Morgunblaðið - 18.09.1997, Qupperneq 1
80 SÍÐUR B/C
STOFNAÐ 1913
211. TBL. 85. ÁRG. FIMMTUDAGUR18. SEPTEMBER 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Liturinn
afhjúpar
sálarlífíð
London. The Daily Telegraph.
ÞEIR sem kaupa bláa bfla eru
oft hugmyndasnauðir, þeir sem
velja silfurgráa bfla montnir og
þeir sem aka á bflum í fólum lit-
um eru að öllum líkindum á leið
til sálfræðings, samkvæmt nýrri
rannsókn breskra sálfræðinga.
Sálfræðingarnir könnuðu lita-
val rúmlega þúsund ökumanna
og komust að þeirri niðurstöðu
að litur bflanna gæfi mun skýr-
ari mynd af persónuleika manna
en fata- eða íbúðaval þeirra.
Eigendur bíla í fölum litum,
svo sem ljósbrúnna eða dauf-
blárra, reyndust til að mynda
líklegri til að eiga við þungljmdi
að stríða en þeir sem velja aðra
jiti. Fimmtungur þeirra viður-
kenndi að hafa fengið „þung-
lyndisköst" síðustu þrjú árin, en
aðeins einn af hverjum 25 þeirra
sem eiga græna eða rauða bfla
og einn af hverjum 40 þeiiTa
sem velja svarta, bláa eða silfur-
gráa bfla.
Sálfræðingarnir segja að þeir
sem velja svarta bfla séu yfir-
leitt metnaðargjarnir og þeir
sem eiga græna bíla íhaldssam-
ir. Eigendur rauðra bfla séu
hins vegar yfirleitt félagslyndir
og hvatvísir.
Tugir ríkja fallast á drög að sáttmála um jarðsprengjur
Reuter
Tólf manns farast
Norður-írskir sambandssinnar gefa eftir
í þyrluslysi í Bosníu
TÓLF manns fórust þegar þyrla
flaug á ija.ll í miðhluta Bosníu í
gær. Þyrlan var á leið með hátt-
setta embættismenn á vegum Sam-
einuðu þjóðanna og fleiri alþjóða-
samtaka til fundar við yfirvöld í
bænum Bugojno.
Klaus Kinkel, utanríkisráðherra
Þýskalands, sagði að fimm Þjóð-
verjar, fimm Bandaríkjamenn,
Breti og Pólverji hefðu farist.
Áhöfn þyrlunnar, fjórir tíkraínu-
menn, hefði komist lífs af.
Vestrænir embættismenn sögðu
að háttsettur þýskur stjórnarer-
indreki, Gerd Wagner, hefði verið
á meðal þeirra sem fórust. Wagner
hefur starfað sem aðstoðarmaður
Carlos Westendorps, fulltrúa Sam-
einuðu þjóðanna í Bosníu, og
gegndi veigamiklu hlutverki í frið-
arumleitunum í landinu.
Kinkel sagði að þyrlan hefði lent
í mikilli þoku og flogið á fjallið um
leið og hún hefði komist út úr
þokubakkanum.
Á myndinni er verið að flytja
einn tíkraínumannanna á sjúkra-
hús.
Vilja taka þátt
í viðræðunum
Belfast. Reuter.
FLOKKAR norður-írskra sam-
bandssinna sendu í gær fulltrúa
sína til viðræðna við breska emb-
ættismenn í Belfast til að gagnrýna
Sinn Fein, stjórnmálaflokk Irska
lýðveldishersins (IRA). Sambands-
sinnamir ræddu ekki við fulltrúa
Sinn Fein en sögðust ætla að taka
þátt í friðarviðræðunum í Belfast til
að tryggja að ekki yrði gengið að
kröfum lýðveldissinna, se_m vilja að
Norður-Irland sameinist Irlandi.
Sambandssinnarnir höfðu neitað
að mæta á fundarstaðinn í tvo daga
og bresk og írsk stjórnvöld sögðu
tilslökun þeirra mikilvægan áfanga í
tilraunum til að koma friðarviðræð-
unum á skrið.
