Morgunblaðið - 18.09.1997, Síða 38

Morgunblaðið - 18.09.1997, Síða 38
38 FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ STEFANÍA JÓNSDÓTTIR + Stefanía Jóns- dóttir fæddist á Hrauni í Sléttuhlið 18. ágúst 1898. Hún lést á Hjúkrun- arheimilinu Sunnu- hlíð í Kópavogi 7. september síðast- liðinn Foreldrar hennar voru Rann- veig Bjarnadóttir og Jón Eyjólfsson sem bjuggu á Hrauni . Stefanía missti föður sinn 12 ára gömul og fór hún þá að Miðhóli til frændfólks síns. Systkini Stefaníu voru níu. Tvö elstu, Helga og Bjarni, dóu ung úr barnaveiki en næstur var Anton f. 6. apríl 1896, d. 28. okt. 1969; Pálmi f. 3. des. 1900, d. 30. júní 1968; Helga, f. 21. apríl 1903; Bjarni, f. 23. júní 1905; Frið- rika, f. 15. okt. 1907, d. 25.2. 1994; yngstur var Konráð Sölvi en hann lést á fyrsta ári. Stefanía giftist Jóhanni Jóns- y. syni 11. ágúst 1917 og eignuð- ust þau þrjú börn, Jón Þorgrím, f. 16. júní 1918, d. 9. mars 1971, giftur Jóhönnu Ein- arsdóttur, börn þeirra eru Stefán Ragnar, Ragnhild- ur og Anna Björk; Rögnu, f. 9. maí 1919, hennar maður var Stefán Jónsson, f. 15. maí 1920, d. 19. maí 1991 og er dóttir þeirra Stef- anía; Helgu, f. 12. des. 1922, d. 8. des. 1996, gift Pétri Guðjónssyni og eru þeirra börn Ragna Stefanía, Jóhann Oddnýr, Guðjón Sólmar, Rann- veig, Magnús, Hólmfríður Bergþóra, Svanfríður og Sol- veig. Stefanía og Jóhann bjuggu á Hrauni til ársins 1964 er þau flytjast til Reykjavíkur. Arið 1969 missir Stefanía mann sinn. Barnabarnabörn Stefaníu eru orðin 32, þar af lést drengur á síðasta ári, barnabarnabarna- börn eru þrjú. Útför Stefaníu fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.00. í dag er komið að kveðjustund. Elskuleg amma mín og nafna verður til moldar borin á sínu hundraðasta aldursári. Við sem eftir lifum ættum að gleðjast. Gleðjast yfir því að hún amma er nú komin til þeirra heim- kynna sem hún þráði svo mjög að komast til. 99 ár, næstum 100 eru langur ' tími og ömmu fannst að nú væri sínu dagsverki lokið og hvíldin vel þegin. Amma bar annars aldur sinn með reisn fram á síðasta dag, sátt við sitt lífshlaup, bæði guð og menn. Amma var fædd á Hrauni, Sléttu- hlíð. Þar bjó hún einnig stærstan hluta starfsævi sinnar. Þar bjuggu þau afi við búskap til ársins 1964. Amma var glaðlynd, létt á fæti á yngri árum, því að margir voru snún- ingarnir á stóru heimili. Hún hafði yndi af því að hafa margt fólk í MINIMINGAR kringum sig og mikið fjör. Mín fyrsta minning um ömmu meðan ég ennþá var á barnsaldri og var að kveðja hana er þegar hún dró upp brjóstsykurspoka úr svuntuvasanum og hún bauð ekki upp á einn mola, heldur allan pok- ann. Seinustu árin hennar, jafnt sem fyrri, var það markmið hennar að eiga alltaf eitthvað gott til að bjóða barnabörnum og barnabarnabörnum upp á. Amma var höfðingi í sér og hafði gaman af að vera með góðan mat og mikinn mat og helst kaffihlað- borð á milli allra matmálstíma. Þegar ég var 8 ára var amma flutt til borgarinnar úr sveitinni sinni. Þá fékk ég að heimsækja hana ásamt Rannveigu frænku minni og dvelja hjá henni í hálfan mánuð. Þá var amma ennþá ung, innan við sjötugs- aldurinn. Þá fór hún með okkur frænkumar í gönguferð í Grasagarð- inn í Laugardalnum til að sýna okk- ur fegurð borgarinnar og við fórum líka í strætó til að versla í bænum. Eitt af áhugamálum ömmu var að spila vist. Hún bauð til sín systr- um sínum, stelpunum, til að borða og spila. Við sem yngri vomm fylgd- umst með og leystum af í byrjun en upplifðum um leið spennuna og fjörið kringum spilin. Amma hafði gaman af að græða í spiiunum og jafnvel