Morgunblaðið - 18.09.1997, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 18.09.1997, Qupperneq 14
14 FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1997 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Farþegnm með Sævari fækkar á milli ára FARÞEGUM með Hríseyj- arfeijunni Sævari fækkaði í sumar miðað við sama tímabil í fyrra og er fækkunin mest í ágúst. Farþegar í ágúst sl. voru 6.629 á móti 7.804 í sama mánuði í fyrra. Hins vegar voru farþegar heldur fleiri í júní og júlí í ár en í fyrra. Heildaríjöldi farþega tímb- ilið maí til ágúst í ár var 25.006 en var 25.680 á sama tímabili í fyrra og 25.801 árið 1995. Árið 1992 var fjöldi farþega yfir sumarmánuðina um 33.800. Gunnar Jónsson sveitarstjóri í Hrísey segir þessa fækkun farþega mikið áhyggjuefni. „Við höfum verið að velta þessari þróun fyrir okkur án þess að menn hafi ákveðna skýringu á fækkuninni. Á þessum árum höfum við t.d. verið að eyða svipuðu fjármagni í aug- lýsingar og í fyrra kom út auglýs- ingabæklingur." Farþegar 10.000 fleiri árið 1992 Gunnar segir að töluvert sé um að útlendingar sæki Hrísey heim en í sumar hafi þeir hópar sem þangað komu á vegum ferðaskrif- stofa verið minni en áður. Hann segir að eftir 10. ágúst detti ferða- mannastraumurinn niður og eftir mi7 \ ® Morgunblaðið/Kristján ÁRIÐ 1996 var heildarfarþegafjöldi með Hríseyjarferjunni Sævari um 45.500 en árið 1992 voru farþegar um 10.000 fleiri. það sé nær eingöngu um að ræða helgarheimsóknir á veitingastað- ina sem standi alla jafna fram í októberbyijun. í júlí í sumar var haldin fjöl- skylduhátíð í Hrísey og þá helgi var fjöldi farþega með Sævari á milli 1.800 og 1.900 manns, sem er svipaður farþegafjöldi og allan febrúarmánuð. Úttekt gerð á ferðamálunum Farþegafjöldi Sævars allt árið í fyrra var 45.530 og svipaður árið 1995. Árið 1992 var heildarfjöldi farþega 55.574, eða um 10.000 fleiri en í fyrra. Miðað við 300 króna meðalfargjald er því tekj- utap skipsins um 3 milljónir króna milli áranna 1992 og 1996. Hreppurinn hefur fengið einnar milljónar króna styrk til að gera úttekt á ferða- málunum og segir Gunnar stefnt að því að setjast yfir þau mál og leita leiða til að snúa þróuninni við. í sumar voru haldnar fimm myndlistarsýningar í fé- lagsheimilinu Sæborg sem er nýmæli og segir Gunnar þær hafa vakið verðskuld- aða athygli. Á þessar fimm sýningar komu um 1.300 gestir, eða að meðaltali um 260 á hveija sýningu. Til gamans má geta að íbúafjöldi í Hrís- ey er nú um 240. Gunnar segir stefnt að því að bjóða áfram upp á sýningar í eyjunni yfir sumartím- ann. Endurbygging „Gamla Syðstabæjar" Síðastliðinn vetur var félagið Hákarla-Jörundur stofnað, en til- gangur þess er að vinna að uppbygg- ingu „Gamla Syðstabæjar", vera i forsvari fyrir framkvæmdum og afla flár til verksins. Endurbætur á hús- inu, sem er kjallari, hæð og ris, eru kostnaðarsamar og er verið að leita leiða til að fjármagna þær. Fram- kvæmdir eru hafnar en markmiðið er að húsið verði safnhús og hýsi muni er tengjast hákarlaveiðisögu á Eyjafjarðarsvæðinu. Hundur réðst að saulján ára pilti og beit hann Varð dauð- hræddur ERIK Newman, 17 ára nemi í Verkmenntaskólanum á Akureyri, varð fyrir heldur óskemmtilegri reynslu síðasta sunnudag. Hann var ásamt bróður sínum að viðra hundinn sinn, Toby, í brekku ofan við versiun- ina Brynju í Innbænum þegar tveir hundar koma aðvífandi, hundur ogtík. Þeir voru ólarlausir. Hund- urinn, sem að sögn Eriks er labradorblendingur, slóst í smá stund við Toby, en þegar hann hafði bitið hana í lærið og dregið hana til leist Erik ekki á blikuna. „Ég reyndi að stía þeim í sundur, en þá skipti engum togum, hundurinn réðist að mér og beit mig, fyrst í þumalfingurinn og fór bitið gegnum nöglina og svo beit hann mig í handlegginn,“ sagði Erik. „Hann hristi mig til og ég varð dauðhræddur.