hann hafði einnig mikinn áhuga á laxeldi til að við- halda vexti og viðgangi laxveiðiáa. Þar fór saman starf og áhugamál því hiuti af starfi Ingólfs hjá Raf- magnveitu Reykjavíkur var að hafa yfirumsjón með veiði og klaki í Elliðaánum að föður sínum látn- um, eða frá árinu 1952. Fljótlega eftir að bæjaryfirvöld fólu Raf- magnsveitunni að hafa alla umsjón með laxveiðinni í ánum var sýnt að ef veiði ætti að haldast í ánum, varð að gera einhverjar ráðstafan- ir til að vernda laxastofninn. Var því ákveðið að koma upp laxaklaki og var klakhús reist árið 1932 við árnar. Klakstöðin við Elliðaár var um langt árabil eina fiskiræktar- stöð landsins. Ingólfur kynnti sér eldisstöðvar víða erlendis, sem tii fyrirmyndar töldust. í framhaldi af því hafði hann umsjón með byggingu nýrrar eldisstöðvar í Ártúnum á árunum 1964-1965. Þótti stöðin hin nýtískulegasta á sínum tíma. Seinna hafði Ingólfur, fyrir hönd Landsvirkjunar, yfirum- sjón með fiskeldisstöðinni að Fellsmúla í Landsveit, sem reist var af fyrirtækinu til að vernda fiskistofna á því svæði er áhrifa virkjana gætti. Ingólfur kynnti sér laxateljara í ám erlendis. Samvinna hans og Bjöms Kristinssonar, prófessors við Háskóla Islands, skilaði endur- bættri útgáfu laxateljara árið 1969. Slíkir teljarar hafa m.a. ver- ið notaðir við Laxfoss og Glanna í Norðurá með góðum árangri, allt fram á þennan dag. Um langt ára- bil hafði Ingólfur umsjón með laxa- teljurunum í Norðurá og varðveitti hann og vann úr hinum margvís- legu upplýsingum sem safnað var á þessum tíma. Upplýsingarnar veita mikinn fróðleik um laxa- gengd. Ingólfi tókst að glæða veiðiá- huga hjá mér. í byijun bauð hann mér með sér að veiða, m.a. í Elliða- ánum. Hann var iðinn við að segja skussanum til á sinn stillta og hógværa hátt og aldrei skorti þol- inmæðina. Ég man vel þegar ég fékk minn fyrsta lax, en ég var þá að veiða með Ingólfi í Elliðaán- um. Ég hélt að allt væri fast og ætlaði að slíta, því ekki gat ég losað. Hinn reyndi veiðimaður var fljótur að átta sig á því að ekki var allt með felldu. Hann horfði niður í vatnið. og sagði rólega: „Kristján minn, ég held þú sért með lax. Laxinn hefur vafið lín- unni utan um stein svo átakið kem- ur beint á steininn." Að fenginni þessari vitneskju tókst mér að snúa á laxinn og veiddi ég þar með minn „Maríulax“. Nú hin síðari ár höfum við hjón- in átt því láni að fagna að þau Ingólfur og Ásdís hafa getað kom- ið með okkur einu sinni á ári á fagran stað þar sem við höfum haft aðgang að veiði. Þau ætluðu einmitt að koma með okkur þangað nú í dag og dvelja þar með okkur í nokkra daga. Ingólfur unni þess- um stað mikið og naut þess að vera þar, þótt hann hafi lítið getað veitt sjálfur nú í seinni tíð. Hins vegar fylgdist hann af miklum áhuga með lífríkinu, bæði fuglum og ekki síður fiskunum í ánni. Hann miðlaði stöðugt af kunnáttu sinni og kenndi okkur að taka eft- ir ýmsu sem við höfðum ekki tekið eftir áður í sambandi við lífríki árinnar. Margs er að minnast þótt ekki verði það tíundað hér. Gott er að eiga fagrar minningar um góðar samverustundir með tengdaföður mínum og vini. Mikill