Morgunblaðið - 17.09.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.09.1997, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Iðnaðarráðherra og Akraneskaupstaður skipa gerðardóm Sementsverksmiðj - an greiði lóðagjöld IÐNAÐARRÁÐHERRA hefur fall- ist á tilkall Akranesbæjar til eignar- umráða yfir lóð Sementsverksmiðju ríkisins og að verksmiðjan muni eftirleiðis greiða lóðarleigu og skipulags- og byggingargjöld til sveitarfélagsins. Að sögn Gunnars Sigurðssonar, forseta bæjarráðs á Akranesi, lét Akraneskaupstaður ríkinu endur- gjaldslaust í té lóð undir verksmiðj- una árið 1948 og hafa fyrrgreind gjöld til sveitarfélagsins aldrei verið greidd í 49 ára sögu verksmiðjunnar. Jafnframt hafa iðnaðarráðherra og Akraneskaupstaður komið sér saman um skipun þriggja manna gerðardóms til að fjalla endanlega um réttmæti kröfu sveitarfélagsins til greiðslu þessarra gjalda fyrir lið- inn tíma. Oddamaður verður Eiríkur Tómasson lagaprófessor en fulltrúi iðnaðarráðuneytis er Benedikt Árnason og fulltrúi Akurnesinga er Guðmundur Vésteinsson. Uppreiknuð krafa bæjarins fyrir allt tímabilið nemur rúmum 100 milljónum króna. Gunnar sagði að ekki hefði verið gengið eftir greiðslu þessara gjalda fyrr en nú að framundan væri sala á hlut ríkisins í verksmiðjunni. Bæjarbúar hefðu því ekki fengið bein gjöld en notið að sjálfsögðu atvinnunnar sem verksmiðjan hefði fært þeim. „Okkur fannst að ríkið ætti ekki að geta selt það sem því var látið í té til afnota og það hef- ur aldrei greitt fyrir,“ sagði Gunnar. Fjárhæðin lögð fram sem hlutafé Hugmyndir bæjarins hafa m.a. gengið út á að verði komist að þeirri niðurstöðu í gerðardóminum að Akraneskaupstaður eigi réttmæta kröfu til ríkisins vegna framlaga bæjarins til verksmiðjunnar með þessum endurgjaldslausu afnotum og uppbyggingu á lóð verði sú fjár- hæð lögð fram sem hlutafé bæjarins í verksmiðjunni. Sala á hlut ríkisins í Sements- verksmiðjunni er nú í undirbúningi og segir Gunnar Sigurðsson að á fundi fulltrúa bæjarins með iðnað- arráðherra nýlega hafi bæjarstjórn- inni verið veittur frestur til loka mánaðarins til þess að komast að niðurstöðu um áhuga bæjarins á að leggja fram tilboð í verksmiðj- una. Gunnar sagði að bæjarstjómin væri að láta skoða alla þætti þess máls; hvort bærinn ætti að huga nánar að mögulegri eignaraðild að verksmiðjunni og þá í hvaða formi. Rúmlega 100 metra haft eftir í Hvalfjarðargöngum tt? Langsnið eftir Hvalfjarðargöngunum mimijörðm) við Holabru , , (HILáteikningu = 411) v|ðSaurbæ ------ Hvnlfinrn 11 r —50111 Nú er búlð ad grafa um I 2.380 m aO noröanverðu | . .fíúml. 110 m eru ellít~ .. ogum 3.000 mefra að sunnanverðu. Um 5.380 m búnir, rúmlega 110 m eflir. JARÐGÖNGIN verða um 5.484 m löng og liggja dýpst 165 m undir yfirborði sjávar. Þrjár akreinar verða á veginum I göngunum að norðanveröu, en tvær að sunnanverðu. Hallinn að norðan verður svipaður og I Bankastræti en að sunnan minni en I Kömbunum. Morgunblaðið/Golli Nýjar hlaupa- brautir í Kaplakrika VERIÐ var að leggja lokahönd á frágang nýs fijálsíþróttavall- ar í Kaplakrika í Hafnarfirði í gær. Er ljósmyndara Morgun- blaðsins bar þar að var þýskur starfsmaður framleiðenda gerviefnisins að mála síðustu brautarmerkingarnar. Völlur- inn nýi mun valda byltingu í aðstöðu hafnfirskra frjáls- íþróttamanna, sem átt hafa á að skipa öflugasta félagsliði landsins undanfarin ár. Ráðningu fréttastjóra frestað á ný ÚTVARPSRÁÐ frestaði á fundi sín- um í gær um viku að afgreiða um- sóknir um starf fréttastjóra Rík- issjónvarpsins. Frestunin var að frumkvæði Guð- rúnar Helgadóttur, fulltrúa Alþýðu- bandalags í ráðinu, sem bað um að umsækjendur legðu fram greinar- gerð eða umsögn um hugmyndir sín- ar um rekstur fréttastofunnar. Ekki var heldur tekin afstaða á fundinum til umsagna um starf framkvæmdastjóra sjónvarpsdeildar Ríkisútvarpsins. Hins vegar samþykkti útvarpsráð einróma að ráða Ævar Örn Jóseps- son í starf dagskrárgerðarmanns á Rás 2. Stefnt að síðustu sprengingu 3. október Alþjóðlegur vinnufundur um varnir gegn hnignun beitilanda Svipuð vandamál um allan heim Morgunblaðið/Golli OLAFUR Arnalds og Bo Kjellén benda á að í raun séu menn um alla jarðarkringluna að glíma við nyög svipuð vandamál hvað eyði- merkurmyndun varðar. heldur kuldi, eld- fjöll, sandur frá jökl- um o.fl. en allt ber þetta þó að sama brunni. Við höfum farið yfir þann þrö- skuld sem við