Morgunblaðið - 18.09.1997, Page 10
10 FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Átök sljórnarflokkanna um ráðningu fréttastjóra Sjónvarps
Framsókn bauð mála-
miðlun um flesta um-
sækjendur nema Elínu
Samstarf ríkisstjómarflokkanna um málefni
Ríkisútvarpsins í útvarpsráði virðist í upp-
námi vegna ráðningar fréttastjóra Sjón-
varpsins. Framsóknarflokkurinn hefur lagst
eindregið gegn áformum sjálfstæðismanna
um að ráða Elínu Hirst í starfíð. Pétur
Gunnarsson kynnti sér málið.
TVEIR ráðherrar Framsókn-
arflokksins, Finnur Ing-
ólfsson og Halldór Ás-
grímsson, munu hafa beitt
sér gegn ráðningu Elínar Hirst í starf
fréttastjóra Sjónvarpsins samkvæmt
heimildum blaðsins. Einnig munu
framsóknarmenn hafa boðið mála-
miðlun um Áma Þórð Jónsson og
raunar gefið til kynna að þeir gætu
fellt sig við flestalla úr hópi umsækj-
endanna sjö aðra en Elínu. Nú telji
þeir hins vegar fullreynt að sjálfstæð-
ismönnum verði ekki þokað.
Gissur Pétursson, fulltrúi Fram-
sóknar í ráðinu, staðfésti í samtali
við Morgunblaðið að hann hefði ráð-
fært sig við þingflokk framsóknar
um málefni Ríkisútvarpsins og rætt
ráðningu fréttastjórans í víðu sam-
hengi við formann þingflokksins.
Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson,
formaður Útvarpsráðs fyrir hönd
Sjálfstæðisflokksins, vildi ekki ræða
um ráðningu fréttastjóra til Sjón-
varpsins þegar til hans var leitað í
gær. Þórunn Gestsdóttir, annar full-
trúi Sjálfstæðisflokksins, kvaðst ekki
hafa orðið vör við pólitísk átök um
ráðningu fréttastjóra.
„Um þetta mál vil ég ekki segja
annað en það að mér fínnst að það
séu margir vel hæfir einstaklingar
meðal umsækjenda," sagði Björn
Bjamason menntamálaráðherra.
„Lögum samkvæmt ber Útvarpsráði
að segja álit sitt á þeim og undan
því verður ekki vikist. Síðan er það
útvarpsstjóra að veita starfíð."
Um það hvort samráðherrar hans
í ríkisstjóm hefðu haft samband við
hann út af þessu máli sagði Bjöm
svo ekki vera. „Þetta mál er náttúru-
lega til umræðu manna á meðal en
það hefur ekki verið sérstakt sam-
band haft við mig út af því af ráð-
herram Framsóknarflokksins." Um
hvort hann hefði orðið var við and-
stöðu framsóknarmanna við ráðningu
Elínar Hirst kvaðst hann hafa séð
það í blöðum að menn væru að taka
afstöðu til einstakra umsækjenda.
