Morgunblaðið - 04.11.1997, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 04.11.1997, Qupperneq 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1997 31 3H*fgunÞ(afeifr STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ÍÞRÓTTIR OG JAFNRÉTTI NIÐURSTÖÐUR starfs nefndar menntamálaráðherra um stefnumótun í íþróttum stúlkna og kvenna hljóta að vekja bæði stjórnvöld og forystufólk í íþróttahreyfing- unni, svo og fjölmiðla, til umhugsunar um það hvernig jafnréttismálum er skipað í íþróttastarfi hér á landi. í fyrsta lagi kemur fram að aðeins um 36% íþróttaiðk- enda, sem skráðir eru í íþróttafélög, eru konur. Meiri- hluti þeirra er undir 15 ára aldri, en því er öfugt farið hjá körlum. í öðru lagi eru konur í minnihluta í stjórnum íþróttafélaganna og aðeins fimmtungur formanna íþróttafélaga eru konur. í þriðja lagi eru sterkar vísbend- ingar um, að hlutdeild kvenna sé mun minni í tekjum íþróttahreyfingarinnar en karla. Loks er blaðaumfjöllun um íþróttir kvenna nú um 10-12% af heildarumfjöllun um íþróttir og hefur aðeins vaxið um 1-5% hjá blöðunum frá árinu 1990. Þetta er ekki í neinu samræmi við þátt- töku kvenna í íþróttum. Við þetta er engan veginn hægt að una. Markmið íþróttahreyfingarinnar eru göfug. Samkvæmt íþróttalög- unum er tilgangur íþrótta að „efla heilbrigði og hreysti, líkamsfegurð, vinnuþrek og táp“. í því ljósi geta hvorki ríki og sveitarstjórnir né forystumenn íþróttahreyfingar- innar varið það að öðru kyninu sé veittur forgangur í íþróttastarfi og að karlar fái hvatningu, fjárstuðning og aðstöðu til íþróttaiðkunar fremur en konur. Þetta á jafnt við um almenningsíþróttir og keppnisíþróttir. Árangur íþróttastarfs fer heldur ekki á milli mála. Niðurstöður nýlegra rannsókna sýna bein tengsl á milli þátttöku unglinga í íþróttum, ekki sízt keppnisíþróttum, og ýmissa jákvæðra félagslegra og sálrænna þátta. íþróttaiðkendur fá að meðaltali hærri einkunnir en aðr- ir, líður betur í skólanum, hafa meira sjálfstraust, þjást síður af þunglyndi og kvíða og ánetjast síður fíkniefnum. Með þetta í huga er ekki hægt að verja það af neinni skynsemi að fremur eigi að beina piltum í keppnisíþrótt- ir en stúlkum. Þau rök, sem stundum eru færð fram, að kvennaíþrótt- ir séu síður „spennandi“, til dæmis sem fjölmiðlaefni, en karlaíþróttir eiga sennilega fyrst og fremst rót að rekja til gamaldags fordóma. Sé hins vegar eitthvað til í því að kvennaíþróttir standist ekki samjöfnuð við íþrótt- ir karla, má spyija hvort það sé ekki einmitt vegna þess að hvatningu, stuðning og aðstöðu hefur skort. Aðgerða er því þörf í þessu máli. Þar þurfa yfirvöld, íþróttahreyfingin og fjölmiðlar öll að líta í eigin barm. ÍÞRÓTTIR OG SVEITARFÉLÖG IRÆÐU, sem Ellert B. Schram, forseti Iþrótta- og ólympíusambands íslands, flutti við setningu fyrsta þings hinna sameinuðu samtaka fyrir helgi sagði hann m.a.: „íþróttastarfsemi, íþróttafélögin og ekki síður sér- samböndin, eru að bugast undan því oki, sem peninga- leysið og stundum skilningsleysið leggur á herðar okk- ur. Við ráðum ekki lengur við verkefnin og vandamálin, nema til komi nýr hugsunarháttur, ný vinnubrögð, ný liðveizla frá þeim, sem við erum að starfa fyrir, fólkinu í landinu, ríkisvaldi og sveitarfélögum. Bæjarfélögin vítt og breitt um landið hafa á undanförn- um árum staðið myndarlega að byggingu fjölmargra glæsilegra íþróttahúsa. Þetta er að sjálfsögðu vel þegið. En næst legg ég til, að sveitarfélögin og sveitarstjórnir hlúi að innra starfi, veiti stuðning gagnvart þjónustu og rekstri. Það er ekki nóg að byggja steinsteypt hús, ef ekki er gáð að því, sem innan veggja húsanna fer fram.