Morgunblaðið - 18.09.1997, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.09.1997, Blaðsíða 26
aioiAjanuoflOM MORGUNBLAÐIÐ 26 FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1997 LISTIR Framtíðarsýn: Óhindr- að flæði fjármagns __________BÆKUR______________ II a g f r æ d i ÖRRÍKI Á UMBROTATÍMUM Þór Sigfússon. Fjölsýn forlag - 1997,120 bls. ÞEGAR aldamót nálgast huga menn gjarnan að framtíðinni, reyna að átta sig á því hvaða öfl fortíðar muni móta hana og hvernig við getum haft áhrif á hana með því að breyta hugarfari okkar og at- höfnum. Slíkar pælingar eru gagnlegar fyrir margra hluta sakir, ekki síst þegar þær bregða birtu á verðmætamat okkar og skilning á lífsgæðum; þær geta sýnt hvað það er í okkur og í kringum okkur sem við teljum að eigi einkum erindi við framtíðina og hvað við viljum að fortíðin geymi ein. í bókinni Örríki á umbrotatímum spáir Þór Sigfússon í framtíðina, reynir að sjá fyrir sér og lýsa íslendingum 21. aldar, veltir fyrir sér hver staða íslands muni verða í Evrópu og innan Norðurlanda, hvernig fyrirtæki framtíðarinnar komi til með að líta út og ræðir um framvindu al- þjóðavæðingar og hvernig menntakerfíð eigi að laga sig að breyttum heimi. Þór fer ekki leynt með hvaða verðmætamat hann leggur til grundvallar. Hann vill að við beinum sjónum okkar að „emmunum þrem- ur“, mannúð, menntun og markaðsbúskap og telur að lífs- gæði okkar á 21. öld muni ráðast af því hversu vel okkur tekst upp á þessum þremur sviðum. Til að stíga skrefið inn í framtíðina verð- um við að dómi Þórs að leggja áherslu á hugvit (fremur en hand- afl), við verðum að skilja eðli þess þekkingarsamfé- lags sem mun Þór setja síaukinn svip Sigfússon á veruleika okkar og einnig kunna skil á hvernig fyrirtækin eru að breytast, ekki síst hugsjónir þeirra um aukna samvinnu. í þekkingarsamfélagi framtíðarinnar verði megináhersla lögð á fyrirtækjanet og óhindrað flæði fjármagns. Það eru ýmsar góðar athugasemdir í þess- ari bók. Höfundur gerir t.d. ýmislegt til að beina sjónum lesenda að smæð landsins og þeirri staðreynd að fæstir útlendingar vita að við erum til, hvað þá að þeir séu að taka okkur til fyrirmyndar. Hann reynir einnig að slá á óhóflega bölsýni um framtíð okkar og vísar henni reyndar til föðurhúsanna. Umræðan um fyrirtæki framtíðarinnar er athyglisverð og hugmyndin um þekkingar- samfélagið er góðra gjalda verð. Hins vegar hefði höfundur mátt huga betur að fjöl- mörgu varðandi efnistök og framsetningu. Stærsti ókostur bókarinnar lýtur að skipu- lagi og framsetningu. í upphafi vekur höf- undur væntingar um spennandi umræðu um fyrirtækjanet í þekkingarsamfélagi framtíð- ar en að þessum efnisflokki er ekki komið fyrr en í bókarlok. Og þótt sú umræða sé athyglisverð er hún knöpp og meginefni bókarinnar undirbýr lesandann ekki mark- visst fyrir hana. Öðru nær, bókin er of sund- urlaus, vaðið er úr einu í annað og endur- tekningar eru margar. Höfundur kemur snemma orðum að meginhugðarefni sínu (að fjármagn fái að flæða óhindrað milli svæðá) og þrástagast síðan á því. Ég reyndi að halda saman hversu oft höfundur nefnir þennan draum sinn (eða náskylda drauma) en hætti því þegar „prikin" fylltu fimmta tuginn. Leiðinlegt er að stagl- eða upptugg- ustíll virðist vera orðinn opinber stíll ís- lenskra fijálshyggjumanna. Setur það leiðan svip á athyglisverða stefnu og gefur til kynna hugmyndafæð hennar. En þótt hamr- að sé á mikilvægi óhindraðs flæðis fjár- magns og fijálsrar samkeppni ad nauseam er umræðan um menntun brotakenndari (höfundur virðist hafa afar þrönga sýn til menntunar) og ekki fer mikið fyrir umræðu um mannúð, utan að höfundur nefnir að heilsufar fólks sé án efa eitt skýrasta dæmi um mannúð í þjóðfélaginu! Mér fannst við- eigandi að þegar höfundur nefnir emmin sín þijú síðar