gorta af því ef vel gekk. Þá tók hún gjaman í höndina á mótspil- aranum til að þakka samstöðuna. Síðasta áratuginn, að undanskildu hálfa árinu í Sunnuhlíð, dvaldi amma hjá Heigu dóttur sinni og Pétri á Sauðárkróki. Þar leið henni vel og um hana var vel hugsað. Þeim sem þangað komu var gjarnan boðið að spila og þar var spilað og spilað meira. Þá hafði amma sett kvóta á ferða- lög sín og dregið sig í hlé frá veislu- höldum í fjölskyldunni. Eitt ferðalag varð hún þó að fara á hvetju sumri og lét sig hafa það. Það var ferðalag- ið í sumarbústaðinn á Hrauni á hvetju sumri. Þangað heimsótti ég og mín fjölskylda ömmu og Helgu frænku og Pétur, nánast á hveiju sumri. Og það leið ekki langur tími þar til spilin voru sótt og amma fyrsta manneskjan til að setjast að spilaborðinu. Sumarið 1996 var síðasta sumarið sem amma dvaldi á Hrauni í húsinu sem þau afi byggðu. Ég held að hún hafi spilað alveg jafn vel þá, 98 ára gömul, eins og þeir sem yngri voru. A.m.k. græddum við amma saman það sumarið. Elsku amma mín, innilegustu þakkir fyrir allar samverustundirn- ar, gjafir þínar stórar og smáar. Minningin um hlýja, stórhuga konu lifir áfram með okkur aðstandendum hennar. Stefanía Björg Stefánsdóttir. Bognar aldrei - brotnar í bylnum stóra seinast. (S.G.S.) Mig langar með nokkrum orðum að minnast afasystur minnar, Stef- aníu Jónsdóttur frá Hrauni í Sléttu- hlíð. Stebba frænka eins og ég kall- aði hana var í miklu uppáhaldi hjá mér og ég leit á hana sem eins kon- ar ömmu. Hún og eins Helga dóttir hennar reyndust mér alltaf svo vel. Þau fjögur ár sem ég stundaði nám á Sauðárkróki reyndi ég að fara reglulega í heimsókn á Hólaveginn. Þar var alltaf tekið vel á móti mér með kökum og öðru góðgæti. Síðan náði Stebba í súkkulaðiskálina inn í ísskáp og hætti ekki fyrr en ég var búin að klára úr henni. Svo var spjallað um heima og geima og stundum gripið í spil. En alltaf var Stebbu mest umhugað um sveitina og hvernig foreldrar mínir hefðu það nú. Einnig eru mér minnisstæðar heimsóknirnar í Hraun á sumrin. Það var alltaf svo hlýtt og notalegt að koma inn í eldhúsið og þar sat Stebba í stólnum við hliðina á elda- vélinni og sagði: „Nei, ertu nú kom- in til að heilsa upp á kerlinguna, blessunin mín.“ Og oftar en ekki laumaði hún einhveiju í lófa minn þegar ég fór og bað Guð að blessa mig. Heimsóknunum fækkaði þegar Stebba fór suður en ég fór einu sinni til hennar með móður minni og systkinum og þannig vil ég muna hana. Hún sat á rúminu sínu svo glerfín og við töluðum m.a. um hvað barnabörnin hennar væru að gera þessa dagana og það var hún alveg með á hreinu. Hún hafði sérstakar skoðanir á málum nútímans og lét þær óspart í ljós. Það var gaman að hlusta á þær því þær voru bæði heilsteyptar og sannar eins og hún sjálf. Ég þakka góðum Guði fyrir að leyfa mér að kynnast henni Stebbu frænku og ég veit að hún er komin á góðan stað þar sem vel er tekið á móti henni. Ég ásamt foreldrum mínum og systkinum sendi fjöl- skyldu Stefaníu samúðarkveðjur. Elfa Hrönn Friðriksdóttir, Höfða. Kveðja Margs er að rainnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þín tengdadóttir Jóhanna S. Einarsdóttir (Hanna). HERDÍS ÞORSTEINSDÓTTIR + Herdís Þor- steinsdóttir fæddist á Klömbr- um, V-Húnavatns- sýslu, 8. september 1913. Hún lést 11. september síðast- liðinn á hjúkrunar- heimilinu Kumb- aravogi. Foreldrar hennar voru Þor- steinn Gunnarsson bóndi og kona hans Guðrún Jóhanna Vigfúsdóttir. Her- dís átti fimm syst- ur og einn bróður auk hálfbróður, sem öll eru látin. Herdis giftist Jóni Þ. Einars- syni, fæddur 16.8. 