“ Það er ástæða til að vekja athygli á þessum orðum Ellerts B. Schram. Þar er áreiðanlega ekkert ofmælt um fjárhagsvanda íþróttahreyfingarinnar. Hitt fer ekki á milli mála, að það starf, sem fram fer á vettvangi henn- ar, er eitthvert áhrifaríkasta starf, sem unnið er til þess að halda börnum, unglingum og ungu fólki frá fíkniefna- neyzlu og öðrum vímuefnum. Á þeim forsendum ekki sízt er ástæða til að opinberir aðilar komi hér til skjal- anna. Pétur Reimarsson, stjórnarformaður P&S Kemur fram sem hroki að neita um upp- lýsingar Póstur og sími hf. hefur verið harðlega gagn- rýndur að undanfömu vegna gjaldskrárbreyt- inga nú um mánaðamótin. í samtali við Hjálm- ar Jónsson segir stjómarformaður fyrirtækis- ins að mikil áhersla hafi verið lögð á það af hálfu stjómar þess að breytingamar yrðu vel kynntar meðal almennings. BREYTING á gjaldskrá Póst og síma hf., sem gekk í gildi um mánaðamótin og valdið hefur miklum titringi í sam- félaginu, var mjög rækilega undirbúin af stjóm fyrirtækisins, að sögn Péturs Reimarssonar, stjórnarformanns Pósts og síma hf. Hún var rædd á þremur fundum í stjóminni og fyrir lágu alls kyns útreikningar og forsendur sem byggt var á við ákvarðanatökuna. „Síðan, eftir að menn voru búnir að fara í gegnum alla hugmyndafræðinga í kringum þetta, var það sameiginleg niðurstaða stjórnarinnar að þetta væri sú leið sem við vildum fara,“ sagði Pétur. Hann sagðist hins vegar telja að kynning málsins hefði gjörsamlega bmgðist. í umfjölluninni í stjórninni hefði verið lögð á það mikil áhersla að breytingin yrði kynnt rækilega og fólk fengi dæmi um það hvemig breyt- ingin kæmi út, farið yrði yfír forsend- umar varðandi breytingar á símtölum til útlanda og svo framvegis. Breyting- in væri ekki slæm að hans mati, en hefði farið forgörðum vegna þess að málið hefði ekki verið kynnt með eðli- legum hætti. Aðspurður hveiju það sætti að fjöl- miðlar hefðu komið að iokuðum dyrum er þeir óskuðu eftir upplýsingum um forsendur gjaldskrárbreytinganna og hvort það hefði þá verið í trássi við vilja stjórnarinnar, sagði Pétur: „Stjóm Pósts og síma lagði í umfjöllun sinni um málið áherslu á að þetta yrði vel kynnt þannig að menn vissu út af hveiju þetta væri, hvert væri markmið- ið og hvað væri í raun og veru á seyði.“ Aðspurður játti hann því að misjafnt mat hefði augljóslega verið lagt á það hvað nauðsynlegt væri að upplýsa varðandi gjaldskrárbreytinguna. Pjöldi manns væri að undirbúa breytingu sem þessa og stjórn fyrirtækisins gripi ekki fram fyrir hendurnar á þeim í miðjum klíðum. í stjóminni eiga sæti sjö manns skipaðir af samgönguráð- ____________ herra og tilheyra þeir flest- um stjómmálaflokkanna. Auk Péturs eru í stjóminni Jenný Jensdóttir, Gunnar Ragnars, Magnús Stefáns- son, Þorsteinn Ólafsson, Sigrún Bene- diktsdóttir og Elín Björg Jónsdóttir. Ekki séríslenskt vandamál Pétur sagði að fyrir hefðu legið upplýsingar um meðaltalssímareikn- inga heimilanna og hvemig hinir ýmsu símareikningar gætu breyst til hækk- unar og lækkunar við gildistöku gjald- skrárbreytingarinnar. Það væri sífellt að koma betur í ljós að staðarsímtöl væm of ódýr miðað við tilkostnað, þ.e.a.s. kostnaðurinn við að reka bæ- jarlínukerfin, halda þeim við og byggja upp væri meiri en næmi tekjunum af þessum lægstu símgjöldum í kerfínu. Þarna væri ekki um séríslenskt vanda- mál að ræða heldur mætti fínna dæmi um þetta sama vandamál úti um alla Misjafnt mat á