“ Það var Toby sem kom Erik til bjargar, hún flaug á hundinn og beit hann í eyrað og hætti hann þá árás sinni á piltinn. Toby gat ekki stigið í löppina í tvo daga eftir bit hundsins og Erik gerir ráð fyrir að sín sár grói á tveimur til þremur vikum. Erik fór strax á slysa- deild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri þar sem hann fékk m.a. viðeigandi sprautur. Á vinstri hand- Morgunblaðið/Kristján ERIK Newman með hundinn sinn, Toby, en pilturinn og hundur hans urðu fyrir árás labrad- orblendings síðasta sunnudag. legg hans eru djúp för eftir vígtennur hundsins, sem ekki var hægt að sauma. Erik þekkti ekki hundinn sem réðist á hann og hefur ekki séð hann aftur, en hans hefur verið leit- að í hverfinu. Sólir og- svarthol DR. GUNNLAUGUR Björnsson, stjarneðlisfræðingur við Háskóla ís- lands, flytur fyrirlestur næstkom- andi laugardag, 20. september, kl. 14 í Oddfellowhúsinu. Er hann hluti af fyrirlestraröð í tilefni af tíu ára afmæli Háskólans á Akureyri. í fyrirlestrinum verður fjallað um nokkrar nýlegar uppgötvanir Hub- blessjónaukans tengdar myndun sól- stjarna og sólkerfa. ------» ♦ ♦ Kántrýball og danskennsla JÓHANN Örn Ólafsson danskennari verður á Ráðhúskaffi á Akureyri næstkomandi laugardagkvöld, 20. september. Kl. 18 verða kenndir nýir kántrýdansar og stendur tíminn í 80 mínútúr og kostar 800 krónur á mann. K0RG i5S hljómborö Akureyri, sími 462 1415 Laugavegi 163, símí 552 4515 Stórskemmtilegt heimilishljóðfieri á kr. 99.800.00 Og það er bara eitt afmörgum góðum frá KORG ÞAU skipa nefnd sem falið er að ljúka endurbótum á gömlu kirkjunni en vonast er til að verkinu ljúki á næsta ári. Gamla kirkjan í Stykkishólmi endurbyggð Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason GAMLA kirkjan í Stykkishólmi var byggð árið 1879. Það var Helgi Helgason tón- skáld sem teiknaði hana. Stykkishólmi - Gamla kirkjan í Stykkishólmi var byggð árið 1879 og er því nærri 120 ára gömul. Það var Helgi Helgason, tónskáld og húsasmiður, sem teikn- aði kirkjuna og Jóhann- es Jónsson, snikkari frá Reykjavík, tók að sér að byggja hana. Kirkj- an stendur við Aðal- götu, í hjarta bæjarins, ásamt mörgum gömlum húsum sem hafa verið endurbyggð. Kirkjan er óijúfanlegur hluti þess- arar húsaþyrpingar og því hefur verið áhugi hjá heimamönnum að varðveita hana. Fyrir nokkrum árum var haf- ist handa við að endur- byggja kirkjuna en það verk hefur iegið niðri í nokkur ár. í síðasta mánuði skipaði sóknarnefnd Stykkishólmskirkju nefnd sem hefur það verkefni að ljúka endurbyggingu gömlu kirkjunnar. Nefndina skipa Rakel Olsen, Dagbjört Höskulds- dóttir, Ólafur Ólafsson, Bernt Sig- urðsson, Gunnar Sturluson og Will- iam Thomas Möller. Nefndin hefur þegar hafið störf og föstudaginn 12. september boð- aði hún til fundar í gömlu kirkjunni og gerði grein fyrir áformum sínum um endurbyggingu kirkjunnar. Þar mætti Hjörleifur Stefánsson arki- tekt. Hann hefur gert úttekt á gömlu kirkjunni og gert tillögur um hvernig haga ber endurbyggingu. Hann rakti sögu kirkjunnar og lagði áherslu á listrænt gildi hennar og mikilvægi í sögu Stykkishólms. Áætlað er að það kosti um 10 millj- ónir að ljúka við endurbygginguna. Búið er lagfæra austur- og suður- hliðar kirkjunnar. Nú þarf að laga vestur- og norð- urhliðarnar og fara yfir glugga. Kirkjuturninn verður endurbættur og honum breytt í upphaflega mynd og kirkjuþakið klætt steinflísum eins og var. Þá þarf að mála kirkj- una í hólf og gólf. Nefndarmenn vonast til að verkið heíjist nú á haustmánuðum og verði viðgerð kirkjunnar lokið að utan fyrir áramót og verkinu öllu á næsta ári, ef nægilegt fjármagn fæst. Til að standa straum af þessum kostnaði mun nefndin fara af stað og leita eftir fjárframlögum frá velunnurum í Stykkishólmi og um allt land. Nú þegar hafa borist veg- legar peningagjafir til verksins. Húsnæðisvandi Grunnskóla ísafjarðar Sex mögnleg’ar lausnir bomar saman ísafirði - Á sameiginlegum fundi fulltrúa bæjarráðs og fræðslu- nefndar ísafjarðarbæjar, sem hald- inn var á mánudag, var samþykkt að leggja til við bæjarstjórn ísa- fjarðarbæjar að gerður verði sam- anburður á mögulegum lausnum á húsnæðisvanda Grunnskóla ísa- fjarðar þar sem eftirtaldir kostir verði skoðaðir sérstaklega. Ný- bygging á Torfnesi, nýbygging á Wardstúni, nýbygging á Skeiði, nýbygging á Hauganesi, nýbygg- ing á núverandi skólalóð með upp- kaupum nálægra húsa og með end- urbyggingu eldra húsnæðis við Sundstræti þ.e. húsnæði Hrað- frystihúss Norðurtanga. Fundurinn lagði til að skipaður verði þriggja manna starfshópur auk bæjarverkfræðings og skóla- fulltrúa sem skila eigi skýrslu til fræðslunefndar og bæjarráðs um framangreint efni fyrir lok október.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.