Morgunblaðið - 17.09.1997, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 17.09.1997, Blaðsíða 48
 V. minni eyðsla - hreinni útblástur meiri sparnaður MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÚSTHÓLF 3040, NETFANG RITSTJ@MBL.IS AKUREYRl: KAUPVANGSSTRÆTI1 MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Samþykkt stjórnar Sfldarútvegsnefndar . Nefndinni verði breytt í hlutafélag Fræknir Norðmenn heimsækja Blönduós Blönduósi. Morgunblaðið. STJÓRN Sfldarútvegsnefndar hef- ur samþykkt tillögur frá formanni nefndarinnar, Gunnari Flóvenz, þess efnis að stofnuninni verði breytt í hlutafélag í eigu saltenda. Tillagan var samþykkt með 6 sam- hljóða atkvæðum en í henni felst einnig að núgildandi lög um Sfldar- útvegsnefnd og útflutning saltaðr- ar ^sfldar verði felld úr gildi. I tillögu Gunnars segir meðal annars svo: „Þar sem litlar líkur eru á því að Sfldarútvegsnefnd geti áfram gefíð erlendum saltsíldar- kaupendum, sem semja um kaup sín með fyrirframsamningum, tryggingu fyrir því að ekki verði síðar boðin sams konar sfld á við- komandi markaði á lægi’a verði og ennfremur með hliðsjón af þeim breytingum, sem gerðar hafa verið á útflutnings- og sölufyrirkomulagi helztu sjávarafurða landsmanna, samþykkir Síldarútvegsnefnd að beita sér fyrir því - að höfðu sam- ráði við félög sfldarsaltenda - að stofnuninni verði svo fljótt sem unnt er breytt í hlutafélag í eigu saltsfldarframleiðenda og að nú- gildandi lög um Sfldarútvegsnefnd og útflutning saltaðrar síldai’ verði felld úr gildi.“ „Erlendir kaupendur saltsíldar hafa yfirleitt ekki viljað semja um kaup sín með fyrirframsamningum nema þeir hafi tryggingu fyi’ir því að ekki verði síðar boðin sams kon- ar sfld á sömu vertíð á lægra verði en kveðið er á um í fyrirframsamn- ingum,“ segir Gunnar í samtali við Morgunblaðið. „Þar sem ekki er útlit fyrir að unnt verði í framtíð- inni að gefa þeim áfram slíka tryggingu tel ég enga þörf lengur fyrir sérstök lög um Síldarútvegs- nefnd og útflutning saltaðrar sfld- ar.“ Sfldarútvegsnefnd var stofnuð með lögum í desember 1934 og hef- ur áratugum saman verið stærsti útflytjandi saltsfldar í heiminum. HINIR heimskunnu norsku skíða- göngukappar Björn Dæhlie og Veg- ard Ulvang og millivegalengda- hlauparinn Vebjörn Rodahl eru þessa dagana við veiðar í Austur- Húnavatnssýslu ásamt fjölmiðla- fólki frá TV 2 og Se og Hör í Nor- egi. Um frægð þessara kappa er óþarfi að hafa mörg orð en Dæhlie og Ulvang eru margfaldir heims- og ólympíumeistarar í skíðagöngu og Rodahl varð ólympíumeistari í 800 metra hlaupi í Atlanta. Auk íþróttaafreka ei-u þessir menn þekktir fyrir áhuga sinn á útivist og náttúniskoðun og í þeim til- gangi eru þeir nú staddir á Blöndu- ósi. Fóru á gæsaveiðar í gær Norsku gestirnir eru hér í boði Glaðheima hf. sem eiga og reka sumarhús á Blönduósi og þar gista þeir einnig meðan á heimsókninni stendur. Glaðheimamenn hafa og undirbúið komu og skipulagt dag- skrá fyrir hina norsku gesti. I gær fóru þeir Björn, Vegard og Vebjörn á gæsaveiðar og veiddu mjög vel og einnig fengu þeir að kynnast ís- lenska hestinum. Hinir norsku gestir vom mjög ánægðir með gærdaginn og voru mjög spenntir fyrir framhaldinu. í dag er fyrirhugað að fara í siglingu út á Húnaflóa og veiða svartfugl og þorsk. Að sögn Valgeirs M. Baldursson- ar, eins þeirra sem standa að skipu- lagi þessarar dagskrár, ætla menn ekki bara að veiða, það á líka að matreiða villibráðina og í því skyni kom einnig eiim þekktasti mat- reiðslumeistari Noregs, Arne Brimi. Ferðalaginu lýkur síðan á föstu- dag með viðkomu á Hveravöllum á Kili, Gullfossi og Geysi og Bláa lón- inu. Tilkynningarkerfí íslenskra fískiskipa - Sjálfvirkt kerfí í gagnið 1998 SJALFVIRKU tilkynningarkerfi fiskiskipa verður væntanlega kom- ið á þegar á næsta ári, að sögn Halldórs Blöndal samgönguráð- herra, en hann segist gera sér von um að öll ljón séu nú úr veginum og þá verði