Morgunblaðið - 18.09.1997, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 18.09.1997, Qupperneq 36
36 FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR Fróðleikskorn um þroskaþjálfa í SEPTEMBER 1996 stofnuðu þroska- þjálfar stéttarfélag sem heitir Þroska- þjálfafélag íslands, skammstafað ÞÍ. Meginmarkmiðið með stofnun stéttarfélags var að að fá réttinn til að semja um kaup og kjör í hendur þroskaþjálfa sjálfra og ennfremur að sameina þroskaþjálfa í einu fé- lagi sem bæði sinnir faglegum og kjaraleg- um þáttum starfsins. Menntun þroska- þjálfa fer fram í Þroskaþjálfaskóla Islands og tekur þrjú ár að loknu stúdentsprófi og munu þeir nem- endur sem hófu nám sitt haustið 1996 útskrifast með B.ed. gráðu, þ.e. námið orðið viðurkennt sem nám á háskólastigi. Þroskaþjálfun er lögverndað starfsheiti og eru starfsleyfi gefin 'út af heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneyti. Þroskaþjálfar starfa samkvæmt lögum um þroskaþjálfa nr. 18/1978 og reglu- gerð um störf, starfshætti og starfsvettvang þroskaþjálfa nr. 215/1987. Þroskaþjálfar eru ekki ný stétt, þeir hafa starfað með fólki með fatlanir í áratugi og hafa þeir sér- menntað sig til að vinna með fólki með fatlanir og þá einkum þroska- heftu fólki. Meginþættir þroska- þjálfunar eru þjálfun, uppeldi og umönnun. Þroskaþjálfar vinna með fötluðu fólki á öllum aldri og eru því vinnustaðir þroskaþjálfa marg- ir og um margt ólíkir. Þeir starfa á Greiningar- og ráðgjafastöð rík- isins, þar sem fram fer greining á fötlun barnsins og þjálfun hefst, þeir starfa á leikskólum, í skólum, á þjónustustofnunum, vinnustöð- um, á heimilum fatlaðra og taka þátt í að meta þörf og skipuleggja þjónustu fyrir fatlað fólk. Það hefur sýnt sig að þar sem fatlaðir dvelja við leik, störf eða nám er þörf á þekkingu þroska- þjálfa. Þroskaþjálfar vinna í náinni sam- vinnu við annað fag- fólk og eru einn hlekk- ur í þeirri keðju fag- fólks sem nauðsynleg er til að fatlað fólk og aðstandendur þeirra fái þá ráðgjöf og þann stuðning sem þörf er á. Starfsvettvangur þroskaþjálfa hefur tekið breytingum í gegnum tíðina í ljósi aukinnar og betri þekkingar á fötlun og afleiðingum hennar svo og möguleikum fatlaðra til að nýta hæfileika sína til hagsbótar fyrir Fatlað fólk hefur þörf fyrir og á rétt á góðri fagþjónustu. Sólveig Steinsson telur hættu á að þroskaþjálfar flýi yfir í betur launuð störf. sig sjálfa og þjóðfélagið í heild. Og leyfi ég mér að efast um að nokkur stétt hafi í jafn ríkum mæli tekið þátt í að leggja niður eigin vinnustaði og tekist á við nýjan starfsvettvang svo sem þroskaþjálfar hafa gert til að mæta þörfum sinna skjólstæðinga. Þroskaþjálfar eru enn að stærstum hluta ríkisstarfsmenn en þeim fjölgar stöðugt sem starfa hjá sveitarfélögum. Þroskaþjálfar eru nú í fyrsta sinn að gera kjarasamning sem sjálfstæður samningsaðili og eins og hjá mörgum öðrum stéttum voru samningar lausir um síðustu Sólveig Steinsson áramót og samningaviðræður við samninganefnd ríkisins og Reykja- víkurborg fóru í gang. í júlí slitn- aði upp úr viðræðum og var deil- unni vísað til ríkissáttasemjara og eru viðræður í gangi núna. Byijunarlaun þroskaþjálfa eru 74.770 kr. og eftir 18 ára starf 88.111 kr. Þetta eru þau laun sem þroskaþjálfinn fær og ekkert ann- að, ekki er um neinar aukasporslur að ræða. Ein megin krafa þroska- þjálfa í samningum núna er hækk- un grunnlauna; að þau verði 110 