Morgunblaðið - 18.09.1997, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1997 43
Úrslitaskákin
í kvöld?
SKÁKÞING ISLANDS Stig 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 Vinn. Röð:
1 Rúnar Sigurpálsson 2.275 0 0 0 1/2 1 0 0 11/2 10>11
2 Jón Viktor Gunnarsson 2.315 1 1 0 1/2 1 1 1/2 1 5 3..
3 Jóhann Hjartarson 2.605 1 1 1/2 1 1 1 1 61/ 1.-2.
4 Bragi Þorfinnsson 2.215 1 /2 1/2 1 0 0 0 3 7.
5 Gylfi Þórhallsson 2.330 1/2 0 0 1/2 0 1/2 0 11/2 10.-11
6 Áskell Örn Kárason 2.305 0 0 0 0 0 0 0 0 12.
7 Hannes Hlífar Stefánss. 2.545 1 1 1 1 1 1/2 1 6!4 1.-2.
8 Jón Garðar Viðarsson 2.380 1/2 1 0 1 0 1 1 4!4 4.-5.
9 Þorsteinn Þorsteinsson 2.305 0 1 1 0 0 0 1/2 2!4 8.-9.
10 Þröstur Þórhallsson 2.510 0 1 1/2 1 0 1 1 4!4 4.-5.
11 Arnar Þorsteinsson 2.285 y2 0 1 1 1 1/2 0 4 6.
12 Sævar Bjarnason 2.265 1 0 0 1 0 0 1/2 2!4 8.-9.
SKAK
Alþýðuhúsiö á Akur-
cyri, 9. — 20. scpt.
SKÁKÞING ÍSLANDS,
LANDSLIÐSFLOKKUR
EFSTU menn á mótínu, þeir Jóhann
Hjartarson og Hannes Hlífar Stef-
ánsson tefla innbyrðis í kvöld. Hann-
es hefur hvítt.
Skákin hefst kl. 17 í Alþýðuhúsinu
við Skipagötu. Það má búast við því
að til tíðinda dragi á
milli kl. 20 og 21. Það
er ólíklegt að nokkur
annar keppandi nái að
ógna veldi þeirra Jó-
hanns og Hannesar.
Jón Viktor Gunnars-
son hefur staðið sig
mjög vel. Hann er
aðeins 17 ára gamall
og þarf að fá tvo og
hálfan vinning úr fjór-
um síðustu skákunum
til að hreppa sinn
fyrsta áfanga að al-
þjóðlegum meistara-
titli.
Hannes Hlífar
tefldi af miklu öryggi
gegn Rúnari Sigur-
pálssyni í sjöundu
umferðinni á þriðjudagskvöld. Hann-
es tók litla áhættu í skákinni og vann
um síðir í endatafli. Gylfí Þórhalls-
son, stigahæsti skákmaður Akur-
eyringa, tefldi skemmtilega gegn
Jóhanni Hjartarsyni og stóð vel að
vígi um tíma. En þá fór hann of
geyst í sakirnar og Jóhann vann með
laglegri fléttu:
Hvítt: Gylfi Þórhallsson
Svart: Jóhann Hjartarson
Sikileyjarvörn
e4 - e5 2. Rc3 - Rc6 3. g3 - Bc5
4. Bg2 - d6 5. d3 - Rge7 6. Rge2
- Rd4 7. Be3 - Rec6 8. h3 - Rxe2
9. Rxe2 - Bxe3 10. fxe3 - Be6
11. Dd2 - Re7 12. 0-0-0 - c6 13.
Kbl - Dc7 14. d4 - 0-0 15. g4 -
b5 16. Rg3 - a5 17. Rf5 - Rc8
18. h4 - Rb6 19. Df2 - a4 20. Bh3
- Rc4 21. g5 - Bxf5 22. exf5 -
exd4 23. exd4 - Hfe8 24. f6 - He3
25. Bf5 - a3 26. Bd3 - Hae8 27.
Hdel - H3e6 28. Hxe6 - Hxe6
29. Bxc4?
Miklu betra var 29. b3! og hvít-
ur hefur góða stöðu. Það var einnig
hægt að leika því einum leik áður.