Gissur Pétursson, sem er varafor-
maður Útvarpsráðs, dró ekki dul á í
samtali við Morgunblaðið að ráðning
fréttastjóra hefði leitt til átaka milli
fulltrúa stjómarflokkanna. Aðspurð-
ur um afskipti forsvarsmanna og
ráðherra framsóknar af málinu sagð-
ist Gissur vera valinn ti! setu í ráðinu
af þingflokki Framsóknarflokksins
sem fulltrúi flokksins í Útvarpsráði
og kjörinn af Alþingi. „Ég hef auðvit-
að þingflokkinn sem mitt bakland og
ber undir hann margvísleg málefni
sem lúta að Ríkisútvarpinu og Út-
varpsráð er að fást við; skipulagsmál
og þar með talið ýmsar mannaráðn-
ingar og fleira.“
Um það hvort hann hefði rætt
þetta mál við ráðherra flokksins
sagðist Gissur ekki hafa verið í beinu
sambandi við ráðherra flokksins
vegna þessa heidur hafí hann rætt
málið við Valgerði Sverrisdóttur,
formann þingflokksins, í víðu sam-
hengi. Hann var spurður hvort segja
mætti að hann ynni þá samkvæmt
flokkslínu í Útvarpsráði. Gissur sagði:
„Þegar ég starfa í Útvarpsráði starfa
ég þar sem fulltrúi Framsóknar-
flokksins og það er svo með aila þá
sem þama era inni og það er yfírsk-
in að segjast vera eitthvað annað að
mínu mati. Þetta er pólitísk stjórn
og ríkisstofnanir heyra með einum
eða öðram hætti undir hið pólitíska
vald.“
Varðandi ástæður andstöðu sinnar
og framsóknarmanna gegn ráðningu
Óskast strax fyrir fjársterka
kaupendur
Staðgreiðsla — einbýli — sérhæð
Höfum sérlega fjársterkan kaupanda að góðri sérhæð, einbýii
eða parhúsi í Þingholtum, vesturbæ eða Seltjarnarnesi. Verð-
hugmynd 12—18 millj. Nánari upplýsingar veita Bárður eða
Þórarinn
Einbýli — raðhús — Grafarvogi — Garðabæ
Traustur kaupandi óskar eftir góðu raðhúsi eða einbýli í Graf-
arvogi, Garðabæ eða Kópavogi. Verðhugmynd 13—20
millj.
Sérhæð í austurbænum eða Kópavogi óskast
Nánari upplýsingar veita Bárður, Ingólfureða Þórarinn.
Vantar 3ja—4ra herb. — vesturbæ —
miðbæ — austurbæ
Höfum trausta kaupendur utan af landi að 3ja—4ra herb. íbúð-
um. Kjallari, hæð eða ris. Allt kemur til greina. Sterkar
greidslur. Nánari upplýsingar veita Bárður, Ingólfur eða Þór-
arinn.
Valhöll fasteignasala,
sími 588 4477.
Elínar Hirst, fyrrverandi fréttastjóra
Stöðar 2, sagði Gissur Pétursson
málið ekki snúast um andstöðu við
Elínu heldur væri hann hlynntur því
að menn störfuðu í samræmi við það
skipulag sem í gildi væri á frétta-
stofu Sjónvarps.
„Það er ákveðið skipulag í gildi á
fréttastofunni staðfest af útvarps-
stjóra um að varafréttastjóri inn-
lendra írétta sé staðgengill frétta-
stjóra. í ljósi þess að þetta er tíma-
bundin ráðning, aðeins til 16 mán-
aða, hefði ég talið þetta rökrétt fyrir-
komulag. Svo vill til að varafrétta-
stjóri innlendra frétta er Helgi H.
Jónsson. Það er ekki meginmálið
heldur hitt að það er ákveðið kerfí í
gangi sem er búið að staðfesta. Mín
afstaða er sú að það skipti máli fyrir
starfsfólkið sem leggur sína starfs-
ævi í það að leggja þessari stofnun
gagn þurfí að vera framgangskerfi
sem virkar þannig að fólk geti unnið
sig upp.“
Gissur sagði að fjölmiðlun á ís-
landi hefði gjörbreyst síðustu ár og
staða fréttastjóra væri mjög mikil-
væg. „Það er undir öllum kringum-
stæðum nauðsynlegt að það sé staðið
að þeirri ráðningu á þann hátt að í
þann stól setjist faglega hæfur stjórn-
andi og maður sem þokkaleg sátt er
um.“
Gissur Pétursson og Guðrún
Helgadóttir, útvarpsráðsfulltrúi Al-
þýðubandalags, settu bæði út á það
hvemig staðið var að aðdraganda
fréttastjóraráðningarinnar. „Meðan
Útvarpsráð var í sumarleyfi var nú-
verandi fréttastjóra gefíð leyfi í 16
mánuði til annarra starfa innan stofn-
unarinnar," sagði Guðrún Helgadótt-
ir. „í stað þess að þá tæki við varaf-
réttastjóri var staðan auglýst. Það
er enginn vafí á að það hefur hindr-
að ansi marga í að sækja um þessa
stöðu að hún er auglýst til takmark-
aðs tíma. Umsóknir urðu því aðeins
sjö en það er allt ákaflega hæft fólk
og valið því mjög erfítt. Mér fínnst
staða fréttastjóra Ríkisútvarps og
sjónvarps afskaplega þýðingarmikil.