„Fasistaeðlið“ afhjúpað
David Trimble, leiðtogi Sam-
bandssinnaflokks Ulster (UUP),
stærsta flokks sambandssinna,
sagði að sendinefnd sín hefði farið í
Stormont-kastala, þar sem friðar-
viðræðurnar fara fram, til að ræða
við breska embættismenn. „Við er-
um ekki hér til að semja við þá [for-
ystumenn Sinn Fein] heldur til að
veita þeim mótstöðu, afhjúpa fas-
istaeðli þeirra," sagði Trimble. „Við
höfum ekki boðið þeim að samn-
ingaborðinu. En við hræðumst þá
ekki. Við rennum ekki af hólmi.“
Áður hafði Trimble krafist þess
að Sinn Fein yrði meinað að taka
þátt í friðarviðræðunum vegna
sprengjutilræðis í lögreglustöð á
Norður-írlandi í fyrradag. Trimble
sagði þó í gær að UUP myndi taka
þátt í friðarviðræðunum til að
tryggja að Norður-írland yrði
áfram hluti af Bretlandi. „Meðan
sambandssinnar sitja við samninga-
borðið verður Irland ekki samein-
að,“ sagði hann.
Reuter
DAVID Trimble, leiðtogi Sambandssinnaflokks Ulster, ræðir við
fréttamenn fyrir utan Stormont-kastala í Belfast.
Clinton neitar að
undirrita bannið
Reuter
STUÐNINGSMENN tillögu um að stofnað verði þing í Wales hvetja
ökumenn í Cardiff til að samþykkja hana í þjóðaratkvæðinu í dag.
Walesbúar kjósa
um eigið þing
London. Reuter.
BRESKA stjórnin skoraði í gær á
Walesbúa að samþykkja tillöguna
um eigið þing en gengið yerður til
atkvæða um hana í dag. Áhuginn á
auknu sjálfræði er miklu minni í
Wales en í Skotlandi en skoðana-
kannanir benda þó til, að það verði
samþykkt.
John Preseott, aðstoðarforsætis-
ráðherra Bretlands, sagði í Newport
í Suður-Wales í gær, að velskt þing
myndi koma landsmönnum að gagni
í mennta-, heilbrigðis-, húsnæðis- og
atvinnumálum auk þess sem það
væri liður í að færa breska stjórn-
skipan til nútímalegs hoi-fs.
Atkvæðagreiðslan er í samræmi
við þá stefnu Verkamannaflokksins
að færa aukið vald út í héruðin.
Felld fyrir 18 árum
I Wales talar aðeins fimmtungur
landsmanna velsku og áhugi hinna
80% á eigin þingi er ekki mikill.
Sams konar tillaga var raunar felld
með þremur fjórðu atkvæða fyrir 18
árum en í skoðanakönnun um síð-
ustu helgi kom fram, að 37% eru
hlynnt eigin þingi en 29% andvíg.
Þriðjungurinn var óákveðinn.
■ Tveir menningarheimar/18
Washington. Reuter.
BILL Clinton, forseti Bandaríkj-
anna, tilkynnti í gær að þarlend
stjórnvöld myndu ekki undirrita
sáttmála um bann við notkun á
jarðsprengjum. Gerði forsetinn
grein fyi'ir öðrum skrefum sem
Bandaríkjastjórn teldi rétt að taka
til að draga úr þeim skaða sem
sprengjurnar valda. Hann gaf enn-
fremur varnarmálaráðuneytinu fyr-
irmæli um að þróa vopn sem geri
jarðsprengjur úreltar fyrir árið
2006.
Bandaríkjastjórn telur mjög mið-
ur að ekki skyldi nást samkomulag
um drög að sáttmála um bann við
notkun jarðsprengna, sem Banda-
ríkin geta verið aðilar að, að því er
Mike McCurry, fréttafulltrúi
Bandaríkjastjórnar, sagði í gær.
Tugir ríkja lýstu í gær yfir stuðn-
ingi við sáttmáladrögin á ráðstefnu
sem stendur í Ósló, en áætlað er að
sáttmálinn sjálfur verði undirritað-
ur í Ottawa í Kanada í desember.
McCurry sagði á blaðamannafundi
að Bandaríkin teldu eigi að síður
rétt að vinna að útrýmingu jarð-
sprengna í heiminum.
Vill tryggja öryggi hermanna
Bandaríkjamenn vildu að sátt-
málinn heimilaði þeim að halda
þeim sprengjum sem þeir hafa í
Kóreu í allt að níu ár, og undanþága
yrði gerð vegna sprengna sem eru
þannig búnar að þær aftengjast
nokkrum dögum eftir að þeim er
komið fyrir í jörð. Clinton sagðist
telja að Kóreuskilmálinn væri nauð-
synlegur til þess að vernda banda-
ríska hermenn við skyldustörf þar.
Sagðist forsetinn ekki vilja auka
hættuna sem þeir væru í.
„Sem æðsti yfirmaður hersins
mun ég ekki senda hermenn okkar
til að verja frelsi okkar og annarra
án þess að gera allt sem ég get til að
tryggja að öryggi þeirra verði eins
mikið og mögulegt er,“ sagði forset-
inn.