söknuður fylgir því að kveðja hann nú, ekki aðeins hjá mér heldur öllum hans aðstandendum. Og mikill er söknuður Ásdísar, sem annaðist hann af svo mikilli ástúð þegar heilsu hans hrakaði hin síðustu ár. Ég vil biðja góðan Guð að vaka yfir Asdísi á þessurn erfiðu tímum. Kristján Oskarsson. Hugurinn reikar inn í Rafstöð þar sem ég í fylgd sonar þíns, Ein- ars_ Sveins, hitti þig fyrst. Ég var ung og feimin, en feimn- in hvarf fljótt þegar ég fann hve auðvelt þú áttir með að tala við okkur unga fólkið. Alltaf var gott að koma í heim- sókn og aldrei varstu glaðari en þegar við ijölskyldan vorum öll saman komin eins og til dæmis á aðventunni. Þú hafðir gaman af því að skreyta heimilið og skapa sérstaka stemningu fyrir okkur, og ekki mátti vanta kertaljós þeg- ar við settumst niður saman til að spjalla. Fyrir fjórtán árum fluttum við til Hornafjarðar. Óneitanlega hitt- umst við sjaldnar þá en mikið var hringt á milli og leitað frétta. Þú fylgdist vel með gengi strák- anna okkar í skólanum og í fótbolt- anum og oft spurðir þú um þann „besta“. Þú sagðir mér hvernig Hornafjarðarmáninn hefði það í Reykjavík. Stundum fannst okkur að skömm væri að sjá hann og tími til kominn að hella upp á hann. Það var gaman að tala við þig um dægurmálin og oft fóru skoðanir okkar þar saman. Við komumst að sameiginlegri niður- stöðu um hvernig best væri að leysa málin og bjarga þar með heiminum. Ég á eftir að sakna símtalanna þinna. Það var eins og síminn hljómaði öðruvísi þegar þú hringd- ir, og þá var oft sagt „nú hringir afi“. Elsku Ingi, kærar þakkir fyr- ir góðar samverustundir. Megi minningin um góðan mann lifa. Þín tengdadóttir, Ingibjörg. Elsku afi. Við söknum þín mik- ið. Alltaf var gott að koma til þín og ömmu á Rauðalækinn. Alltaf hafðir þú tíma til að tala við okkur og hlusta á okkur. í hjörtum okkar munt þú alltaf lifa. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin Ijúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Takk fyrir allt, elsku afi. Þín barnabörn. Hjartahlýja og örlæti eru mann- kostir sem tengdafaðir minn, Ing- ólfur S. Ágústsson, bjó yfir í ríkum mæli. Hann gaf meira en hann þáði. Þegar ég nú kveð þennan heiðursmann er mér efst í huga virðing og þakklæti. Þakklæti fyrir alla þá hjartahlýju sem hann af svo miklu örlæti gaf mér og fjöl- skyldu minni. Þakklæti fyrir allar þær stundir sem ég átti með honum þar sem við skeggræddum hlutina og ég fékk að kynnast skoðunum hans á hinum ýmsu málefnum sem alltaf endurspegiuðu hina heil- steyptu manngerð hans og sterku réttlætiskennd. Vart er hægt að minnast Ingólfs án þess að stangaveiðin komi upp í hugann en hún var tengdaföður mínum afar hugleikin. Hjá Ingólfi hófst veiðiferðin löngu áður en færið var bleytt í ánni. Undirbún- ingurinn var nauðsynlegur hluti veiðiferðarinnar. Þar byggðist upp sú stemmning, sem var honum svo mikilvæg, svo ferðin mætti verða INGOLFUR SNORRI ÁGÚSTSSON sem ánægjulegust. Og þó svo að Ingólfur væri jafnan fengsæll veiðimaður var langt í frá að feng- sæld skipti hann höfuðmáli í veiði- ferð. Hann dáði sportveiðimennsku þar sem fiskurinn hafði alltaf