Morgunblaðið - 17.09.1997, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 17.09.1997, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1997 9 FRÉTTIR * Akvörðun norrænu ráðherranefndarinnar Styrkur til norræns húss í New York SAMSTARFSRÁÐHERRAR Norð- urlanda hafa ákveðið að Norræna ráðherranefndin styrki stofnun norrænnal- menningar- og upplýs- ingamiðstöðvar í New York um 250.000 dollara, eða tæpar 18 milljónir króna. Ríkisstjórn íslands samþykkti fyrr á árinu að styrkja verkefnið um sömu upphæð, að því tilskildu að hin norrænu ríkin legðu einnig eitthvað til þess. American Scandinavian Found- ation í Bandaríkjunum hefur þegar fest kaup á húsi á Manhattan, sem breyta á í norræna menningar- og upplýsingamiðstöð. Heildarkostn- aður vegna kaupa á húsinu, endur- bóta og framlags í stofnsjóð er talinn verða rúmlega milljarður króna. Meirihluti fjárins verður reiddur fram af stofnuninni sjálfri og af söfnunarfé, m.a. frá norræn- um fyrirtækjum, en ASF hefur einnig farið fram á styrki frá ríkis- stjórnum norrænu ríkjanna. Styrkur íslands skilyrtur Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda hefur mjög beitt sér fyrir því að norrænu ríkin styrki þetta mál. Í janúar síðastliðnum ákvað ríkisstjórn íslands að greiða 250.000 dollara til byggingarinnar á fjórum til fímm árum, að því til- skildu að hin ríkin tækju einnig þátt í kostnaðinum. Nú hefur ráð- herranefndin samþykkt samnor- rænan styrk, auk þess sem flest ríkin hafa ákveðið að leggja fé til byggingarinnar einhliða, sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins. Skilyrði fyrir styrkveitingu ís- lands ættu því að vera uppfyllt. Norræna húsið í New York verð- ur á horni Park Avenue og 38. strætis. Sendinefnd Austur-Þýzka- lands hjá Sameinuðu þjóðunum var þar áður til húsa. Glæsilegar haustvorur Ný sending Mikið úrvai af peysum Verð frá kr. 3.900 /'ssa t-í&kuh vervisgötu 52, sími 562 511( $5 cPovce' Fundur verður í Verði - Fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík í Súlnasal Hótels Sögu í kvöld kl. 20.30. Dagskrá: 1. Tillaga stiórnar Varðar - Fulltrúaráðsins um að fram skuli fara prófkjör vegna framboðs til borgarstjórnarkosninga næsta vor. 2. Ræða: Formaður Sjálfstæðis- flokksins, Davíð Oadsson, forsætisráðFierra. Vinsamlega athugið að fundurinn er eingöngu opinn félögum í Fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Stjórnin. V Varðarferð — Þingvellir Vörður — FulltrúaráS sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík efnir til haustferðar til Þingvalla laugardaginn 20. september næstkom- andi. Umsjón með ferðinni hafa sálfstæðismenn í Nes- og Melahverfi. Lagt verður af stað kl. 1 3.30 frá Valhöll, Háaleit- isbraut 1. Við komuna til Þingvalla tekur leiðsögu- maður á móti hópnum og leiðir um Þingvalla- svæðið. Að þvi loknu verður öllum boðið upp á kaffiveitingar í Valhöll þar sem Ólafur G. Einars- son, forseti Alþingis flytur ávarp. Að loknum kaffiveitingum, fjöldasöng og óvæntum uppákomum verður haldið til Reykjavíkur og stefnt að því að koma til baka um sexleytið. Ferðin er ókeypis og þeir sem hafa hug á að taka þátt, eru vin- samlega beðnir að skrá sig á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í síma 568 2900 ekki síðar en á hádegi föstudagsins 19. september. Allir sjálfstseðismenn eru hjartanlega velkomnir. Stjórnin. VERKJA STILLANDI O G FYRIRBYGGJANDI Kynning verður á hitahlífum og M.Pact höggdeyfandi innleggjum frá iRehband.&inum fremsta framleiðenda á þessu sviði, í Lyfju Lágmúla 5 Fimmtudaginn 18. september klukkan 13 til 18 Er vandamálið verkir í: úlnlið nára olnboga læri öxl hné baki ökkla Eða er vandamálið: beinhimnubólga hásinabólga verkir undir hæl tábergsig REHBAND hlífarnar og M-PACT innleggin gætu verið lausnin Bjúkraþjálfari frá Stoðtækjafyrirtækinu 8TOÐ hf. verður á staðnum og veitir ráðgjöf IfcSTVÐ S Rehbancf [£b LYFJA loJ Lágmúla5 SKIPTIKJÖR I BDÐI FYRIR SP 1987 II6A f r I UTBDÐI 24. SEPTEMBER Spariskírteini ríkissjóðs í 2. fl. A 1987 - 6 ár, koma til innlausnar 10. október næstkomandi. Þeir sem eiga þessi skírteini geta tryggt sér skiptikjör á nýjum spariskírteinum í markflokkum í útboði 24. september. Hafðu samband strax við starfsfólk Lánasýslu ríkisins og fáðu nánari upplýsingar. Þar getur þú einnig fengið alla aðstoð við þátttöku í útboðinu. Nýttu þér skiptikjörin og vertu áfram ■ örygginu. 'Íw^s*Í2===^= LANASYSLA RIKISINS Hverfisgata 6, 2. hæð, sími 562 6040 ÚTBOÐ RÍKISVERÐBRÉFA • SALA • INNLAUSN • ASKRIFT aTQd noo

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.