Morgunblaðið - 17.09.1997, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Pingmenn aeila á Jblnn og banKabreytíngamar:
OG svo kom álfadrottningin með töfrasprotann og breytti kvakandi ríkisfroskum
í kvakandi H.F. froska . . .
*
Agæt
skilyrði
í hafinu
við Island
Morgunblaðið/Halldór Gunnarsson
BRÚARFRAMKVÆMDIR eru nú hafnar við írárbrú,
Vestur-Eyjafjöllum.
írárbrú breikkuð
ÁGÆT skilyrði eru í hafínu við ís-
land allt í kringum landið, nema það
að Austur-íslandsstraumurinn teyg-
ir sig enn langt í suður djúpt út af
Austfjörðum, eins og hann hefur
gert það sem af er þessu ári. Svend-
Aage Malmberg, haffræðingur hjá
Hafrannsóknastofnun, segir að ekki
sé útlit fyrir annað en skilyrði verði
áfram góð í hafínu næstu mánuði.
í seiðaleiðangri Hafrannsókna-
stofnunar sem lauk í byijun mánað-
arins fannst mikið af seiðum flestra
fisktegunda. Jafnmikið af þorsk-
seiðum hefur ekki fundist frá árinu
1984. Svend-Aage sagði að ástand
hafsins væri í mjög góðu lagi. Gott
streymi hlýsjávar væri inn á norður-
mið. Það hefði verið gott í fyrra og
væri ekki síðra nú. Auk þess væri
hafísinn langt undan og mikil upp-
hitun í efstu lögum sjávar. Það eina
sem varpaði einhveijum skugga á
þetta væri Austur-íslandsstraumur-
inn sem næði langt suður eftir.
Aðspurður sagði Svend-Aage að
þetta væri gott svo langt sem það
næði. Það væru engar breytingar
fyrirsjáanlegar næstu mánuði, en
hins vegar ómögulegt að segja fyrir
hvernig ástandið yrði á næsta ári.
ísiand á krossgötum
hafstrauma
Aðspurður hvort ástandið í höfun-
um á norðurslóðum tengdist með
einhveijum hætti sagði Svend Aage
að það gengi í bylgjum. Hitastig í
Barentshafi væri að lækka og í ár
væri þar talsvert kaldara en á síð-
asta ári. Þá færi heldur hiýnandi í
Labradorhafí, en það væri oft þann-
ig að það væri andstætt hvað gerð-
ist í Barentshafí annars vegar og í
hafínu við Nýfundnaland hins veg-
ar. Aftur á móti væri hafíð við Is-
land á krossgötum hafstrauma að
sunnan og norðan og því væri miklu
flóknara að segja til um þróunina
hér við land.
Holti. V-F.yjafjallahrcppi.
Vegagerðin hefur hafið breikk-
un brúarinnar við Irá, Holtsá,
Kaldaklifsá og Skógá.
Breikkun brúanna er á áætl-
un og er reiknað með að Holts-
árbrúin verði breikkuð næst.
Þetta er meiri framkvæmd en
virst gæti. Fyrst var írá brúuð
á ný með bráðabirgðavegagerð
og tveimur stórum rörum og
síðan hafist handa við að reka
sex 25 m langa steypustaura
niður við hvert fjögurra horna
brúarinnar með fallhamri og
þjálp krana. Staurarnir ganga
mislangt niður, flestir um 16 m.
Högg fallhamarsins berg-
mála i fjöliunum þannig að þeg-
ar góð veðurskilyrði eru hey-
rast þau langar leiðir og minna
sveitunga á þessa brúarbót sem
svo kær er.
Leikmannaskóli kirkjunnar
Námskeiðin glæða
skilning á hlut-
verki kirkjunnar
Um þessar mundir
er að hefjast sjö-
unda starfsár
Leikmannaskóla kirkjunn-
ar. Skólinn er rekinn í
samvinnu fræðslu- og
þjónustudeildar kirkjunn-
ar og guðfræðideildar Há-
skóla íslands. Sr. Örn
Bárður Jónsson, fræðslu-
stjóri kirkjunnar, segir að
upphaflega hafí skólinn
verið hugsaður fyrir
sóknarnefndarfólk og
starfsfólk safnaða. „Við
fundum hins vegar fljótt
að fræðslan höfðaði líka
til almennings og nú hafa
alls um fimm hundruð
manns sótt skólann á liðn-
um vetrum."
- Hverskonar nám er í
boði hjá skólanum?
„Annars vegar erum við
með samfelld vetrarnám-
skeið sem standa frá miðj-
um september og fram á
vor og hins vegar stutt, stök nám-
skeið. Á samfellda námskeiðinu
mætir fólk öll miðvikudagskvöld
í vetur þar sem ýmsir kennarar
fara í helstu greinar guðfræðinn-
ar.
