Morgunblaðið - 17.09.1997, Blaðsíða 25
24 MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1997 25 •
+
STOFNAÐ 1913
UTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
FLOKIN STAÐA
í NOREGI
URSLIT stórþingskosninganna í Noregi flækja enn
pólitíska stöðu, sem var flókin fyrir. Undanfarin ár
hefur annað stjórnarmynztur en minnihlutastjórn Verka-
mannaflokksins varla verið fyrir hendi, vegna þess að
borgaralegu flokkarnir hafa ekki getað komið sér saman.
Urslit kosninganna breyta ekki þeirri grundvallarstað-
reynd.
Fylgi Verkamannaflokksins minnkaði þannig lítið, er nú
85,2% en var 36,9% í síðustu kosningum. I Ijósi þessa kann
mönnum að þykja einkennilegt að Thorbjorn Jagland for-
sætisráðherra hafi nú dæmt sjálfan sig og flokk sinn til að
láta stjórnartaumana af hendi með því að gera að skilyrði
fyrir áframhaldandi stjórnarsetu að Verkamannaflokkur-
inn fengi a.m.k. sama kjörfylgi og 1994 upp á brot úr
hundraðshluta. Ætlun Jaglands var án efa að hræða kjós-
endur með þeim glundroða, sem myndi skapast ef Verka-
mannaflokkurinn færi frá völdum. Þessi aðferð skilaði ár-
angri miðað við stöðu flokks hans í skoðanakönnunum fyr-
ir nokkrum vikum en ekki þó nægilegum til að halda
valdastólunum - í bili.
Aðrir kostir í stöðunni virðast nefnilega ekki margir.
Verkamannaflokkurinn, Sósíalíski vinstriflokkurinn og
Miðflokkurinn - vinstriblokkin í norskum stjórnmálum -
halda meirihluta sínum á norska þinginu og gætu þannig
komið í veg fyrir að ríkisstjórn Venstre, Kristilega þjóðar-
flokksins og Hægriflokksins gæti rekið hægripólitík í
norskum stjórnmálum með hlutleysi eða stuðningi Fram-
faraflokksins.
Miðflokkastjórn undir forystu Kjell Magne Bondevik,
sem nú virðist sennilegt að reynt verði að mynda, mun
líka reka sig á pólitíska veggi. Verkamannaflokkurinn og
Hægriflokkurinn verða í aðstöðu til að koma í veg fyrir að
miðflokkarnir geti uppfyllt kosningaloforð sín um að auka
ríkisútgjöld til ýmissa málaflokka. Sömu flokkar, ásamt
Framfaraflokknum, munu geta borið miðflokkastjórn of-
urliði í atkvæðagreiðslu um aðild Noregs að Schengen-
samkomulaginu, sem miðflokkarnir leggjast gegn. Sama á
við um gasorkuverin, sem miðflokkarnir vilja ekki reisa,
og um þá kröfu þeirra að hægt verði á olíuvinnslunni úti
fyrir ströndum Noregs.
Hægriflokkurinn hefur hótað að fella mþðílokkastjórn
strax er hún fer fram á traust Stórþingsins. Ástæðan fyrir
því er einkum stefna Miðflokksins, sem þrátt fyrir nafnið
hefur í mörgum málum staðsett sig vinstra megin við
Verkamannaflokkinn - Anne Enger Lahnstein flokksfor-
maður hefur sagt að Verkamannaflokkurinn sé betur til
þess fallinn en Hægriflokkurinn að framfylgja hægri-
stefnu. Aukinheldur er Miðflokkurinn enn andvígur aðild
Noregs að EES-samningnum. Miðflokkurinn er hins veg-
ar í sárum eftir kosningaúrslitin og fari svo að Venstre og
kristilegir fái að ráða ferðinni í nýrri stjórn kunna hægri-
menn að endurskoða afstöðu sína.
