Morgunblaðið - 17.09.1997, Side 14
14 MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Pizza 67
með nýja
símtækni
a 5 ara
afmælinu
VEITINGAHÚSAKEÐJAN
Pizza 67 tekur í dag í notkun
svokallað alnúmer fyrst ís-
lenskra fyrirtækja, sama dag og
5 ára afmæli keðjunnar verður
fagnað. Alnúmer byggist á nýrri
tækni hjá Pósti og síma og felur
í sér að sama símanúmerið,
755-6767, verður hjá öllum veit-
ingastöðum keðjunnar um allt
land. Þegar hringt er í númerið
fæst samband við þann stað sem
er næst viðkomandi viðskipta-
vini.
Gísli Gíslaon, framkvæmda-
stjóri Pizza 67 International,
sagði í samtali við Morgunblaðið
að Pizza 67 væri fyrsta pizzak-
eðjan í heiminum til að nýta sér
þessa nýju tækni. Verið væri að
taka hana upp svæðisbundið í
Bretlandi og Danmörku, en
hvergi hefði sama símanúmerið
verið notað með þessum hætti í
einu landi.
• Sérmerktur bjór
Innan keðjunnar eru nú 16
staðir um allt land. Veitinga-
staðirnir eru allir reknir sam-
kvæmt sérstöku sérleyfi, en
keðjan sjálf einbeitir sér að sölu
sérleyfa og þjónustu við aðila í
kerfinu. Sú þjónusta felst t.d. í
leiðbeiningum, vöruþróun, sam-
eiginlegum auglýsingamálum
Steve Jobs
skipaður
til bráða-
birgða
Cupertino, Kaliforníu. Reuter.
APPLE tölvufyrirtækið hefur
skipað Steve Jobs aðalfram-
kvæmdastjóra, tveimur árum
eftir að Gil Amelio sagði af
sér.
Apple segir að formlega
hafi verið gengið frá skipun
Jobs á fyrsta reglulega fundi
nýrrar stjórnar fyrirtækisins
í síðustu viku og býst við að
nýr aðalframkvæmdastjóri
verði skipaður í árslok.
Jobs, sem var einn stofn-
enda Apple, var nýlega skip-
aður í stjórn fyrirtækisins og
hefur verið ráðunautur henn-
ar í nokkra mánuði.
Hlutabréf í Apple hækkuðu
um 50 sent í 22 dollara.
Amelio stjórnaði Apple í
17 mánuði, en tókst ekki að
binda enda á skriffinnsku og
var rekinn í júlí.
Á fundinum í síðustu viku
ræddi stjórnin við ráðningar-
stjóra sinn, John Thompson
frá Heidrick & Struggles, um
leit að nýjum forstjóra. Þetta
var fyrsti fundur stjórnarinn-
ar síðan hún var skipuð í síð-
asta mánuði.
Öllum á óvart samþykkti
Apple 150 milljóna dollara
íjárfestingu frá keppinautin-
um Microsoft og skipaði fjóra
nýja menn í stjórn: forstjóra
Intuit, Bill Campbell, forstjóra
Oracle, Larry Ellison, fv. yf-
irfjármálastjóra IBM, Jerome
York, og Jobs.
VIÐSKIPTI
Stjórn Fjárfestingarbanka atvinnulífsins ræður forstjóra
Bjami Ármannsson
ráðinn til starfans
Morgunblaðið/Kristinn
BJARNI Armannsson nýráðinn forsljóri Fjárfestingarbanka
atvinnulífsins og Þorsteinn Ólafsson, stjórnarformaður bankans.
Morgunblaðið/Kristinn
og uppbyggingu ímyndar. Jafn-
framt annast fyrirtækið eftirlit
með veitingastöðunum.
í tilefni afmælisins hefur
Pizza 67 látið tappa bjór á sér-
merktar flöskur með nafni og
merki keðjunnar og segir Gísli
að það sé sömuleiðis algjört eins-
dæmi hér á landi. Þá sé ráðgert
að gefa boli með hverri pöntun
sem nær 1.500 krónum.
Pizza 67 hefur sem kunnugt
er haslað sér völl í fleiri löndum
og nú eru starfræktir slíkir
staðir í Danmörku, Noregi og
Tékklandi. Verið er að ganga
frá samningum við sérleyfis-
hafa í Bretlandi og fleiri mál
eru til athugunar. Hér á landi
hafa frá upphafi verið seldar
um 2,5 milljónir pizza, að sögn
Gísla.