nauðsynlegum upplýsingum Evrópu. Símafyrirtækin hefðu verið að reyna að leiðrétta þetta og það sem Póstur og sími hf. hefði verið að gera með gjaldskrárbreytingunni hefði verið fyrsti áfanginn í þeirri þróun að breyta þessu. Það væri engin spurning að vænta mætti þessarar þróunar á næstu áram, hvort sem af því yrði nú eða síðar. Pétur vísaði í þessu sambandi til skýrslu alþjóðafyrirtækisins JP Morg- an um sænska símafyrirtækið Telia. Þar væri settur upp viðmiðunartaxti sem miðaðist við 5 bandarísk sent á mínútuna fyrir staðarsímtöl. Tveir taxtar væru settir upp vegna langlínu- símtala, 8 sent annars vegar og 10 sent hins vegar eftir þeirri vegalengd um sem væri að ræða. Taxtinn vegna utanlandssímtala væri 15 sent fyrir mínútuna eða þrefaldur kostnaður við innanlandssímtalið og teldi JP Morgan að það gjald endurspeglaði tilkostnað- inn við þjónustuna vegna utanlands- símtala. Samkvæmt þessum töxtum kostar mínútan í staðarsímtalinu í kringum 3,50 kr. og mínútan til útlanda tæp- lega 11 krónur. Til samanburðar kost- ar staðarsímtalið 4 sent hjá Tele í Danmörku, Ianglínutaxtarnir eru tveir, 6 og 9 sent, og utanlandstaxtinn 63 sent. Svipaða niðurstöðu má sjá hjá Franc Telecom þar sem staðarsím- talið kostar 4 sent, langlínusímtalið 14 sent og alþjóðlegt samtal 72 sent mínútan eða nær fímmfalt það sem JP Morgan telur eðlilegan tilkostnað vera. Pétur sagði að með gjaldskrár- breytingunni hefði stjórnin viljað taka skref í að leiðrétta þetta misvægi og einnig bregðast við þeim lagafyrir- mælum að gera landið að einu gjald- svæði. Ein meginforsendan fyrir gjaldskrárbreytingunni og útreikning- unum sem lægju henni til grundvallar væri sú að samkvæmt tölum Pósts og síma væri um þriðjungur af skrefa- notkun heimilanna í símkerfinu að --------- meðaltali vegna staðarsím- tala. Hins vegar væri 28%. af skrefanotkun heimilanna vegna símtala til útlanda. „Við sjáum fram á það ““““ að til þess að ná þessum markmiðum og þeirri þróun sem er í gangi munu útlandasímtölin lækka gríðarlega í verði. Það er alveg rétt sem Morgunblaðið hefur verið að halda fram að símafyrirtækin hafa hagnast óeðlilega mikið á útlandasím- tölunum og þau í raun og veru halda þá niðri kostnaðinum við staðarsímtöl- in. Síðan er annað sem menn átta sig ekki á og það er það að næstum því 15% af skrefanotkun heimilanna eru hringingar í farsíma, en gjaldið fyrir að hringja úr heimili í farsíma er miklu mun hærra heldur en fyrir stað- arsímtöl. Til viðbótar eru næstum því 9% skrefanotkunar heimilanna vegna hringinga í símatorgið, 118 og önnur slík númer, sem eru dýrari en venju- leg símtöl," sagði Pétur. Skipting tegunda símtala milli heimila og fyrirtækja Tegund símtala HEIMILI FYRIRTÆKI Staðarsímtöl Langlínusímtöl Útlandasímtöl GSM-farsímasímtöl NMT-farsímasímtöl Símtöl í símatorg Símtölí118 Önnur símtöl 80 % Símareikningur meðalheimila fyrir og eftir breytingu A höfuðborgar- svæðinu Fyrir breytingu Núverandi gjaldskrá Væntanleg gjaldskrá j Gjald f. umferð 7.505 kr. 7.814 kr. 7.198 kr. | Fast afnotagjald 1.600 kr. 1.600 kr. 1.600 kr. | - innifalin skref -664 kr. -664 kr. -664 kr. 1 SAMTALS: 8.441 kr. 8.750 kr. 8.134 kr. Utan hofuð- borgarsvæðis Fyrir breytingu Núverandi gjaldskrá Væntanleg gjaldskrá Gjald f. umferð 7.012 kr. 6.537 kr. 6.008 kr. j Fast afnotagjald 1.600 kr. 1.600 kr. 1.600 kr. ! - innifalin skref -1.328 kr. -664 kr. -664 kr. 1 SAMTALS: 7.284 kr. 7.473 kr. 6.944 kr. Hann sagði að miðað við þessar forsendur og óbreytta notkun hefði verið reiknað með að meðalhækkun