Líklegt verður hins vegar að teljast að borgaraleg
stjórn spryngi fyrr en síðar vegna innri misklíðar eða
vegna þess að hún hefði ekki þingmeirihluta fyrir stefnu-
málum sínum. Þá gæti Verkamannaflokkurinn átt aftur-
kvæmt í ráðuneytin.
ÚTHAFSRANNSÓKNIR
MEÐ TILKOMU nýs og öflugs rannsóknarskips, sem
tekið verður í notkun um mitt ár 1999, gjörbreytist
aðstaða Hafrannsóknastofnunar til rannsókna, m.a. á líf-
ríki hafsvæðanna djúpt suður af landinu og á Reykjanes-
hrygg. I ljósi þess verður nýrri verkefnisstjórn falið að
undirbúa sérstakt rannsóknarátak, suðurdjúpsrannsóknir,
með frekari nýtingu á úthafs- og djúpfisktegundum í
huga. Þetta átak tengist nýrri rannsóknar- og starfsáætl-
un Hafrannsóknastofnunar fyrir árin 1997 til 2001. Fagna
ber ráðgerðum fjarmiðarannsóknum, enda flestir stærstu
nytjastofnar við landið þegar fullnýttir.
Vaxtarmöguleikar í íslenzkum sjávarútvegi tengjast
ekki hvað sízt úthafs- og djúpfisktegundum, auk norsk-ís-
lenzku vorgotssíldarinnar, en sá stofn var fyrr á tíð einn
af hornsteinum þjóðarbúskapar okkar. Af þeim sökum er
mikilvægt að afla sem víðtækastrar þekkingar á lífríki
suðurdjúpsins - og allt suður á Hatton-Rockall svæðið.
Aukin þekking á lífríki sjávar, bæði á heima- og fjar-
miðum, er lykillinn að nýjum sóknartækifærum og góðu
framtíðargengi íslenzks sjávarútvegs, veiða og vinnslu. Það
er því fagnaðarefni þegar aðstaða Hafrannsóknastofnunar er
bætt með nýju og öflugu rannsóknarskipi.
Virkjanir norðan Vatna-
jökuls eru mikil mann-
virki og verði af öllum
þeim áformum fer mikið
land undir vatn. Jóhann-
es Tómasson var á ferð
um virkjanaslóðir og
kynnti sér sjónarmið
þeirra sem vilja sem
minnst virkja.
UMRÆÐA um virkjanir
norðan Vatnajökuls hefur
verið takmörkuð og lítil
kynning farið fram opinber-
lega á þeim áformum að mati for-
ráðamanna Ferðafélags Fljótsdals-
héraðs og Félags um vemdun há-
lendis Austurlands. Stóðu þessir aðil-
ar fyrir ferð um þessi svæði í liðinni
viku og tóku þátt í henni um 20
manns víða af Austurlandi og nokkrir
lengra að komnir.
Þrjár stórvirkjanir kalla á þrjú
miðlunarlón á þessum öræfum og við
það fara all víðáttumiklar grónar
lendur undir vatn. Tvennar skoðanir
eru meðal náttúruverndarmanna og
virkjunarmanna á því hvort þetta
þýði óbætanleg landspjöll eða ekki.
Tvö lónanna eru austan og vestan
Snæfells, þ.e. Eyjabakkalón við upp-
tök Jökulsár á Fljótsdal og Hálslón
innan við Dimmugljúfur í Jökulsá á
Brú. Það þriðja er talsvert norðar,
Arnardalslón við Arnardalsfjöll og
Öskjufjallgarð, skammt austan
Kreppu og Jökulsár á Fjöllum, og
myndi það lón taka við vatni úr þeim.
Lengst er þó í að endanleg útfærsla á
þessum síðasta kosti liggi fyrir enda
eru hugmyndir um hann ennþá að
taka breytingum.
Skarphéðinn Þórisson líffræðingur
var leiðsögumaður í ferðinni en hann
er gjörkunnugur svæðinu og hefrn-
m.a. rannsakað hreindýr og heiða-
gæsir á virkjanaslóðum og verður
hann hér látinn túlka sjónarmið nátt-
úruvemdarmanna. Þá var Ágúst
Guðmundsson jarðfræðingur með í
för og tíndi í ferðamenn margháttað-
an fróðleik úr heimi jarðvísinda.
