Morgunblaðið - 17.09.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.09.1997, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 210. TBL. 85. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Sprengjutilræði á Norður-frlandi IRA vísar ábyrgð á bug Ný ályktun flokks Kohls um EMU Þýðing- armikil stefnu- breyting Bonn. Reuter. FLOKKUR Helmuts Kohls, kanzl- ai-a Þýzkalands, tók í gær upp nýja stefnu hvað varðar hið áformaða Efnahags- og myntbandalag Evr- ópu, EMU, að þvi leyti að hann Jief- ur nú fallið frá fyrri ósveigjanleika í túlkuninni á aðildarskilyrðum EMU. Slík stefnubreyting stærsta stjómarflokksins þýðir jafnframt breytingu á stefnu ríkisstjórnarinn- ar. Fram að þessu hefur Þýzkaland beitt nágrannaríki sín i Evrópusam- bandinu, ESB, þrýstingi, einkum hvað snertir 3,0% hámarkið á fjár- lagahalla, sem þýzka stjórnin hefur viljað að verði virt út í æsar þegar ákvörðun verður tekin um hvaða ríki uppfylla skilyrðin fyrir stofnað- ild að EMU og hver ekki. Hinni breyttu stefnu er lýst í skýrslu sem nokkri'r forystumenn kristilegi'a demókrata, CDU, og systurflokksins CSU hafa samið og kynnt var í gær. í stað áherzlunnar á að öll ríki sem vilji gerast aðilar að EMU uppfylli til hins ýtrasta sett aðildarskilyrði, eins og þau voru ákveðin í Maastricht-sáttmálanum, er í skýrslunni lögð meiri áherzla á nauðsyn þess að hagkerfi Evrópu- ríkja verði færð nær hverju öðru með markvissum hætti. Eykur líkur á að fleiri ríki verði stofnaðilar EMU Að mati stjórnmálaskýrenda hef- ur hin nýja, „mýkri“ stefna, sem felst í tillögum skýrslunnar, í för með sér, að líkurnar hafi aukizt til muna á að myntbandalaginu verði hleypt af stokkunum á áformuðum tíma, i ársbyrjun 1999, og að stærri hópur ríkja verði úrskurðaður hæf- ur til stofnaðildar að því en annars hefði orðið raunin. Clinton vill aukin völd Bondevik bjartsýnn á stj óraarmyndun Ósltí. Reuter. KJELL . Magne Bondevik, leiðtogi Kristilega þjóðarflokksins og einn helsti sigurvegarinn í þingkosning- unum í Noregi, sagði í gær, að hann hygðist reyna að tryggja sér stuðn- ing Hægriflokksins áður en hann hæfíst handa við stjórnarmyndun. Bondevik sagði, að hann væri bjartsýnni en áður á, að miðflokk- arnir gætu komið sér saman um stjórn en hann kvaðst ekki vilja bera ábyrgð á ríkisstjórn, sem ekki gæti enst nema í skamman tíma. Taldi hann líklegt, að stjórnarmyndunin myndi taka einn mánuð. Bondevik hét því, að stjórnar- skiptin myndu hafa breytingar í for með sér sem tekið yrði eftir. Væntanlega samstarfsflokka greinir á um margt, ekki síst í Evr- ópumálunum, en Miðflokkurinn er ekki aðeins andvígur Evrópusam- bandsaðild, heldur einnig Evrópska efnahagssvæðinu. Vilja draga úr olíuvinnslu Miðflokkarnir þríi-, Kristilegi þjóðarflokkurinn, Vensti'e og Mið- flokkurinn, eru hins vegar sammála um að draga úr olíuvinnslunni en fyrir því er ekki meirihluti á Stór- þinginu. Stjórnmálaskýrendur í Noregi segja, að því loðnari sem hugsanleg- ur stjómarsáttmáli miðflokkanna verði, þeim mun líklegra sé að stjórnin lifi, en aftur á móti verði hún um leið þeim mun svipminni og getu- lausari. Allur kraftur hennar færi í að lifa frá einu málinu til annars. Thorbjprn Jagland, fráfarandi for- sætisráðherra Verkamannaflokks- ins, ætlar að segja af sér 13. október þegar hann hefur lagt fram fjárlaga- frumvarpið en margh' búast við því, að hann muni nota tímann á næst- unni til að styrkja stöðu sína innan flokksins og stokka upp í hópi tilvon- andi nýrra ráðherra. ■ Mörg fótakefli/16 Washington. Reuter. BILL Clinton Bandaríkjaforseti kynnti í gær lagafrumvarp, sem ætlað er að veita forsetanum sérstök völd til að gera viðskiptasamninga fyrir hönd Bandaríkjanna, sem þing- ið í Washington geti ekki breytt, að- eins samþykkt