Morgunblaðið - 19.10.1997, Síða 11

Morgunblaðið - 19.10.1997, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. OKTOBER 1997 B 11 ANTONIO býður nauti byrginn „hættulega sumarið" í Ronda 1959. ANTONIO Ordónez (t.h.) og Örnólfur Árnason ræða saman. Á GYOESCA-hátíðinni í Ronda 1974. Frá vinstri: „E1 Nino de la Capea“, „Paquirri" og Antonio Ordónez. Búningar nautabananna eru gerðir eftir myndum Goya af nautaati fyrir tveimur öldum. Bleiku „kápurnar" eru capotes. (Allar nautabanamyndir teknar af Miguel Martín). súlnagöngum, hugfangnir af þessu fagra og kynngimagnaða mann- virki, en vita ekki að myndefnið „frægasti torero heims“ er í skot- færi við þá. „Hér vildi Madonna fílma í fyrra en þú lést það ekki eftir henni,“ segi ég og minni á deilu sem olli fjaðrafoki í heimsfréttum. Don Antonio vill sem minnst úr þessu gera en segir einfaldlega að hann og samstarfsmenn hans telji að varðandi nautahringinn í Ronda verði að draga skýr mörk hvað sé alvarleg list og hvað ekki. Háski og hugdirfska Við göngum inn á skrifstofu Dons Antonios sem er undir áhorf- endasvæði nautahringsins, skammt frá aðalinnganginum. Þetta er stórt, gluggalaust herbergi með einfóldum en virðulegum antíkhús- gögnum og málverkum af nautaati liðinna alda á veggjum. Tölvur, faxtæki og annar tæknibúnaður nútímans er geymdur hjá ritaran- um í innra herberginu. Það er ekki einu sinni sími á gljábónuðu eikar- skrifborði forstjórans. Madonna þessi hafí ekki Ordónes hefur >.Er þér sama þótt ég getað sannfært þá um að h|0tið einstaka reyki?“ spyr hann og áform hennar hæfðu þess- náðargjöf í kveikir sér í sígarettu um stað. „Undanfarin ár hafa menn keppst um það hver um annan þveran, bæði hér á Spáni og í öðrum löndum, að heiðra þig á alla lund,“ segi ég. „Mitterrand sló þig til riddara frönsku heiðurfylk- ingarinnar og nú fyrir rúmum mánuði tókstu við úr hendi Juans Carlosar konungs æðstu viður- kenningu Listaakademíu Spánar. Hvernig líkar þér að láta hossa þér svona?“ „Mér þykir það gott eins og öll- um,“ segir hann. „Viðurkenning Listaakademíunnar er kærkomin, ekki bara fyrir mig heldur fyrir nautaatið, því að þetta er fyrsta op- inbera viðurkenningin á því hér- lendis að tauromaquia sé list- grein.“ vöggugjöf þegar ég hef náðarsam- _________legast gefíð leyfi mitt. Mér verður hugsað til ljósmyndar í The Dangerous Sum- mer af Antonio þar sem hann stillir sér upp á góðri stundu með logandi sígarettu svo að Hemingway geti skotið hana úr munninum á honum, sem betur fer með riffli, ekki haglabyssu. Hemingway lýsir Ordónez þannig í Logrono 1959: „Ég fékk næstum kökk í hálsinn þegar Ant- onio byrjaði með capa. Hann starf- aði hreinna, fallegar, hættulegar og nær nautinu en nokkur getur gert, og hann mat hættuna upp á millimetra. Hann var í þetta skiptið að fást við 500 kg þungan tarf, sem renndi á hann með tvö lífshættuleg vopn á höfðinu, og veifaði skikkjunni fram og til baka sér við mittisstað. Myndin sem hann bjó til af líkömunum tveim, ásamt hægri, leiðandi hreyfíngu „kápunn- ar“ sem skildi þá að, var fegurri en nokkur höggmynd sem ég hef séð.“ Ég spyr um vit Hemingways á nautaati. „Hann varð hugfanginn af nautaati á unga aldri og bar gott skyn á tækni þess og list,“ segir hann. „Sama má segja um ýmsa aðra útlendinga, til dæmis Eng- lendinginn Rupert Belville sem var með Ernesto í Logi-ono.“ Einn frægur aficionado, var fóst- bróðir hans, Orson Welles. Aska hans var samkvæmt fyrirmælum í erfðaskrá flutt í leirkrukku austur um haf og er varðveitt á búgarði Antonios Ordonez í útjaðri Ronda. Hemingway sagði um Antonio: „Hann sameinar þrjá höfuðkosti nautabanans: dirfsku, kunnáttu og þokka í návist lífsháskans.“ Eg minni á þessi ummæli fornvinar hans og spyr hvaða hæfileika hann telji mikilvægasta hjá nautabana." „Það þarf náttúrlega að hafa þetta sem Ernesto telur upp,“ svarar hann með bros á vör og strákslegan glampa í augum. „En það er ýmislegt annað sem gerir útslagið á það hvernig maður stendur sig. Ef ég ætti að nefna þann eiginleika sem mér hefur gagnast best í starfi mínu þá er það hæfileikinn að geta sofíð í bíl. Þeg- ar maður etur naut dag eftir dag á stöðum sem eru á víð og dreif um stórt og fjöllótt land, getur hver blundur í bflnum orðið til þess að bjarga lífi rnanns." Ég spyr þennan mann, sem er ófús að hæla sjálfum sér fyrir neitt stórbrotnara en að eiga gott með svefn, hvernig honum þyki nauta- banar nútímans. „Þeir eni margir Ijómandi snjall- ir og hafa bæði til að bera nauðsyn- lega þekkingu og hugdirfsku. Stfll- inn er mismunandi, rétt eins og áð- ur fyrr. Sumir eni klassískir, aðrir eru veikir fyrir loddarabrögðum, sumir kjarkmiklir, aðrir hugdeig- ari. Svona hefur þetta alltaf verið og verður alltaf.