í bókinni hefur röðin breyst og er nú menntun, markaðsbúskapur og mann- úð og hefði vafalítið orðið markaðsbúskap- ur, menntun og mannúð ef bókin hefði orð- ið lengri! Eins skortir verulega á að höfund- ur staldri við, þrói og útlisti athugasemdir sínar og skoðanir. Yfírleitt er þeim slengt fram í véfréttastíl, sem er e.t.v. að ein- hveiju leyti afsakanlegt í bók um framtíðina (sjá t.d. umræðu um íslendinga 21. aldar) en virkar oft kjánalega eða sem ósanngjörn gagnrýni (sjá t.d. umræðu um kennara bls. 88). Stundum er erfitt að meta hvort eitt- hvað hafí skolast til í framsetningu eða höfund skorti þekkingu. Á einum stað seg- ir: „... þarf því ekki síður að beita hugvits- semi og koma fram með nýja hugsun. Bret- ar eru að taka upp það kerfi að fólk sendir inn til ríkisins einfalt skattframtal þar sem framteljendur reikna sjálfir út þann skatt sem þeim ber að greiða og senda ávísun með skattframtalinu“ (bls. 65). Þessi hugsun er ekki nýrri eða fijórri en svo að Banda- ríkjamenn hafa viðhaft þennan sið um ára- bil og sama gildir um Kanadamenn. Á öðrum stað segir: „Á sama tíma hallaði nokkuð undan fæti hjá Route 128-svæðinu sem ligg- ur á milli Boston og Massachusettsfylkis í Bandaríkjunum" (bls. 102). Tæplega er sá vegarspotti langur sem liggur á milli Boston og Massachusettsfylkis! Höfundur bendir á að erfitt sé að alhæfa um lífsgæði og verðmætamat. Sjálfur virð- ist hann ekki eiga í neinni kreppu hvað þetta varðar enda fylgir hann trúfastlega þeirri reglu að ef eitthvað sé gott megi rekja það til ftjálsrar samkeppni og ef eitthvað sé slæmt sé það tilkomið vegna hindrunar á flæði fjármagns. Sjálfur tel ég að til að rýna í framtíðina þurfi flóknari formúlur og meiri íhugun. Róbert H. Haraldsson BLÓMAMYND eftir Ásgrím Jónsson frá árinu 1956. Uppstillingar og útimyndir Asgríms Gítarmeist- arinnog Tómasarrím Ráðstefna til heiðurs Régis Boyer Trúarlíf á Sturl- ungaöld RÁÐSTEFNA til heiðurs Régis Boyer prófessors við Université Paris IV Sorbonne verður haldin í Háskóla íslands næstkomandi laugardag, 20. september. Régis Boyer heldur sjálfur fyrirlestur um trúarlíf á íslandi á Sturlungaöld en einnig flytja nokkrir íslenskir miðaldafræðingar fyrirlestra. Bjami Guðnason, Sverrir Tómas- son og Hermann Pálsson tala um trúarlíf og bókmenntir. Ásdís Eg- ilsdóttir, Torfí Tulinius og Sverrir Jakobsson tala um trúarlíf og sam- félag. Og einnig verða pallborðs- umræður um trúarlíf á Sturlunga- öld sem Vésteinn Ólason stýrir. Auk fyrirlesara taka Úlfar Braga- son, Gunnar Karlsson, Guðrún Nordal og Hjalti Hugason þátt í þeim. „Mörgum er kunnugt um hve mikilvægu hlutverki Régis Boyer hefur gegnt við að kynna íslenskar bókmenntir, fornar og nýjar, í Frakklandi og frönskumælandi löndum. Færri þekkja framlag hans til fræðilegrar umræðu um norræna menningu á miðöldum. Sem fræðimaður hefur hann eink- um fengist við trúarbrögð, bæði heiðin og kristin, en doktorsritgerð hans frá 1972 fjallaði um trúarlíf á íslandi á 12. og 13. öld. Koma hans til landsins þótti þess vegna kjörið tækifæri til að kalla saman hóp af íslenskum fræðimönnum til að ræða þennan þátt í íslenskri miðaldamenningu, sem hefur ekki fengið jafn mikla athygli og aðrir en sem nauðsynlegt er að þekkja ef skilja á líf og verk íslendinga á Sturlungaöld,“ segir í kynningu. Ráðstefnan stendur frá 9 til 17 og er öllum opin. Aðgangur er ókeypis. í SAFNI Ásgríms Jónssonar í Bergstaðastræti 74 hefur verið opnuð sýning á kyrralífs- og blómamyndum ásamt myndum úr Reykjavík og nágrenni og af fólki í landslagi. Meðal verka á sýningunni eru vetrar- myndir sem Asgrímur málaði inn við Elliðaárvog. Þá hefur TRÖLLAKIRKJA eftir Ólaf Gunn- arsson hefur verið tilnefnd til Dubl- in-verðlaunanna í Finnlandi. Tvær aðrar bækur hafa verið tilnefndar til verðlaunanna af borgarbóka- safninu í Helsinki; skáldsögurnar Urwind eftir sænska rithöfundinn Bo Carpelan og Gizona bere bak- ardadean eftir baskneska rithöf- undinn Bernardo Atxaga. Verðlaunin sem formlega nefn- ast International IMPAC Dublin Literary Award verða nú veitt í þriðja sinn. Verðlaunaféð nemur nýtt kort verið gefið út og er það eftir blómamynd frá árinu 1956. Sýningin stendur til febrúar- loka og er opin á opnunartíma safnsins, sem er kl. 13.30-16 á laugardögum og sunnudögum. í desember og janúar er safnið lokað. 