Morgunblaðið - 04.11.1997, Page 18

Morgunblaðið - 04.11.1997, Page 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Hagnaður Samvinnuferða-Landsýnar 8,5 milljónir fyrstu níu mánuðina Ofyrirsjáanleg gengis- þróun rýrði afkomuna Seinkun á birtingu sex mánaða uppgjörs vekur efasemdir á verðbréfamarkaði , Samviiiíiijferúir-Laiitlsýii Úr reikningum jan. - sept. 1997 1 ^ ^ ——Á Rekstrarreikningur 1997 1996 Breyling Rekstrartekjur Milljónir króna Rekstrargjöld 1.511,3 1.495,6 1.194,4 1.147,1 +26,5% +30.4% Rekstrarhagnaður Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) 15,7 (3,0) 47,2 (7,4) -66,7% -59,5% Hagnaður fyrir tekjuskatt 12,7 39,8 -68,1% Hagnaður ársins 8,5 26,7 -68.2% Efnahagsreikningur 30. september 1997 1996 | Eignir: \ Milljónir króna Fastafjármunir 175,6 163,1 +7,7% Veltufjármunir 610,8 343,8 +77,7% Eignir samtals 786,4 506,9 +55,1% I Skuldir og eigið fé: \ 30. iúní Skuldir Milljónir króna 693,9 % Eigið fé 198,8 % Skuldir og eigið fé samtals 892,8 % Sjóðstreymi Veltufé frá rekstri (30,3) % HAGNAÐUR ferðaskrifstofunnar Samvinnuferða-Landsýnar hf. fyrstu níu mánuði ársins nam alls 8,5 milljónum króna, en á sama tímabili í fyrra nam hagnaðurinn 26,7 milljónum. í tilkynningu fé- lagsins til Verðbréfaþings í síðustu viku segir m.a. að það sem öðru fremur hafi rýrt afkomu félagsins á tímabilinu hafi verið ófyrirsjáan- leg gengisþróun á helsta markaði íslenskra ferðaskrifstofa, Þýska- landsmarkaði. Þá hafi gengisþróun einnig áhrif á dönskum markaði, en gengi þessara gjaldmiðla féll á tímabilinu um 10%. Heildarveltuaukning innanlands- deildar á tímabilinu var 34% sem rakið er til aukinnar markaðssóknar á mörkuðum í Danmörku, Tævan og Ítalíu. Hefur eftirspurn eftir ferðum til íslands á þessum svæð- um aukist, bæði einstaklingsferð- um, hvataferðum og skipulögðum hópferðum. Farþegum fjölgaði verulega í hópferðum/orlofsferðum frá íslandi á þessum fyrstu níu mánuðum eða um tæplega 30%. Samvinnuferðir birtu einnig sex mánaða uppgjör sitt í síðustu viku með níu mánaða uppgjörinu og kemur þar fram að tap fyrstu sex mánuðina nam um 28 milljónum, en samanburðarhæfar tölur liggja ekki fyrir yfir sama tímabil í fyrra. „Útkoman veldur verulegum vonbrigðum" Ferðaskrifstofan er gagnrýnd töluvert í Morgunfréttum Viðskipta- stofu íslandsbanka í gær. Þar kemur fram að útkoma félagsins valdi veru- legum vonbrigðum því rekstraráætl- anir félagsins hafi gert ráð fyrir 48 milljóna króna hagnaði fyrir skatta fyrstu níu mánuðina. „I fréttatil- kynningu frá félaginu kemur fram að skýringar á slakri afkomu hafí verið fyrirsjáanleg gengisþróun á þýska markinu og dönsku krón- unni,“ segir í fréttabréfínu. „Það sem vekur hvað mesta athygli fyrir utan slaka afkomu er töf á birtingu á sex mánaða milliuppgjöri félags- ins, en tap fyrstu sex mánuði ársins reyndist vera rúmar 28 milljónir. í október óskað VÞÍ [Verðbréfaþing íslands] eftir skýringu á því af hveiju væri ekki búið að birta sex mánaða uppgjör fyrir félagið. Ferða- skrifstofan gaf þær skýringar að ekki væru til samanburðartölur frá fyrri árum fyrir fyrstu sex mánuði ársins, en til væru samanburðartölur fyrir 9 mánuði. Með tilliti til hversu skammt væri í birtingu níu mánaða uppgjörs þá teldi ferðaskrifstofan hagsmunum hluthafa best borgið með því að birta sex og níu mánaða uppgjör samtímis þar sem þær upp- lýsingar væru betri og gæfu réttari mynd af rekstrinum." Gengi bréfa nú um þriðjungi lægra en í útboði Viðskiptastofa íslandsbanka bendir á að gengi hlutabréfa í Sam- vinnuferðum hafi lækkað