Morgunblaðið - 17.09.1997, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
i
FRÉTTIR
RANNSÓKNARNEFND flugslysa fór á vettvang í gær og
kannaði allar aðstæður á slysstað.
Þyrluslysið við
Hamarsfjörð
Talið að
spaðinn
hafi rekist
í jörðina
LÍKLEGT þykir að annað skíðið á
þyrlu Þyrluþjónustunnar, sem fórst
inn af Hamarsfírði síðastliðið
sunnudagskvöld, hafi rekist í klöpp
og þyrlan hallast á hliðina við það
með þeim afleiðingum að þyrlu-
spaðinn hafí rekist í jörðu og brotn-
að af.
Rannsóknarnefnd - flugslysa
kannaði allar aðstæður á slysstað
í gærdag og verður unnið úr rann-
sóknargögnunum á næstunni.
Að sögn Þorsteins Þorsteinsson-
ar, varaformanns nefndarinnar,
var ekki að sjá á brotinu að um
neina galla eða veilu á þyrluspað-
anum hefði verið að ræða, og af
ummerkjum væri nokkuð ljóst að
spaðinn hefði verið á þyrlunni þeg-
ar hún rakst í jörðina.
Þegar spaðinn brotnaði af kast-
aðist hann á þyrluna, skarst í
gegnum hana og lenti á flugmann-
inum.
Féll út-
byrðis við
Skarfa-
sker
ísafirði, Morgunblaðið.
RÉTT eftir hádegi á sunnu-
dag lentu feðgar á tveimur
gúmmíbátum í erfiðleikum út
af sorpeyðingarstöðinni á
Skarfaskeri. Samkvæmt upp-
lýsingum frá lögreglunni á
Isafírði mun faðirinn hafa
fallið útbyrðis en syninum,
sem er fjórtán ára, tekist að
ná honum um borð á ný.
Eftir að faðirinn féll út-
byrðis festist mótor bátsins í
gangi og sigldi hann því í
hringi um tíma. Ekki þótti
ráðlegt að fara um borð í
bátinn fýrr en hann stoppaði
og var því báturinn ekki sótt-
ur fyrr en eldsneytið var upp-
urið.
Fjölmargir vegfarendur um
Óshlíð urðu bátsins varir er
hann dólaði mannlaus í hringi
og létu lögregluna vita. Föð-
urnum mun ekki hafa orðið
meint af volkinu en sonurinn
mun hafa orðið dálítið skelk-
aður.
ÞYRLA Landhelgisgæslunnar flutti flak þyrlunnar ofan úr
brattri fjallshlíðinni við Hamarsfjörð.
Blönduós
Nýr prest-
ur kjörinn í
gærkvöldi
Blönduósi. Morgunbladið.
Á KJÖRMANNAFUNDI i Þingeyra-
klaustursprestakalli sem haldinn var
á Blönduósi í gærkvöldi var Svein-
björn R. Einarsson guðfræðingur
kjörinn sóknarprestur í fyrstu um-
ferð.
Aðrir umsækjendur voru guð-
fræðingarnir Baldur Gautur Bald-
ursson, Jón Ármann Gíslason, Örn-
ólfur Jóhannes Ólafsson og sr. Þor-
grímur Daníelsson.
Prestakallið nær yfir Blönduós,
Þingeyrasókn og Undirfellssókn í
Vatnsdal. Sr. Árni Sigurðsson lætur
nú af störfum eftir 30 ára starf.
------» ♦ «-----
Piltur í lífshættu
Vitni gefi
sig fram
LÍÐAN 14 ára pilts, sem slasaðist
þegar hann varð fyrir bíl á mótum
Nýbýlavegar og Þverbrekku á mánu-
dagsmorgun, var óbreytt í gær.
Samkvæmt upplýsingum lögreglu
var hann enn talinn í lífshættu og
var haldið sofandi á gjörgæsludeild.
Lögreglan í Kópavogi óskar eftir
að hafa tal af vitnum að slysinu,
sérstaklega ökumanni sem ók næst-
ur á eftir bifreið þeirri, sem pilturinn
varð fyrir.
------» ♦ ♦-----
Ránið enn í
rannsókn
LÖGREGLAN í Reykjavík vinnur
enn að rannsókn vegna kæru konu
um rán við Tryggingastofnun ríkis-
ins fyrir viku.
Konan sagði mann hafa ógnað sér
með hnífí og tekið af sér um 40
þúsund krónur. Hún kvaðst ekki
hafa þorað að neita manninum, þar
sem hún var með kornabarn með sér.
Samkvæmt upplýsingum lögregl-
unnar er enn verið að rannsaka
málið og stendur til að konan skoði
á ný ljósmyndir af mönnum, sem
kunna að tengjast málinu.