STJÓRN Fjárfestingarbanka at-
vinnulífsins hf. réð í gær Bjarna
Ármannsson til starfa sem forstjóra
félagsins. Bjarni hefur störf hjá
bankanum næsta mánudag en á
næstu vikum og mánuðum mun
hann vinna með stjórn félagsins að
mótun markmiða þess og megin-
stefnu gagnvart viðskiptavinum,
starfsmönnum og eigendum en
bankinn tekur til starfa 1. janúar
næstkomandi.
Fjárfestingarbanki atvinnulífsins
hf. er stofnaður á grunni Fiskveiða-
sjóðs Islands, Iðnlánasjóðs, Iðnþró-
unarsjóðs og Útflutningslánasjóðs.
Starfsfólki þeirra sjóða verður boðið
starf hjá Fjárfestingarbanka at-
vinnulífsins eða Nýsköpunarsjóði
atvinnulífsins eigi síðar en 30. októ-
ber nk.
Bjarni Ármannsson er 29 ára
gamall. Hann lauk prófi í tölvunar-
fræði frá Háskóla íslands árið 1990
og MBA prófi frá IMD viðskiptahá-
skólanum í Lausanne í Sviss árið
1996. Bjarni hóf störf hjá Kaup-
þingi árið 1991, varð staðgengill
forstjóra 1993 og gegndi síðan
starfí forstjóra þess frá síðustu ára-
mótum. Bjarni er kvæntur Helgu
Sverrisdóttur hjúkrunarfræðingi og
eiga þau einn son.
Forsljóri en ekki
bankastjóri
Bjarni segir að það verði keppi-
kefli hans að byggja upp Fjárfest-
ingarbankann sem þjónustufyrir-
tæki sem er samkeppnishæft al-
þjóðlega þannig að það nýtist ís-
lensku atvinnulífi vel til þess að
bæta samkeppnisstöðu þess enn
frekar.
Að sögn Bjarna hefur hann valið
að vera titlaður forstjóri en ekki
bankastjóri fyrst og fremst til þess
að undirstrika það að Fjárfestingar-
bankinn er þjónustufyrirtæki sem
vinnur á jafnréttisgrundvelli við
önnur fyrirtæki í landinu.
Að sögn Þorsteins Ólafssonar,
stjórnarformanns Fjárfestingar-
banka atvinnulífsins, var ákveðið á
fyrsta stjórnarfundi félagsins, sem
haldinn var fyrir viku, að bjóða
Bjarna forstjórastarfið en endanleg
ákvörðun um ráðningu hans hafi
ekki verið tekin fyrr en í gær.
Bjarni segir að mikið starf sé
framundan hjá honum og stjórn fé-
lagsins á næstu vikum við að móta
stefnu bankans og hvernig starfsemi
hans verður háttað. „Nýja starfið
leggst vel í mig og mjög spennandi
að fá að taka þátt í uppbyggingu
bankans og mikil áskorun sem felst
í því að geta þjónað atvinnulífínu
þannig að það verði samkeppnishæf-
ara. Eg er því mjög ánægður með
að hafa tekið starfinu en samt sem
áður kveð ég minn gamla vinnustað
með mikilli eftirsjá."
Morgunblaðið/Ásdls
PÁLL Skúlason háskólarektor og Halldór Blöndai samgönguráð-
herra undirrituðu samning um stofnun Flugkerfis hf.
*
Islenska sjónvarpsfélagið á breiðbandinu
Osnmið við Póst og síma
ÍSLENSKA sjónvarpsfélagið hefur
ekki gengið frá neinum samningum
um dreifingu á sjónvarpsefni um
breiðband Pósts og síma hf., að sögn
Hrefnu Ingólfsdóttur, blaðafulltrúa
fyrirtækisins.
í Morgunblaðinu í gær var það
haft eftir Hólmgeiri Baldurssyni,
forstöðumanni íslenska sjónvarps-
félagsins, að félagið hygðist ráðast
í endurvarp á erlendu sjónvarpsefni
um breiðband Pósts og síma og hefði
þegar verið samið við um 15 erlend-
ar gervihnattastöðvar;
Hrefna segir að íslenska sjón-
varpsfélagið hafí rætt við umsjónar-
menn breiðbandsins um hugsanlegt
samstarf, en ekki hafí verið gengið
frá neinum samningum. Þær rásir
sem P&S gæti boðið upp á væru
takmarkaðar og enn væri alls óljóst
hveijir fengju aðgang að þeim. Hún
segir að viðræður standi yfír við fjöl-
marga aðila, innlenda og erlenda, um
hugsanlegt samstarf og stefnt sé að
því að heij'a útsendingar í október.