jafnt og þétt frá 24. júlí úr 3,6 í 2,4 eða um 33%. „í júlí var einnig haldið hlutafjárútboð þar sem nokkrir af stærri hluthöfum buðu til sölu hlut- afé að nafnvirði 4 milljónir á geng- inu 3,4. í útboðslýsingu með útboð- inu kemur fram að rekstraráætlun geri ráð fyrir sömu afkomu og árið 1996, þ.e. 38 milljóna króna hagn- aði og að í lok júlí bendi ekkert til annars en að sú áætlun standist. Það er ekki traustvekjandi að for- ráðamenn fyrirtækisins fylgist ekki betur með gengismálum, en að þeir geri sér ekki grein fyrir því að það sem þeir kalla ófyrirsjáanlega geng- isþróun á danskri krónu og þýsku marki var þegar komið fram í lok júlí. Gengi dönsku krónunnar og þýska marksins gagnvart íslensku krónunni hækkaði nefnilega frá lok júlí til loka septembermánaðar. Það vekur spurningar um það hvenær sex mánaða uppgjörið hafi legið fyrir og hvaða hluthafar hafi haft hagsmuni af því að birta ekki sex mánaða uppgjör fyrr en með níu mánaða uppgjörinu. Það þjónar svo sannarlega ekki hagsmunum þeirra hluthafa sem keyptu bréf á genginu 3,4 í hlutafjárútboðinu." Ekki náðist í Helga Jóhannsson, framkvæmdastjóra Samvinnuferða- Landssýnar. Belgar ! handtaka yfirmann banka í Lux Briissel. Reuter. BELGAR hafa handtekið Damien Wigny, aðalfram- kvæmdastjóra Kredietbank ) Luxembourg og ákært hann fyrir íjársvik. Wigny er sakaður um skatt- svik og brot á lögum um efða- skatt. Margt bendir einnig til þess að hann hafi verið viðrið- inn peningaþvætti og hann virðist hafa verið „höfuðpaur" í glæpsamlegum samsæri" að sögn rannsóknardómara sem stjómar rannsókninni. Tóbaksauður Wigny er 55 ára gamall sonur fyrrverandi dómsmála- ráðherra Belgíu. Að sögn dóm- arans var hann handtekinn í sambandi við rannsókn á skattsvikum Ritu Verstraeten, sem fékk mikil auðæfi í arf frá belgískum tóbaksauð- | manni. Wigny er grunaður um að hafa átt þátt í skattsvikum I ásamt Ritu Verstraeten að sögn Leys. Hann sagði að 200-300 önnur meint skatt- svikamál hjá Kredietbank Luxembourg væm í rannsókn. Hagnaður YW eykst l Wolfsburg, Þýzkalandi. Reuters. f VOLKSWAGEN AG hefur skýrt frá því að vegna aukinar sölu og meiri skilvirkni hefði nettóhagnaður fyrirtækisins aukizt um 83% á fyrstu níu mánuðum ársins. Hagnaðurinn nam 852 millj- ónum marka á tímabilinu og sala jókst á sama tíma um 13% j í 84 milljarða marka að sögn fyrirtækisins. Rekstri Skýrr snúið til betri vegar á fyrstu 9 mánuðum ársins Hagnaður nam 24,3 millj- ónum króna HAGNAÐUR Skýrr hf. fyrstu 9 mánuði þessa árs nam 24,3 millj- ónum króna. Þetta er ívið betri afkoma en gert var ráð fyrir í rekstraráætlun fyrirtækisins fyrir þetta tímabil. Á sama tímabili í fyrra nam tap félagsins hins vegar tæplega 21 milljón króna. Rekstrartekjur Skýrr á tímabil- inu voru einnig lítillega hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir eða 683 milljónir. Þetta er u.þ.b. 22% aukn- ing á rekstrartekjum félagsins frá því á síðasta ári. Öll markmið fjárhags- áætlunar náðust Að sögn Hreins Jakobssonar, nýráðins framkvæmdastjóra Skýrr, voru í fjárhagsáætlun sett fram þau markmið að snúa tapi ársins 1996 í hagnað á þessu ári, auk þess að bæta þjónustu þess. Hann segir að öll markmið fjár- hagsáætlunarinnar hafí náðst og horfur séu á því að rekstraráætlun ársins muni sömuleiðis standast, en þar er gert ráð fyrir 32,5 millj- óna króna hagnaði. í viðræðum við erlent hugbúnaðarfyrirtæki Hreinn segist ánægður með þann árangur sem náðst hafi og bjartsýnn á framhaldið. Fyrirtækið hafí mótað sér þá stefnu að ein- beita kröftum sínum að því sem það