þús kr. á mánuði sem felur í sér í fyrsta lagi leiðréttingu, þar sem á undanförnum árum hefur stöð- ugt hallað á laun þroskaþjálfa mið- að við þær fagstéttir sem þeir starfa í náinni samvinnu við og hafa sambærilegt nám að baki og í öðru lagi þær hækkanir sem sam- ið hefur verið um að undanfömu. Það segir sig væntanlega sjálft að þau laun sem þroskaþjálfi fær í dag eru ekki í neinu samræmi við það vinnuframlag og þá ábyrgð sem störf þroskaþjálfa fela í sér. Rétt eins og aðrir í framhaldsnámi þurfa þroskaþjálfar að taka náms- lán og standa skil á þeim sem og öðru sem þarf til að lifa. Ekki er óalgengt að þroskaþjálfar stundi aðra vinnu með aðalstarfinu til að komast af. Á þessu og þeirri van- virðingu sem í því felst að vera sá fagaðili sem hefur lang lélegustu launakjörin eru þroskaþjálfar orðn- ir langþreyttir og vilja sjá breyt- ingu þar á. Um hveija helgi má sjá í auglýs- ingadálkum dagblaðanna auglýst eftir þroskaþjálfum til starfa og því ljóst að þroskaþjálfar eru eftir- sóttir fagmenn og þörfinni fyrir þroskaþjálfa engan veginn full- nægt. En hætt er við að alltof stór hluti þroskaþjálfa gefist upp og leiti sér annarra starfa ef ekki verður breyting á launakjörum þeirra. Ef það er raunverulegur vilji yfirvalda að fatlað fólk fái góða þjónustu, þjónustu sem það á rétt á, þá þarf jafnframt að sjá til þess að fagmennska sé höfð í fyrirrúmi og þar gegna þroska- þjálfar mikilvægu hlutverki. Höfundur er formaður Þroskaþjálfafélags íslands. Við segjum upp ÞEGAR þetta er ritað hefur slitnað upp úr viðræðum á milli kennarafélag- anna og Launa- nefndar sveitar- félaga. Boðaður hef- ur verið undirbún- ingur verkfalls sem muni skella á 27. október næstkom- andi. Satt að segja hefð- um við ekki getað trúað því að annað eins ætti eftir að ger- ast eftir aðeins tveggja og hálfs árs hlé frá síðasta verk- falli. Það skilaði sáralitlum kjara- bótum sem voru dýru verði keyptar ef litið er til fjölgunar vinnudaga sem samningarnir höfðu í för með sér. Við höfum ákveðið, segja þau Kristín Jó- hannsdóttir og Ulfar Snær Arnarson, að taka þann kostinn að segja upp. Hvað er til ráða? Oft hefur verið hamrað á því að með verkfalli taki kennarar skjólstæðinga sína í gísl- ingu, verkfallsvopnið bíti nemendur hvað harðast. Siðferðilega sé verk- fallsleiðin ófær vilji kennarar halda stöðu sinni sem ábyrgir uppalendur og sem fagleg stétt. En hveijir eru það sem bera raunverulega ábyrgð aðrir en stjórnvöld sjálf? Að launanefnd sveitarfélaganna skuli fara fram á það í kjaraviðræð- um að kennarar samþykki aukna vinnu og afnám ýmissa réttinda áður en farið er að ræða launakröf- ur er ekkert annað en fíflaskapur. Nefnt er að auka kennslu hjá þeim sem hafa mesta kennsluskyldu um 2,5 tíma á viku, fella niður kennslu- afslátt sem „gamlir“ kennarar eru búnir að vinna sér inn eftir áratuga vinnu og skerða þann tíma sem kennarar hafa haft til endurmennt- unar. Hvílík kostaboð í byijun við- ræðna! Við undirrituð stöndum nú frammi fyrir tveim kostum og báð- um slæmum. Annar kosturinn er að fara í verkfallsaðgerðir með til- heyrandi fórnum en hinn er sá að segja starfi okkar lausu og hverfa til annarra starfa. Eftir þriggja til fjögurra ára háskólanám sem und- irbjó okkur fyrir kennarastarfið og eftir að hafa átt farsælt starf sem kennarar þá blasir nú veruleikinn við. Kennarar lifa ekki á faglegheit- unum einum saman. Því höfum við ákveðið að taka