Morgunblaðið - 18.09.1997, Síða 34
34 FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1997
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Osvífnar inn-
heimtuaðfer ðir
MÉR finnst orðið
erfitt að sitja þegjandi
undir vinnubrögðum
íslenskra ráðamanna
sem beinast að ákveðn-
um þjóðfélagshópum.
Sem dæmi nefni ég þá
þjösnalegu ákvörðun
ráðamanna ríkisíjölm-
iðlanna að innheimta
■*- greiðslur af eldri borg-
urum, þijá mánuði aft-
ur í tímann, án þess
að hlutaðeigendur
fengju nokkuð um það
að vita áður. Slík
vinnubrögð eru illþo-
landi og ósæmandi
valdsmönnum. Um-
hugsunarefni er að þetta „virtist"
koma alþingismönnum á óvart.
Kannski er ég elliær að ætla að hér
gildi hið fornkveðna; - að eftir
höfðinu dansi limirnir. Ekki virðist
. mér frekt að ætla þingmönnum
þjóðarinnar að hafa ljáð samþykki
sitt, áður en fótgönguliðið þramm-
aði af stað.
■* Ef til vill helgast þessi innheimtu-
gleði Ríkissjónvarpsins af því að
stofnunin þurfi aukið fjármagn til
kaupa á útlendum óþverramyndum;
morð og uppáferðir á víxl, dag eft-
ir dag.
Er þá upplagt að krefja helst
greiðslu þá hópa sem frábiðja sér
ósómann. En lágkúra ER lágkúra,
þótt hún njóti vinsælda, og þeir sem
bera ábyrgð á sliku efni á besta
útsendingartíma ættu að ráða sig
sem bíóstjóra.
Þar ræður hver sínum kaupum.
Nú man ég ekki betur en forsæt-
isráðherra birtist þegar álagan varð
heyrinkunnug og boðaði „bót og
betrun“, meðan hjálparkokkur mat-
reiddi eftir kúnstarinnar reglum þá
niðurstöðu að eldri borgarar hefðu
þegar fengið sinn skerf: Það skiljist
svo: Þið afsalið ykkur bótum - en
haldið eftir betrunarvistinni.
En ólánið er aldrei einsamalt á
ferð hjá íhaldinu, því nú taldi Guð-
mundur Hallvarðsson
brýna nauðsyn bera til
að stofna eldriborgara-
flokk innan Sjálfstæð-
isflokksins. Ég spyr í
einfeldni minni: Er ekki
Sjálfstæðisflokkurinn
búinn að merkja sig í
gegnum tíðina sem
flokk allra stétta og
allra hópa? Er hann
það ekki lengur?
Vert er að benda
Guðmundi Hallvarðs-
syni á að starfandi eru
hér í borg samtök eldri
borgara og er áhrifa-
maður innan Sjálf-
stæðisflokksins, mætur
maður, formaður þess félagsskapar.
Hefur Guðmundur Hallvarðsson
heyrt Páls Gíslasonar, læknis, get-
ið? Ef Guðmundur vill efla hag eldri
borgara er áreiðanlega rými þar
fyrir hann og hugmyndir hans ...
og ekki krafist flokksskírteinis við
inngöngu. Það er óþurftarverk að
reka fleyg í félagasamtök, sem fyr-
ir eru og starfað hafa um árabil,
hér í bæ og víðar á landinu.
Hvaða pólitík rær undir? At-
Það er ekkert grænt
lengur á framsóknarbú-
inu, að mati Lárusar
Hermannssonar, nema
hugsunarhátturinn.
kvæðaveiðar? Er verið að þvo hend-
ur sínar af óréttlátum álögum?
Vel á minnst. Nú stendur til að
breyta kosningaskipulagi. Ekki skal
ég leggja dóm á það hvort breyting-
ar auki lýðræði eða bara aki því til.
Fulltrúalýðræði er svo sleipt að að
það má eins kallast fógetaréttur, því
íögfræðingar hafa öll lyklavöld.
En grun hef ég um að dreifbýli
- og Framsókn - beri skarðan hlut
frá borði. Fáeinir framsóknarmenn
munu hverfa af vettvangi.