vegna breytinganna yrði 3%. Stjórnin hefði farið ítarlega yfir þetta og áhrif gjaldskrárbreytingarinnar á vísitölu neysluverðs, því stjórnin hafi ekki ætlað sér að láta Póst og síma kynda undir verðbólgunni og skuldum heim- ilanna í landinu. Hagkvæmt að nota alnetið Hann sagði að samkvæmt þessari gjaldskrárbreytingu sem tekið hefði gildi um mánaðamótin og tillaga væri um að breyta á fundi stjórnarinnar í lok vikunnar, eins og tilkynnt hefði verið, væri um tuttugu sinnum dýrara að hringja til Danmerkur heldur en innanbæjar. Það þýði að svipaður kostnaður væri samfara því að hringa í 10 mínútur til Danmerkur og eiga rúmlega þriggja klukkustunda samtal innanbæjar. I því samhengi mætti benda á hversu mikið ójafnvægi væri á milli notenda alnetsins annars vegar og almennra símnotenda hins vegar. Þeir sem notuðu alnetið væru að fá þessi sambönd með mjög hagkvæmum hætti miðað við aðra símnotendur. Aðspurður hvort ekki sé eðlilegt að einhver munur sé á gjaldskrá eftir því hvort hringt er innanbæjar eða milli landshluta, segir Pétur að stjórn Pósts og síma hefði sennilega ekki farið út í það að hafa einn og sama taxtann í öllu landinu ef Alþingi hefði ekki tekið ákvörðun þar að lútandi. Þar sem hins vegar sú ákvörðun hafi legið fyrir að það ætti að gera landið að einu gjald- svæði hefði stjórnin viljað gera það nú í tengslum við þá breytingu sem gera átti á gjaldskránni. Miðað við það viðm- iðunarverð sem JP Morgan setji fram í fyrrgreindum alþjóðlegum saman- burði, þar sem munurinn á staðarsím- tölum og langlínusímtölum sé á bilinu 60-100% eftir því hversu fjarlægðir eru miklar, sé hægt að ímynda sér að ekki sé óeðlilegt að vera með einhvem slíkan mun á símtölum innanlands, þ.e.a.s. að það sé tvöfalt dýrara að hringja þar sem íjarlægðir era mestar en þar sem þær era stystar. Munurinn á staðarsímtölum og langlínusímtölum innanlands fyrir gjaldskrárbreytinguna var rúmlega fjórfaldur. Pétur sagði að hvort sem mönnum líkaði betur eða verr myndu staðarsímtölin hækka í framtíðinni, það væri þróun sem ekki yrði umflú- in. Það væri hins vegar markmið stjórnar Pósts og síma að símkostnað- ur hér yrði eftir sem áður með því lægsta sem þekktist. Pétur sagði aðspurður að þrátt fyr- ir gjaldskrárbreytinguna og lækkun símtala til útlanda um 22% væru tekj- urnar af símtölum til útlanda ennþá að greiða niður kostnaðinum við stað- arsímtölin. Það megi hins vegar alveg reikna með því að það verði hluti af alþjóðlegum kröfum, Evrópusam- bandsins meðal annars, að taxtar fyr- ir símtöl til útlanda verði færðir nær raunkostnaði og hætt verði að greiða niður staðarsímtöl með þessum hætti. Hann telji að þetta muni gerast mjög hratt á næstu 2-3 árum og verðið muni lækka gríðarlega mikið í átt að fyrrnefndu viðmiðunarverði. Hins vegar muni kostnaður Pósts og síma ekki minnka mjög mikið frá því sem nú er, þótt notkunin muni eitthvað aukast. Miðað við mikla aukningu í notkun alnetsins eins og reiknað sé með og meiri símaumferð til útlanda komi fljótlega að því að bæta þurfi við sæstreng eða huga að nýjum teng- ingum tii útlanda. Það þurfi góða af- komu fyrirtækisins í heildina til þess að halda kerfinu við og það þurfi að vera hægt að fjárfesta og byggja upp til framtíðar þannig að aðgangur sé tryggður að þeim fjarskiptum sem menn séu orðnir vanir hér á landi. Hann segir til dæmis að meðalsím- talið í bæjarlínukerfínu sé nú í kring- um 3 mínútur. Ef alnetsnotkunin haldi áfram að aukast og samtölin að lengj- ast þurfí að grípa til sérstakra ráðstaf- ana í símkerfinu