Næsti leikur fer svo alveg með hvítu
stöðuna.
29. - bxc4 30. Hel?? - Db6 31. b3
31. - Dxd4! 32. c3 og hvítur gafst
upp.
Díonýsus sigrar í
sveitakeppni Hellis
Díonýsus klúbburinn sigraði í svei-
takeppni Hellis, sem haldin var föstu-
dagskvöldið 12. september. Sveitin
hlaut samtals 25 vinninga í 9 umferð-
um. Fyrir Díonýsus tefldu:
1. Magnús Ö. Úlfarsson 4 v.
2. Sigurbjöm Bjömsson 5 'A v.
3. Páll A. Þórarinsson 8 v.
4. Kristján Eðvarðsson 7'A
Eins og sjá má er sveitin skipuð
sterkum skákmönnum, sem eru
nokkuð áþekkir að styrkleika. Það
þarf því ekki að koma á óvart að
neðri borðin voru drýgst í að tryggja
sveitinni efsta sætið. Forskotið á
næstu sveit var þó einungis einn vinn-
ingur, en annað sætið hreppti Félag
íslenskra fræða. Spekingarnir sem
skipa þá sveit eru þeir Bragi Hall-
dórsson, Jóhannes Gísli Jónsson, Jón
Friðjónsson og Bjarni Ólafsson. Hart
var barist um þriðja sætið. Þar urðu
tvær sveitir jafnar að vinningum:
Skákklúbbur Iðnskólans og Áss og
co. Árangur Iðnskólamanna þarf ekki
að koma á óvart, enda sigraði sveitin
í klúbbakeppni Hellis sl. vor. Áss og
co. er hins vegar ný sveit skipuð fjór-
um systkinum með Helga Áss Grét-
arsson stórmeistara í fararbroddi.
Þetta er líklega einhver sterkasta
systkinasveit heimsins um þessar
mundir. Eftir stigaútreikning kom
hins vegar í ljós, að Skáksveit Iðn-
skólans hafði náð þriðja sætinu með
minnsta mun og Áss og co. lentu í
fjörða sæti. Röð sveitanna varð þessi:
1. Díonýsus 25 v. af 36
2. Félag íslenskra fræða 24 v.
3. Skákklúbbur Iðnskólans 23 'A v.
4. Áss og Co. 23'A v.
5. Netveijar 22'A v.
6. Skákklúbbur Framtíðarinnar 20 'A v.
7. Stórsveitin 20 v.
8. Smámeistarar 20 v.
9. Verð að fara 20 v.
10. BDTR 19 v.
11. The Grand Rock Club 17 v.
12. Óli H. 16 v.
13. Hani úti á túni 15'A v.
14. Hrókar alls fagnaðar 11 v.
15. Arnarsveitin 10 v.
Alls tóku á sjöunda tug skák-
manna þátt í keppninni. Tefldar voru
9 umferðir með 7 mínútna umhugs-
unartíma. Skákstjóri var Vigfús Ó.
Vigfússon.
SÍF efst á Firmamóti SH
_ Firmamót Skákfélags Hafnar-
fjarðar fór nýlega fram í Miðbæ,
Hafnarfírði. Úrslit urðu sem hér seg-
ir:
1. SlF (Helgi Áss Grétarsson) 7 v.
2. Memphis (Bragi Þorfinnsson) 5 v.
3. VISA ísland (Davið Kjartanss.) 4 'A v.
4. -7. Hagtak (Páll Agnar Þórarinsson),
íslandsbanki (Bergsteinn Einarsson),
Búnaðarbankinn (Magnús Örn Úlfars-
son) og Augnsýn (Björn R. Lárusson) 4 v.
8.-10. Eimskip (Hrannar Baldursson),
Filmur og framköllun (Kristján Eðvarðs-
son), Bílþrif (Heimir Asgeirsson) 3'A v.
