Morgunblaðið - 04.11.1997, Síða 4

Morgunblaðið - 04.11.1997, Síða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Mögnuð byijun á stífri tón- leikaferð Brussel. Morgunblaðið. FYRSTU tónleikar Bjarkar í mik- illi yfirreið til kynningar á geisla- plötunni Homogenic voru í Bruss- el á sunnudagskvöld. Blaðamaður Morgunblaðsins sótti tónleikana og ræddi við nokkra gesti í troð- fullu 2.000 manna húsi og svo hljóðfæraleikara nýkomna af sviðinu. Tónlistarfólkið var ánægt með byijun ferðarinnar á sunnudag og gestir í Sehaerbeek-salnum sömuleiðis, þeir sögðu Björk sama við sig þótt tónlistin væri orðin alvarlegri. Eina kvörtunin var: þetta voru alltof stuttir tónleikar. Með Björk spila 8 ungir íslend- ingar, íslenski strengjaoktektinn, með Jón R. Örnólfsson í farar- broddi. Auk þess er á sviðinu raf- tónlistarmaður sem sér um tölvu- takta en alls eru 25 manns, tækni- menn, þjálfarar og aðstoðarfólk, í föruneyti söngkonunnar. Skömmu eftir tónleikana í Brussel var haldið til Amsterdam þar sem spilað var í gær. Þar verða bækistöðvar hópsins í nokkra daga og farið akandi til Frankfurt á morgun og Rotterdam á fimmtu- dag. Þar koma Björk og strengja- sveitin fram í útsendingu MTV- tónlistarsjónvarpsins á verðlauna- afhendingu ársins. Þar spila einn- ig hljómsveitir eins og U2, Bon Jovi, Spice Girls og Aerosmith. Svo verður haldið til Ítalíu, Frakklands, Bretlands og Norð- urlanda og síðan gert hlé fyrir Bandaríkjaferð í desember. Björk mun síðan hefja upptökur á nýrri plötu í ársbyijun. Hún hefur sagt Homogenic í núinu eða næstum því miðað við Debut og Post, þar sem hún vann úr eldri hugmynd- um. Fjórir sóttuum Skálholt FJÓRAR umsóknir hafa borist um embætti sóknarprests I Skál- holti og tvær um Hallgrímssókn. Þeir sem sækja um Skálholt eru séra Axel Amason, Stóra- Núpi, séra Baldur Kristjánsson biskupsritari, séra Egill Hall- grímsson, Skagaströnd, og séra Hörður Þ. Ásbjömsson. Um embætti sóknarprests í Hallgrímssókn sækja séra Sig- urður Pálsson, sem nú gegnir starfi aðstoðarprests þar, og séra Yrsa Þórðardóttir, fræðslu- fulltrúi kirkjunnar á Austur- landi. Reuters/Yves Herman Nokkrir teknir með fíkniefni LÖGREGLAN í Reykjavík handtók tvö ungmenni í vesturborginni á laugardag. Annað þeirra var flutt í athvarf lögreglu fyrir unglinga og síðan komið í heimahús. í fórum hins fundust ætiuð fíkniefni og var hann því vistaður í fangageymslu. Tveir réðust inn í íbúð manns í Þingholtunum í Reykjavík árla morguns á laugardag. Veittu þeir húsráðanda nokkra áverka svo flytja varð hann á slysadeild. Árásarmenn voru flúnir af vettvangi er lögreglan kom, en vitað var um deili á þeim. Lagt var hald á tæki til neyslu fíkni- efna. Þá var bíll stöðvaður í miðborg- inni og voru tveir menn handteknir er ætluð fíkniefni fundust á þeim auk hnífa sem ekki eru í samræmi við gildandi reglur. Mennirnir, sem eru 37 og 33 ára, vom vistaðir í fangageymslu. Þá var tvennt hand- tekið á Arnarhóli er í fómm þeirra fundust fíkniefni og tæki til slíkrar neyslu. Voru það 20 ára piltur og 17 ára stúlka. í Austurstræti vorú' einnig hand- teknir þrír tvitugir piltar er ætluð fíkniefni fundust í fórum þeirra. -----» ♦ ♦ Kappakst- ursbifreið til sýnis RENAULT Williams Formula 1 kappakstursbíll kemur til landsins fimmtudaginn 4. nóvember á veg- um B&L. Renault Williams varð heims- meistari í ár í Formula 1 og hefur Renault nú unnið 6 heimsmeistar- atitla í röð í Formúla 1. Verður bifreiðin til sýnis hjá B&L helgina 8. og 9. nóvember. Héraðsdómur dæmir í máli á hendur þremur karlmönnum og tveimur konum Hollendingur