Morgunblaðið - 15.08.1997, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 15.08.1997, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1997 47 FÓLK í FRÉTTUM AÐDÁENDUR Keanu Reeves eru óneitanlega fleiri en aðdáendur hinna meðlima hljómsveitarinnar. Keanu Reeves átón- leikaferð ►LEIKARINN Keanu Reeves lif- ir engu munaðarlífi þrátt fyrir að fá um 700 milljónir króna fyr- ir hverja mynd sem hann leikur í. Keanu hefur búið á hótelum undanfarin ár og hefur engan áhuga á að kaupa sér íbúð eða hús. Efnisleg gæði eru því í lág- marki hjá þessum dáða leikara og miðast við að auðvelt sé að ferðast með þau. Undanfarið hefur kappinn, sem einnig er tónlistarmaður, verið á tónleikaferð um Banda- ríkin með hljómsveit sinni „Dogstar". Hann segist því búa við lítinn svefn, lélegt hljóðkerfi og skyndibitamat um þessar mundir. Keanu segist þó kunna sér hóf og drekkur til dæmis aldr- ei gosdrykki fyrir tónleika því sykurinn hafi svo slæm áhrif á hann. Hann gekk til liðs við hljóm- sveitina árið 1994 og að sögn félaga hans er erfitt að Keanu sé frægur leikari því í hvert skipti sem eitthvað jákvætt kemur fyrir hljómsveitina er fyrsta hugsunin sú að það sé tilkomið vegna Ke- anu. Það er ekki auðvelt að vera rokkhljómsveit með frægan leik- ara innanborðs. Ekki í kjól LEIKARINN og leikstjórinn Clint Eastwood stóð frammi fyrir erfiðri ákvörðun fyrir skömmu þegar hann var við tökur myndarinnar „Midnight in the Garden of Good and Evil“ sem hann leikstýrir sjálf- ur. Eastwood hafði áhuga á að leika eitthvað lítt áberandi hlut- verk eða svokallað „feluhlut- verk“ í myndinni en það eina sem var í boði var hlutverk klæðskiptings. Eftir mikla um- hugsun ákvað hann að enginn kvikmyndahúsagestur hefði áhuga á að sjá sjálfan „Dirty Harry“ klæðast kjól. Kvenlega hlið Clint Eastwood verður því að bíða betri tíma. KEANU Reeves nýtur sín vel á sviði en hefur þó ekki tileinkað sér alla ósiði rokkstjarna. HLJÓMSVEITIN „Dogstar" er auk Keanu þeir Rob Mailhouse og Bret Domrose. Hilmar Sverrisson heldur uppi léttri og góðri stemningu á Mímisbar. m -þín saga! ILEIT AÐPÖNDUM BANDARÍSKA leikkonan Debra Winger hóf fyrir skömmu leit að pandabjörnum í Kína ásamt tíu ára syni sínum Noah. í för með þeim mæðginum var sjónvarps- fólk, en pandan er táknræn fyrir dýraverndun því aðeins um 800 pöndur eru eftir í heiminum. Debra og Noah ferðuðust um 2.400 kílómetra til að hitta fyrir helsta pöndu-sérfræðinginn, pró- fessor Pan Wenshi, og á endanum fundu þau sex mánaða gamla pöndu sem Noah nefndi „Faith“ eða von á íslensku. „Þegar ég hóf ferðina hélt ég að pandan ætti sér ekki viðreisnar von en eftir að ég hitti vini pöndunnar eins og pró- fessor Pan þá held ég að hún eigi einhverja möguleika,“ sagði De- bra Winger. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR, KORTASALAN HEFST MÁNUDAGINN 18. ÁGÚST Stóra svið kl. 20.00: HIÐ LJÚFA LÍF eftir Benoný Ægisson með tónlist eftir KK og Jón Ólafsson. Frumsýning föstudaginn 29. ágúst. Höfuðpaurar sýna: HÁROGHITT eftir Paul Portner Lau. 16/8, örfá sæti laus, lau. 23/8, uppselt, sun. 24/8, örfá sæti laus, lau. 30/8, sun. 31/8. Stóra svið kl. 14.30: Ljóðatónleikar Gerðubergs: ÍSLENZKA EINSÖNGSLAGIÐ Flytjendur: Björn Jónsson, Gunnar Guð- bjömsson, Elsa Waage, Finnur Bjamason, Hanna Dóra Sturludóttir, Ingveldur Ýr Jóns- dóttir, Judith Gans, Þóra Einarsdóttir og Jónas Ingimundarson laugardaginn 16/8 kl. 14.30. Miðasalan er opin daglega frá kl. 13.00 til 18.00 og fram að sýningu sýningardaga. Símapantanir vlrka daga frá kl. 10.00. GREIÐSLUKORTA|>JÓNUSTA. Sími 568 8000 — Fax 568 0385. BORGARLEIKHÚSIÐ ag. uppsel Lau. 23. ág. uppselt Sun. 24. ág. uppselt Lau. 30. ág. örfá sæti laus Sun. 31. ág. örfá sæti laus „Snilldarlegir kómískir tajrtæ leikaranna ...„Þau vom satt að segia morðfyndin„.“ (SADV) \ sýningar hefjast kl. 20 Miðasala opin 13-18 ALLTAF FYRIR OG EFTIR LEIKHÚS KRINGLUKRÁIN 1 ( MAT EÐA DRYKK É LIFANDI TÓNLIST ÖLL KVÖLD - á góðri stund 1 „Sumarsmellurinn 1997^ „Uppsetningin... ervillt á agaðan hátt, kraftmikil og hröð og maður veit aldrei á hverju er von næst". DV „...bráðfyndin...“ Mbl _ iýn- Lau. 16. agust örfá sæti laus Fös. 22. ágúst miðnæturs. (kl.( 231, Sýningar hefjast kl. 20 ivTarkMedöff Baltasar Kormakur • Margret Vilhjalmsdóttir Benedikt Erlingsson • Kjartan Guðjónsson Leikstjóri: Magnús Geir Þórðarson Miðasölusími 552 3000

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.