Morgunblaðið - 18.09.1997, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 18.09.1997, Qupperneq 24
fJrJíTV'íTrr<Trrrc o r c 24 FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Ljósfræðilegt ferðalag CLARE Langan; Ferli, Bláa lónið, 1997. EGILL Ólafur Strange; Leikföng. MYNPLIST Ilafnarborg LJÓSMYNDIR CLARELANGAN Opið alla daga frá kl. 12-18. Lokað þriðjudaga. Til 22. september. Að- gangur 100 kr. ÍRSKA myndlistarkonan Clara Langan á að baki giska óvenjuleg- an námsferil. Eftir próf í högg- myndadeild við listaháskólann í Dublin 1989 hóf hún nám í kvik- myndagerð og lauk prófi frá New York háskóla 1993. Listakonan virðist þó frekar vinna í ljósmyndatækni en hreyfi- myndum, þótt svo myndir hennar virki óneitanlega hreyfðar, en það hefur nokkuð færst í vöxt að ljós- myndir í yfirstærðum séu settar úr fókus. Og yfirstærðir má rétti- lega nefna ljósmyndimar, því þrátt fyrir að ekki séu nema 9 myndir á sýningunni fylla þær aðalsal Hafnarborgar á þann veg að fleiri hefðu þær helst ekki mátt vera. Annað mál er að salurinn virðist ekki hentugur rammi utan um þær, þar sem einhver tómleika- bragur er yfir aðkomunni. Hins vegar hverfur hann eftir að rýnt hefur verið i myndimar um stund og hver og ein nær að skila sér til sjóntauganna. Það er svo borðleggjandi að kvikmyndir eru útgangspunktur þessarar sérstæðu tækni, en myndirnar eru teknar gegnum handgerðan filter. Jafnframt mik- ið rétt, að sumir hlutar myndanna leiða hugann á stundum frekar að abstrakt málverki en ljósmynd, þótt skoðandinn sé vel meðvitaður um að hér sé ljósopið að verki. Titlar myndanna em hinar furðu- legustu talnaraðir, vísa frekar til tækninnar en myndefnanna, sem eru þó skýrt afmörkuð. Þannig er mynd nr. 3 líkust næturljóði í hin- Sólarsaga á lands- bygg'ðinni Skógum. Morgunblaðið. LEIKFÉLAGIÐ 10 fingur hefur lagt upp í leikför um landið með sýninguna Sólar- söguna. Sólarsaga, sem er skuggaleiksýning og ætluð fyrir börn, er fléttuð úr þjóð- sögum úr mörgum löndum. Hún gerist fyrir löngu er sólin var fögur og feit, hnöttótt og heit og einstaklega hlátur- mild. A annarri plánetu býr Hnetukonungurinn ásamt spilltri dóttur sinni Plágu litlu. A afmæli hennar gefur Hnetukonungurinn henni só- lina og er þá illa komið fyrir mönnum og dýrum jarðarinn- ar, sem fara að krókna úr kulda. Hefst nú spennandi leiðangur með hjálp áhorf- enda til að ná sólinni og koma henni aftur á sinn stað. Leikstjóri er Helga Braga Jónsdóttir og verður Sólar- saga sýnd í dag í Brúarár- skóla á morgun kl. 10.30, Fellaskóla 18. september kl. 14.10, Grunnskólanum í Þor- lákshöfn 19. september kl. 11, Hafralækjarskóla 22. septem- ber kl. 15 og Félagsheimilinu Breiðumýri 22. september kl. 18. í vikunni 23.-26. septem- ber verða 10 fíngur svo á Norð-Vesturlandi. um mjúka bláma sínum og and- stæða hennar við hliðina (4) eins og ástaróður til náttúrunnar og birtumagnanna, mettuð lífsgleði og samræmdum litum grómagna jarðar. En hér er vel að merkja öðru fremur um að ræða að skila tilfinningunni fyrir birtunni á hveijum stað. Myndferlinu skiptir Langan yfir- leitt í tvo eða þijá hluta eins og til að undirstrika hreyfínguna í því, og ná myndbreytingamar iðu- lega að magna ferlið upp, einkum í náttúrustemmunni nr. 4, sem má telja hámark sýningarinnar. Hagleikur Sverrlssalur LISTMUNIR EGILL ÓLAFUR STRANGE í TILEFNI 70 ára afmælis Egils Ólafs Strange módelsmiðs er mikill fjöldi muna sem hann hefur unnið að og mótað á langri starfsævi til sýnis í Sverrissal. Langmest ber á munum sem skornir eru út við hin ýmsu tæki- færi og bera mikilli verkmennt og upprunalegum hagleik vitni. Það sem rýninum þykir meira um vert, er að hagleiksmaðurinn virðist einnig hafa hönnunartilfinningu til að bera, sem kemur einkum fram í leikföngum þeim sem til sýnis eru og hann smíðaði handa börnum sínum, en Egill hefði mátt fá tækifæri til að