Morgunblaðið - 04.11.1997, Page 1

Morgunblaðið - 04.11.1997, Page 1
100 SÍÐUR B/C STOFNAÐ 1913 251. TBL. 85. ARG. ÞRIÐJUDAGUR 4. NOVEMBER 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuters Mótmæla sakfellingu „GUÐ hjálpi okkur ef við fangels- um Louise,“ segir á einu skiltanna sera stuðningsfólk bresku barn- fóstrunnar Louise Woodwards bar í gær er mótmælt var úrskurði dómstóls í Massachusetts er dæmdi Louise í lífstíðarfangelsi fyrir morð á Matthew Eappen, átta mánaða dreng er hún gætti í Bandaríkjunum. I gær kröfðust verjendur Wood- ward þess að Hiller B. Zobel dóm- ari ómerkti úrskurð kviðdómsins, eða mildaði ákæruna. Munu veij- endur og sækjendur ganga á fund hans í dag. Bresk stjórnvöld höfnuðu í gær beiðni þingmanns heimahéraðs Woodwards um að beitt yrði póli- tískum þrýstingi í máli hennar, verði því áfrýjað. Lögfræðingar Woodwards hafa sagt að niður- stöðu dómsins verði áfrýjað, ómerki dómarinn ekki úrskurð sinn. Þingmaðurinn, Andrew Mill- er, átti fund með Liz Symmons, að- stoðarutanríkisráðherra, og tjáði henni að nauðsynlegt væri að áfrýjuninni yrði hraðað. Miller tjáði fréttamönnum eftir fundinn að tryggja yrði að þrýstingi yrði beitt „eftir diplómatískum leiðum" til þess að hraða málinu. Nefndi Miller að það geti tekið allt að einu ári að áfrýjunarmál komi fyrir rétt í Bandaríkjunum. Bretar binda/31 Þrigg;ja manna sendinefnd SÞ til fraks Bandaríkin setja Irak tímamörk Washington, New York, Baghdad. Reuters. BANDARÍSK yfirvöld vöruðu Iraka við því í gær að sá frestur, sem þeim hefði verið gefinn til að komast hjá „hörðum aðgerðum“ væri að renna út. írakar neita því enn að leyfa Bandaríkjamönnum í vopnaeftirliti Sameinuðu þjóðanna að starfa í Irak og komu í gær í veg fyrir að þeir hæfu störf að nýju. Sagði James Rubin, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, það álit þess að Öryggisráð SÞ ætti að vera reiðubúið að grípa til að- gerða gegn írökum, skiptu þeir ekki um skoðun á „næsta sólarhring eða þar um bil“. Irakar féllust í gær á að eiga fund með þriggja manna sáttanefnd á vegum SÞ, sem kemur til Baghdad í dag, þriðjudag. Hvatti Saddam Hussein, forseti íraks, til viðræðna, sem ættu að miða að því að „koma hlutunum í samt lag“. Talsmenn Bandaríkjastjórnar sögðu stjórn- völd ekki hafa áhuga á viðræðum um málið, þau gerðu þá kröfu að Irakar hlíttu samþykktum Samein- uðu þjóðanna um vopnaeftirlit. Hóta að skjóta niður flugvélar Með viðvörun bandaríska utan- ríkisráðuneytisins eru írökum sett tímamörk í fyrsta sinn í þessari deilu. Rubin sagði Bandaríkjamenn áskilja sér rétt til að grípa þil ein- hliða hernaðaraðgerða gegn írökum en tók hins vegar fram að það yrði ekki næsta skref. I gær svöruðu írakar þessu með því að hóta því að U-2 njósnavélar Bandaríkjamanna, sem stutt hafa vopnaeftirlitssveitir SÞ, yrðu skotnar niður, sæjust þær í íraskri lofthelgi. Rubin sagði að afturkölluðu Irak- ar ekki bann við störfum Banda- ríkjamanna í írak í kjölfar viðræðn- anna við sendinefnd SÞ, ætti Öryggisráðið að grípa til aðgerða gegn írökum. Ekki er hins vegar ljóst hvort ráðið styður hernaðarað- gerðir, utanríkisráðherra Frakka, Jacques Rummelhardt, neitaði í gær að svara slíkri spurningu beint, sagði hana „skilyrta". Arangurs- laus fund- ur á Krít Agia Pelagia. Reuters. COSTAS Simits, forsætisráðherra Grikklands, lýsti því yfir í gær að fundur hans og Mesuts Yilmaz, for- sætisráðherra Tyrklands, hefði verið árangurslaus. Vonir höfðu staðið til þess að draga mætti úr spennu á milli ríkjanna með fundi þeirra en hún hefur aukist mjög síðustu vikur vegna harðnandi deilna um yfirráð yfir Kýpur og hafsvæði í Eyjahafi. Simitis og Yilmaz ræddust við á grísku eyjunni Krít en þar stendur nú yfir leiðtogafundur ríkja á Balkanskaga. Fundinn sækja ráðamenn frá Grikklandi, Júgóslavíu, Rúmeníu, Búlgaríu, Albaníu, Bosníu og Ma- kedóníu en honum verður fram hald- ið í dag.