Morgunblaðið - 04.11.1997, Side 22

Morgunblaðið - 04.11.1997, Side 22
mati TdT>mr\qo fiS vppf t. tiunAíftfuinirj 22 ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Forseti Kína svarar gagnrýni á blóðbaðið í Peking Yjar að því að Kínverj- um hafi orðið á mistök Boston, Los Angeles. Reuters, The Daily Telegraph. Morðmál ungversks prests í Belgíu Fleiri lík- amsleifa leitað Brussel. Reuters. BELGÍSKA lögreglan færði í gær Andras Pandy, prest af ungverskum uppruna sem grunaður er um að hafa banað tveimur fyrrverandi eig- inkonum og fjórum dætrum sínum, á vettvang í einu þriggja íbúðarhúsa í Brussel, þar sem meintir glæpir eru taldir hafa átt sér stað. Talsmaður sak- sóknara í Brussel, Jos Colpin, sagði heimsókn Pandys á vettvang hafa farið fram að ósk arki- tekts, sem í samvinnu við lögregluna er að reyna að komast að því hvort gerðar hafi verið breytingar á húsinu til að búa til leynilega geymslustaði. Lögregla hefur leitað í húsinu í heila viku eftir að mannabein fund- ust undir kjallaragólfi annars húss í eigu Pandys, sem stendur skammt frá því húsi sem rannsóknin beinist mest að nú. Pandy flúði til Belgíu frá Ung- verjalandi uppreisnarárið 1956. Hann hefur verið ákærður fyrir morð á tveimur fyrrverandi eigin- konum og fjórum dætrum úr átta barna hópi. Þær hurfu í lok níunda áratugarins. Hann neitar sakargift- um og segir konurnar og stúlkumar hafa farið til Ungverjalands. Réð óskyld böm til að leika eigin böm Ungverska lögreglan greindi frá því fyrir helgina að hún hefði fundið tvær stúlkur og dreng sem Pandy réð til að þykjast vera börn hans þegar belgíska lögreglan hóf fyrst eftirgrennslan vegna hvarfs kvenn- anna sex árið 1992. „Þau gerðu þetta í góðri trú, þar sem þeim var sagt að þau tækju þátt í æfingu fyrir kvikmynd sem verið væri að gera um ævi Pandys,“ sagði Mihaly Dezsi, talsmaður ungversku lögreglunnar. „Hann fór með börnin í heimsókn- ir til ættingja og vina í Ungverja- landi, sem voru beðnir að senda frá sér bréf þar sem þess væri getið að þeir hefðu séð bömin,“ sagði Deszi. Svdney. Reutere. ÁSTRALSKIR vísindamenn hafa uppgötvað breytileg áhrif frá hinu alræmda E1 Nino-veðrakerfi á Ind- landshafið, sem sum ár kemur í veg fyrir þurrka í Ástralfu en eyk- ur á öðrum líkurnar á Ioftslags- hamförum. Lengi hefur verið talið að E1 Nino einskorðaðist við Kyrra- hafið, en áströlsku vfsindamennim- ir segja að tengslin við Indlandshaf séu það nýjasta sem rannsóknir á veðurkerfinu hafa leitt f ljós. í ár olli E1 Nino því að engin úr- koma varð á Kyrrahafi vestan- verðu, og þurrkar herjuðu á Indónesfu og Nýju Gíneu með til- heyrandi skógareldum. Á sama tíma barst hver skýjabakkinn á fætur öðmm af Indlandshafi inn yfir Ástralíu og regnið sem féll úr þeim bjargaði uppskemnni vfða. Nú ætla Ástralir, Bandaríkja- menn og Frakkar að hefjast handa við að fletta ofan af leyndardómum Indlandshafs, sem hefur verið minnst rannsakað af öllum heims- höfunum. Um er að ræða sam- starfsverkefni sem Ástralinn Neville Smith stýrir og er mark- miðið að koma á fót fyrstu rann- sóknarstofnuninni er sinnir athug- unum á hafinu á hnattrænum grundvelli. Upplýsingar frá gervihnöttum Nýttar verða upplýsingar frá gervihnöttum auk mælinga á hita- stigi yfirborðs sjávar, hafvindum JIANG Zemin, forseti Kína, gaf til kynna eftir ræðu sem hann flutti í Harvard-háskóla í Bandaríkjunum á laugardag að kínverskum stjóm- völdum kynnu að hafa orðið á mis- tök með því að fyrirskipa blóðuga árás á lýðræðissinna á Torgi hins himneska friðar í Peking 1989. .Auðvitað má segja að við séum ekki gallalausir og að okkur hafi jafnvel orðið á ýmis mistök í starfi okkar, en við erum þó alltaf að reyna að bæta það,“ sagði Jiang þegar hann var spurður um