Morgunblaðið - 18.09.1997, Síða 27

Morgunblaðið - 18.09.1997, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1997 27 2 LISTIR Utgáfa nýrrar barnabókar, Sagan af Músa-mús Hetjan með litla hjartað SAGAN af Músa-mús er eftir Moshe Okon og Sigrúnu Birnu Birnisdóttur. Myndir gerði Sara Vilbergsdóttir og útgefandi er Mál og menning. Bókin hefur verið send forlögum í ísrael og í Bandaríkjun- um og í október verður hún kynnt á bókastefnu í Frankfurt. Músa-mús er lítill músastrákur sem bíður einn heima á meðan mamma hans bregður sér í búðina eftir osti. Hann sannfærir sjálfan sig um að hann sé.ekkert hræddur og að hann geti vel verið einn í svolitla stund þrátt fyrir stöðuga ógn af því að kötturinn láti sjá sig. „í sögunni af Músa-mús er spurt hvort manni leyfist stundum að vera hræddur,“ segir Moshe. Hann kemur frá ísrael og er lögfræðing- ur með meistaragráðu í afbrota- fræði en Sigrún Birna er blaðamað- ur og rithöfundur. „Fyrir nokkrum árum fjölluðu ísraelskir fjölmiðlar mikið um hvort það væri við hæfi að hermenn grétu við útfarir félaga sinna. Mörgum þótti það ekki sam- ræmast hetjuímynd hermannsins að sýna tilfinningar," segir hann. „Eins og börn í ísrael eru hvött til að vera hetjur er börnum á Is- landi sagt að vera stór og dugleg,“ segir Sigrún. „Músa mús bregst við þessu á þann hátt að hann viðurkennir ekki ótta sinn. Hann stendur sig þó ágætlega og ræður fram úr ýmsum vandamálum." Myndirnar segja hálfa söguna Moshe sagði Sigrúnu Birnu frá hugmynd sinni að sögunni og í sam- vinnu þeirra þróaðist sagan sem Músa-mús Sigrún skrifaði síðan á íslensku. Það sem m.a. vakti fyrir þeim var að setja saman sögu þar sem mynd- skreytingar væru hluti frásagnar- innar. Textinn lýsir hugsunum Músa mús á meðan myndirnar skýra frá raunverulegri atburðarás. Þegar sagan var fullunnin sendu þau Sigrún og Moshe hana frá ísra- el, þar sem þau bjuggu, til íslands og þar komst textinn í hendur Söru Vilbergsdóttur, myndlistarmanns og kennara, sem segir það hafa verið gamlan draum sinn að mynd- skreyta barnabækur. Hún segist oft hafa verið ósátt við vandlega unnar og ofurraunsæjar myndir í barnabókum. „Ég er ekki frá því að ég hafi notið góðs af barnanám- skeiðum sem ég hef kennt í fjölda ára og lært af vinnubrögðum barn- anna,“ segir Sara. „Ég veit líka hvað örvaði mig til myndsköpunar sem barn og ákvað því að myndirn- ar skyldu vera mjög litríkar og áferð þeirra gróf. Mér finnst oft vera lögð of mikil áhersla á tækni- brögð í myndskreytingum bama- bóka sem gerir það að verkum að börnin hugsa með sér að svona geti þau aldrei gert og missi jafn- vel áhuga á að reyna.“ Músa-mús og Eplasneplar á hebresku Höfundarnir hafa ekki enn feng- ið staðfest að Sagan af Músa-mús verði gefin út í ísrael en teija allar líkur á að svo verði. Þau segja að það séu tugir barnabókaforlaga í Israel og að þar séu hundruð bama- bóka gefin út ár hvert. Moshe seg- ir að söguna megi auðveldlega þýða á ensku en auk þess sem hebreska stafrófið sé lesið frá hægri til vinstri og þar af leiðandi þurfi að spegla myndunum hafi þau hugsað sér að gera smávægilegar breyting- ar á þeim. Þannig verði gönguskóm pabba músar skipt út fyrir her- mannaklossa sem leynist undir hjónarúmi á hverju heimili í ísrael. „Islenskir feður ganga á fjöll en í Israel þekkja allir krakkar her- mannaskóna því feður þeirra gegna herskyldu í allt að mánuð á ári,“ segir Moshe. Þau Sigrún og Moshe vinna að Úrvals-fólks verð 3Q.Q40k[ á mann f tvibýli á hótel Glasgow Thistle og einn dagur í Edinborg. Innifalið: Flug, gisting, ferðir til og frá flugvelli erlendis, ísTensk fararstjórn og allir skattar # ÚRVAL-ÚTSÝN Lágtnúla 4: sírni 569 9300, grœnt tiúmer: 800 6300, Haftiarfirði: sími 565 2366, Keflavtk: simi 421 1353, Selfossi: sími 482 1666, Akureyri: simi 462 5000 - og bjá umboðsmönnum um land allt. Fararstjóri: Rebekka Kristjánsdóttir Morgunblaðið/Ásdís HÖFUNDAR sögunnar af Músa-mús. F.v. Moshe Okon, Sara Vilbergsdóttir og Sigrún Birna Birnisdóttir. fleiri verkefnum sem tengja saman þessa tvo gerólíku menningar- heima. Moshe segir að þegar þau hafi flutt til íslands hafi fólk ráð- lagt sér að lesa íslenskar barnabækur til að æfa sig í tungu- málinu. Hann hreifst svo af lestri á bókinni Eplasneplar eftir Þóreyju Friðbjörnsdóttur að þau hafa nú þýtt bókina á hebresku og hún verður von bráðar gefin út af for- lagi í ísrael. Moshe segir allt eins geta farið svo að þau þýði einnig barnabækur úr hebresku á ís- lensku. Sjálfur minnist hann ótal heillandi frásagna úr eigin barn- æsku sem gaman væri að deila með íslenskum börnum. Helena Rubinstein Gull - sílfur - bronze - rautt - svart Erto orðin þreytt ó gómlu litunum þínum? Langor þíg að prófa ftitthvuð alveg n/tt og Öðrtmsi? Kynnum nyja haust- og vefruríitma i dag og ó motgun. Raupaukí fy%ír þegar keypt er fyrir 3.000 kr. eðo meirtt. tougavegi 66, $tmt 55J 2170

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.