Það ber að vanda það val vel. Þess
vegna hefur staðið í mér að átta mig
á því hver kosturinn væri bestur. Við
fengum afar takmarkaðar upplýs-
ingar um umsækjendur og hversu
líklegir þeir væru til að stýra frétta-
stofunni."
Tek ekki þátt í pólitískum
hráskinnaleik
Guðrún sagði að umsækjendur
hefðu ekki einu sinni veríð kallaðir
í viðtal hjá stjórnendum stofnunar-
innar og því kvaðst hún hafa óskað
eftir öðrum fresti á afgreiðslu máls-
ins til að umsækjendur gerðu Út-
varpsráðinu grein fyrir hugmyndum
sínum um stjórn fréttastofu, ,',til
þess að ég að minnsta kosti gæti
áttað mig á því hver mér fyndist lík-
legastur til að gegna þessu starfí.
Ég dreg ekki dul á að ég tel ýmissa
breytinga þörf á fréttastofu og ég
vil gjarnan heyra hvaða hugmyndir
menn hafa um það og eftir því mun
ég greiða atkvæði. Ég tek ekki þátt
í neinum pólitískum hráskinnaleik
varðandi fréttastjórastarfíð.“ Guð-
rún sagði t.d. að tengsl Elínar Hirst
við Sjálfstæðisfiokkinn, ef einhver
væru, skiptu sig ekki nokkru máli.
Hún vildi ekki svara því að hveijum
hún hallaðist fyrr en greinargerðirn-
ar lægju fyrir.
Guðrún sagði ljóst að málið hefði
verið erfitt deilumál innan stjórnar-
flokkanna og þar sem ekki hefði
tekist að leysa það innan ráðsins
hefði þurft að leysa það annars stað-
ar og hún teldi það segja sig sjálft
að ráðherrar hefðu komið að því
máli. „Það þarf ekki 16 ára þing-
reynslu til að sjá að það segir sig
sjálft,“ sagði hún.
TILLAGA Þórdísar Zoega að nýjum húsgögnum í móttökusal Höfða.
Þórdís Zoega vinnur samkeppni um
hönnun húsgagna í Höfða
Nútímaleg hús-
gögn og listræn
Morgunblaðið/Kristinn
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir
borgarsljóri skoðar tillögur Þórdísar
Zoega innanhússarkitekts.
ÞÓRDÍS Zoéga, húsgagna-
og innanhússarkitekt, hefur
verið valin til að ljúka hönn-
un húsgagna í móttökusal
Höfða á fyrstu hæð, en til-
laga hennar um hönnun
húsgagnanna var valin úr
hópi íjögurra tillagna í sam-
keppni sem Reykjavíkur-
borg efndi til fyrr á þessu
ári.
í niðurstöðu dómnefndar
segir m.a. að í tillögu Þór-
dísar sé leitast við að tvinna
saman í eina heild, einkenni
húsgagna frá því tímabili
er Höfði var byggður, og
nútímalegar áherslur í
hönnun nytjahluta. Þá sé
tillagan vel unnin jafnt í hagnýtu
sem listrænu tilliti og feli í sér vand-
aða lausn á flestum þeim áhersluatr-
iðum sem skilgreind voru í verkefna-
lýsingu.