Spái ég. Sú var tíð að ég hefði
séð eftir þeim, þegar flest í verkum
þeirra benti til félagshyggju.
Nú er stefnt inn í nýja öld og
fyrirmyndin sýnist sú átjánda þegar
bóndinn lauk ævinni niðursetningur
á eigin bæ, því afkomendur áttu
ekki kost á öðru búi.
Það er ekkert lengur grænt á
framsóknarbúinu nema hugsunar-
hátturinn.
Höfundur er eldri borgari.
TÖLVUMIÐSTÖÐ HEIMILISINS
Tölvumiðstöðin er á hjólum með útdraganlegri plötu fyrir
lyklaborð og mús. Hún er rúmgóð hirsla þar sem vel fer
um öll helstu tæki og fylgihluti tölvuheimsins.
Vandaðir
skrifstofustólar
af ýmsum
gerðum
EG Skrifstofubúnaður chf.
Ármúla 20. 108 Rry k>vík. Sími 533 5900. Fax 533 5901
Tölvumiðstöðin er fáanleg
í Beyki og Kirsuberjavið
Stærð
lengd 80 sm
dýpt 50 sm
hæð 80,5 sm
Samninganefnd sveitar-
félaga á villigötum
HVERT er hlutverk
samninganefndar sveit-
arfélaganna? Er það
ekki að gæta hagsmuna
og hagsældar íbúa
sveitarfélaganna? Hluti
þess er að borga kenn-
urum lífvænleg laun og
tryggja börnum sem
besta framtíðarmögu-
leika. Klingja e.t.v. enn
í eyrum þeirra hin
fleygu orð fyrrum fjár-
málaráðherra á Alþingi:
„Hveiju skila kennar-
ar?“ Telja sveitarstjórn-
armenn sig hafa fengið
umboð fólksins til að
láta kennara sjá um
sparnað í útgjöldum sveitarsjóðanna
með skammarlegum og niðurlægj-
andi launum?
í Degi-Tímanum fimmtudaginn
28. ág. kom glöggt fram að almenn-
ingur telur laun kennara allt of lág.
Viðmælendur töldu launakröfur
kennara síst of miklar og nefndu
mun hærri laun en kennarar hafa
farið fram á. Almenningur hefur
skilning á slæmum kjörum kennara
og styður þá í baráttunni fyrir bætt-
um kjörum. Fulltrúar hverra er þá
samninganefnd sveitarfélaganna?
Allavega ekki almennings. Byijunar-
laun kennara eru um 77 þús. Krafa
kennara er um 110 þús. kr.
Sveitarfélögin bjóða kennurum 86
þús. í grunnlaun en leikskólakennur-
um 95 þús. Tilboðin endurspegla lít-
ilsvirðingu í garð grunnskólakennara.
Við þetta bætast hugmyndir um að
taka af kennsluafslátt vegna aldurs.
Skilaboðin til ungs hæfileikaríks fólks
sem hefur hugsað sér að leggja
kennslu fyrir sig eru ljós? Farið í eitt-
hvað annað. Margir kennarar bundu
vonir við það að við flutning grunn-
skólans yfír til sveitarfélaganna
myndu kjör þeirra batna. Margir
frestuðu því að skipta um starf vegna
væntinga um betri kjör. Ljóst má
vera að þær væntingar hafa brugð-
ist. Það er engin furða þótt kennarar
séu nú þegar farnir að segja upp
störfum. Margir munu fylgja á eftir
nú þegar slitnað hefur upp úr viðræð-
um og verkfallsboðun blasir við.
Framkoma samn-
inganefndar sveitarfé-
laganna er ekki til þess
fallin að bæta starfs-
umhverfi kennara eða
laða réttindafólk til
starfa. Reynt er að
egna almenning til
óvildar í garð kennara
með því að tíunda að
hækka þyrfti útsvar um
13% og útgjöld sveitar-
félaganna um tvo millj-
arða ef ganga ætti að
kröfum kennara. Helm-
ingur kennaramennt-
aðs fólks er í öðrum
störfum en kennslu og
um 500 leiðbeinendur
ganga í störf kennara. Karlar eru
að hverfa úr stéttinni. Kennarar á
Norðurlöndum og t.d. í Þýskalandi
kenna um 24 stundir á viku og fá
nær 200 þús. í laun. Foreldrar og
samtök þeirra eiga að mótmæla
harðlega framgöngu samninga-
nefndar sveitarfélaganna. Hvernig
Eg lýsi yfír stuðningi
við samninganefnd
kennara, segir Sigurð-
-----n-----------------—
ur Orn Leósson, og
hvet til þess að allt verði
lagt undir til að ná sett-
um markmiðum.