Flugmálastjórn og Háskóli Islands stofna hlutafélagið Flugkerfi hf.
Stór verkefni framund-
an á erlendum vettvangi
STOFNFUNDUR hlutafélagsins
F’lugkerfí hf., sem er í eigu Flug-
málastjórnar og Háskóla íslands, var
haldinn í gær og verður hlutverk
félagsins að vinna að þróun, rann-
sóknum og hvers konar þekkingar-
öflun á sviði flugstjórnar- og flug-
leiðsögiitækni. Með stofnun hlutafé-
lagsins verður rennt sterkari stoðum
undir þá starfsemi sem á rætur að
rekja til samstarfs Flugmálastjórnar
og Kerfísverkfræðistofu Verkfræði-
stofnunar Háskólans sem staðið hef-
ur í tæplega tvo áratugi.
Samstarfið hefur einkum beinst
að rannsóknar- og þróunarverkefn-
um fyrir alþjóðaflugþjónustuna sem
rekin er hér á landi samkvæmt sér-
stökum samningi á vegum Alþjóða-
flugmálastofnunarinnar. Meðal
þeirra verkefna, sem þannig hafa
verið unnin, eru þróun skeytadreifi-
kerfis, ratsjárvinnslukerfis, flugum-
ferðarhermis, sjálfvirks flugeftirlit-
skerfís og ýmiss konar athuganir á
sviði staðsetningartækni, en um er
að ræða brautryðjendastarf á sviði
sem til skamms tíma var aðeins tal-
ið á færi erlendra stórfyrirtækja.
Verkefni á vegum ESB
Þorgeir Pálsson flugmálastjóri
sagði í samtali við Morgunblaðið að
mörg verkefni væru fyrirliggjandi hjá
Flugkerfum hf. Þar á meðal væru
stór þróunarverkefni á sviði ratsjár-
vinnslutækni, þróunarverkefni í
Namibíu og mörg önnur verkefni á
sviði flugstjómartækni. Meðal annars
tekur félagið nú þegar þátt í þróunar-
verkefni á vegum Evrópusambands-
ins og í undirbúningi er samvinna
við Dani um þróun á sjálfvirku til-
kynningakerfi fyrir flugvélar.
Þorgeir sagði að á þessari stundu
væri of snemmt að segja til um hver
velta þess yrði, en fyrstu áætlanir
þar að lútandi lægju hins vegar fyrir.
„Það verður fyrsta verkefni
stjórnar að fara yfír þær áætlanir
sem liggja fyrir og gera sér grein
fyrir því hversu hratt félagið mun
vaxa. En það eru mörg verkefni sem
liggja fyrir bæði fyrir alþjóðaflug-
þjónustuna og verkefni á erlendum
vettvangi," sagði Þorgeir.
Stjórnarformaður Flugkerfa hf.
var kjörinn Einar Kristinn Jónsson
rekstrarhagfræðingur, en auk hans
skipa aðalstjórn þau Þorgeir Pálsson
flugmálastjóri og Anna Soffía
Hauksdóttir, prófessor og forstöðu-
maður Kerfisverkfræðistofu Há-
skóla íslands. Brynjar Örn Arnarson
rafmagnsverkfræðingur hefur verið
ráðinn framkvæmdastjóri félagsins.
Nýr forstjóri
hjá Kaup-
þingi hf.
SIGURÐUR Einarsson hefur verið
ráðinn forstjóri Kaupþings hf. í stað
Bjarna Ármannssonar. Stjórn fé-
lagsins gekk frá ráðningunni í gær
og tók Sigurður þegar í stað við
stjórnartaumunum.
Sigurður Ein-
arsson hefur
starfað hjá
Kaupþingi síðan
árið 1994 og ver-
ið aðstoðarfor-
stjóri þess frá
árinu 1996. Á
tímabilinu frá
ágúst til desemb-
erloka í fyrra var
Sigurður starfandi forstjóri fyrir-
tækisins.
Sigurður er 37 ára að aldri. Hann
er hagfræðingur frá Kaupmanna-
hafnarháskóla og starfaði áður hjá
íslandsbanka og Den Danske Bank
a/s í Kaupmannahöfn. Hann er
kvæntur Arndísi Björnsdóttur við-
skiptafræðingi og eiga þau tvö börn.
<
I
>
t
i
>
!
i