Önnur fyrirtæki, sem tóku þátt í
keppninni voru: Hvalur hf., Hafn-
arfjarðarbær, Sparisjóður Hafnar-
flarðar, Verslunarmannafélag Hafn-
arfjarðar, Rafveita Hafnarfjarðar,
Árni Grétar Finnsson hrl., Lands-
banki íslands, Pústþjónusta BJB,
Apótek Norðurbæjar, Leikbær/Rit-
bær sf., AB-bílar ehf., Róbert S.
Magnússon hárskeri, Ragnar Björns-
son hf, Bifreiðaverkstæðið Loki hf.,
Fjölsport sf., íslensk matvæli, Gull-
smiðjan, Bedco og Mathiesen hf.,
Blikksmiðjan Allt blikkverk ehf.,
Sælgætisgerðin Góa Linda, Bílakjall-
arinn, Aðalskoðun hf., Teiknistofa
Leifs Blumenstein, Sendibílastöð
Hafnarfjarðar, Endurskoðunarstofan
sf., Drift sf., Saltkaup og Delta hf.
Skákfélag Hafnarfjarðar þakkar
þessum aðilum fyrir stuðninginn.
Atskákmót Reykjavíkur 1997
Atskákmót Reykjavíkur hefst
laugardaginn 20. september og verð-
ur framhaldið sunnudaginn 21.
september. Taflið hefst kl. 14 báða
dagana og tefldar verða níu umferð-
ir eftir Monrad kerfi. Umhugsunar-
tími er 30 mínútur á skák. Sigur-
vegarinn hlýtur nafnbótina „At-
skákmeistari Reykjavíkur 1997“ en
auk þess verða veitt peningaverð-
laun: 12 þús., 7 þús. og 5 þús. Þátt-
tökugjald er kr. 1.200 fyrir 16 ára
og eldri, en kr. 600 fyrir 15 ára og
yngri.
Skákmót þetta er haldið til skipt-
is af Taflfélagi Reykjavíkur og Tafl-
félaginu Helli. í þetta sinn heldur
TR mótið og er teflt í félagsheimili
TR í Faxafeni 12.
Skemmtikvöld frestast
Skemmtiklúbbur skákáhuga-
manna hafði fyrirhugað að halda
skemmtikvöld föstudaginn 19. sept-
ember. Af ófyrirséðum ástæðum
hefur stjórn klúbbsins ákveðið að
fresta skemmtikvöldinu. Ný tíma-
setning verður tilkynnt þegar hún
liggur fyrir.
Margeir Pétursson
Daði Örn Jónsson
Umboðsmenn:
Akweyii, Rodiónoust
Akrones, Hljómsýn, Byggingohúsið
Blönduós, Kf Húnvetninga
Borgornes, Kf Borgfirðinga
Búðardolur, Bnar Stefónsson
Djúpivogur, K.A.S.K. vöruhús
Drongsnes, Kf Steingrhrofjorðor
Egilsstaðir, KfHéroðsbúo
Eskif|örður, ElisGuðnoson
Fóskrúðsfjörður, Viðorsbúð
Floteyri, Björgvin Þórðarson
Grindavík, Rofborg
Grundofjörður, Guðni Hollgrímsson
Hofnorfj., Raftækjav. Skúlo Þórss., Rofmætti
Hello, Mosfell
Hellisondur, Blómsturvellir
Hólmovik, Kf Steingrimsf|orðor
Húsovík, Kf Þingeyingo
Hvommstangi, Kf Vestur- Húnvetningo
HvolsvÖllur, KR Rafmognsverkstæði
Höfn Hornofirði, K.A.S.K. vöruhús
ísof|örður, Póllinn
Keflovík, Somkoup, Rodíókjollorinn
Neskoupsstoður, Verslunin Vik
Ólofsfjörður, Valberg, Rodlóvinnustofon
Reyðorfjörður, KfHéroðsbúo
Reykjavik, He'imskringlon Kringlunni
Souðórkrókur, Kf Skagfirðingo
Selfoss, Heimstækni
Siglufjórður, Rafbær
Vestmonneyjar, Eyjoradíó
boriókshöfn, Rós
Vopnofjörður, Kf Vopnfirðinga
VíkMýrdal, Klokkur
Hannes Hlífar Jóhann
Stefánsson. Hjartarson