Morgunblaðið - 18.09.1997, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1997 25
LISTIR
Sársauki ástar og
dulmagn bernsku
MÖRG íslensk skáldverk koma út
hjá Forlaginu fyrir jólin. Flest eru
eftir kunna höfunda.
Eftir Sigurð Pálsson kemur út ný
ljóðabók: Ljóðlínuspil. Alveg nóg er
skáldsaga eftir Þórunni Valdimars-
dóttur. Þetta er að sögn hispurslaus
saga um unga nútímakonu sem brýt-
ur af sér gömul boð og bönn og kýs
frelsið, ástar- og spennusaga. Rúnar
Helgi Vignisson sendir frá sér skáld-
söguna Astfóstur.
Síðasta ljóðabók Sigfúsar heitins
Daðasonar nefnist Og hugleiða
steina. Hann var langt kominn með
að ganga frá bókinni þegar hann
féll frá. Þorsteinn Þorsteinsson
gengur endanlega frá_ bókinni til
prentunar. Arngunnur Ýr Gylfadótt-
ir gerir teikningar. Enn fremur kem-
ur út geisladiskur með flutningi Sig-
fúsar á eigin ljóðum. Upptökurnar
eru úr fórum Ríkisútvarps-Sjón-
varps.
Ulfabros er fyrsta ljóðabók Önnu
Valdimarsdóttur sálfræðings. Ljóðin
lýsa reynslu konu vegna svika í ást-
um, vonbrigðum, reiði og djúpstæð-
um sársauka en ekki síður baráttu,
sátt og loks sigurgöngu nýrrar ást-
ar. Dagbók Ertu er fyrsta prósaverk
Diddu en Forlagið hefur áður gefið
út eftir hana ljóðabókina Lastafans
og lausar skrúfur.
Systkinin Sigrún og Þórarinn Eld-
járn eru höfundar barnaljóðabókar-
innar Halastjörnu. Aðrar barnabæk-
Sigfús Guðbergur
Daðason Bergsson
ur Forlagsins eru Kynlegur kvistur
á grænni grein eftir Sigrúnu Eld-
járn, Skessan eftir Guðrúnu Hannes-
dóttur og Bréfið til Jóa eftir Rögn-
vald Finnbogason og Tryggva Ólafs-
son.
Faðir og móðir og duimagn berns-
kunnar nefnast bernskuminningar
Guðbergs Bergssonar færðar í
skáldskaparbúning. Bernskan er séð
með augum fullorðins manns sem
reynir að sjá sjálfan sig gegnum
foreldrana og umhverfið. Leikföng
ieiðans eftir Guðberg koma út í end-
urskoðaðri kilju.
Páll Pálsson ritar Minningar
Kristins Hallssonar og út kemur rit-
gerðasafn eftir Svövu Jakobsdóttur.
Kristján Gíslason er höfundur
bókarinnar Ofurlaxar og aðrir minni
sem er bók um veiðiskap. Bókin ís-
lenskir hvalir verður gefin út á ís-
lensku, ensku og þýsku.
Fimm barnaleikrit
í Mögnleikhúsinu
MÖGULEIKHÚSIÐ, barnaleikhús
við Hlemm, er nú að hefja áttunda
leikár sitt. Á verkefnaskrá vetrar-
ins verða að þessu sinni fimm
barnaleikrit, auk heimsókna er-
lendra leikhópa og fleiri viðburða.
Leikárið hefst á því _ að farið
verður með leikritið „Ástarsaga
úr fjöllunum“ í leikferð um Vest-
firði. Leikritið er byggt á sam-
nefndri sögu Guðrúnar Helgadótt-
ur ög hefur verið sýnt í leikskólum
og grunnskólum víða um land í rúm
tvö ár. Mun fjöldi sýninga nú vera
farinn að nálgast 150.
Síðar í mánuðinum verður farið
í leikferð um landið með leikritið
„Einstök uppgötvun eða Búkolla í
nýjum búningi". Leikritið var
frumsýnt á síðasta leikári og var
að miklu leyti unnið í spunavinnu
leikhópsins. Þar er sagan um Bú-
kollu skoðuð í nokkuð nýju ljósi.
