Morgunblaðið - 17.09.1997, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.09.1997, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1997 15 VIÐSKIPTI Afmælis- fundur Verslunar- ráðsins VERSLUNARRÁÐ íslands fagn- ar í dag 80 ára afmæli sínu og verður af því tilefni efnt til hádeg- isverðarfundar í Súlnasal Hótels Sögu. Aðalræðumaður fundarins verður Davíð Oddsson, forsætis- ráðherra, sem fjalla mun um stöðu íslands á nýrri öld í nýju alþjóðlegu umhverfi. Fundurinn hefst kl. 12.00 og verður opinn félagsmönnum í Verslunarráði og boðsgestum ráðsins. Verslunarráðið var stofnað 17. september 1917 og hefur frá upp- hafi verið málsvari félaga sinna í samskiptum við opinbera aðila. Að stofnun ráðsins stóðu kaup- menn, iðnrekendur og útgerðar- menn, bæði farskipa og fiski- skipa. Aðild að ráðinu eiga nú fyrirtæki úr öllum atvinnugrein- um, verslun, iðnaði, útgerð, físk- vinnslu, flutningum, ferðaþjón- ustu, fjármálaþjónustu og hvers kyns annarri þjónustustarfsemi. Tæknival og Tok sameinast Ursula Mantz-Muller frá GIVENCHY GENGIÐ hefur verið frá samkomu- lagi milli Tæknivals hf. og Tok, Tölvuvinnslu og kerfishönnunar ehf., um sameiningu fyrirtækjanna undir nafni Tæknivals. Eigendur Tok eignast hlut í Tæknivali við sameininguna, en hlutafé í Tækni- vali verður aukið. Tok hefur um árabil selt bók- haldsforritið Tok og eru viðskipta- vinir fyrirtækisins um 2.200 talsins. Veltan hefur aukist um 35% það sem af er árinu. Hjá Tok starfa um 20 manns og ganga þeir til liðs við hugbúnaðardeild Tæknivals. Þar með verða starfsmenn hugbúnaðar- deildarinnar orðnir 60 og starfs- menn Tæknivals samtals 225. Markmiðið með sameiningunni er að koma á fót öflugu hugbúnað- arhúsi til að takast á við framtíðar- verkefni við þróun lausna á sviði bókhalds- og upplýsingakerfa fyrir stór og smá fyrirtæki og stofnanir. Hugbúnaðardeildin mun bjóða bók- Betri afkoma hjá Fiskiðju Skagfirðings hf. fyrstu sex mánuði ársins Hagnaður nam 2,5 millj. kr. HAGNAÐUR af rekstri Fiskiðjunnar Skagfirðings hf. (FISK) á Sauðar- króki á fyrstu sex mánuðum þessa árs nam 2,5 milljónum króna. Er þetta umtalsverður bati á afkomu félagsins frá því á síðasta ári þegar um 262 milljóna króna tap varð af rekstri félagsins. Velta fyrirtækisins á fyrri árs- helmingi nam 1.033 milljónum króna og nam hagnaður fyrir afskriftir og Qármagnskostnað 168 milljónum króna. Að sögn Jóns Friðrikssonar, fram- kvæmdastjóra Skagfírðings, stafar betri afkoma nú fyrst og fremst af áherslubreytingum í vinnslu, auk þess sem talsvert minna hafi verið lagt í Smuguveiðar að þessu sinni. í fyrra hafi félagið haldið fjórum skipum úti í Smugunni en í ár hafí aðeins eitt skip verið sent þangað til veiða. Á síðasta aðalfundi félagsins var samþykkt að breyta reikningsári þess svo það verði hið sama og kvótaárið, þ.e. frá 1. september til 31. ágúst. Því muni nýliðið rekstrar- ár aðeins vera 8 mánuðir. Segist Jón vænta þess að afkoma félagsins Ríkisvíxlar fyrir 2.636 milljónir króna TEKIÐ var tilboðum fyrir 2.636 milljónir króna í útboði þriggja, sex og tólf mánaða ríkisvíxla sem fram fór hjá Lánasýslu ríkisins í gær en alls barst 21 gilt tilboð í ríkisvíxla að fjárhæð 3.036 milljónir króna. Með þessu útboði skuldbatt ríkis- sjóður sig til að taka tilboðum á bil- inu 300 til um það bil 2.500 milljón- ir króna. Meðalávöxtun samþykktra haldsforritið Tok fyrir smærri fyrir- tæki, en Cöncord XAL kerfí fyrir stærri fyrirtæki, að því er segir í frétt. Rúnar Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Tæknivals hf., segir mikilvægt fyrir fyrirtækið að fá inn nýjan hóp starfsmanna með mikla reynslu ásamt þeim viðskiptum sem Tok hafi haft. Tok hafi þróað bók- haldshugbúnað sem náð hafí mikilli útbreiðslu á markaðnum og sé nú t.d. í notkun hjá um 60% af öllum endurskoðunarfyrirtækjum. Fyrir- tækið hafi sömuleiðis haft orð á sér fyrir góða þjónustu og heiðarleika í viðskiptum. „Fyrir Tæknival er þetta áframhald á þeirri þróun að bjóða alhliða hugbúnað fyrir við- skiptavini okkar.