blóðsút- hellingarnar á Torgi hins himneska friðar. Jiang gekk þó ekki svo langt að biðjast afsökunar á blóðsúthelling- unum og ekkert bendir til þess að kínversk stjómvöld hyggist endur- skoða afstöðu sína til atburðanna á Torgi hins himneska friðar. Qian Qichen, aðstoðarforsætisráðherra og utanríkisráðherra Kína, sagði daginn eftir að ummæli forsetans hefðu verið „almenns eðlis“ og hann hefði ekki verið að vísa sérstaklega og hæð yfirborðs. Notuð verður tækni til beinna athugana um allan heim. Smith segir að bandaríska geimvfsindastofnunin, NASA, hafi sýnt málinu mikinn áhuga og heitið því að leggja sitt að mörkum. Ástralir hyggjast koma fyrir fjölda sjálfvirkra mælitækja á Ind- landshafi og mæla í fyrsta sinn hita og hafstrauma, segir Smith. Hing- að til hafa mælingar svo að segja einvörðungu verið gei;ðar á sigl- ingaleiðinni um hafið milli Ástralfu og Indónesfu. Það er í þessari gátt í hafkerfi jarðarinnar sem Ástralarnir hafa fundið tenginguna milli E1 Nino og Indlandshafs. Sum ár dregur Ind- landshafið úr áhrifum E1 Ninos, en önnur eykur það þau til muna, að sögn ástralska haffræðingsins Gar- ys Meyers. Kyrrahafið og Indlandshaf lögð- ust á eitt 1982-83 við að skapa ein- hveija verstu þurrka sem orðið til atburðanna á Torgi hins himneska friðar. Viðræðum við Dalai Lama hafnað Um 5.000 manns komu saman við Harvard-háskóla til að mótmæla mannréttindabrotum kínversku kommúnistastjómarinnar og stefnu hennar í málefnum Tíbets þegar Ji- ang flutti ávarp sitt. Þetta eru fjöl- mennustu mótmæli sem efnt hefur verið til við háskólann frá tímum Ví- etnamstríðsins. Kínverski forsetinn komst ekki hjá því að heyra hróp mótmælend- anna. „Þótt ég sé orðinn 71 árs held ég enn fullri heym, þannig að ég heyrði hljóðin úr hátölurunum fyrir utan,“ sagði hann. „Samt tel ég að það eina sem ég get gert sé að tala enn hærra.“ Jiang svaraði þremur spurning- um eftir ávarpið, m.a. um hvers vegna hann vildi ekki ræða við Dalai Lama, andlegan leiðtoga Tí- beta. „Stefna okkar gagnvart 14. hafa í Ástralíu, og aftur 1994, en ekkert samspil varð milli þeirra E1 Nino árið 1992, er úrkoma var í meðallagi og þar yfir í suðurhluta Ástralíu. í ár kom Indlandshafið Ástralíu til bjargar og forðaði henni frá verstu áhrifunum af E1 Nino. Það var ekki síst vegna Indlands- hafsáhrifanna sem ástralskir vís- indamenn tóku ekki undir fullyrð- ingar á veðurfarsráðstefnu er hald- in var í Genf í ágúst um að útlit væri fyrir að E1 Nino-áhrifin nú kynnu að valda mestu loftslags- hamfórum á þessari öld. Ástralir hófu rannsóknir í kjöl- far þurrkanna 1982-83 og segir Meyers að mikið hafi áunnist. „Við höfum fengið mikilvægar upplýs- ingar um virkni Indlandshafsins og fengið vísbendingar um hversu mikið vatn og hiti berst frá Kyrra- hafi í Indlandshaf." Mælingar á yfírborði sjávar við Dalai Lama er mjög mikilvæg," sagði hann. „Hann verður að viður- kenna opinberlega að Tíbet sé óað- skiljanlegur hluti Alþýðulýðveldis- ins Kína, lýsa því opinberlega yfir að hann falli frá kröfunni um sjálf- stæði Tíbets og hætta öllum tilraun- um til að kljúfa foðurlandið." Kveikt í kínverskum fánum Jiang hélt aftur til Kína í gær eft- ir að hafa heimsótt Los Angeles á sunnudag. Þar fór hann m.a. á sýn- ingu á bílum framtíðarinnar og ræddi við bandaríska predikarann BiUy Graham. Um 1.500 manns efndu til mót- mæla við hótel í Beverly Hills þar sem Jiang ávarpaði 1.000 gesti í veislu til heiðurs kínverska forset- anum. Mótmælendumir kröfðust þess að Kínverjar færu frá Tíbet og létu af mannréttindabrotum sínum. Hópur tíbetskra munka sönglaði bænir og nokkrir mótmælendanna kveiktu í tveimur kínverskum fán- um við mikinn fógnuð viðstaddra. Jövu, Súmötru og í innhöfum Indónesfu hafa