“ Talið berst að lífshættunni sem íylgir nautaati. E1 gran maestro segir að auðvitað séu allir nauta- banar dauðhræddir við nautin, enda viti maður vel að ekkert megi út af bera til að nautið sendi mann á sjúkrahús eða alla leið í gröfína. Spumingin sé hins vegar hvort nautabaninn geti, þrátt fyrir ótt- ann, haldið ró og tign andspænis þessu hættulega dýri. Stundum stígur nautabaninn meira að segja fáeinar sekúndur yfír mörk ótta og dirfsku. Þá verða áhorfendur him- inlifandi, og nautabaninn stoltur, ef hann sleppur lifandi. Antonio Or- dónez hefur orðið fyrir 32 homstungum, cornadas. Sumar þeirra vom mjög alvarlegar. Tengdasonur hans, Francisco Ri- vera, öðm nafni „Paquirri", sem var stórstjarna og einn eftirlæts- nautabani minn, beið bana í hringnum fyrir áratug. Nautaat er dauðans alvara. Dóttursonurinn „Fran“ ■ taki Ordóiiez? arf- Ég spyr Don Antonio hvemig hann hafí farið að því að rísa upp úr sjúkrarúmi, varla gróinn sára sinna og stundum haltur, til að ganga galvaskur sama dag fyiár 500-600 kg trylltan toro með stór, hárbeitt horn. Hvernig fór hann að þessu? „Það er ekkert merki- legt við þetta,“ segir hann án þess að brosa. „Kappakstursbílstjóri sem hlekkst hefur á, stekkur upp í annan bíl og spýtir í. Sjómaður leggur aftur út á hafíð þótt hann hafí orðið skipreika. Og skurðlæknir sem orðið hefur á handvömm og misst sjúkling, bítur á jaxlinn og heldur áfram að skera. Eins með okkur nautabanana, við vitum hver áhættan er, þetta er okkar atvinna og við höldum bara áfram.“ Það vakti athygli, þegar sól nautabanans „E1 Cordobés“ skein sem skærast, að Ordónez og hann komu aldrei saman fram á nauta- ati. Kenneth Tynan sagðist ekki hissa á þessu því að þeir væru jafn- óhugsandi sem par á sýningu og t.d. Laurence Olivier og einhver sirkusloddari. Ég spyr Don Anton- io hvort hann hafi aftekið að etja Auðvitað eru allir nautabanar dauðhræddir við nautin naut ásamt „E1 Cordobés“? Hann neitar því og segir að fram- kvæmdastjórum þeirra tveggja hafi aldrei tekist að finna daga sem báðum hentaði. Ég sé að það muni veitast honum létt að víkja sér und- an spumingum mínum, manninum sem er vanur að verjast hálfs tonns mannýgum nautum. Mér verður heldur ekki mikið ágengt við að fá Don Antonio til að segja mér álit sitt á þeim nauta- bönum sem ég held að séu bestir nú á dögum, svo sem José María Manzanares, Enrique Ponce, Ja- vier Conde, Joselito, Jesulín de Ubrique og síðast en ekki síst Francisco Rivera Ordónez („Fr- an“), dóttursyni hans, syni „Paquirris". Ég segi Don Antonio að ég hafi séð dótturson hans í mano a mano við Joselito í Marbella fyrir viku og litist sérlega vel á piltinn, þótt nautin hafí verið afspymuléleg. „Gæði nautanna er vandamál sem almenningur á ekki litla sök á,“ segir hann. „Mönnum fínnst að nautin þurfi að vera svo þung, helst upp undir 600 kfló. Það þýðir ein- ungis að þau era feit og þung á sér og gefa nautabananum lítil tæki- færi.“ Ordónez á við það að eftir eina eða tvær stungur frá picadorunum (með spjóti af hestbaki) skemma þessi hlussunaut oft fallegustu veróníkur með því að hnjóta. Þau era hættuleg og ráðast til atlögu eins og skriðdrekar, en það vantar allt það tígulega samspil sem létt- ara og sprækara dýr getur veitt góðum nautabana. Þá er ótalið hversu erfítt er fyrir nautabanann að teygja sig yfir homin á þessum ferlíkjum og ná að reka sverðið upp að hjöltum í þann pinulitla blett milli herðablaðanna á dýrinu sem þarf að hitta til að það takist. „Nú er ætt þín, maestro, að verða mesta dýnastía nautabana sem til hefur verið,“ segi ég. „Or- dónezamir skáka orðið Rómeróun- um sem gerðu garðinn frægan á 18. öld, þótt erfitt sé auð- vitað að fá úr því skorið hvor ykkar Pedros Romero sé mesti nauta- bani sem heimurinn hefur alið. Þú hlýtur að vera _________stoltur af honum „Fran“, dóttursyni þínum, sem á þig sem afa og allan þinn ættstofn, auk þess sem faðir hans var enginn annar en „Paquirri“ og ömmubróð- ir hans sjálfur Luis Miguel Dom- inguín. Hvílíkt ættartré fyrir ung- an torero!“ „Já, ég er sko montinn af honum Fran,“ segir Don Antonio Ordónez og Ijómar. „Það er ekki bara vegna þess að hann er nautabani og gefí afa sínum notalega tilfinningu um framhald lífsins og listarinnar, held- ur vegna þess að hann er mjög góð- ur nautabani, kannski frábær, sem gæti skipt máli í sögu nautaatsins. Og þú getur ímyndað þér hvað það er stórkostleg vitund á ævikvöldinu að eiga slíkan afkomanda."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.