í gær sagði í yfirlýsingu leið- toganna að þeh- stefndu að auknu samstarfl á sviði efnahags- og stjórn- mála. Kvæntist rangri konu Kaíró. The Daily Telegraph. UNGUR egypskur brúðgumi féll í yfirlið af skelfingu að kvöldi brúðkaupsdagsins er hann komst að því að hann hafði kvænst 45 ára konu, sem hann hafði aldrei augum litið, í stað átján ára unnustu sinnar. Maðurinn hafði orðið ást- fanginn af ungu þokkadísinni og fengið jáyrði foreldra hennar við ráðahagnum. Hann fylltist því skelfingu á brúðkaupsnóttina er hann lyfti blæjunni frá andliti eig- inkonunnar og sá miðaldra konu, sem var „hreint ekki lík verðandi eiginkonu hans“ eins og sagði í A1 Akhbar. Féll hann í yfirlið en rank- aði fljótt við sér og hélt þegar til lögreglu, þar sem hann lagði fram kæru á hendur tengdaforeldrum sínum. Málsverður í verkfalli Reuters LANGAR bflalestir mynduðust í gær um allt Frakkland vegna verkfalls franskra vörubflsljóra. Á annað hundrað vegatálma hafði verið komið upp í gær og var talið að 1.500 vörubifreiðar frá ná- grannaríkjum Frakklands væru innlyksa í landinu. Þeirra á meðal voru bflar frá Spáni en ökumenn þeirra létu það ekki á sig fá, held- ur fengu sér í svanginn á miðri hraðbraut, sem bar ekki nafn með rentu í gær. 143 vegatálmar settir/23 Ráðgjafanefnd Alþjóðahafrannsóknaráðsins leggur til niðurskurð í Barentshafí SAMÞYKKT var í ráðgjafanefnd Alþjóðahafrannsóknaráðsins,ICES, á fundi hennar í Kaupmannahöfn fyrir helgi, að leggja til, að þorsk- kvótinn í Barentshafí á næsta ári yrði 514.000 tonn eða rúmlega 300.000 tonnum minni en líklegur afli á þessu ári. Sigfús Schopka fiskifræðingur segir ýmsar ástæður vera fyrir þessum samdrætti í stofnstærðinni. Niðurstöður úr leið- öngrum og afli á sóknareiningu í veiðunum gefi til kynna minni stofn. Þá hefur forsendum fyrir útreikn- ingi á sambandi milli vísitölu leið- angra og stofnstærðar verið breytt í núverandi úttekt, sem á sinn þátt í því, að stofninn er metinn minni nú en áður. Ráðgjafanefnd ICES kemur sam- an til fundar tvisvar á ári, vor og haust, og á haustfundinum er m.a. farið yfir stöðu fiskstofnanna í Barentshafi. Þorskkvótinn minnki um 300.000 tonn Sigfús segir, að í tillögum ráð- gjafanefndarinnar um 514.000 tonna þorskkvóta á næsta ári sé lagt til að hann nái til allra veiða, jafnt utan sem innan lögsögunnar, og þar með einnig hugsanlegra veiða í Smugunni en þær hafa hing- að til staðið utan við úthlutaðan kvóta. Astæðurnar fyrir minni þorsk- stofni geta verið ýmsar og til dæmis er hugsanlegt, að sjálfsránið sé meira en talið var. Á það er einnig bent, að veiðarnar hafi verið meiri en stofninn þolir að meðaltali. Talið er, að hann geti staðið undir 700.000 tonna veiði árlega til jafnaðar en síðustu fjögur hafa verið veidd 300.000 tonn umfram það. Sigfús sagði, að ekki væru lagðar til miklar breytingar á ufsanum en nærri 50% niðurskurður í ýsunni. Hins vegar er gert ráð fyrir, að ýsuaflinn verði um 210.000 tonn á þessu ári en lagt er til, að hann verði aðeins 120.000 tonn á því næsta. Veiðin að undanförnu hefur aðallega byggst á einum sterkum árgangi frá árinu 1990. Sá árgangur fer senn að hverfa úr veiðinni og lakari árgangar að verða uppistað- an í stofninum og á því byggist þessi mikii niðurskurður á kvóta. Ráðgjafanefndin mælir áfram með veiðibanni á grálúðu en nýliðun í þeim stofni hefur brugðist árum saman. Þá er lagt til, að veiði verði áfram bönnuð á loðnu. Er hrygning- arstofn loðnunnar áætlaður 300.000 tonn en þarf að vera 500.000 tonn áður en veiði kemur til álita. Eins og áður segir er hér um að ræða tillögur ráðgjafanefndar ICES en stjórnvöld í Noregi og Rússlandi munu taka endanlegar ákvarðanir um kvótana. Dregur ur drykkju á Grænlandi MJÖG hefur dregið úr drykkju á Grænlandi á undan- förnum áratug og drekka Grænlendingar nú helmingi minna en fyrir tíu árum. Þetta kemur fram í frétt Politiken. A níunda áratugnum drakku Grænlendingar 12 lítra af vínanda á mann á ári en drekka nú jafnmikið og Danir, um 6 lítra. Peter Bjer- regaard, hjá dönsku rann- sóknarstofnuninni DIKE, segir breytinguna fyrst og fremst hafa orðið í höfuð- staðnum Nuuk en þar hefur dregið mest úr drykkjunni á meðal menntafólks.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.