Báðar þessar sýningar verða
sýndar áfram í leikskólum og
grunnskólum í vetur.
I byijun október er von á danska
barnaleikhúsinu Det lille turnéteat-
er í heimsókn með sýninguna „Od-
ysseus“ eða „Ódysseifur". Þar er
sagan um ferðir Ódysseifs flutt á
frumlegan hátt af einum leikara
og einum tónlistarmanni.
í tengslum við heimsókn Det lille
turnéteater verður haldið barna-
leikhúshátíð í Möguleikhúsinu dag-
ana 4.-5. október, þar sem saman
verða komnar nokkrar þeirra leik-
sýninga fyrir börn og unglinga sem
í boði eru hjá leikhópum um þessar
mundir. í lok hátíðarinnar verður
haldið málþing um menningarstarf
fyrir börn.
í október hefjast að nýju sýning-
ar á „Snillingum í Snotraskógi"
eftir Björgvin E. Björgvinsson, sem
sýnt var við miklar vinsældir í
vor. Það er ævintýraleikrit með
söngvum, sem segir frá kynnum
skógarmýslu og íkornastráks í
Snotraskógi.
í nóvember er von á norska leik-
hópnum Tripicchio, Underland og
co. með sýninguna „K.M.K.K." eða
„Kluss með klær og klesklyper".
EINAR Áskell verður í Mögu-
leikhúsinu eftir áramót.
Þess má geta að leikhópurinn
heimsótti Möguleikhúsið fyrir
tveimur árum með sýninguna „Með
bakpoka og banana", en í þessari
nýju sýningu er fjallað um sömu
persónur og í þeirri fyrri í nýjum
ævintýrum.
Undanfarin ár hefur skapast
fyrir því föst hefð hjá Möguleikhús-
inu að sýna sérstakar jólasýningar
í desember. Jólaleikritið „Hvar er
Stekkjarstaur?" verður sýnt í des-
ernber, en það var frumsýnt fyrir
jólin í fyrra og sýnt rúmlega fjöru-
tíu sinnum.
í janúar frumsýnir Möguleik-
húsið leikgerð eftir hinum kunnu
sögum sænska höfundarins Gun-
illu Bergström um Einar Áskel.
Sýningin hefur hlotið nafnið „Góð-
an dag, Einar Áskell!" og er byggð
á bókunum „Flýttu þér Einar
Áskell", „Sveiattan Einar Áskell“
og „Góða nótt, Einar Áskell". Leik-
gerðina gerði Pétur Eggerz í sam-
ráði við höfundinn.
Happafengur
Veiöimannsins
Ef þú verslar hjá Veiðimanninum færðu afhentan
númeraðan happadrættismiða, merkir þér miðann
og skilur eftir í lukkupotti í versluninni. Dregið er
úr miöunum hálfsmánaöarlega um glæsilega
vinninga. Laugardaginn 20. september kl.l 7,
verða dregnar út vandaðar vöölur frá
Ocean. Vinningshafi þann 6.
september var Hrafnhildur Stefáns-
dóttir og fékk hún afhenta ABU-
Garcia veiðistöng frá Veiðimanninum. I Laugardaga frá 9-17
^^llir^iöskiptavinfrVeiöimannsin^et^eki^át^^Iappafen^
Veiðimaðurinn hf. Hafnarstræti 5, sími 551*6760
Mb
HJALPAR
MEÐ
HVERJUM
BITA
3My!lan leggur
kr. ainverju
Heimilisbrauði
í til hjálparstarfs.
-k.l
<SuT hjalparstofnun
\Q£'J KIRKJUNNAR
Þeöar þú kaupir Heimilisbrauð renna
3 Kf. af andvirði þess til að styrkja börn
og unglinga til náms í Andhra Pradesh héraði á Indlandi.
Nú er auðvelt að vera með - saman lyftum við grettistaki.
Átakið stendurtil 31. október 1997.
Fjárgæsluaðlli er Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis.
<SlT hjálparstofnun
Vnr/ kirkjunnar
lífWJIA AUetT$l»C»f10fAK HKlÍft