og starfsfólk þess geri best ásamt því að bæta þjónustu við núverandi viðskiptavini. Þá sé einnig verið að kanna möguleika á útflutningi til ná- grannalandanna. Verðlag þar á hugbúnaði og tengdri þjónustu sé mun hærra en hér á landi og því sé eftir miklu að slægjast með útflutningi. „Við teljum að við eigum erindi inn á skandinavíska markaðinn og teljum að við séum þar samkeppn- isfær bæði hvað varðar gæði og verð. Það lofar góðu og við erum nú í viðræðum við erlent félag um möguleika á samstarfí. Viðræð- Skýrrhf Úr árshlutareikningi í milljónum kr. Rekstur jan.-sept. 1997 jan.-sept. 1996 Tekjur 683,2 555,6 Gjöld -640,4 557,3 Fjármuntekjur -18,5 -19,2 Hagnaður 24,3 -20,9 Veitufé frá rekstri 94,6 40,7 Efnahagur 30.9.97 30.9.96 Eignir 649,8 613,7 Skuldir 471,0 411,4 Eigið fé 178,7 202,3 Eiginfjárhluitfall 28% 33% Veltufjárhlutfall 1,49 1,48 urnar gera ráð fyrir ákveðnu til- raunaverkefni og gangi það allt eftir gæti samstarfíð orðið mun meira seinna meir,“ segir Hreinn. Skortur á starfsfólki vandamál Hreinn segir stærsta vandamál- ið hins vegar vera mikinn skort á vel menntuðu starfsfólki í hugbún- aðargerð. Það þurfi ekki annað en að líta á atvinnuauglýsingarnar til að sjá þá gríðarlegu eftirspurn sem væri eftir hæfu fólki. Hins vegar væri framboðið einfaldlega ekki nægjanlegt og segir hann ástandið í menntun á þessu sviði mikið áhyggjuefni. Úr því verði að bæta. Vill aukinn kraft í einkavæðingu VERSLUNARRAÐ Islands hvetur stjórnvöld til að setja aukinn kraft í einkavæðingu opinberra fyrir- tækja og segir að færa megi rök fyrir því að kröftug einkavæðing hefði getað haft áhrif til stöðugleika á hlutabréfamarkaði. Verslunarráð hefur sent Davíð Oddssyni forsætisráðherra bréf af þessu tilefni og er þar bent á að með einkavæðingu opinberra fyrir- tækja megi minnka ríkisumsvif, auka hagkvæmni í opinberum rekstri, efla samkeppni, dreifa valdi og styrkja hlutabréfamarkað. Jafn- framt geti einkavæðing þjónað því hlutverki að efla sparnað og slá á þenslu. Verslunarráðið telur að mikil- vægt undirbúningsstarf fyrir einka- væðingu hafi verið unnið af hálfu ríkisstjórnarinnar. Bæði hafi verið settar skýrar verklagsreglur og nauðsynleg formbreyting átt sér stað hjá ýmsum opinberum stofnun- um. Þessum þætti sé nú hins vegar lokið og komið að framkvæmdinni. Þótt margt hafi áunnist á síðustu árum, stundi hið opinbera enn um- svifamikla starfsemi á sviði verslun- ar, verksmiðjureksturs, fjármála- starfsemi og ljarskiptaþjónustu, og oft í samkeppni við einkaaðila. Fram kemur að ráðið telji að árangur yfirstandandi árs valdi nokkrum vonbrigðum, einkum í ljósi þess að árið hafí verið metár í við- skiptum á hlutabréfamarkaði, og ljóst sé að markaðurinn hefði hæg- lega getað tekið við auknu fram- boði hlutabréfa. Segir að færa megi rök fyrir því að kröftug einkavæð- ing hefði getað stuðlað að auknum stöðugleika á hlutabréfamarkaði. Framkvæmdastjóraskipti hjá Afurðasölunni íBorgarnesi ÍVAR Ragnarsson, framkvæmda- stjóri Afurðasölunnar í Borgarnesi, hefur sagt starfí sínu lausu. í samtali við Morgunblaðið sagði Ivar að fjölmargar ástæður lægju að baki þessari ákvörðun. „Ég hef starfað á þessum vettvangi undanf- arin 8 ár og mér fínnst orðið tíma- bært að flytja mig um set. Því er hins vegar ekki að neita að mínar áætlanir fyrir þetta fyrirtæki hafa ekki allar gengið upp og því tel ég einnig heppilegt að nýir menn fái tækifæri," segir ívar. Nýr framkvæmdastjóri hefur ekki verið ráðinn enn. i I > í I í. í l I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.