til þess að ráða við það. Það sé að vísu ekki alveg komið að þessu, en menn séu byijaðir að huga að því, þar sem kerfið miðist við það að símtöl séu að meðaltali 3 mínútur að lengd. Mikill hagnaður Pétur sagði að það væri alveg rétt að það væri mjög mikill hagnaður af fyrirtækinu. Hins vegar væri því spáð að hann myndi minnka verulega á næstu mánuðum, bæði vegna aðlög- unar gjaldskrárinnar að raunkostnaði, lækkunar á símgjöldum til útlanda og einnig vegna lækkunar símgjalda í farsímakerfunum. Þessi gullnu ár símafyrirtækjanna sem talað sé um, séu því ekki til frambúðar. Hann sagði að rætt væri um að eðlileg arðsemiskrafa eiganda fyrir- tækisins miðað við eigið fé væri { kringum 15%. Eigið fé Pósts og síma um síðustu áramót hefði verið um 10 milljarðar króna. Þar sem efnahagsreikningurinn og eigið fé fyrirtækisins væri mjög hátt miðað við tekjur þyrfti hagnaður sem hlut- fall af tekjum að vera meira en hjá flestum öðrum fyrirtækjum til að geta staðið undir þessari arðsemis- körfu. Það jafngilti því að fyrirtækið þyrfti að skila af sér 1.500 milljónum króna til eigenda sinna, íslenska ríkis- ins, eftir skatta. Út frá þessu hafi verið gengið og við það hafi vinna stjórnarinnar miðast. Á föstudaginn var hefði hins vegar komið í ljós að eigandi fyrirtækisins væri til með að minnka ávöxtunarkröfuna og í stað þess að gjaldkerfisbreytingin kostaði fyrirtækið 100 milljónir króna væru tekjurnar að minnka um 400 milljón- ir. Þetta væru nýjar forsendur í mál- inu og stjórn fyrirtækisins myndi taka málið fyrir út frá þeim forsendum á fundi sínum á föstudaginn kemur. Samkvæmt þeim tillögum sem fyrir lægju myndu símgjöld að meðaltali lækka töluvert mikið og hækkun þeirra sem hringdu innanbæjar yrði mun minni en ella. Eins og hroki Hann sagðist ekki taka afskipti rík- isvaldsins af gjaldskrárbreytingunni á þann hátt að stjórn Pósts og síma hefði verið að móta ranga stefnu fyr- ir fyrirtækið. Þarna væri ekki um að ræða vantraust á hana. Hins vegar þyrfti stjórn fyrirtækisins að fjalla um ímynd þess út á við. Þegar neitað væri að gefa upplýsingar vegna þess að mál hefðu alltaf verið afgreidd með tilteknum hætti kæmi- það fram eins og hroki gagnvart viðskiptavin- unum. „Póstur og sími á að vera fyrir- tæki sem viðskiptavinirnir vilja eiga viðskipti við. Fyrirtæki sem er að bjóða góða þjónustu á verði sem er samkeppnishæft og forsvarsmenn fyr- irtækisins þurfa þess vegna að um- gangast þessa viðskiptavini sína, sem er reyndar öll þjóðin, með virðingu. Póstur og sími þarf um ókomin ár að eiga viðskipti við allt þetta fólk og það er einfaldlega ekki hægt að reka fyrirtæki eins og þetta í ósátt við við- skiptavinina," sagði Pétur. Áðspurður sagðist hann ekki telja að 15% arðsemiskrafa væri óeðlileg miðað við þá ávöxtunarkröfu sem al- mennt gerist og miðað við það að fyrirtækið væri að fara út i rekstur sem væri í raun og veru áhætturekst- ur. Hvaða aðili sem væri myndi geta sett upp fjarskiptafyrirtæki á næst- unni hefði hann til þess tilskilin leyfi. Þetta myndi sjást varðandi farsíma- kerfíð á næsta ári og hann reiknaði með að fljótlega yði farið að bjóða símtöl til útlanda í samkeppni við Póst og síma. Virk samkeppni væri hafin eða væri væntanleg í flestum löndunum í kringum okkur og það myndi einnig gerast hér. Þannig mætti búast við því að stórum fyrir- tækjum sem notuðu síma mikið yrði boðið fljótlega upp á sérsamninga. Hins vegar væri bókhaldskerfi Pósts og síma og einnig það kerfi sem út- búi símareikningana orðið gamalt og úrelt og unnið