leitt í ljós að haf- straumar hafa gífurleg áhrif á loftslag bæði í Indónesíu og Ástral- íu. Meyers hefur komist að því að hinir miklu skógareldar á Indónesfu í ár eru líkir þeim er urðu 1994 og 1991 þegar sjávarhiti var Iágur umhverfis indónesíska eyjaklasann. Kúvending í veðurfari Ekki er Ijóst hver eru upptök E1 Nino. Hvort þau eru í lofti eða í hafinu er enn rökrætt meðal vís- indamanna, segir Meyers. En þeg- ar E1 Nino brestur á verður kúvending í veðurfari á Kyrrahafi. Kaldir hafstraumar snúast í vestur, þar sem heitir straumar eru venju- lega, og þeir heitu fara í austur þar sem þeir köldu ríkja yfirleitt. Staðvindar á Kyrrahafi þjappast og snúast við og sterkari vindar blása úr vestri, sem eykur áhrifin í hafinu. Ástralía, Nýja Gfnea, Indónesfa, Malaysía, Filippseyjar, Suðaustur-Afríka, Madagaskar og norðausturströnd Suður-Ameríku fá ekki þá úrkomu sem venjulega berst frá hlýjum sjó. Hins vegar verða flóð í Ekvador, Perú, á vesturströnd Argentínu og suðvesturströnd Bandarfkjanna. Hiti hækkar f Japan, Kóreu og einnig í vestur og austur Kanada. En E1 Nino er aldrei alveg eins, og áhrifin frá Indlandshafi eru óút- skýrð. Mannskaði í fellibyl ÍBÚAR í suðurhluta Tælands voru í gær hvattir til að fara af strandsvæðum þar sem hætta var á flóðum vegna fellibylsins Lindu, sem stefndi að landinu eftir að hafa valdið miklu tjóni í Víetnam um helgina. Allt að 200 sjómanna var saknað í Ví- etnam vegna fellibylsins, sem sökkti að minnsta kosti 1.000 bátum og eyðilagði rúmlega 2.000 hús í héraðinu Kien Gi- ang. Vaclav Havel á batavegi VACLAV Havel, forseti Tékk- lands, var fluttur á sjúkrahús með háan hita og lungnabólgu á sunnudag en læknar hans sögðu í gær að hann væri á batavegi. Havel gekkst undir aðgerð vegna lungnakrabba- meins fyrir tíu mánuðum. Mikill munur á dánartíðni TÍÐNI dauðsfalla af völdum krabbameins er allt að helm- ingi minni í Bandaríkjunum en í Þýskalandi, Frakklandi og Bretlandi, að sögn ráðgjafar- fyrirtækisins Datamonitor í gær. Skýrsluhöfundarnir segja að skorður, sem settar hafa verið við lyfjakostnaði í Evr- ópulöndunum, sé mikilvægur þáttur í þessum mikla mun. Ósáttir við bók um Díönu SJÖ franskir ljósmyndarar, sem eru grunaðir um að hafa stuðlað að dauða Díönu prinsessu, fóru þess á leit við dómstól í París í gær að nokkr- ir kaflar yrðu teknir úr nýrri bók, „Þeir drápu hana“, eftir rithöfundinn Madeleine Chap- sal. Franskir saksóknarar eru andvígir því að orðið verði við beiðninni og ákvörðun dóm- stólsins verður tilkynnt á fóstu- dag. Fjarvistar- sönnun rengd SÆNSKA lögreglan telur að nafnlaust bréf sem henni barst fyrir átta árum, kunni að leiða til þess að leysa megi gátuna um hver myrti Olof Palme for- sætisráðherra. Bréfið var frá vændiskonu, sem sagðist hafa séð Christer Petterson nærri morðstaðnum, nokkrum mínút- um eftir að Palme var skotinn. Höfðað var mál á hendur Pett- erson fyrir morðið fyrir átta ár- um, en það látið niður falla vegna skorts á sönnunargögn- um en ekki tókst að hrekja fjarvistarsönnun hans. Vill lög- reglan nú ná tali af vændiskon- unni. Ákvörðun frestað um bein keisara RÚSSNESKA stjómin frestaði því í gær fram í janúar að taka ákvörðun um hvað gera skuli við bein rússnesku keis- arafjölskyldunnar, sem tekin var af lífi árið 1918. Jarðneskar leifar Nikulásar II keisara og fjölskyldu hans voru grafnar upp fyrir sex árum. Reuters JIANG Zemin, forseti Kína (fyrir miðju), f veislu sem samtök kínverskra íbúa suðurhluta Kalifornfu buðu honum til í Los Angeles á sunnudag. Með honum eru Qian Quichen, utanríkisráðherra Kína (t.v.), og Zeng Qing Hong, ráðgjafi forsetans. Rannsaka sam- spil Indlands- hafs og E1 Nino

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.