stendur á því að ekkert heyrist í
samtökum foreldra þegar kjaramál
kennara eru til umfjöllunar? Ekki
vantar viðbrögðin þegar umræður
eru um einsetningu skólanna og
auknar skyldur kennara.
Mikið hefur verið rætt um slaka
menntunarstöðu íslenskra grunn-
skólanemenda í samanburði við aðr-
ar þjóðir. A að bæta stöðuna með
því að halda launum kennara niðri
og fjölga leiðbeinendum? Hafa menn
ekki hugleitt hvers vegna það vantar
svo marga menntaða kennara að
skólunum? Ef menn bera saman út-
komu skóla á samræmdum prófum
eftir hlutfalli menntaðra kennara við
skólanna þá sjá menn fylgni milli
fjölda réttindakennara og góðrar
útkomu nemenda. Ég hvet því samn-
inganefnd sveitarfélaganna til þess
að skoða sinn gang og huga að því
hver vilji foreldra er. Ganga skal að
kröfu kennara og hækka laun þeirra
í áföngum til samræmis við það sem
gerist hjá grannþjóðum okkar og
laða þannig menntað og hæfileika-
ríkt fólk að skólunum.
Hvar er hinn mikli metnaður sem
sveitarfélögin voru sögð hafa fyrir
umbótum í skólamálum? Vitað er
að metnaður sveitarfélaganna er
misjafn. Það mun því líklega gerast
eftir að verkfall er skollið á að ein-
staka sveitarfélög munu bjóða sér
samninga með því að kennarar gangi
úr KÍ og í starfsmannafélög bæj-
anna. Ef kennarar semja ekki frá
sér réttindi í slíkum samningum þá
munu kjör kennara batna í sumum
sveitarfélögum. Efnaminni sveitar-
félög munu sjá á eftir menntuðum
oggóðum kennurum. Hugtakið jafn-
rétti til nám mun víkja. Þau sveitar-
félög sem gætu boðið kennurum
mest og tryggt bestu menntunina
myndu draga til sín fólk meðan
fólksfækkun yrði í öðrum.
Til eru þeir foreldrar sem for-
mæla kennurum fyrir eitt verkfallið
enn, tíunda öll fríin og telja kjör
þeirra viðunandi og telja ennfremur
að það gildi einu hvort við skólana
starfí leiðbeinendur eða menntað
fagfólk. Þetta eru oftast foreldrar
sem sýna menntun barna sinna lítinn
áhuga.
Ég lýsi yfir stuðningi við samn-
inganefnd kennara og hvet til þess
að allt verði lagt undir til að ná
þeim markmiðum sem sett hafa ver-
ið. Mikið er í húfí. Bregðist það nú
má búast við flótta úr stéttinni og
að margir hæfileikaríkir kennarar
muni segja upp og hverfa til ann-
arra starfa. Samninganefnd sveitar-
félaganna þarf að snúa frá villu síns
vegar ef forða á þjóðinni frá stór-
slysi í menntamálum.
Höfundur er kennari við
Setbergsskóla í Hafnarfirði.
Sigurður Örn
Leósson
Seinagangur
samstarfsnefndar
í FRÉTT í Morgun-
blaðinu 5. september
sl. ber ráðuneytis-
stjóri fjármálaráðu-
neytisins það fyrir sig
að dráttur hafi orðið
á afgreiðslu kæru
Samtaka iðnaðarins
og Samiðnar vegna
þess að reynt var að
afla ítarlegra upplýs-
inga varðandi kæruna
frá pólskum stjórn-
völdum. Einnig nefndi
ráðuneytisstjórinn að
málið hefði ekki verið
sérstaklega vel reifað
í upphafi af hálfu SI
og Samiðnar og
kannski hefði nefndin betur vísað
málinu frá og óskað eftir betri gögn-
um.