Lést eftir
eldsvoða
MAÐURINN sem lést eftir elds-
voða á Grenimel 28 á mánudags-
kvöld hét Karl Jóhannsson. Karl,
sem var fyrrverandi lögreglufull-
trúi við Utlendingaeftirlitið, var
tæplega 74 ára gamall, fæddur 7.
nóvember árið 1923.
Karl starfaði hjá Útlendingaeft-
irlitinu í 48 ár, eða frá 1945 og
þar til hann lét af störfum vegna
aldurs árið 1993.
Eftirlifandi eiginkona Karls er
Aldís Hafliðadóttir. Sex uppkomin
börn Karls lifa föður sinn.
Lögreglan vinnur að rannsókn á
upptökum eldsins, sem blossaði
upp í fatahengi í forstofu.
Nýjasti geisladiskur Rolling Stones
kemur út 30. september
*
Islendingur
hannar umslagið
ÍSLENSKUR hönnuð-
ur, Hjalti Karlsson,
hefur í samvinnu við
austurrískan hönnuð
gert umslag fyrir nýj-
asta geisladisk hinnar
heimsfrægu rokk-
hljómsveitar Rolling
Stones. Geisladiskur-
inn heitir „Bridges to
Babylon" og kemur
út 30. september nk.
Hjalti hefur unnið
við grafíska hönnun í
fimm ár og síðasta
árið á vinnustofu
Austurríkismannsins
Stefans Sagmeisters í
New York. Vinnustof-
an sérhæfir sig í hönnun umslaga
utan um geisladiska og hefur m.a.
gert umslög utan um geisladiska
hljómsveitarinnar Aerosmith, fyr-
ir Lou Reed og David Byrne úr
hljómsveitinni Talking Heads.
Hjalti sagði að upphafið að því
að hann og Stefan hefðu fengið
verkefnið væri að vinnustofan
hefði verið tiinefnd til tvennra eða
þrennra Grammy-verðlauna. „Ég
held að framkvæmda-
stjórn hljómsveitar-
innar hafi fyrst rekið
augun í nafn fyrir-
tækisins á þeim lista.
í framhaldi af því var
haft samband við okk-
ur og eftir að hafa
sent til baka kynning-
arefni fengum við að
spreyta okkur á verk-
efninu. Upphaflega
sendu 5 til 6 fyrirtæki
inn hugmyndir. Við
vorum svo valdir úr.“
Jagger í daglegu
símasambandi
Vinnan tók um tvo
mánuði. „Við vorum í sambandi
við hljómsveitina meðan á vinn-
unni stóð. Stefan hitti Mick Jagger
og trommuleikarann Charlie
Watts í London og Mick var í síma-
sambandi, nánast á hverjum degi,
í marga daga. Hann var mjög
kurteis og virtist vera mjög al-
mennilegur," sagði hann. Hann
sagði að aðalmyndefnið á umslag-
inu væri assírískt ljón.
Hjalti
Karlsson
Listasafn Reykjavíkur í Hafnarhúsinu
Áætlaður
kostnaður
530 mílljónír
ÚTFÆRSLA á tillögu Studio
Granda að hönnun Listasafns
Reykjavíkur í Hafnarhúsinu hefur
verið kynnt í borgarráði. Áætlaður
kostnaður miðað við verðlag í sept-
ember 1997 er 530 milljónir án
búnaðar.
í greinargerð byggingadeildar
borgarverkfræðings með tillög-
unni kemur fram að stefnt er að
samþykkt hennar í byggingar-
nefnd í haust. Bent er á að nokkr-
ar breytingar hafi verið gerðar frá
þeim hugmyndum sem uppi voru
í febrúar árið 1996. Gert er ráð
fyrir að Grafíkfélagið fái aðstöðu
á 1. hæð í norðurálmu og að safna-
búð og þjónustusvæði verði fyrir
öll söfnin í hluta af suðurálmu,
bæði fyrir Listasafn Reykjavíkur
og söfnin í Safnahúsinu við
Tryggvagötu en áður var þar gert
ráð fyrir verslun og þjónustu. í
tillögunni er gert ráð fyrir fyrir-
lestrasal fyrir bæði húsin í vestur-
enda portsins og að hann verði
tengdur við brýrnar sem tengja
saman suður- og norðurálmu
safnsins. Þá er gert ráð fyrir nið-
urgröfnu tæknirými og lagna-
göngum, sem þjóna munu Lista-
safninu og öðrum eigendum húss-
ins, en unnið verður að endurnýjun
stofnlagna í tengslum við komu
safnsins í Hafnarhúsið.
Samkvæmt tímaáætlun er gert
ráð fyrir að öllum framkvæmdum
ljúki um áramótin árið 2000 en
tillaga hefur komið fram um að
Listahátíð árið 1998 fari að hluta
til fram í safninu og er gert ráð
fyrir að ákveðnum hluta fram-
kvæmdanna verði lokið fyrir hátíð-
ina.
\
%
\
\