Morgunblaðið - 18.09.1997, Side 60

Morgunblaðið - 18.09.1997, Side 60
 <Q> AS/400 er... ...mest selda fjölnotenda viðskiptatölvan í dag ' NÝHERJI SKAFTAHUD 24 • MORG UNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍM15691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG RITSTJ@MBL.IS AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Lífeyrisnefndin Forsætisráðherra í ræðu á 80 ára afmæli Verslunarráðsins Mikilvægar breyt- ingar á næstu árum Opnað fyrir umferð í næstu viku DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segist sjá fyrir sér mikilvægar breytingar á íslenskri efnahags- og þjóðfélagsgerð á næstu árum. Markaðsbúskapur verði efldur, menntakerfíð bætt og opinber bú- skapur endurskipulagður. Staða Is- lands í alþjóðlegu umhverfí nýrrar aldar muni að verulegu leyti ráðast af því hvernig til takist í þessum efnum. Þetta kom m.a fram í ræðu forsætisráðherra í tilefni af 80 ára afmæli Verslunarráðs Islands í gær. Davíð sagði að það færi ekki á milli mála að staða Islands væri góð í samanburði við aðrar þjóðir sem hefðu náð langt í efnahagsmálum. Þó værum við skemmra á veg kom- in í að virkja markaðsöflin en aðrar þjóðir í fremstu röð. Fyrir vikið væru framleiðni og afköst minni en eðlilegt væri að gera kröfu um. Nú væri unnið að slíkum umbótum í fjármálastarfsemi og jafnframt væri verið að taka fyrstu skrefin á fleiri sviðum svo sem í orkumálum og fjarskiptum. Þá væri Ijóst að bæta þyrfti menntakerfíð en menntunin væri öflugasta tækið til að nýta sér þá möguleika sem byðust í breyttum heimi. Einnig væri margt í búskap hins opinbera og velferðarkerfínu sem þyrfti að betrumbæta. Til að mynda væri samneyslan hátt hlut- fall af landsframleiðslu samanborið við önnur lönd. „I þessum efnum þurfa sveitarfé- lögin að taka sér tak og stöðva eða draga úr sjálfvirkni félagslegra út- gjalda. Núverandi skipan þessara mála er um margt úrelt og óhag- kvæm enda var grunnur lagður að henni við allt aðrar aðstæður en menn sjá fyrir á næstu öld,“ sagði Davíð. ■ Markaðsbúskapur efldur/30 VIÐ gatnamótin í Ártúnsbrekku og við Elliðaár er verið að ljúka við að malbika síðustu aðreinar og slaufur. Stefnt er að form- legri opnun fyrir bílaumferð um þessi nýju mannvirki í næstu viku. Að sögn Sigurðar Skarphéð- inssonar gatnamálastjóra, verð- ur þó væntanlega einhver smá- vægilegur frágangur eftir. „Þetta eru ný gatnamót að hluta til, svokölluð smáragatnamót, og verður notast við gömlu slauf- urnar að hluta auk þess sem nýj- um er bætt við. Þegar búið verð- ur að ganga frá svæðum utan akbrauta og merkja akstursleið- ir skýrast gatnamótin og verða ekki eins flókin og þau líta út fyrir,“ sagði hann. Ekki farið að reyna á helstu deilumál MIKIL vinna fer fram þessa dagana í nefnd aðila vinnumarkaðar og stjórnvalda, sem falið var að yfirfara og reyna að ná sáttum um drög að frumvarpi um skyldutryggingu líf- eyrisréttinda og lífeyrissjóði. Nefndinni var ætlað að skila nið- urstöðum fyrir 15. september en nú er ljóst að hún mun væntanlega ekki ljúka störfum fyrr en í fyrsta lagi um eða upp úr næstu mánaðamótum. Nefndin hefur haldið fundi tvisvar í viku að jafnaði að undanfórnu og eru boðaðir þrír fundir á næstu tveimur vikum. „Þetta er að færast á lokastig. Hins vegar er ekki búið að láta á það reyna hvort það næst sam- staða um þau atriði sem mest var deilt um í vor,“ segir Vilhjálmur Egilsson, alþingismaður og formað- ur nefndarinnar. Vilhjálmur segir aðspurður að gera megi ráð fyrir að gerðar verði töluverðar breytingai' á frumvarpinu, en hann vildi ekki til- greipa í hverju þær væru fólgnar. „Ég