hægt að koma kerfinu á. Jón Birgir Jónsson, ráðuneytis- stjóri samgönguráðuneytisins, mun á morgun eiga fund með hags- munaaðilum og öðrum sem tengj- t ^ast málinu. „Við erum að ganga frá fjárlög- um næsta árs og ýmsum lausum endum sem snerta það hvemig rík- ið kemur að þessu og hvernig Póst- ur og sími, Slysavamafélagið, Fé- lag smábátaeigenda og LÍU koma að þessu. Þetta snýr annars vegar að öryggismálum eins og tilkynn- ingarskyldan hefur gert hingað til, og hins vegar stefnir sjávarútvegs- ráðuneytið að því að í gegnum sjálfvirku tilkynningarskylduna fái Fiskistofa á degi hverjum boð frá fiskiskipum þannig að hún geti fylgst með því hvar þau eru stödd,“ sagði Halldór Blöndal í samtali við Morgunblaðið. Stofnkostnaður fyrir sjálfvirkt tilkynningarkei’fi er um 110 millj- ónir króna og áætlaður rekstrar- kostnaður þess er 40-50 milljónir króna á ári. Auk þess þarf hvert skip að festa kaup á tækjum sem kosta að minnsta kosti 100-150 þúsund krónur hvert. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson ÞRIR þekktustu íþróttamenn Norðmanna, Ulvang, Dæhlie og Rodahl, á Blönduósi í gær. ;Vt.vvo GGPu i Líkur eru taldar vera á riðuveiki í útigangsfénaði á Vestfjörðum Vilja láta lóga fénaði sem ' gengur á fjallinu Tálkna LANDBÚNAÐARRÁÐUNEYTIÐ hefur beint því að sveitarstjómun- um við Patreksfjörð og Tálknafjörð að sauðfé sem gengur laust í hlíðum fjallsins Tálkna allan ársins hring verði handsamað og lógað. Sigurður Sigurðarson, dýralæknir á Til- raunastöðinni að Keldum, segir að fundist hafi líkur á riðuveiki í heila- -*4sýnum kinda sem náðst hafa. Fram- hjá því sé ekki hægt að líta. Þau sjónarmið em uppi meðal sumra heimamanna að ekki beri að útrýma kindunum á fjallinu þar sem þarna sé villtur kindastofn á ferð- inni sem beri að rannsaka sérstak- lega. Leggja sumir til að svæðið verði girt af. Kindurnar hafa fæðst fjallinu og líklega aldrei komið í hús. „Mér finnst að það eigi að fylgja eftir aðgerðum til að útrýma alvar- legum smitsjúkdómi af fullri einurð en ekki leika sér að eldinum. Land- búnaðarráðuneyti og fleiri aðilar hafa oftar en einu sinni fyrirskipað aðgerðir í þessum efnum,“ segir Sigurður. Erfitt að komast að kindunum Horfur voru á því að riðuveikin breiddist út um alla Vestfirði. Að- gerðir til að uppræta hana segir Sigurður að hafi tekist ótrúlega vel á öllum svæðum að fjallinu Tálkna undanskildu. Reynt hefur verið að smala af fjallinu á hverju ári en landið er erfitt yfirferðar og vand- kvæðum bundið að komast að kind- unum. Sigurður Sigurðarson segir að það hafi staðið til lengi að handsama kindurnar og lóga þeim. Hann segir að sumir telji að þarna sé á ferðinni sérstakur fénaður sem skaði sé að missa. „Þetta er varasamur fénað- ur. Hann býr yfir riðusmiti sem get- ur breiðst út að nýju og eyðilagt mjög kostnaðarsamar aðgerðir. Við höfum fundið riðubreytingar í nokkrum kindum sem náðst hefur í og höfum lagt til að fénaðinum verði eytt. Vilji menn koma sér upp villi- fénaði verða þeir að hafa leyfi til þess og fá hann frá svæðum sem eru ósýkt,“ sagði Sigurður. Sigurður telur þó ljóst að þótt engir séu eigendurnir að fénu sé þeim sem ráða löndum, þ.e. sveitar- stjórnunum, skylt að hreinsa þau. Fiskvinnsla Trostans á Bfldudal Viðræður um sölu ísafirði, Morgunblaðið. VIÐRÆÐUR standa nú yfir milli forsvarsmanna Bolfisks hf. í Bolungarvík og Rauðsíðu ehf. á Þingeyri annars vegar og eigenda Trostans ehf. á Bfldudal hins vegar, um kaup fyrrnefndu aðilanna á fisk- vinnslu Trostans á Bfldudal, en þar eru 24 starfsmenn. Trostan starfrækir fisk- vinnslu og beinamjölsverk- smiðju .á Bíldudal og rækju; verksmiðju á Brjánslæk. í ágúst sl. hóf fyrirtækið vinnslu á hörpudiski og hafa bátar frá Bfldudal séð um hráefnisöflun. Trostan hefur ekki verið í útgerð, heldur hefur fyrir- tækið treyst á afla smábáta og dragnótabáta fyrir fisk- vinnsluna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.