væri að endurnýjun þess. Það ætti að komast í gagnið seint á næsta ári og þá yrði hægt að bjóða aðilum ýmsa möguleika varð- andi kaup á þjónustu og kostnað vegna hennar. Pétur sagði að það væri mjög nauð- synlegt að fjarskiptakerfið væri eins fullkomið og mögulegt væri. Það væri hluti af því að jafna samkeppnisstöð- una milli íslands og útlanda að menn hefðu fullan aðgang að fullkomnustu fjarskiptaþjónustu sem völ væri á á hveijum tíma. Breiðbandsvæðingin væri hluti af þessari framtíðarsýn og hann teldi hana skynsamlega. Nú væru menn að velta því fyrir sér hvort nauðsynlegt væri að hraða þeirri þró- un. Stjórnin hefði haft það í huga, en hann teldi að menn myndu aðeins staldra við og sjá hvernig nýting á breiðbandinu yrði áður en ákvörðun yrði tekin þar að lútandi. Hann segir að mjög erfitt sé að tilgreina kostnað vegna breiðbands- ins sérstaklega aðskilið frá kostnaði af endurnýjun dreifikerfisins að öðru leyti. Þá séu sífellt gerðar meiri kröf- ur vegna alnetsins varðandi hraða gagnaflutninga og því sé einnig þarna um að ræða uppbyggingu á því sem menn gætu kallað háhraðaal- net. í framtíðinni yrðu ekki bara sjón- varpsrásir á þessum köplum heldur einnig framtíðarfjarskipti af öllu mögulegu tagi sem erfitt væri að sjá fyrir í dag. Hins vegar sé allur kostn- aður vegna sjónvarpsleyfa og annars slíks haldið að- skildum og reyndar telji hann vel koma til greina að stofna sérstakt fyrirtæki um þessa breið- bandsþjónustu. Það fyrirtæki myndi þá kaupa aðgang að dreifikerfi Pósts og síma með sama hætti og aðrir aðilar þyrftu að gera. Pétur sagði að það væri engin ástæða til þess fyrir ríkisvaldið að standa í því að reka Póst og síma eftir að samkeppni væri komin á. Það kallaði á tortryggni og vantrú sem gæti ekki gert fyrirtækinu neitt gott til lengri tíma litið. Hann teldi því að það væri ekki spurning um hvort held- ur hvenær ríkið seldi fyrirtækið og hann teldi vel koma til greina að gera það í áföngum. Það væri ekki ótrúlegt að verðmæti fyrirtækisins alls gæti verið á bilinu 15-25 milljarðar króna. 15% arð- semiskrafa ekki óeðlileg Mál Louise Woodward vekur umræður um kviðdóma Bretar binda vonir við Hiller Zobel dómara Dómarinn í máli bresku bamfóstrunnar er þekktur fyrir að fara eigin leiðir í laga- túlkunum og hefur látið í ljósi efasemdir um ágæti þess fyrirkomulags að kviðdómur ákvarði um sekt eða sakleysi. HILLER B. Zobel, dómari í máli bresku barnfóstrunn- ar Loise Woodward, hefur ekkert látið uppi um hvort hann muni í einhverju breyta úrskurði kviðdóms og dómi sínum í málinu eftir að hann hlýðir á málflutning verjenda og saksóknara í málinu í dag. Woodward var á fimmtudag fundin sek um annarrar gráðu morð á Matthew Eappen, átta mánaða dreng er hún gætti, og á föstudag var hún dæmd í ævilangt fangelsi. Woodward ákvað sjálf, að höfðu samráði við veijendur sína, að verða dæmd á grandvelli ákæru um morð að yfirlögðu ráði, fyrstu eða annarrar gráðu. Kviðdómur fann hana seka og því átti Zobel ekki annara kosta völ, lögum samkvæmt, en dæma hana í lífstíðarfangelsi. En Zobel dómari hefur látið í ljósi þá skoðun sína, að ef til vill sé kvið- dómur ekki besta form dómfyrirkomu- lags. í grein sem hann ritaði í banda- ríska tímaritið American Heritage fyrir tveimur árum sagði hann m.a. að með því að setja upp kviðdóm væri verið að „biðja þá óupplýstu að byggja ákvörðun um það, sem ekki væri hægt að vita, á því sem væri óskiljanlegt." „Skortir sanngirni" Zobel lætur skoðanir sínar hiklaust í ljós og hafa lögfræðingar í Massachu- settsríki því stundum kallað hann „Hill- er the Killer", eða Hiller bani. Hann skrifaði greinina eftir að O.J. Simpson var sýknaður af ákæru um fyrstu gráðu morð 1995 og sagði m.a.: „Sí- fellt fleiri virðast vera að átta sig á því að réttlæti kviðdómsins er sein- virkt, óhagkvæmt og skortir sann- gimi.