Samkvæmt áliti umboðsmanns
Alþingis útskýrði fjármálaráðuneyt-
ið ekki með fullnægjandi hætti hvers
vegna meðferð kærunnar dróst í eitt
og hálft ár. Jafnframt tók fjármála-
ráðuneytið það fram í bréfi til um-
boðsmanns að slíkt myndi ekki
henda aftur. Útskýringar ráðuneyt-
isstjórans lágu fyrir er umboðsmað-
ur gaf út sitt álit, og eru því jafn
ófullnægjandi og áður.
Varðandi vanreifun málsins er það
að segja að SI vitnuðu til skýrslu
nefndar, sem skipuð var af iðnaðar-
og viðskiptaráðuneyti til að gera
úttekt á verkefnastöðu og framtíðar-
horfum í skipasmíðaiðn-
aði, máli sínu til stuðn-
ings. í þeirri nefnd áttu
m.a. sæti menn sem einn-
ig skipuðu samráðs-
nefndina sem fjallaði um
kæru SI. Verður að telj-
ast í hæsta máta ein-
kennilegt ef nefndar-
menn telja eigin skýrslu
ekki fullnægjandi. Jafn-
vel þó svo hafi verið er
þá eitt og hálft ár ekki
fullangur tími til að átta
sig á að málið hafi verið
vanreifað?
Að lokum er rétt að
benda á að reglugerð nr.
351/1994 fjallar um und-
irbúning og framkvæmd álagningar
og innheimtu undirboðs- og jöfnun-
artolla samkvæmt heiti sínu. Til-
gangur þessarar reglugerðar er að
í öllum tilvikum, segir
Ólafur Árni Helgason,
hefur frammistaða sam-
ráðsnefndarinnar verið
hörmuleg.
koma í veg fyrir að erlendir aðilar
á grundvelli undirboða eða með
styrkjum skerði samkeppnisaðstöðu
íslenskra fyrirtækja gagnvart er-
Ólafur Helgi
Arnason
lendum samkeppnisaðilum. Sam-
ráðsnefndinni er falið vald til þess
að rannsaka slík mál og komast að
niðurstöðu. í reglugerðinni er kveðið
á um úrræði samráðsnefndar ef
hagsmunaaðilar neita að veita nauð-
synlegar upplýsingar innan hæfilegs
frests, hindra aðgang að upplýsing-
um eða tefja verulega rannsókn
máls. Samráðsnefndin getur þá tek-
ið afstöðu til kæru eða tekið ákvörð-
un um aðgerðir til bráðabirgða á
grundvelli fyrirliggjandi gagna. Þess
vegna skýtur það mjög skökku við
ef samráðsnefndin lætur það tefja
málsmeðferðina að hinn kærði aðili
neitar að svara. Ekki er unnt að
búast við að í hveiju máli verði unnt
að leggja á borðið játningu frá hinum
kærða. Aðrar þjóðir hafa þann sið
að taka afstöðu með sínum heima-
mönnum, en íslensk stjórnvöld vilja
fremur hegða sér eins og saklaus
áhorfandi, sem býður eftir að hinir
brotlegu gefi sig fram í stað þess
að gegna þeirri skyldu sinni að rann-
saka málin á eigin spýtur.
SI hafa vísað þremur málum til
samráðsnefndarinnar, en í öllum til-
vikum hefur frammistaða nefnd-
arinnar verið hörmuleg. Virðast
ráðuneytismennirnir sem sitja í
nefndinni hvorki átta sig á tilgangi
reglugerðarinnar né hlutverki sínu
sem nefndarmenn.
Því miður gerir þetta það að verk-
um að Samtök iðnaðarins sjá lítinn
sem engan tilgang í að leita til sam-
ráðsnefndarinnar hér eftir enda mun
okkur ganga erfíðlega að knýja fram
þær játningar sem ráðuneytið vill
að fylgi með kærum af þessu tagi.
Höfundur er
hérnðsdómslögmaður og starfar
hjá Samtökum iðnaðarins.