Ágúst hefur í tvo áratugi unnið að
jarðfræðirannsóknum á Austurlandi,
m.a. vegna fyrirhugaðra mannvirkja,
og útskýrði hann frá nokkuð öðru
sjónarmiði þýðingu virkjana og auk-
innar orkuöflunar fyrir Áustfírðinga.
MYNDARÖÐIN sýnir hvar stíflað verður við Káralinúka fyrir Hálslón. Það verður vatnsmesta lónið þótt yfírborð þess sé ekki stærst.
Virkjanir eða náttúruvernd
- ósættanleg sjónarmið?
m&t
HORFT yfir þar sem Eyjabakkalónið verður en leyfi er þegar fengið fyrir virkjun sem
safna á vatni fyrir í Eyjabakkalón.
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
MÁLIN rædd í ferð um fyrirhuguð virkjanasvæði. Fremst eru Skarphéðinn Þórisson
(t.h.) og Þórhallur Þorsteinsson (t.v.).
Beitarlönd minnka
Sjónarmiðin eru í stuttu
máli þessi þótt það sé
nokkur einföldun að stilla
annars vegar upp náttúru-
verndarmönnum og þeim sem vilja
virkja sem mest:
Skarphéðinn: Öll lónin færa að ein-
hverju leyti í kaf dvalarstaði heiða-
gæsa og mikilvæg beitarlönd hrein-
dýra og sauðfjár; gífurleg efnistaka
yrði vegna bygginga stíflugarða og
þegar göng yrðu grafín myndi upp-
gröfturinn mynda heilu fjöllin, eða
fellin eins og Austfirðingar nota mik-
ið. Þá þarf að rannsaka nánar önnur
áhrif, svo sem breytingu á framburði
ánna en minni framburður getur þýtt
Skammsýni
að banna allar
virkjanir
landrof við ósa þeirra; áhrif árstíða-
bundinna breytinga á vatnshæð lóna
á lífríkið og við gagnrýnum að virkj-
unaráform hafa ekld verið nægilega
vel kynnt fyrir Austfirðingum eða
öðrum. Bent er fremur á þann kost
að virkja við Bessastaði og safna til
þeirrar virkjunar vatni af Fljótsdals-
heiði og myndi slík virkjun gefa um
10% af afli Fljótsdalsvirkjunar. Telja
náttúruverndarmenn rýrara land
fara undir vatn og spjöllin minni.
Við þetta má bæta því sem Þórhall-
ur Þorsteinsson, stjórnarmaður í
Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs, benti á
að verði þessi afréttarlönd látin í friði
megi byggja upp mun meiri starfsemi
________ í ferðaþjónustu en nú er.
Svæðið sé vinsælt til
gönguferða og með tilkomu
fleiri gönguskála á leiðinni
frá Snæfelli að Lóni megi
reikna með mun meiri um-
ferð. Þórhallur kveðst einnig þeirrar
skoðunar að stjórnvöld verði að
breyta um atvinnustefnu, láta af leit
sinni að stóriðjukostum en styrkja
fremur þá starfsemi sem nýtir land-
gæði á annan hátt.
Benda má á að vegna þrýstings
hafa komið fram hugmyndir hjá
Landsvirkjun sem hlíft gætu Eyja-
bökkunum þrátt fyrir virkjun Jök-
ulsár í Fljótsdal.