áttum ekki að fara, við gættum ekki hófs, vegna þess að við skildum ekki náttúr- una,“ segir Ólafur ennfremur. Af mikilli reynslu að miðla Hann segir ís- lendinga hingað til ekki hafa tekið mik- inn þátt í alþjóðlegu STEFNT er að því að sprengja síðasta haftið í jarðgöngunum undir Hvalfjörð 3. október næstkomandi. Síðastliðinn mánudag var eftir að grafa 112 metra svo göngin næðu alla Ieið undir Hvalfjörð. Fram- kvæmdirnar eru fjórum til fimm mánuðum á undan áætl- un. í byijun vikunnar var búið að grafa rétt tæplega þijá kíló- metra að sunnanverðu og 2.380 metra að norðanverðu. Jóhann Kröyer, yfirverkstjóri þjá Foss- virki, segir að það hefði flýtt verkinu að það hefði verið unn- ið á rúllandi vöktum. Unnið hefði verið allan sólarhringinn alla daga vikunnar. Ekki hefði verið gert ráð fyrir sólar- hringsvöktum allan verktímann í upphaflegum áætlunum. Einn- ig hefði búnaðurinn verið betrumbættur og reynsla starfsmanna frá Vestfjarða- göngunum skilaði sér vel. Sprengt fyrir vatnsþró „Núna erum við að sprengja fyrir vatnsþró að norðanverðu og því er hægari gangur á þessu en ella. Vatnsþróin á að taka 2.000 rúmmetra af vatni. Þar erum við líka að taka út kjarna úr berginu til þess að sjá betur hvað er framundan. Við reiknum með að kjarnabora 70 metra áður en haldið verður áfram að grafa,“ sagði Jóhann. Hann segir að reiknað sé með nokkru meira misgengi í haft- inu sem eftir er en oftast áður. Ekki sé ólíklegt að það komi leki síðustu metrana en bergið verði þá þétt. Fram að þessu hefur verið sprengt 1.100 sinn- um í göngunum. HÉR á landi eru nú staddir rúmlega 50 erlendir vísindamenn frá 30 ríkj- um heimsins, auk á þriðja tug ís- Ienskra þátttakenda, á alþjóðlegum vinnufundi um varnir gegn hnignun beitilanda. Fundurinn hófst á Hótel Loftleiðum í gær, í dag verður hald- ið í vettvangsferð um Suðurland undir fararstjórn Vigdísar Finnboga- dóttur og endað á Kirkjubæjar- klaustri, þar sem fundi verður fram haldið á fimmtudag og föstudag. Nýverið var gerður sáttmáli á vettvangi Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir til að spoma við myndun eyðimarka og eru íslendingar meðal þeirra þjóða sem gerst hafa stofnað- ilar að sáttmálanum. Yfírmaður sátt- málans, Svíinn Bo Kjellén, er meða þátttakenda á fundinum hér og hélt m.a. inngangserindi fundarins í gær- morgun. Kjellén sagði í samtali við Morg- unblaðið að samningaviðræðurnar vegna sáttmálans hefðu gengið ótrú- lega vel, þar sem í raun hefðu ekki margir trúað á að hann gæti orðið að veruleika. Nú þegar hefðu yfir 100 þjóðir gerst aðilar að sáttmálan- um sem væri stór áfangi. Hann sagði það athyglisvert að um allan heim væru menn að glíma við sömu vandamálin hvað landeyðingu varð- aði. Við skildum ekki náttúruna í sama streng tekur einn af skipu- leggjendum fundarins, dr. Ólafur Arnalds, jarðvegsfræðingur hjá RALA. „Það er mjög merkilegt að hér lýsa menn vandamálum í sínum heimalöndum víða um heim sem eru í raun mjög svipuð og þau sem við þekkjum hér. Við íslendingar erum alls ekki einir um þessi vandamál og þau eru ekkert ólík því sem verst þekkist annars staðar í heiminum,“ segir hann og telur upp þau lönd sem sagt hefur verið frá á fundinum. Þeirra á meðal eru Pategónía í Arg- entínu, Mongólía, hálendi Kína, Eþí- ópía, Erítrea, Senegal, Ástralía, Nýja-Sjáland, Bandaríkin o.fl. „Allar sögurnar sem þetta fólk er að segja eru í raun og veru eins. Þetta eru landsvæði sem eru mjög viðkvæm af ýmsum orsökum, oftast, er það þurrkur eða mjög óreglulegt regn sem veldur því að þessi vist- kerfi eru mjög viðkvæm. Hér á landi eru þurrkarnir ekki aðalvandamálið, samstarfi á þessu sviði en einbeitt sér að vandamálunum hérlendis. Nú sé þó verið að efla þátttöku íslend- inga í alþjóðlegu samstarfi og fund- urinn nú sé liður í því. „Okkur hefur tekist að ná saman hér mjög sérstök- um hópi vísindamanna alls staðar að úr heiminum og hópurinn er mun fjölbreyttari en sést hefur á svona ráðstefnum áður," segir hann, en alls taka þátt rúmlega 50 vísinda- menn frá 30 löndum. Ólafur bendir á að íslendingar hafi barist við jarðvegseyðingu á skipulagðan hátt lengur en flestar aðrar þjóðir, þannig að hér búi menn því yfir meiri reynslu en flestir og hafi af miklu að miðla. Enn getum við þó lært af öðrum og þvf sé það mikilvægt að taka þátt í alþjóðlegu samstarfí á borð við þetta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.