þann kostinn að segja upp. Nemendur okkar eru þessa dag- ana m.a að lesa um verkalýðsbar- áttu og styijaldir. Líkt og Versala- samningurinn eftir fyrri heimsstyij- öld átti að binda enda á öll stríð, þá bjuggust kennarar í síðasta verk- falli við því að eftir sex vikna langa baráttu yrði loks bundinn endi á bág kjör kennara. Ekki hélst friður í Evrópu lengi og nú er enn á ný blásið til verkfallsbaráttu í herbúð- um kennara á íslandi. Samkennurum okkar og stéttar- félagi óskum við alls hins besta í komandi baráttu. Höfundar eru kennarar í Laugalækjarskóla, Reykjavík. KENNINGAR kirkjunnar í dag eru reyndar ekki eins og þær voru í frumkristninni. Þær kenningar sem menn styðjast við í dag eru ekki nægilega nákvæmar og góðar. Þess vegna er það hrein vitleysa að styðjast við sumar af þessum kenningum í bókinni Credo. Það er heldur ekki rétt að dæma aðra eft- ir einhveiju sem misbýður jafnvel kirkjunni sjálfri. Dr. Einar Sigur- björnsson útskýrir það þannig að: „Upprisa mannsins byggist á upp- 3N-isu Krists“ (Bjarmi, mars 97). Það væri betra að segja að upprisa mannsins byggist á kærleikslög- máli Guðs, á upprisu Krists og á ábyrgðarhluta mannsins eða á sjálf- um manninum. Frá dauðanum til lífsins því að menn elska bræður sína Dæmi í 1. Jh. 3.1 4 segir: „Vér vitum, að vér erum komnir yfir frá dauðanum til lífsins, af því vér elsk- um bræðuma. Sá sem ekki elskar, er áfram í dauðanum.“ Að vera andlega dauður þýðir að geta ekki * elskað aðra. Að vera andlega lifandi þýðir að hann elskar aðra. Ef maður- inn trúir bara á Jesú Krist, en síðan elskar ekki bræður sína eða sinnir ekki þeim ábyrgðarhluta, getur hann ekki ætlast tilþess að hann rísi upp til eilífs lífs. I 1. Kor. 13.2 segir, að „.. .þótt ég hefði svo takmarka- ^ lausa trú að færa mætti fjöll úr stað en hefði ekki kærleika, væri ég ekki neitt.“ Af þessu getum við skilið að það hefur meira gildi fyrír mann- inn að hafa kærleika heldur en að hafa tak- markalausa trú. Orðið dauður hefur tvenns konar merkingu Ef við athugum það sem Jesús sagði við menn, að: „.. .Lát hina dauðu jarða sína dauðu...“ (Lúk. 9.60) Getur maður sem er lík- amlega dauður jarðað einhvem mann sem er eins ástatt um eða lík- amlega dauður? Eða vilja menn túlka það sem Jesús sagði sem algjört mgl? Jesús notaði orðið „dauður“ í tveim merkingum. Maður sem er lífeðlisfræðilega lifandi en andlega dauður getur hins vegar jarðað mann sem er bæði andlega og líkam- lega dauður, eftir því sem Jesús sagði. Sjá einnig Op. 3,1 „.. .ég þekki verkin þín, að þú lifir að nafn- inu til, en ert dauður“ (andlega dauð- ur). Ritningin segir okkur einnig, að: „.. .Ef jarðneskur líkami er til, þá er til andlegur líkami." Kirkjunn- ar menn rétt eins og Einar er hafa verið að fordæma önnur trúarbrögð og aðra kristna meðbræður sína hvað eftir annað í fleiri áratugi, verða að fara að skilja það í eitt skipti fyrir öll, að til eru tvenn hugtök lífs og dauða, áður en þeir fara síðan að fordæma aðra. Segi ég sem er ekki spíritisti, heldur aðeins áhugamaður um þessi mál. Trúin er ónýt án verka Það er greinilegt að menn hafa lítinn skiln- ing á þessum túlkunar- atriðum. Menn vilja stöðugt benda á Ef. 2.8-9 eins og kemur fram í blaðinu og túlka versið þannig, að: „menn geti ekki orðið hólpnir af eigin verkum heldur aðeins fyrir trú á Jesú Kristi“ (Bjarmi, mars 97). En Biblían segir: „Fávísi maður! Vilt þú láta þér skiljast, að