Ágúst: Of mikil skammsýni er að
banna allar virlqanir enda eru um-
hverfisáhrif virkjanakosta norðan
Vatnajökuls, þ.e. þeirra sem búið er
að leyfa, ekki skaðleg. Orkuþörf
landsmanna, Austfirðinga einnig, fer
vaxandi, m.a. með þeirri þróun að
fiskvinnsla og bræðsla noti fremur
rafmagn en olíu sem orkugjafa og
víðar í atvinnulífnu sé þörf aukinnar
orku. Kröfur um hagvöxt og aukin at-
vinnutækifæri verða ekki uppfylltar
án þess að vatnsaflið sé nýtt. Hug-
myndir um að nýsköpun í t.d. ferða-
þjónustu og hugbúnaðargeiranum
geti skapað fjölda nýrra starfa eru
ekki tryggilega í sjónmáli og íslensk
menntun fékk mikinn skell í nýlegri
samanburðarkönnun. Þætti mér
betra ef íslensk orkuvinnsla gæti orð-
ið til þess að mennta æskuna betur.
Þrjú ný stöðuvötn
Virkjanirnar norðan Vatnajökuls
byggjast einkanlega á nýtingu vatns
úr þremur jökulám sem safnað yrði í
miðlunarlón. Þau eru nauðsynleg til
að tryggja nægt vatnsrennsli árið um
kring. Vatnið yrði leitt í 30-50 km
löngum göngum fram að viðkomandi
stöðvarhúsum þar sem ná má jafnvel
rúmlega 500 m fallhæð. Sá virkjunar-
kostur sem leyfi hefur fengist fyrir er
Fljótsdalsvirkjun, 210 MW virkjun
þar sem nýtt er vatn úr Jökulsá í
Fljótsdal, það leitt í göngum úr lóni í
stöðvarhús sem yrði neðanjarðar við
mynni Norðurdals. Ætlunin er að
safna vatni í Eyjabakkalón með því að
reisa um 25 m háa og rúmlega fjög-
urra km langa stíflu stutt norðaustur
af Snæfelli, við Eyjabakkafoss, og
næði lónið inn að Eyjabakkajökli.
+
Yrði það í 664 m hæð yfir sjó, 500
gígalítrar og 47 ferkílómetrar að flat-
armáli eða liðlega helmingur af stærð
Þingvallavatns.
Hinar virkjanirnar væru annars
vegar Kárahnúkavirkjun sem nýta
myndi vatn úr Jökulsá á Brú þar sem
38 ferkílómetra miðlunarlón, Hálslón,
yrði við Dimmugljúfur innan við
Kárahnúka og hins vegar Brúarvirkj-
un en þá yrði vatni úr Jökulsá á Fjöll-
um og Kreppu safnað í Arnardalslón.
Það lón yrði 77 ferkílómetrar eða
tæplega tvöföld stærð Mývatns og
1.340 gígalítrar. í báðum tilvikum
yrði vatn leitt í göngum niður í
Fljótsdal, að stöðvarhúsum neðan-
jarðar, við mynni Norðurdals eins og
í tilviki Fljótsdalsvirkjunar.
Komið var að þessum þremur fyr-
irhuguðu lónstæðum. Ekið uppúr
Fljótsdalnum á góðum vegi allt inn að
Snæfelli í björtu veðri. Nokkur snjór
var um allan afréttinn enda Fljóts-
dalsheiði og svæðið Undir fellum sem
kallað er inn með brúnum Fljótsdals í
500 til 600 m hæð yfir sjó. Við Eyja-
bakkafoss virtu menn fyrir
sér væntanlegt stíflustæði
og sáu fyrir sér hversu
langt lónið myndi teygja
sig allt inn að Eyjabakka-
jökli. Þaðan var haldið
norður, framhjá Sauðafelli og Ytra-
Kálfafelli niður í Hrafnkelsdal - þar
sem Hrafnkela mun missa talsvert af
vatnsmagni sínu ef seilst verður eftir
vatni vestur iyrir Snæfell í Fljóts-
dalsvirkjun - og áð hjá Aðalbóls-
bændum.
Svæðið friðlýst?
Leyfi er fyrir þessari virkjun.