1911, dáinn Elsku mamma. Nú, þegar komið er að kveðju- stund, hellast yfir mann ljúfar minn- jj, ingar úr æsku, þegar við vorum ein heima og síðar þegar ég eignaðist fjölskyldu og bömin komu hvert af öðru. Alltaf varst þú reiðubúin að passa strákana fyrir okkur Selmu og eins var það þegar við eignuð- umst tvö yngri börnin. Þú varst allt- af að sauma eitthvað á börnin eða að pijóna peysur og vettlinga. Það var sú hugsun þín að reyna að hjálpa öllum og gera allt fyrir alla sem fylgdi þér alla tíð og gerði þig að einstakri manneskju. Því var svipað farið þegar þú fékkst lóttóvinning- inn, þá varst þú ekki í rónni fyrr > en þú hafðir deilt honum út til allra þinna nánustu og sagðir að því loknu: „Guði sé lof að þetta er búið.“ Eins er það mér ofarlega í huga þegar að jólaundirbúningi kom. Þá komum við saman og steiktum laufabrauð, og á gamlárskvöld kom- um við alltaf til þín í yfir 20 ár og alltaf var tilhlökkunin jafn mikil. ■> Eins er mér það minnisstætt þegar við fórum norður á æskuslóðir þín- 12.6.1973. Þau slitu samvistir. Þau eignuðust þrjú börn 1) Einar, f. 14.10. 1935. 2) Hanna Elsa, f. 21.10. 1939, d. 15.7. 1989. 3) Gunnar Þorsteinn, f. 10.7. 1947. Barnabörnin eru 11 talsins og barna- barnabörnin eru 12 talsins. Herdís starfaði við saumaskap mestan hluta ævi sinnar hjá hinum ýmsu fyrirtækjum. Útför Herdísar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. ar, hve gaman var að labba með þér upp í gil, þar sem þú þekktir hveija þúfu og sagðir okkur sögur úr æsku og hljópst nánast um allt, þótt þú værir komin á efri ár. Já, það eru margar minningar sem þjóta um hugann og maður nær ekki að setja niður á blað. En að leiðarlokum vil ég þakka þér fyrir einstætt samband við Selmu konu mína og börnin mín, missir þeirra er mikill, ekki síður en minn. Far þú í friði, mamma mín, og megi góður Guð blessa þig. Þinn sonur, Gunnar. Dísa amma er dáin eftir langa og gæfuríka ævi. Minningarnar um yndislega manneskju lifa áfram í hugum okkar. Betri ömmu er ekki hægt að hugsa sér. Ofarlega í huga okkar eldri strákanna eru samveru- stundirnar í Meðalholtinu, þegar hún passaði okkur alla fjóra og við máttum vaka lengur, horfa á kú- rekamyndir, borða popp og ekki vildum við sofna fyrr en hún hafði sagt okkur einhveija sögu. Hún var alltaf reiðubúin að hjálpa okkur á einn eða annan hátt. Hún létti mik- ið undir með foreldrum okkar á þessum árum þegar hart var i búi enda voru þau ekki nema rétt rúm- lega tvítug og komin með fjóra stráka. Hún lét sig ekki muna um að sauma alklæðnað á okkur alla og það nokkrum sinnum á ári og það var altalað hversu glæsilega við litum út, allir í eins fötum. Enda komust fáar saumakonur með tærn- ar þar sem hún hafði hælana hvað varðaði vinnuhraða og vinnubrögð. Gott dæmi um það var þegar hún var að hætta að vinna sökum ald- urs, þá á sjötugasta aldursári, þá var hún kvödd með virktum og verk- stjórinn hennar á saumastofunni í Hagkaup sagði að hún væri enn meðal þeirra allra afkastamestu þrátt fyrir þennan háa aldur. Að dvelja í Meðalholtinu urðu fastir punktar í tilveru okkar og þar máttum við gera það sem okk- ur langaði til, t.d. spila fótbolta innandyra en það fengum við ekki að gera annars staðar. Þegar Selma og Nonni fæddust, urðum við hinir eldri þess enn betur áskynja hversu ljúf og góð hún var og yngri systkinin hændust strax að henni og vildu helst ekki annars staðar vera. Amma var þannig manneskja að hún sá alltaf það góða í öðrum og trúði aldrei neinu illu upp á aðra og hugsaði fyrst og fremst um það að hjálpa öðrum en lét sjálfa sig mæta afgangi. Það