trúin er ónýt án verkanna?" (Jak. 2.20). Maðurinn var skapaður til þess að lifa kærleiksríku lífi með Guði. Hann getur reyndar ekki náð nein- um andlegum þroska eða upprisu öðru vísi en, að hann lifi samkvæmt þessu kærleikslögmáli og þannig uppfyllt lögmál sköpunarinnar. I því felst að menn setji kærleikann í framkvæmd og lifi þannig lífinu fyrir aðra. Því að það sem er byggt á jörðu er byggt á himni og það sem er leyst á jörðu er leyst á himni. Upprisan eða endurreisnarstarf- semi Guðs byijaði reyndar strax eftir syndafall mannsins og stendur til þess dags er Guðsríki verður að veruleika hér á jörðu, en upprisan kemur hins vegar ekki til með að eiga sér öll sömul stað á sjálfum dómsdeginum. Upprisan er því eitt- hvað sem á sér stað daglega. Dauðinn þarf ekki að vera aðskilnaður frá Guði Einar fullyrðir að: „Dauðinn sem er aðskilnaður frá Guði er því refs- ing.“ Dauður maður þarf ekki að vera aðskilinn frá Guði. Maður sem að nafninu til er lifandi, en andlega Kirkjunnar menn hafa allt frá frumkristni, segir Þorsteinn Sch. Thorsteinsson, haft skiptar skoðanir á kenningunum. dauður er aðskilinn frá Guði. En maður sem er líkamlega dauður en andlega lifandi er ekki aðskilinn frá Guði skv. 1. Jh. 3.14. Dauðinn er auk þess ekki refsing Guðs, heldur refsar maðurinn sér sjálfur. Skv. Lúk. 17.33 segir: „Hver, sem reynir að ávinna líf sitt, mun týna því, en hver, sem týnir því, mun varðveita það.“ Við vitum, að hversu trúaður, sem kristinn maður kann að vera, deyr efnislegi líkami hans. Af þessu getum við skilið, að Jesús átti ekki við að frelsun sú er hann gæfí, gæfí eilíft efnislegt líf, heldur að hún gæfí eilíft andlegt líf undir yfirráðum ástar Guðs. Þess vegna hefur dauði efnislega líkamans ekki áhrif á eilíft líf mannsins. Ef maðurinn svíkur vilja Guðs til þess að varðveita efnis- legan líkama sinn, verður hann að dauðum manni, jafnvel þó að efnis- legur líkami hans lifi. Upphugsaðar kenningar Kirkjunnar menn hafa haft skipt- ar skoðanir á hinum ýmsu kenning- um allt frá tímum frumkristninnar. Nýja testamentið (NT) var reyndar tekið saman á 4. öld e.k. Fyrir þann tíma höfðu menn viðurkennt og notast við önnur Guðspjöll Maríu, Filippusar og Péturs og Bók Enoch og Didache (kenningar postulanna tólf) sem hluta af ritningunni. Síðan voru það aðrir sem vildu ekki viður- kenna rit eins og t.d 2. Pétursbréf og Opinberunarbókina. Mikil áhersla var lögð á það að hafa ein- göngu fjögur guðspjöll í samræmi við hinar fjóru vindáttir. Það voru því miklar deilur um þessi rit og önnur þar til menn gátu komið sam- an NT. Ekkert ósvipað þessu gerð- ist í Níkeu er menn höfðu kosningu um þrenningarkenninguna, sem var reyndar komið á með eins atkvæðis mun. Menn höfðu frekar átt að hafa öll ritin í NT og þannig leyft mönnum að ráða því sjálfir hveiju þeir vildu trúa eða fara eftir. Ef kirkjunnar menn ætla sér hins veg- ar að nota einhveijar upphugsaðar kenningar eða hugmyndir til þess að fordæma aðra, þá er svarið við því ennþá meiri óþægindi fyrir þá sjálfa. Einnig ef kirkjunnar menn ætla sér að nota þessar kenningar sem þjóðkirkjan styðst við í dag til að túlka eitt og annað, sökum þess að þær stangast á við Biblíuna, eins og t.d. um dauðann og upprisuna. Höfundur er talsmaður „Samstarfsnefndar trúfélaga fyrir hcimsfriði". Athugasemdir við greinar í Bjarma Þorsteinn Sch. Thorsteinsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.