gera stór- um meira af. Það er einmitt þetta sem svo mjög hefur skort á landi hér, sem er skilningur fyrir hönn- un og listiðnaði, sem hefði getað fært þjóðarbúinu mikinn ágóða ef rétt hefði verið að málum staðið. Það er mikill og dijúgur sómi að hagleik og verkmennt, sem þó er annað en skapandi hönnun og loks KVIKMYNPIR Iláskólabíð BARA STELPA„KÚN EN PIGE“ ★ ★ ★ Leikstjóri: Peter Schröder. Handrit: Peter Bay og Jurgen Kastrup. Kvik- myndatökustjóri: Dirk Bruel. Tónlist: Jan Glæsel. Aðalhlutverk: Puk Scharbau, Waage Sandö, Inge Sofíe Skovbo, Sophie Engberg, Birte Neu- mann, Amalie Dollerup, Kristian Halken. Den Danske Filminstitute. 1995. DANSKI rithöfundurinn Lise Norgaard er með ástsælustu höf- undum Danmerkur eftir að hafa samið sjónvarpsþættina Matador um húsbændur og hjú í litlu dönsku bæjarsamfélagi fyrr á öldinni. Þætt- imir hafa verið sýndir í ríkissjón- varpinu í tvígang og notið mikilla vinsælda enda eru þeir skemmtileg- ir með afbrigðum, ljúflega húmo- rískir á danska vísu, alþýðlegir, vel leiknir og persónugalleríið litríkt. Lise skrifaði endurminningabók sína fyrir nokkrum árum og nefndi Bara stelpu og sagði frá því um- hverfi sem hún ólst upp í og var að nokkm leyti kveikjan að Matad- or. Og hún sagði frá því hversu erfítt það var fyrir konur eins og hana sjálfa að fara út á vinnumark- aðinn þegar hlutverk kynjanna voru skýrt afmörkuð, karlinn var fyrir- vinnan og konan átti að sinna heim- ilinu. Sagan hefur verið kvikmynd- er völundarsmíði nokkuð sem ís- lendingar gera sér ekki alveg grein fyrir. En hvernig eiga þeir að gera sér fulla grein fyrir hug- takinu með hliðsjón af því að menntakerfið gerir þessari hlið fræðslu nánast engin skil, kannski 0,01% og að uppeldis- og kennslu- fræði virðist mun mikilvægari allri áþreifanlegri sannmenntun. Skilin á milli þessara þátta eru mjög skýr og hugtökin afmörkuð í lista- sögunni. Sennilega er græna hvelfingin í Dresden, þar sem verk dverghaga eins og Johanns Se- bastians Dinglingers og Balthas- ars Permosers sér stað, hér helsta uð af Peter Schröder og er nú myndin sýnd í Háskólabíói, ótextuð reyndar. Lise kom til landsins og fylgdi myndinni úr hlaði með nokkr- um orðum og sagðist heppin að lifa það að sjá líf sitt í kvikmynd. Myndin er næstum þrír tímar að lengd og skiptist nokkurn veginn í tvo hluta, æskuár Lise fyrir hlé og eftir hlé ár hennar í hjónabandi og baráttu við að sinna blaðamennsku og heimilisstörfum á stríðsárunum og eftir stríð. Fyrri hlutinn er miklu mun bitastæðari og þar má sjá fyr- irmyndir sumra persónanna í Matador, einkanlega móður Lise, sem minnir talsvert á bankastjóra- frúna, barnfóstruna, sem minnir á eldabuskuna hjartagóðu og sitthvað annað. En í myndinni er einnig að fínna það gamla, danska smábæjar- samfélag sem Lise ijallar um í Matador. Hún er af sterkefnaðri borgaralegri íjölskyldu komin, sem hefur ráð á þjónustuliði og barnfós- tru og umgengst ekki mikið alþýð- una. Og eins og í Matador gerir Lise góðlátlegt grín að snobbinu og hinum borgaralegu gildum, kröf- unni um að konan sé á heimilinu og sinni bömum og eiginmanni. Allt er það gert með ljúfum dönsk- um húmor, sem sýnir sig best í samskiptum Lise við skoplegan föð- ur sinn og móður, er bæði ríghalda í gamlar hefðir. Kannski að forvitnilegastar fyrir okkur Islendinga séu senur úr hús- mæðraskóla í Sórey, n.k. Grautó, þar sem íslensk stúlka verður tákn opinberunin. Módelsmíðin vakti athygli og þá einkum af Holdsveikraspítalanum í Laugarnesi, sem er afar fín smíð. Sjálf byggingin er svo auðvitað undirstaða vinnubragðanna en hún var merkilega reisuleg og bar fag- urlega við útlínur sjónhringsins. Hefðu seinni tíma húsameistarar að ósekju mátt draga hér meira dám af, skipulagsfræðingar raunar enn frekar, einkum af Laugarnes- inu öllu, en um það er farsælast að hafa sem fæst orð. En hér skal tekið ofan fyrir