þá eða hafnað þeim. Margir höfðu beðið þess með eftir- væntingu að frumvarpið liti dagsins ljós, ekki sízt vegna þess að Clinton varð að taka tillit til óska margra samherja sinna innan raða Demókrataflokksins, sem vilja tryggja starfsöryggi bandarískra launþega og að tillit sé tekið til um- hverfisverndarsjónarmiða við gerð slíkra samninga við erlend ríki. í frumvarpinu er verndun starfa og umhverfisins látin mynda hluta kjarnaviðskiptasamninga að því leyti sem slík mál snerta utanríkisvið- skipti beinlínis. Reuter Versta hung- ursneyðin í hálfa öld SAMKVÆMT upplýsingum þýzka Rauða krossins látast 10.000 börn úr hungri í Norður-Kóreu á mán- uði og segir talsmaður samtak- anna, sem er nýkominn frá suður- og norðvesturhéruðum landsins, hungursneyðina vera ineðal þeirra verstu í nokkru landi í heiminum frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Meðfylgjandi mynd var tekin í barnaskóla í Hui-Chong héraði í suðurhluta landsins, og var dreift af starfsmönnum Rauða krossins til fjölmiðla í gær. Þroskatruflanir af völdum matvælaskorts gera það að verkum að tíu ára börn líta ekki út fyrir að vera eldri en þriggja til fjögurra ára. Talsmaður kristilegu hjálpar- stofnunarinnar World Vision hélt því fram í gær, að fórnarlömb hungursneyðarinnar gætu þegar verið orðin milli hálf og tvær millj- ónir. Sérfræðingar í málefnum N- Kóreu drógu þessar tölur í efa. Belfast. Reuter. SPRENGJA, sem augljóslega var ætlað að spilla fyi'ir friðarviðræð- unum á Norður-írlandi, sprakk í smábæ nærri Portadown í gær. Talsmenn Sambandsflokks mót- mælenda vildu gera IRA, Irska lýð- veldisherinn, ábyrgan og kröfðust þess, að Sinn Fein, flokki n-írskra lýðveldissinna, yrði vísað burt frá samningaborðinu. IRA vísaði í gær ábyrgð á sprengingunni á bug. Nokkrar skemmdir urðu á lög- reglustöðinni þegar sprengjan sprakk en henni hafði verið komið fyrir í sendibíl. Enginn slasaðist. Grunur leikur á, að tilræðismann- anna sé að leita meðal róttækra lýðveldissinna, sem hafa sagt sig úr lögum við IRA. Mo Mowlam, Norður-írlands- málaráðherra bresku stjórnarinnar, sagði í gær, að sprengingin hefði verið tilræði við friðarviðræðurnar en koma yrði í veg fyrir, að tilræðis- mönnunum tækist ætlunarverk sitt. David Trimble, leiðtogi Sam- bandsflokksins UUP, sem hefur haldið sig fjarri viðræðunum í mót- mælaskyni við að Sinn Fein skyldi hafa verið boðin þátttaka í þeim, hvatti í gær stjórnanda viðræðn- anna, George Mitchell, til að út- hýsa Sinn Fein. Gerry Adams, leiðtogi Sinn Fein, sagði hins veg- ar að sambandssinnar vildu nota sprenginguna til að koma sér hjá því að setjast sjálfir að samninga- borðinu. Reuter LOGREGLUMENN ganga um vettvang sprengingar sem varð í smábænum Markethill nærri Porta- down í gær. Sprengingunni var ætlað að spilla fyrir viðræðum um framtíð N-Irlands sem hófust í fyrradag. 81.000 svindlarar Lagos. Reuter. RUMLEGA áttatíu og eitt þús- und námsmönnum í Nígeríu hefur verið neitað um háskóla- vist eftir að þeir voru felldir fyrir að hafa svindlað á inn- tökuprófi, að því er háskólayfir- völd greina frá. Fjöldi þeirra sem var felldur er rúmlega einn fimmti af öllum þeim 376 þúsund nemendum um allt land er þreyttu inntöku- prófið í háskólann, að því er Bello Salim, prófessor og yfir- maður nemendaskrár, sagði á blaðamannafundi í Lagos í gær. Sagði hann að hægt hefði ver- ið að sýna fram á, svo ekki varð um villst, að stórfellt og víðtækt svindl hefði átt sér stað. Nefndi hann dæmi um að nemendur hefðu skipst á svörum, notað óleyfileg gögn og látið annað fólk taka próf fyrir sig. Aðrir 1.500 nemendm- voru felldir fyr- ir að hafa ekki gefið fullnægj- andi persónuupplýsingar á úr- lausnareyðublöðum sínum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.