Náttúruverndarráð samþykkti hana
árið 1981, áður en lokið var t.d. rann-
sóknum á hreindýrum sem þá stóðu
Skammsýni
að banna allar
virkjanir
yfir og vitað var að héldu sig talsvert
á þessu svæði. Iðnaðarráðuneytið gaf
út leyfi sitt tíu árum síðar, þremur
árum áður en samþykkt voru lög um
umhverfismat og er því Ijóst að þau
stöðva ekki framkvæmdirnar. Nú
krefjast ýmsir þess að Fljótsdals-
virkjun fari skilyrðislaust í umhverf-
ismat og vissulega væri þar einn
möguleikinn að hætta við núverandi
skipulag. Friðlýsing myndi ekki
koma í veg fýrir virkjun Jökulsár á
Brú nema því aðeins að sýnt þyki að "
hún myndi rýra náttúrugildi svæðis-
ins óhóflega eins og það er orðað í
friðlýsingardrögum.
Næsti áfangastaður voru Hafra-
hvammar við Jökulsá á Brú. Þegar
ekið hafði verið skamma stund upp
frá Brú og í átt að Meljaðrafjalli
mátti sjá Jökuldælinga í eftirleitum.
Voru þeir fjórir og ferðuðust hver
með sínu móti: Einn á fjórhjóli, annar
á vélhjóli, þriðji á bíl og sá fjórði á
tveimur jafnfljótum.
Gljúfrin við Hafrahvamma eru
hrikaleg og af brúninni mátti sjá hvar
Jökulsá á Biú ólgar rúmlega eitt
hundrað metra fyrir neðan. Vatns-
magn hennar í gljúfrunum verður að-
eins svipur hjá sjón ef Hálslónið safn-
ar mestöllu vatninu fýrir virkjunar-
göngin. Stíflugarðurinn fyrir lónið
verður við efri enda gljúfranna við
Fremri-Kárahnúk og nær það lang-
leiðina inn að jökli. Yfirborð þess
verður 38 ferkílómetrar en vatns-
magnið er það mesta af þessum
þremur lónum eða 1.500 gígalítrar
enda lónið mjög djúpt.
Þriðji aðalviðkomustaðurinn var
við fýrirhugað Arnardalslón. Var þá
ekið norður með Fagi'adal, sem bar
mjög ákveðið nafn sitt með rentu^.
þennan lognkyrra og sóiríka dag, og í
Arnardal. Lónið þar verður í 548 m
hæð og yrði 77 ferkílómetrar að flat-
armáli, það langstærsta af þessum
þremur lónum.
Hins vegar er með öllu óvíst hvort
verður af þessum áformum þar sem
þessi virkjun er aftarlega í forgangs-
röðinni.
Vatnsmagnið í Jökulsá á Fjöllum er í
dag um 207 rúmmetrar á sekúndu og
mun minnka um helming. Þó má gera
ráð fyrir að sumarrennsli verði kring-
um 160 rúmmetrar á sekúndu þannig
að vatnsmagnið í Dettifoss gæti
minnkað um 40%. Hugsanlegt er
einnig að á sumrin verði Jökulsáin
látin ósnert en vatn fyrir lónið ein-v
göngu tekið úr Kreppu.
Ósættanleg sjónarmið?
Ljóst er að ekki verður unnt að
verða við ýtrustu kröfum náttúru-
_________ verndarmanna um að
hvergi verði virkjað á Aust-
urlandi nema gjörbreytt
stefna verði tekin upp varð-
_ andi lífsmáta og atvinnumál
allrar þjóðarinnar. Þessi at-
krefjast að óbreyttu aukinnar
riði
orku - jafnvel þótt ekki komi til ný
stóriðja. Varla verður heldur af því að
allir virkjunarkostir norðan Vatna-
jökuls muni nýttir - hversu hag-
kvæmir og arðsamir sem þeir kunna
að verða í krónum og aurum.
Spuming er hvort hægt verður að
finna flöt sem sættir þessi sjónarmið
þannig að Austfirðingar sem aðrir
geti um alla framtíð sinnt góðum og
gagnlegum störfum sínum við birtu
og yl. *■