dæmd- ur í 6V2 árs fangelsi HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær þijá karlmenn og tvær konur í fangelsi fyrir aðild að fíkni- efnamáli. Þyngsta dóminn hlaut 56 ára Hollendingur, Albart Jan van Houten, 6 'h árs fangelsi. Hann var dæmdur fyrir innflutning á miklu magni af hassi, amfetamíni og e- pillum. flkureyri þrisuar sinnum á dag Bókanir: 570 8090 ISLANDSFLUG gerir fleirum fært ad fljúga Albart var ákærður fyrir að hafa flutt 15 kíló af hassi, 3 kíló af amfetamíni og 5-600 e-pillur hing- að ti! lands um borð í bifreið, sem kom til landsins með Norrænu í september í fyrra. Þá var hann jafn- framt ákærður fyrir að hafa flutt hingað til lands tæp 10 kíló af hassi í desember í fyrra. Tollverðir í Leifs- stöð stöðvuðu þá för hans og 51 árs hollenskrar konu og fundu hass- ið í farangri þeirra. Samstarf gegn afplánun í Hollandi Eftir að Albart var handtekinn lýsti hann vilja sínum til samstarfs við lögreglu í því skyni að upplýsa hveijir væri viðtakendur hassins hér á landi, gegn því að hann fengi að afplána væntanlegan refsidóm í Hollandi. Dómurinn sakfelldi Albart fyrir ákæruatriði, að öðru leyti en því að gegn eindreginni neitun hans þótti ekki sannað að hann hefði flutt meira en 1,5 kíló af amfetamíni til landsins. Þá komst dómurinn að þeirri nið- urstöðu að hollenska konan, sem var í för með Albart í desember, hafi vitað um meðhöndlun fíkniefna þegar hún var einnig með í för í september og því hafi henni verið ljóst til hvers desemberferðin hafí verið farin. Var hún dæmd í 15 mánaða fangelsi. 36 ára íslensk kona, Lára Dís Sigurðardóttir, var dæmd í fangelsi í 3 'h ár fyrir að taka við og geyma fíkniefni, 300 grömm af amfetamíni og 480 e-pillur. Þá var bent á að hún hefði komið á samböndum Al- barts og íslendinga og vitað að efn- ið væri til söludreifingar. Rúnar Kolbeinn Óskarsson, 40 ára, var dæmdur í 4 ára fangelsi fyrir aðild sína að málinu. Hann var fundinn sekur um að hafa tek- ið við fíkniefnunum af Láru Dís og keypt hass af Albart. Hins veg- ar var hann sýknaður af ákæru um tilraun til að kaupa 6 kg af hassi til viðbótar af Albart, en lög- regla hafði þá sett gerviefni í pakk- ann í stað hassins. Til stóð að taka samtal Albarts og Rúnars upp, en upptakan mistókst „af óskýrðum ástæðum" eins og segir í dóminum. Var talið að gegn eindreginni neit- un Rúnars hefði ekki tekist að sanna að hann hefði ætlað að kaupa kílóin sex, en hins vegar var sannað að hann tók við efninu og kvaðst hann sjálfur hafa ætlað að taka það til geymslu. f Ásgeir Ebeneser Þórðarson, 47 ára, var dæmdur í 3 ára fangelsi. Hann var fundinn sekur um að hafa keypt 2 kíló af hassi af Al- bart og 1 kíló af amfetamíni, en verulegan hluta amfetamínsins seldi hann tveimur mönnum. Hættuleg fíkniefni í niðurstöðu héraðsdómara, Guð- jóns Marteinssonar, Amgríms ís- bergs og Skúla J. Pálmasonar, er lögð áhersla á hve hættuleg fíkni- efni amfetamín og e-pillur eru og að tekið sé mið af því við saknæmi brotanna. Frá refsingu fólksins dregst gæsluvarðhaldsvist, í tilfelli hol- lenska fólksins frá 12. desember í fyrra, Rúnars frá 13. desember í fyrra, Láru Dísar frá 4. janúar til 13. febrúar sl. og frá 22. febrúar til dóms og Ásgeirs Ebenesers frá 31. desember til 17. janúar sl. Veijendur fengu dæmdan máls- kostnað, 600 þúsund krónur hver. Sakborningunum er gert að greiða fjóra fimmtu hluta málsvarnar- launa, en ríkissjóður greiðir fimmt- ung. Sakarkostnað að öðru leyti greiða ákærðu óskipt, þar á meðal 600 þúsund krónur í saksóknar- laun.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.