100.000 írskum pundum. Verð- launin eru veitt fyrir skáldsögu sem annaðhvort hefur verið samin eða þýdd á ensku. Hljóti þýdd skáldsaga verðlaunin skipta höf- undurinn og þýðandinn með sér verðlaunafénu. Það eru borgar- bókasöfn stórborganna sem nefna bækur til verðlaunanna.. Þær skáldsögur sem skrifaðar hafa ver- ið á ensku skulu hafa komið út árið 1996 en þýðingarnar árin 1992 til 1996. Verðlaunin verða veitt í maí á næsta ári. DJASS Sunnusalur Ilótels Sögu TRÍÓ TÓMASAR R. EINARSSONAR/JAKOB FISCHER Mánudagur 15. september kl. 21. EITT af því sem verið hefur aðal RúRek djasshátíðarinnar er að gefa íslenskum djassleikurum kost á því að leika með erlendum kollegum sínum. Á þessari hátíð eru fjögur slík samvinnuverkefni í gangi. Frank Foster með Stórsveit Reykjavíkur, Gunnlaugur Briem með þremur félögum sínum frá London, Bjöm Thoroddsen og Sig- urður Flosason með tveimur Finn- um svo og tríó Tómasar R. Einars- sonar með danska gítarsnillingnum Jakob Fischer. Þeir tónleikar voru í Sunnusal Hótels Sögu sl. mánu- dagskvöld. Eitthvað hafði kynning tónleikanna misfarist því fleiri hefðu örugglega mætt hefði hing- aðkoma Jakobs Fischers verið bet- ur kynnt. Jakob hefur komið hing- að þrívegis áður, tvisvar með Svend Asmussen og einu sinni með Jesper Lundgaard, og vakið óhemju hrifningu djassunnenda. Eitthvað kunna salarkynnin líka að hafa haft áhrif á aðsóknina. Hljómleikar á borð við þessa hafa verið haldnir í miðbænum á fyrri RúRek hátíðum með góðum ár- angri en Sunnusalur Hótels Sögu er dálítið útúr og auk þess ekki velþekktur og lítill djassbragur á honum. Tríó bassaleikarans Tómasar R. Einarssonar er skipað honum og tveimur Mezzofortefélögum: Ey- þóri Gunnarssyni píanista, sem einnig sló kongótrommur þetta kvöld, og Gunnlaugi Briem tromm- ara. Á dagskrá voru verk eftir Tómas, sem flest voru frumflutt á tónleikum á djassklúbbnum Múlan- um 21. mars sl. Þar var Óskar Guðjónsson saxófónleikari fjórði maður kvartettsins í stað Jakobs gítarleikara nú. Tómas er fyrsti íslandsdjassleik- arinn til að vinna markvisst með erlendum djassleikurum hérlendis og hefur gefið út tvo hljómdiska þeirrar gerðar: Nýjan tón með danska trompetleikaranum Jens Winther og ísandsför með banda- ríska básúnuleikaranum Frank Lacy. Eyþór Gunnarsson lék á píanóið á báðum þeim diskum enda vandfundinn sá píanisti á norður- hveli jarðar er mótar fegurri hend- ingar í snarstefjun, sérí lagi er ljóð- ið slæst í för, auk þess sem hann svíngar „að helvede til“. Sá er einn- ig aðall Jakobs Fischers og bestu ópusar Tómasar eru að mínu mati af ætt ballöðunnar einsog vel mátti heyra í Sunnusal er þeir félagar léku hið undurfagra lag hans: Minning. Samba hans í minningu Antonio Carlos Jobims og Ástar- vísa hans norræn, sem var í ætt við útsetningar Ole Kock Hansens á íslenskum þjóðlögum, voru held- ur ekkert slor, en lögin í hraðara tempói fundust mér ekki smella jafnvel saman. Þess ber þó að geta að Jakob gerði aðeins hálfs annars sólahrings stans á íslandi og margt getur gerst við lengri kynni. Eg vona bara að Tómas þrói þessa samvinnu áfram og að við fáum að njóta hennar fullskapaðrar á geisladiski. Vernharður Linnet Tröllakirkja tilnefnd til verðlauna í Finnlandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.