möguleika í baráttu sinni við veiði- manninn. Hann þafði óbeit á græðgi á þessu sviði sem á öðrum sviðum. Ingólfur var mikill fyölskyldu- maður og naut þess að vera með fjölskyldu sinni og þá ekki síst barnabörnunum sem hændust að honum. Margar góðar minningar á ég frá þeim mörgu stundum þeg- ar fjölskyldan kom saman á Rauða- læknum. Þar tókst tengdaforeld- rum mínum að skapa einstakt and- rúmsloft með gestrisni sinni og rausnarskap. Og ófáar eru stund- irnar sem börnin okkar hafa dvalið hjá afa og ömmu og alltaf var eftir- væntingin jafnmikil þegar ferðinni var heitið á Rauðalækinn og ekki dró það úr eftirvæntingunni ef átti að gista. Missir þeirra er mikill. En mestur er missir tengdamóður minnar, Ásdísar Einarsdóttur. Hjónaband þeirra, þar sem gagn- kvæm virðing ríkti, var einstaklega hamingjuríkt og ástsælt. Góður Guð styrki hana í hennar miklu sorg. Nú að leiðarlokum þakka ég samfylgdina og allar minningarnar sem ég geymi meðan ég lifi. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stnð. (V. Briem.) Hvíl þú í friði. Gísli R. Ragnarsson. í dag kveðjum við Ingólf Ágústs- son, verkfræðing, sem lést hinn 7. þ.m. Hann hafði þá náð átt- ræðisaldri og átti að baki langan starfsferil á sviði raforkumála. Vil ég í fáum orðum minnast hans með þakklæti í huga fyrir okkar samstarf í Landsvirkjun. Reyndar stendur þjóðin öll í þakkarskuld við Ingólf þar sem hann varði sín- um starfskröftum að mestu í þágu rafmagnsframleiðslu fyrir land og lýð. Þar var hann leiðandi um ára- bil og átti dijúgan þátt í að tryggja það öryggi sem velferð svo margra byggist á og felst í að geta treyst á þann orkugjafa sem rafmagnið er í lífi okkar allra. Ingólfur komst snemma í náin tengsl við rafprkuiðnaðinn þar sem faðir hans, Ágúst Guðmundsson, var yfirvélstjóri Rafmagnsveitu Reykjavíkur og Sogsvirkjunar. Er ekki ólíklegt að Ingólfur hafi ein- sett sér að feta í fótspor föður síns og halda merki hans á lofti á raf- orkusviðinu og því haslað sér þar völl. Rafmagnsverkfræðin varð fyrir valinu og snemma beygðist krókurinn að því sem verða vildi, störfum að raforkumálum, fyrst hjá ASEA í Svíþjóð en síðan sem deildarverkfræðingur hjá Raf- magnsveitu Reykjavíkur og Sogs- virkjun 1945-65. Ingólfur átti því langan og jafnframt farsælan starfsferil að baki er Landsvirkjun var stofnuð árið 1965 og yfirtók eigur og rekstur Sogsvirkjananna. Við þær breytingar á skipan orku- mála þótti sjálfsagt að Ingólfur tæki að sér starf rekstrarstjóra hjá Landsvirkjun, hvað hann gerði og annaðist þar með tæknilega stjórn- un á rekstrarkerfi Landsvirkjunar allt þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir árið 1984. Frá upphafi í störfum sínum sem rekstrarstjóri miðlaði Ingólfur af 20 ára reynslu sem var Landsvirkj- un ómetanleg. Á starfsferli sínum reyndist hann ósérhlífinn og ráða- góður, lifði sig inn í hið marg- breytilega starf sitt en því fylgdi oft á tíðum mikið álag einkum að vetrarlagi þegar sýna þurfti mikla aðgæslu og góða stjórnun til að forðast truflanir við óhagstæð skil- yrði í orkubúskapnum svo sem

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.