“ Dómarar, sagði Zobel, „gera sér grein fyrir þeim vanda sem óhjákvæmi- lega fylgir því, að vænta skynsamlegra, yfirvegaðra niðurstaðna frá tilviljunar- kenndum hópi 12 manna sem ekki þekkjast en neyðast til að rífast harka- lega, óundirbúnir og án reynslu í að íhuga vísbendingar að ekki sé minnst á að skilja lagalegar forsendur." Á undanförnum 17 áram hefur Zobel ómerkt úrskurð kviðdóms eða mildað ákæra í þrem dpmsmálum, þar af tveim morðmálum. í greininni velti hann því fyrir sér hvort kviðdómsfyrir- komulagið væri úr sér gengið og hvort leggja ætti það niður. Lögmenn sem flutt hafa mál fyrir Zobel vara þó við því að orð hans verði tekin of bókstaf- lega. „Eg held að hann muni taka ákvörð- un sína alveg án tillits til þess hvað almenningi sýnist, og án tillits til sinna eigin grundvallarhugmynda, og einung- is byggja á vísbendingum í málinu,“ segir lögmaðurinn Roderick MacLeish í viðtali við The Boston Globe í gær. Annar lögmaður í Boston, Charles W. Rankin, tjáði blaðinu að ef Zobel ómerkti úrskurðinn væri það til marks um að Zobel færi eigin leiðir, en ekki til marks um að hann virti ekki kvið- dómsfyrirkomulagið. Enn einn lög- fræðingur benti á að skoðun Zobels á kviðdómi væri fráleitt einsdæmi meðal lögfræðinga. „Hann er alls ekki sá eini sem hefur látið í ljósi efasemdir um hefðbundið kviðdómsfyrirkomu- lag.“ Kviðdómur fyrir rétti Grein Zobels ber titilinn Kviðdómur fyrir rétti og í henni rekur hann sögu kviðdóms frá því að fyrirkomulagið varð til á 14. öld og fjallar um það með gagnrýnum hætti fram á þessa öld er hinn „hörmulegi“ úrskurður féll í máli O.J. Simpsons. Spyr Zobel að lokum hvort fyrirkomulagið sé svo óáreiðanlegt að leggja beri það niður. Látin hefur verið í ljósi sú skoðun, að kviðdómur í máli Woodward hafi að engu haft mikilvægar vísbendingar sem veijendur hennar sýndu fram á. Fjórir varamenn, sem áttu sæti í dómnum þar til málflutningi lauk og dómurinn hóf vangaveltur sínar, hafa tekið undir þetta. Kvaðst einn vera „þrumu lostinn" vegna úrskurðarins, og annar sagði að ef hann hefði tekið þátt í vangaveltum kviðdómsins væri niðurstaðan enn ókomin. Einn kviðdómarinn, Stephen Col- HILLER B. Zobel ávarpar kvið- dóm í máli Louise Woodward. well, sagði í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina ABC sl. sunnudag að hefði kviðdómur átt þess kost að úrskurða Woodward seka um mann- dráp af gáleysi hefði það að öllum líkindum orðið niðurstaðan. Coiwell sagði að kviðdómurinn hefði ekki átt annarra kosta völ. „Það var með öllu útilokað að við gætum horfst í augu við [foreldra drengsins] og [íbúa Massachusetts] og sagt, við teljum að hún hafí gert það, en ætlum að láta hana sleppa," sagði Colwell. „Við áttum einskis úr- kosti. Ég held að ef við hefðum átt kost á úrskurði um manndráp þá hefði það komið til greina." Tveir aðrir kviðdómarar í málinu höfðu látið sömu skoðun í ljósi áður. Saksóknarar segja að þeir muni andmæla harkalega beiðni veijenda um að úrskurði eða dómi í málinu verði breytt. „Okkar afstaða er sú, að úrskurður liggi fyrir. Kviðdómur hefur tekið ákvörðun og úrskurðurinn er sanngjarn í ljósi fyrirliggjandi sann- ana,“ sagði Martha Coakley, aðstoð- arsaksóknari, í viðtali við The Boston