Reykjavíkurborg auglýsti í maí
sl. eftir aðilum til að taka þátt í
forvali vegna hugmyndasamkeppni
um hönnun húsgagna í móttökusal
Höfða, en þetta er í fyrsta sinn sem
borgin efnir til slíkrar samkeppni.
Sérstök dómnefnd valdi fjóra aðila,
úr þeim 12 manna hópi sem sendi
inn umsóknir í forvalinu, til að vinna
að tillögum að húsgögnum í Höfða.
Þeir voru: Erla Sólveig Óskarsdóttir,
húsgagna- og iðnhönnuður, Guðrún
Margrét Ólafsdóttir og Oddgeir
Þórðarson innanhússarkitektar,
Kristinn Brynjólfsson innanhúss-
arkitekt og Þórdís Zoéga húsgagna-
og innanhússarkitekt. Hveijum þátt-
takenda voru greidd föst laun kr.
150.000 fyrir tillögugerðina.
Kostnaður hönnunar og
framleiðslu um 3,5 milljónir
í verkefnalýsingu lagði dómnefnd
m.a. áherslu á að hin nýju húsgögn
féllu vel að aldri og virðuleik húss-
ins, hlutföllum rýmisins og þeim
húsbúnaði sem fyrir er í húsinu.
Fyrrnefndir fjórir keppendur skiluðu
inn tillögum 8. september sl. og
valdi dómnefndin tillögu Þórdísar
Zoéga.
Miðað er við að útboðsgögn og
teikningar liggi fyrir í lok þessa árs,
en áætlað er að húsgögnin verði
tekin í notkun á næsta ári. Gert er
ráð fyrir að heildarkostnaður við
hönnun og framleiðslu húsgagnanna
í móttökusalnum verði á milli 3 og
4 milljónir króna.
V erkfalls varsla
ástæða uppsagnar
HRAÐFRYSTIHÚSIÐ Frosti hf. í
Hnífsdal hefur fallist á að greiða
starfsmanni hjá fyrirtækinu, Maríu
Kristófersdóttur, bætur og máls-
kostnað vegna uppsagnar á launalið
vinnusamnings hennar um störf við
gæðaeftirlit 9. júní sl. Þetta er nið-
urstaða í réttarsátt sem náðist milli
lögmanna deiluaðila vegna málsins
í Félagsdómi sl. þriðjudag.
ASI fór með málið fyrir hönd
Verkalýðs og sjómannafélags Álft-
fírðinga vegna Maríu og stefndi
VSÍ fyrir Félagsdóm fýrir hönd
Frosta hf. Stefnandi hélt því fram
að fyrirtækið hefði gerst brotlegt
við ákvæði laga um stéttarfélög og
vinnudeilur þegar það sagði Maríu
upp launalið vinnusamnings hennar
og færði hana til í starfí, þar sem
eina ástæða uppsagnarinnar hefði
verið sú að eiginmaður Maríu hefði
staðið í verkfallsvörslu, m.a. gegn
Frosta hf. í verkfalli verkalýðsfélag-
anna á Vestfjörðum sl. vor.
Ástæðu ekki getið í
uppsagnarbréfi
í stefnunni kom fram að María
hefði verið fastráðin hjá Frosta í
yfir 20 ár og í starfi skoðunar-
manns í rúmlega tvö ár. Var málsat-
vikum svo lýst í stefnu að verk-
stjóri hjá Frosta hefði komið að
máli við Maríu 9. júní og sagt henni
að hún ætti ekki lengur að vera í
starfi gæðaeftirlitsmanns í fyrir-
tækinu.
Ástæðan væri sú að eiginmaður
hennar hefði staðið í verkfalls-
vörslu. Sama kvöld hefði syni Mar-
íu verið falið að afhenda henni upp-
sagnarbréf á launalið án þess að
ástæðu væri getið.