ætla engu að spá um niður- stöður varðandi helstu ági’einings- efnin,“ segir Grétai- Þorsteinsson, forseti ASI. Hann segir að lítið sé enn farið að reyna á hvort samkomu- lag gæti náðst um ágreiningsmálin. „Það er búið að fara yfir frumvarpið allt, án þess að gengið hafi verið frá einu eða neinu með formlegum hætti. Menn hafa skilið helstu ágreiningsefnin eftir. Við erum að nálgast það óðfluga," segir Grétar. -------------------- Missti hand- legg í bindivél TÆPLEGA fertugur kai-lmaður missti handlegg í rúllubindivél í Norðurárdal í gærkvöldi. Óskað var eftir aðstoð Landhelgis- gæslunnar og lenti TF Sif með manninn við Sjúkrahús Reykjavíkur um kl. 20.50. Jón Baldursson, yfir- læknir, sagði að maðurinn hefði farið í aðgerð fljótlega eftir komuna á sjúkrahúsið. Ekki var talið gerlegt að græða handlegginn aftur á manninn. Morgunblaðið/Golli Opinberum heimsóknum forsetahjónanna frestað Forsetafrúin í alvarlegri sjúk- dómsmeðferð OPINBERUM heimsóknum for- setahjónanna, Ólafs Ragnars Grímssonar og Guðrúnar Katrín- ar Þorbergsdóttur, til Svíþjóðar og Vestur-Skaftafellssýslu hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Astæðan er alvarleg veikindi for- setafrúarinnar að því er kemur fram í tilkynningu frá forseta Is- lands, sem hann sendi frá sér í gær og fer hér á eftir: „Eiginkona mín, Guðrún Katrín, hefur að undanförnu ver- ið í læknismeðferð og rannsókn- um á Landspítalanum. I ljósi að- stæðna og í samráði við lækna höfum við ákveðið að skýra frá því að í síðustu viku greindist hún með bráðahvítblæði. Meðferð sjúkdómsins verður í senn erfið og langvarandi. Guð- rún Katrín mun því ekki geta gegnt starfsskyldum á opinber- um vettvangi næstu 8-12 mán- uði. Opinberum heimsóknum okk- ar til Svíþjóðar og Vestur- Skaftafellssýslu sem áformaðar voru í haust og vetur hefur verið frestað um óákveðinn tíma.“ Bretar og Færeyingar reyna að semja um „hvíta svæðið“ Dráttur hefur áhrif á viðræður um Hvalbak FÆREYJAR og Bretland munu á næstu mánuðum gera lokatilraun til að semja um lögsögumörk á land- grunninu á milli Færeyja og Skotlands, á „hvíta svæðinu" svo- kallaða, þar sem talið er líklegt að olíu sé að finna. Samningafundur verður haldinn í London í næstu viku. Árni Olafsson, formaður viðræðu- nefndar Færeyinga, segir í samtali við Morgunblaðið að náist ekki sam- komulag á næstunni verði deilunni vísað til Alþjóðadómstólsins í Haag. Óvíst er hvenær dómsniðurstaða liggur fyrir. Dráttur á niðurstöðu í málinu getur haft áhrif á samninga- viðræður íslands og Færeyja um mörk lögsögu landanna, sem fram hafa farið undanfarna mánuði. Óttast óheppilegt fordæmi Ástæðan er sú að sú deila snýst um stöðu klettaskersins Hvalbaks, en í deilu Færeyinga og Breta vilja brezk stjórnvöld miða miðlínu við óbyggðar eyjar og sker norður af Skotlandi. Færeyingar óttast að við- urkenni þeir áhrif Hvalbaks að hluta eða öllu leyti, gefi það óheppilegt fordæmi í deilunni við Breta, þar sem mun meiri hagsmunir eru í húfí vegna olíuleitar á „hvíta svæðinu." Arni Olafsson segir að óbein tengsl séu á milli þessara tveggja deilumála og að æskilegast sé að ná niðurstöðu í deilunni við Breta áður en gengið verði frá samningi við Is- land um lögsögumörk. Færeyskir togarar hafa nokkrum sinnum á undanförnum árum veitt á „gráa svæðinu", sem er á lögsögu- mörkum Islands og Færeyja vegna deilunnar um Hvalbak. Landhelgis- gæzlan hefur stuggað við skipunum en ekki fært þau til hafnar í sam- ræmi við „heiðursmannasamkomu- lag“ fslands og Danmerkur frá 1988. ■ Getur seinkað/12

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.