hagleiksmanninum sjötuga. Bragi Ásgeirsson um þá stöðu sem kvenfólk bjó við á þessum tíma og það líf sem Lise vildi forðast. íslenska stúlkan er send í skólann til þess að læra hús- móðurstörfín en heima bíður eigin- mannsefnið á meðan hún, mjög gegn vilja sínum, menntar sig til þess að sjá um hann einan og sér enga leið útúr ráðahagnum nema þá allra verstu. Svo hún verður enn einn drykkfelldur, sorgmæddur ís- lendingur og einstæðingur í Sórey og syngur látlaust mjög viðeigandi stef fyrir stúlku í hennar stöðu: Ein ég sit og sauma, inni í litlu húsi. Er ekki víst að danskir áhorfendur nái kaldhæðninni. Seinni hlutinn er síðri og þá er frásögnin farin að teygjast nokkuð. Leikstjórn Schröders, sem er ágæt- ur fagmaður en lítt skapandi, verð- ur ekki eins markviss. Myndin er um konu sem ekki vill binda sig í klafa fjölskyldu og eiginmanns heldur gera fyrst og fremst það sem hún vill en fær það ekki. Því stofn- ar hún íjölskyldu og á börn en er aldrei ánægð eða sátt. Þessu eru ekki gerð nema yfirborðsleg skil; ferð hennar til Þýskalands eftir heimsstyijöldina er t.d. fullkomin tímasóun. Myndin er mestanpart vel leikin og fyrir þá sem höfðu gaman af Matador og bíða þess að þættirnir verði sýndir i þriðja sinn í sjónvarp- inu gæti myndin stytt biðina auk þess sem hún er mjög upplýsandi og skemmtileg. Arnaldur Indriðason Allende snýr sér að ástarlyfjum Washington. Reuter. KYNLÍF og matur er viðfangsefni rithöfundarins Isabel Allende frá Chile. Allende vinnur nú að upp- skriftabók, sem ætlað er að örva ástarlíf lesenda hennar. Allende hefur sett saman kynlífs- örvandi mataruppskriftir með hjálp 76 ára gamallar móður sinnar og kemur bókin út á Spáni undir heit- inu „Afródíta" í október. „Bókin fjallar um kynlíf og mat,“ sagði Allende á fyrirlestri um „sög- ur og drauma" í bókasafni Banda- ríkjaþings á mánudag. „Þetta er í raun vandamál karlmannsins. Kon- ur hafa engan áhuga á ástarlyfjum, sem eiga uppruna sinn í hinu við- kvæma kynfæri karlmannsins. Því hefur verið gefið nafn verkfæra og vopna og jafnvel verið sagt hafa yfírnáttúrulega krafta, en í raun má koma því fyrir í sardínudós." Allende, sem skrifaði „Hús and- anna“, sagði að hún hefði skrifað sig frá sársaukanum vegna dauða dóttur sinnar í síðustu bók sinni, „Paulu“, og hefði nú fundið inn- blástur sinn og skopskyn að nýju. Hún vinnur um þessar mundir að sögulegri skáldsögu og er að undirbúa handrit, sem byggt er á sögusafninu „Eva Luna“, fyrir Sundance-stofnunina. ------♦ ♦ ♦----- Auður Guðríður St. Hafsteinsdóttir Signrðardóttir Fiðla og píanó á Norðurlandi vestra AUÐUR Hafsteinsdóttir fíðluleikari og Guðríður St. Sigurðardóttir píanóleikari halda tónleika í Félags- heimilinu á Hvammstanga í kvöld kl. 21. Tónleikarnir eru á vegum Tónlistarfélags V-Húnvetninga. Laugardaginn 20. september verða þær með tónleika á vegum Tónlistarfélags Skagafjarðar í Mið- garði í Varmahlíð og hefjast þeir kl. 15.30. Á efnisskránni eru 3 rómönsur eftir Clöru Schumann, sónötur eftir Claude Debussy og Édward Grieg o g nokkur smálög eftir Fritz Kreisl- er. Báðar luku þær einleikaraprófí frá Tónlistarskólanum í Reykjavík á sínum tíma og hafa stundað fram- haldsnám erlendis auk þess að hafa sótt námskeið víða. ------♦ ♦ ♦----- Dröfn á veggnum DRÖFN Guðmundsdóttir, mynd- höggvari, sýnir fímm blá fjöll á veggnum fyrir ofan stigann í Gall- eríi Listakoti til 5. október. Verkin eru lágmyndir úr gleri og stáli. Dröfn útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla íslands 1993. Hún hefur unnið talsvert í gler frá því hún útskrifaðist og hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í sam- sýningum undanfarin ár. Gallerí Listakot er opið mánu- daga til föstudaga frá kl. 12-18 og laugardaga kl. 10-16 og langan laugardag 10-17. Konan sem skrifaði Matador

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.