Globe. Aðalsaksóknari í málinu, Ger- ard Leone, sagði þó, að saksóknarar myndu „sýna skilning" ef dómari hafnaði rökum þeirra og mildaði ákærana í manndráp af gáleysi. Woodward er gefið að sök að hafa í bræði hrist og skekið Matthew Eappen 4. febrúar sl. og á endanum slegið drengnum við harðan flöt, með þeim afleiðingum að hann lést af völd- um áverka fimm dögum síðar. Veij- endur hennar töldu sig hafa sannað að drengurinn hefði hlotið áverkana mun fyrr en saksóknari hélt fram. Coakley sagði i gær að hún myndi halda því fram við Zobel að það væri rangt að annaðhvort ómerkja úrskurð kviðdómsins eða boða til nýrra réttar- halda í ljósi „óvéfengjanlegra sannana um að barninu hafí verið misþyrmt". Við réttarhöldin fullyrti Coakley að blæðing á bak við augu Matthews væri skýr vísbending um misþyrm- ingu, og bæði læknar á bráðavakt og móðir drengsins, sem er sjálf augn- læknir, hafi tekið eftir því. Coakley sagði ennfremur að sjö sentimetra spranga í höfuðkúpu drengsins segði sína sögu. Sprungan hafi verið á hnakkanum, en flest höf- uðkúpubrot er hljótist af slysum séu á höfðinu framanverðu. „Og þetta var ekki bara lítil kúla, eða eitthvað sem var þarna í nokkrar vikur og sprakk svo,“ sagði hún og andmælti þannig þeirri fullyrðingu veijenda Woodw- ards að drengurinn hafi hlotið áverk- ana um hálfum mánuði fyrr en sak- sóknari hélt fram. Fluttu málið þrisvar fyrir sýndarkviðdómi Woodward og veijendur hennar ákváðu að gefa ekki kost á dómi á grundvelli ákæru um manndráp af gáleysi. Að sögn fréttastofu Associ- ated Press fluttu veijendur Wood- wards mál sitt fyrir þrem sýndarkvið- dómum, að minnsta kosti einum þeirra í sömu borg og réttarhöldin fóra fram í, og allir komust að þeirri niðurstöðu að Woodward væri ekki sek. LOUISE Woodward í réttarsal í Massachusetts. Margir Bretar hafa látið í ljósi reiði sína vegna niðurstöðu réttarins, en ítreka að þeim sé ekki illa við Banda- ríkin eða Bandaríkjamenn, heldur séu hneykslaðir á bandaríska dómskerf- inu. Philip Holland, sem búsettur er í London, sagði að Bretar litu á rétta- höldin yfir Woodward sem „grínleik" um réttarhöld. Hann sagði viðhorf sitt ekki vera „andúð á Bandaríkjunum“, heldur snúast um „réttarbrot. Ég vona bara að dómskerfið í Massachusetts geti séð villu síns vegar og leyst þetta mál sem fyrst.“ Breskir fjölmiðlar hafa gagnrýnt bandaríska dómskerfið harkalega, en einnig velt því fyrir sér hvort Woodw- ard hafí orðið fórnarlamb menningar- legra árekstra. Framkoma hennar í réttarsalnum hafi einkennst af ró- semi, sem væri mikils metin í Bret- landi, en í Bandaríkjunum, þar sem tilfinningar væru jafnan bornar á borð og ræddar í sjónvarpsþáttum, væri rósemi einskis verð. Dæmd fyrir að vera bresk? * „Var hún dæmd fyrir að vera bresk?“ spurði blaðið The Express. „Væri Louise fijáls ef henni hefði verið kennt hvernig á að haga sér fyrir rétti?" sagði The Mail. Hazel Parker, sem var í hópi fólks er mót- mælti úrskurðinum við bandaríska sendiráðið í London á sunnudag, sagði við The Boston Globe að kviðdómurinn hefði „refsað [Woodward] fyrir að vera fálát, róleg, og yfirveguð. Á Englandi túlkum við þetta sem sak- leysi. Að tala of mikið um eigið sak- leysi bendir til sektar." v Dálkahöfundur The Mail benti les- endum sínum á, að það væri algengt í bandarískum kvikmyndum, allt frá Lömbin þagna til Konungur ljónanna að illmennið væri Englendingur. „Og í Bandaríkjunum fer það jafnan svo, að raunveruleikinn verður eins og Hollywood-kvikmynd.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.