Þar er til dæmis farið í kirkju-
sögu og helgisiði kirkjunnar. Fjall-
að er um tilurð gamla og nýja
testamentisins og staða leikmanna
í kirkjunni skoðuð. Kynntir eru
undirstöðuþættir kristinnar trúar
og fjallað um sálgæsluhlutverk
kirkjunnar. Þá er kristin siðfræði
til umijöllunar og afstaða hennar
til ólíkra málefna í samtíðinni.“
Sr. Örn Bárður segir að í lok
hverrar kvöldstundar sé boðið upp
á helgistund en það hefur um árin
verið eindregin ósk nemenda.
- Hvaða stöku námskeið bjóðið
þið einnig uppá?
„Þau hafa verið breytileg frá
ári til árs því oft er það sama
fólkið sem kemur jafnvel eftir
vetrarnámskeiðið og vill fræðast
meira. Að þessu sinni er þátttak-
endum boðið að fræðast um boð-
orðin tíu, sögu kvenna og kirkj-
unnar, karlímyndin í biblíunni er
skoðuð svo og konurnar í bibl-
íunni. Fjölskyldan og hin ólíku
tímabil í lífi hennar er inntak eins
námskeiðsins og kærleiksþjónusta
kirkjunnar yfírskrift annars. Þá
er messan útskýrð og fjallað um
passíusálmana, guðrækni og
bænalíf."
Sr. Örn Bárður segist sérstak-
lega vilja benda á að margar kon-
ur kenni á þessum námskeiðum.
„Kirkjan hefur oft legið undir
ámæli fyrir að konur ___________
eigi erfitt uppdráttar
innan kirkjunnar en að
þessu sinni er hlutur
kvenna stærri en áður.“
- Eru einhver inn-
tökuskilyrði? ---------
„Nei, inntökuskilyrði
eru engin og allir velkomnir. Ekki
er heldur krafist heimavinnu og
engjn próf lögð fyrir þátttakend-
ur. í sumum tilfellum leggja kenn-
arar fram gögn eða vísa í bækur
ef áhugi er fyrir frekari fræðslu.
En fyrst og fremst er þetta tilboð
um að koma og hlusta og vera
með. Þannig er í raun og veru
allt starf kirkjunnar."
- Hverjir eru það aðallega sem
sækja þessi námskeið?
„Þetta er fólk sem hefur áhuga
á að fræðast um kristna trú. Oft
eru þátttakendur á miðjum aldri,
komnir á svokallaðan þroskaaldur,
og farnir að gefa sér tóm til að
velta fyrir sér tilvistarspurning-
Morgunblaðið/Sverrir
Sr. Örn Bárður Jónsson
►Sr. Orn Bárður Jónsson
fæddist á ísafirði árið 1949.
Eftir að hafa lokið verslunar-
prófi úr Verslunarskóla Islands
stundaði hann starfsnám í end-
urskoðun. Hann fór á guð-
fræðinámskeið í Englandi frá
árunum 1977 til 1978. Sr. Örn
Bárður var vígður djákni til
þjónustu í Grensássöfnuði árið
1979. Hann lauk guðfræðinámi
frá Háskóla íslands árið 1984
og var vígður sama ár til
Garðasóknar í Garðabæ. Hann
var sóknarprestur í Grindavík
frá árinu 1985-1990. Sr. Örn
Bárður var verkefnisstjóri
safnaðaruppbyggingar til árs-
ins 1995. Það ár lauk hann
„Doctor of ministry" námi í
safnaðarfræðum frá Fuller
Theological Seminary í Kali-
forníu. Hann tók við starfi
fræðslustjóra kirkjunnar árið
1995 og hefur gegnt því síðan.
Sr. Örn Bárður er kvæntur
Bjarnfríði Jóhannsdóttur
sjúkraliða og eiga þau fimm
börn.
„Nemendur
hlusta og taka
virkan þátt í
umræðum
um. Konur hafa verið áberandi
þó karlmenn séu auðvitað líka á
námskeiðunum. Ein stétt hefur
verið áberandi og það eru grunn-
skólakennarar."
Sr. Örn Bárður segir að reynt
sé að stilla námskeiðsgjöldum í
hóf, vetramámskeiðið sem stend-
ur fram á vor kostar 5.000 krónur
en hvert hinna stöku námskeiða
kosta 2.000 krónur.
Kennarar fá nám-
skeiðin metin til launa-
hækkana.
- Hefur aðsóknin
að skólanum aukist
með árunum?
„Já, tvímælalaust.
Hún var heldur dræm til að byija
með. Um leið og almenningi var
boðið að vera með jókst aðsóknin.
Nú síðari ár hafa að meðaltali um
30 manns sótt vetrarnámskeiðin
og síðan 20-30 sótt hvert hinna
stöku námskeiða." Sr. Örn Bárður
segir að fólk hafi komið víða að
og lagt á sig að aka vikulega til
Reykjavíkur frá Borgarnesi og
Hvolsvelli svo dæmi séu tekin. Þá
hafa kennarar líka boðið nám-
skeiðin úti á landi ef næg þátttaka
hefur verið.
„Við höfum fundið að nám-
skeiðin hafa vakið og glætt áhuga
fólks á kirkjunni og safnaðar-
starfí almennt."