var sama hver kom til hennar, hvort sem það var sölumaður eða náinn ættingi, alltaf tók hún á móti þeim opnum örmum. Við söknum hennar öll mikið og minnumst hennar ávallt þegar að gamlárskvöldi kemur því þá var hún vön að bjóða okkur í stórsteik og við biðum eftir þessu með óþreyju. Nú vitum við að hún er komin á góðan stað og vafalaust hrókur alls fagnaðar og líður vel. Elsku amma, við þökkum þér fyrir allt og allt og megi góður Guð fylgja þér. Hilmar, Sigurður, Kristinn, Yngvi, Jón og Selma Gunnarsbörn. HREFNA ÞORSTEINSDÓTTIR + Hrefna Þor- steinsdóttir fæddist í Mjóafirði 19. febrúar 1904. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 26. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Útskála- kirkju 30. ágúst. Hrefna, vinkona mín, er horfinyfir móð- una miklu. A slíkum vegamótum leita gaml- ar minningar gjarnan fram í hugann. Leiðir okkar Hrefnu lágu fyrst saman haustið 1970 þegar ég gerð- ist leigjandi hennar og undir hennar þaki dvaldi ég í fimm og hálfan vetur. Ekki var liðinn langur tími þegar samskipti húsráðandans og leigjandans gerðust afar óformleg og með okkur tókst vinátta sem varað hefur síðan. Sennilega höfum við brúað kynslóðabilið því að ald- ursmunur okkar var meiri en fjöru- tíu ár. En Hrefnu var í ríkum mæli gefin sú lífsgleði, fordómaleysi og glettni sem gerði henni einkar auð- velt að umgangast fólk og skipti aldur þess engu máli. Ekkert var fjær henni en að fjargviðrast yfir hlutunum. „Ég hlusta nú ekki á svona vitleysu," sagði hún stundum þegar henni fannst smámunasemi annarra ganga úr hófi fram. Þær eru margar ánægjustundirn- ar sem ég átti í félagsskap Hrefnu bæði meðan ég leigði hjá henni og seinna. Glaðlyndi hennar og lífsorka gerðu það að verkum að ég hygg að hver maður hafi gengið glaðari af hennar fundi en hann kom. Hún gekk jafnan beint að verki og allt óþarfa vafstur var ekki hennar sið- ur. Eitt sinn þegar ég heimsótti hana var hún að taka á móti sófasetti sem hún hafði fest kaup á eftir stutta umhugsun. Við bauk- uðum við það fram eft- ir kvöldi að fínna hús- gögnunum stað. Þá höfðu flestir hlutir í stofunni verið hreyfðir í tilraunaskyni en eftir það var fáu haggað. Hrefna átti góða fjöl- skyldu sem lét sér afar annt um hana og hún fékk notið þess að sjá þijár kynslóðir afkom- enda sinna vaxa úr grasi. Hún var mann- blendin og gestrisin að eðlisfari og því var oft gestkvæmt hjá henni og ef dæma má af öllum þeim heimboðum sem hún fékk hefur hún alls staðar ver- ið sjálfsagður gestur hjá frændum og vinum enda vafalaust hvarvetna verið hrókur alls fagnaðar. Ég minnist þess að einu sinni hringdi Eggert, sonur hennar, þrjú kvöld í röð og alltaf svaraði ég þar sem móðir hans var ekki heima. Þriðja kvöldið varð honum að orði að ekki væri að því að spyija, gamla fólkið væri úti að ralla en ungdóm- urinn sæti heima. Auðvitað lét ég Hrefnu heyra þessi ummæli og hún skemmti sér konunglega. Hrefna átti því láni að fagna að vera heilsuhraust mestan hluta sinnar löngu ævi þó að ellin gerðist æ ágengari við hana hin síðustu ár. Þrátt fyrir háan aldur og þverrandi líkamsþrótt var lundin þó alltaf létt. Með Hrefnu er gengin góð og mæt kona sem í meira en níutíu ár axlaði byrðar sínar með jafnaðargeði og veitti jafnframt birtu og gleði inn í líf þeirra sem kynntust henni. Ég kveð Hrefnu með þökk og virðingu. Minning hennar verður mér alltaf kær og ég tel mig ríkari vegna kynna minna af henni. Fjölskyldu hennar sendi ég inni- legar samúðarkveðjur og góðar ósk- ir. Kristín Á. Þorsteinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.