“ Hann segir veltu Tok hafa numið um 44 milljónum fyrstu sex mánuði ársins og stefnt hafi í um 80 millj- óna veltu yfir árið í heild. Þá hafi hagnaður fyrstu sex mánuði ársins numið um 6 milljónum. verði svipuð á nýliðnu reikningsári og á fyrstu sex mánuðum ársins. Reiknað með 60 milljóna króna hagnaði á næsta ári Jón segir að gert sé ráð fyrir rúm- lega 60 milljóna króna rekstrarhagn- aði á næsta ári. Reiknað sé með því að heildarvelta félagsins muni nema liðlega 2.230 milljónum króna og rekstrargjöld fyrir utan afskriftir og fjármagnsliði verði rúmlega 1.760 milljónir króna. Að sögn Jóns hefur Skagfírðingur nú 15.000 tonna kvóta til ráðstöfun- ar, þar af um 4.100 tonn af þorski sem sé 1.000 tonna aukning frá fyrra kvótaári. Vegna þessarar aukningar og aukinnar fjölbreytni í framleiðslu muni starfsfólki í land- vinnslu FISK verða fjölgað á næst- unni. Jón segir að jafnframt sé nú kannað hvort hagkvæmt kunni að reynast að breyta einu af skipum fyrirtækisins í vinnsluskip, með það í huga að minnka áherslu á útflutn- ing á ferskum karfa til Þýskalands og vinna þess í stað karfann úti á sjó og taka hann síðan til frekari vinnslu eða pökkunar í landi. tilboða í ríkisvíxla er 6,84% og sex mánaða 6,88% og er það í samræmi við ávöxtunarkröfu á Verðbréfaþingi íslands í dag. Engin samkeppnistil- boð bárust í 12 mánaða ríkisvíxla að þessu sinni. Næsta útboð ríkisverðbréfa er útboð spariskírteina miðvikudaginn 24. september 1997. Aðrír kynningardagar Evíta Kringiunni 19.9 Vesturbæjarapótek 25.9 Hygea Kringlunni 26.9 ásamt Báru Björnsdóttur snyrtifræðingi verða með kynningar á haust- og vetrartískunni: Austurbæjarapótek mið. 17.9 kl. 14-18 Hygea Kringlunni fim. 18.9 kl. 14-18. Rós Engihjalla 2.10 Laugavegsapótek 3.10 ái í ír&H&ku. Avoriaz, höfuðstaöur vetraríþrótta og draumaveröld fyrir alla fjölskylduna Jóla- og áramótaferð með Þorfinni Ómarssyni 20. desember - 3. janúar (aðeins 6 vinnudagar). Vcró 89.580 kr.‘ Dólóinítafjöll -draumalendur skíðamanna Val di Fassa 7 dagaferð 31. janúar wwniraiM á maim í tvíbýli á Gami Tyrolia. á mann m.v. 2 í stúdíói í 2 vikur. 75.880 kr.‘ á mann m.v. 4 í íbúð í 2 vikur. 73.380 kr.‘ á mann m.v. 6 í íbúð í 2 vikur. Avoriaz er ævintýraheimur skíðamanna hátt uppi í irönsku Ölpunum, skíðaþorp í glitrandi snjó undir tindrandi stjömum þar sem stemningin er engu lík og jól og áramót em stórkostleg upplifun sem aldrei gleymist. Bókanir og allar nánari upplýsingar um jólafcrð til Avoriaz og skíðaferðir til Austumkis og Ítalíu á söluskrifstofunni í Kringlunni. Sími 50 S0 795. Kirchberg/Kitzbúhel 9 daga ferð 15. janúar Veró fra 54.860 kr.: á mann i tvíbýli. Nýi sklðabæklingurinn liggur franuni á öUum sölu- og ferðaskrifstofum. 'Innifaliö: flug, nítuferðir til og frá flugvelli erlendis. gisting. fararstjöm og flugvallarskaltar. Veíiir Flugleiða á Intemetinu: www.icelandair.is Netfang fyrir almennar upplýsingar info@icelandair.is FLUCLEIDIR Traustur tslenskur ferðafélagi Fagmennska í fyrirrúmi í ÞRÓTTIR í Sjónvarpinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.